Morgunblaðið - 18.08.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.08.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2021 Um tvö þúsund ára gamlar líkams- leifar uppgötvuðust í grafhýsi á Pompeii. Hafa fornleifafræðingar lýst því yfir að aldrei hafi jafn vel varðveittar leifar manns fundist á þessu svæði en heilleg beinagrind og hvítt hár er meðal þess sem uppgötv- aðist. Eru leifarnar taldar tilheyra Mar- cus Venerius Secundio, fyrrum þræl, sem vann sig upp goggunarröðina í Rómaveldi. Hafði hann gætt hofs Venusar í Pompeii áður en hann hlaut frelsi sitt en eftir það gekk hann í raðir Augustales, rómverskra presta. Telja fornleifafræðingar að grafhýsið sem líkamsleifarnar fund- ust í beri merki um háttsetta efna- hagslega og félagslega stöðu Secun- dio innan samfélagsins. Með leifunum fannst einnig gler krukka með nafninu Novia Amabilis, og er talið að askan af eiginkonu hans sé í henni. Grafhýsið er staðsett þar sem eitt af aðalhliðum borgarinnar stóð eitt sinn, og er talið hafa verið byggt nokkrum áratugum áður en Pompeii lagðist í rúst árið 79 e. Krist, þegar eldfjallið Vesúvíus gaus. Að sögn fornleifafræðinga er fundurinn ekki síður sjaldgæfur fyr- ir þær sakir að lík fullorðinna ein- staklinga voru yfirleitt brennd á þeim tíma sem Secundio var uppi. Er fundur grafhýssins einnig tal- inn bera þess merkis að Rómverjar hafi haldið úti leiksýningum sem fóru fram á grísku, í ljósi áletrunar á marmarasteini sem fannst þar. Bendir þetta til þess að líflegt og op- ið menningarlegt andrúmsloft hafi einkennt Pompeii til forna, segir Gabriel Zuchtriegel, yfirmaður forn- leifasvæðisins. hmr@mbl.is Líkamsleifar þræls fundust - Lágu í grafhýsinu í tvö þúsund ár Morgunblaðið/Einar Falur Pompeii Borgin lagðist í rúst árið 79 og eru þar margar fornleifar. Andrés Magnússon andres@mbl.is Í gær kom Abdul Ghani Baradar, leiðtogi talíbana, til Afganistans í fyrsta sinn í meira en áratug. Sam- dægurs héldu talíbanar blaða- mannafund í Kabúl, þar sem þeir freistuðu þess að friðmælast við heimsbyggðina og heimamenn. Það var gert með fögrum fyrirheitum um að vígamenn þeirra myndu ekki leggjast í hefndarleiðangur gegn fylgismönnum hinnar föllnu rík- isstjórnar eða fyrrverandi starfs- mönnum vestrænna herja, myndi ekki reyna að leggja fjölmiðla lands- ins undir sig og síðast en ekki síst yrðu kvenréttindi virt. Óhætt er að segja að orðum þeirra hafi verið tekið af tortryggni, en málsvarar talíbana lögðu á það mikla áherslu að hreyfingin hefði breyst og batnað og jafnvel færst nær nútím- anum að ýmsu leyti. Það sæist meðal annars á snjallsímanotkun þeirra, en öfugt við Donald nokkurn Trump er Suhail Shaheen, talsmaður talíbana, á Twitter (@suhailshaheen1). Óstaðfestar fregnir héðan og það- an í Afganistan benda enda til þess að varlegt sé að treysta orðum talíb- ana um nýfundna hófsemi og frjáls- lyndi. Flokkar þeirra í borgum utan höfuðborgarinnar Kabúl eru sagðir hafa leitað uppi ýmsa menn tengda fyrri stjórn og vesturveldunum, drepið þá og nauðgað fjölskyldum þeirra, sem síðan hefðu verið settar út á guð og gaddinn, en talíbanar lagt undir sig hús og aðrar eignir. Það er því varla undarlegt þótt tugþúsundir Afgana vilji leggja allt á sig til þess að flýja talíbana, jafnvel reyna að hanga utan á flugvélum á leið úr landi. Bandarískir hermenn hafa aftur náð valdi á flugvellinum í Kabúl eftir að þar fór allt úr böndum daginn áður, en þeir virðast hafa komist að óformlegu samkomulagi við talíbana um að fá að vera þar óá- reittir í bili. Ótal Afganar aðrir, sem talíbanar eiga ekkert sökótt við, óttast einnig um eigin hag. Þótt 20 ár séu liðin síð- an talíbanar voru hraktir frá völd- um, eru flestum grimmdarverk þeirra í fersku minni, ótrúlega smá- smyglisleg harðstjórn um allt mann- legu viðkomandi, að því ógleymdu að landið var efnahagslegt flak eftir nokkurra ára stjórn þeirra. Biden fær harða gagnrýni Bandaríkjastjórn, líkt og sum lönd í Evrópu, hefur verið ótrúlega naum á fyrirheit um að koma fyrrum bandamönnum og starfsmönnum úr landi og í skjól, sem ekki hefur dreg- ið úr ákafri gagnrýni á hvernig Joe Biden Bandaríkjaforseti stóð að málum, sem margir telja að hafi beinlínis orsakað undraskjótt fall Afganistans. Það þótti ekki heldur traustvekjandi að hann skyldi dög- um saman halda kyrru fyrir í Camp David, sumarbústað forsetaembætt- isins. Forsetinn varði ákvörðun sína í sjónvarpsávarpi á mánudag, sem mælst hefur misjafnlega fyrir, en þar kenndi hann velflestum öðrum um hvernig komið væri, aðallega þó Afgönum sjálfum. Dómur sögunnar veltur á þróun- inni næstu mánuði og misseri. Fyrst hvort talíbanar komi á nýrri ógn- arstjórn og síðan hvort ný flótta- mannabylgja dynji á Evrópu. Til lengri tíma er þó ástæða til þess að óttast að sigur talíbana verði öðrum íslamofasistum á borð við Isis, al- Qaeda og Boko Haram hvatning til nýrra ódæða í nafni jihad, hins heil- aga stríðs, sem nú virðist allt í einu ekki tapað eftir allt saman. AFP/USAF Flóttamenn Um 640 Afganar troðfylltu C-17 Globemaster-flutningavél bandaríska flughersins, sem fór með þá til Katar. Tugþúsundir Afgana hafa reynt að flýja talíbana með misjöfnum árangri. Ótti við óöld og ógnarstjórn - Talíbanar heita sakaruppgjöf, mildi og kvenréttindum - Tugþúsundir reyna að komast úr landi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.