Morgunblaðið - 18.08.2021, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.08.2021, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2021 Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga Sími 588 8000 slippfelagid.is Málaðu með útimálningu frá Slippfélaginu: HJÖRVI á bárujárnið VITRETEX á steininn Hágæða efni sem þola íslenskt veðurfar. Leyfðu reynslumiklum sérfræðingum okkar aðstoða þig. Hafðu samband og þeir gera þér tilboð. Ferjukot er sögufrægur verslunarstaður við Hvítá í Borgarfirði. Gamli bærinn er nýuppgerður og málaður með málningu frá Slippfélaginu. 40 ÁRA Lilja Rut fæddist í Reykjavík og ólst upp á Bíldu- dal þar sem hún býr enn. „Það var æðislegt að búa hérna í svona litlu þorpi þar sem allir þekktu alla og mikill sam- hugur í þorpinu.“ Hún gekk í Bíldudalsskóla og í dag er hún kennari í sínum gamla skóla. „Þegar ég var í skólanum vor- um við örugglega 80 í skól- anum, en núna eru 24 nem- endur.“ Lilja Rut fór í Menntaskólann á Laugarvatni og var á heimavistinni og seg- ir það hafa verið frábæran tíma. Á þeim tíma var tilvon- andi eiginmaður hennar, Bíld- dælingurinn Elfar Steinn, líka í skólanum og þau fluttu til Reykjavíkur þar sem Lilja Rut fór í Kennaraháskólann. Síðan fluttu þau aftur heim árið 2011 en þá komin með tvö lítil börn og þau eignuðust svo þriðja barnið eftir að þau voru flutt á Bíldudal. „Við vorum alveg harðákveðin í því að snúa aftur heim með menntun, bæði fyrir okkur sjálf og samfélagið hérna, og ekki síður fyrir börnin. Þau búa við svo miklu meira frjálsræði hérna en t.d. í bænum.“ Helstu áhugamál Lilju Rutar er samvera með vinum og fjölskyldu. „Við reynum að fara í útilegur eins oft og við getum á sumrin.“ FJÖLSKYLDA Maki Lilju Rutar er Elfar Steinn Karlsson, bygginga- fulltrúi í Vesturbyggð, f. 3.12. 1983, og þau eiga börnin Védísi Evu, f. 2009, Gunnar Nökkva, f. 2011, og Freyju Rán, f. 2017. Foreldrar Lilju Rutar eru hjónin Nanna Sjöfn Pétursdóttir, fv. skólastjóri, f. 18.7. 1955, og Jón Rúnar Gunnarsson, kaupmaður og hafnarvörður í Vesturbyggð, f. 22.2. 1954, d. 8.10. 2012. Þau bjuggu á Bíldudal og Nanna býr þar enn. Lilja Rut Rúnarsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Gefðu þér tíma til að hlusta þótt þér finnist þú ekki skilja allt sem fólk segir. Sýndu bara þolinmæði og þá mun allt leysast. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú sérð tækifæri fram undan í fjárfestingum sem tengjast ferðalögum, listum eða afþreyingu. Láttu bara aðra ekki slá þig út af laginu. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Nú ert þú tilbúinn til þess að axla frekari ábyrgð og átt ekki að vera hikandi í því að bjóða þig fram. Láttu ekki aðra stjórna lífi þínu. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Talaðu við álíka skapandi fólk um hugmyndir þínar - sérstaklega þær sem tengjast sviðum þar sem þú þekkir lítt til. Hvað svo sem gerist verður til bóta. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú lendir í ýmsum uppákomum, sem munu þó, ef þú sýnir þolinmæði, snúast fyrir rest þér í hag. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Regluleg hreyfing og útivist er sjálfsögð til þess að hrista af þér slenið. Vilji er allt sem þarf til þess að stefna í rétta átt. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þarfnastu virkilega einhvers eða ertu bara hvatvís?Athugaðu hversu mik- ið þig langar í eitthvað áður en þú lætur til skarar skríða. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú þarft að gefa þér tíma til þess að styrkja tengsl við aðra sem eru þér einhvers virði. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Flottur stíll felst í fleiru en að kaupa réttu flíkurnar. Mundu líka að draumar þínir geta orðið að veruleika ef þú ert óhræddur. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Hæfileikar þínir eru margir en þú nýtir þá ekki sem skyldi. Taktu til í kringum þig svo að þér líði betur. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Það er mikil orka í loftinu sem þú þarft að reyna að nýta á jákvæð- an hátt. Reyndu að finna jafnvægi því aðeins þá geturðu heyrt svar hjarta þíns. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þér gengur allt í haginn og aðrir undrast á velgengni þinni. Varastu það, að reddingar geta dregið langan hala á eftir sér. eitt ár að keyra leigubíl hjá Stein- dóri meðfram vinnunni, en annars hef ég bara alltaf verið hjá Byko. Sá sem hefur verið næstlengst í starfi þar er hættur núna en hann náði 49 árum. Ég er enn að vinna og er ekkert farinn að spá í að fara að hætta.“ Gylfi byrjaði að vinna hjá Byko á Kársnesbrautinni og vann þar í timburportinu og var að raða timbri og var handlangari og fór síðan á Nýbýlaveginn. „Ég er bú- inn að vera í nánast öllum deildum hérna og hef verið aðstoðarmaður á vörubílum og á lyftara í timb- urportinu og á Nýbýlaveginum var ég á sendibíl Byko í fimm ár og fór síðan að sjá um allar send- ingar út á land. Svo hef ég bara verið í öllum störfum, á lager og var aðstoðarverslunarstjóri á Hringbrautinni og svo fór ég aftur suður í Kópavog og sá um park- etdeildina. Síðast fór ég í hrein- lætistækjadeildina og hef verið með hana síðan sem deildarstjóri G ylfi Þór Sigurpálsson fæddist á Húsavík 18. ágúst 1951 og ólst þar upp til 17 ára aldurs. „Húsavík er alveg æð- islegur staður og frjálsræðið ynd- islegt. Ég fór út snemma á morgn- ana og kom ekki heim fyrr en um kvöldmat.“ Hann segir að á þess- um tíma hafi ekki verið neinir leikskólar en bæjarfélagið hafi lit- ið eftir krökkunum í sameiningu. Faðir Gylfa var múrarameistari og var að byggja en þegar kreppa brast á fyrir norðan voru verk- efnin fá og það varð úr að fjöl- skyldan flutti suður. „Við fórum öll systkinin nema tveir elstu bræður mínir og fluttum í Kópa- voginn. Þar fór ég í Gagnfræða- skóla Kópavogs og tók gagnfræða- próf.“ Gylfi var vanur ýmsum störfum þótt hann væri ungur að árum. „Ég var búinn að vera að vinna fyrir norðan sem barn og ungling- ur alls konar vinnu: í frystihúsinu, á mjólkurstöðinni og hjá Pósti og síma í restina og svo hafði ég farið einn túr á fraktskipi til útlanda.“ Hann hafði líka kynnst sveita- störfum, því hann hafði verið í sveit á Sandhólum á Tjörnesi, á Syðra-Fjalli í Aðaldal hluta úr sumri og á Höskuldsstöðum í Reykjadal. „Foreldrar mínir þekktu til á bæjunum og maður fékk að vasast í ýmsum störfum.“ Kópavogurinn leit aðeins öðru- vísi út þegar Gylfi kom þangað fyrst en í dag. „Hann var bara urð og grjót á þessum tíma.“ Gylfi fór í 4. bekk í gagnfræðaskólanum til að kynnast krökkum á sínum aldri, því hann hafði sleppt einu ári fyrir norðan. „Ég kynntist fullt af krökkum og það er svolítið gaman að því að við erum byrjuð að hittast aftur og reynum að hitt- ast einu sinni í mánuði. Það fórst svolítið fyrir í þessu Covid- ástandi, en núna er það vonandi að fara af stað aftur.“ Árið 1969 fékk Gylfi vinnu hjá Byko og hefur unnið þar síðan og er sá starfsmaður sem hefur unnið þar lengst, eða 52 ár. „Ég var í fyrir Hólf og gólf frá því fyrir síð- ustu aldamót.“ Helsta áhugamál Gylfa fyrir ut- an vinnuna eru íþróttir og þá allra helst Breiðablik. „Ég er gall- harður Bliki og fer á alla leiki bæði hjá strákum og stelpum. Það voru nokkrir strákar með mér í bekk í Breiðabliki og þar hófst áhuginn á liðinu.“ Gylfi hefur starfað í stjórnum og nefndum Breiðabliks, verið í unglingaráði og í aðalstjórn félagsins bæði sem aðalmaður og varamaður. Í enska boltanum er það Manchester Unit- ed sem hann heldur með og svo Ipswich. „Þeir geta nú ekki mikið, en Ipswich var mitt uppáhaldslið upphaflega, svo ég held svolitla tryggð við þá líka.“ Gylfi segist ekki vera mikill íþróttamaður eða fjallagarpur, en hann sé þó í mjög góðu formi. „Ég labba alveg upp í 10 km á dag, bæði í vinnunni og í og úr vinnu. Svo hef ég varla verið veikur í 30 ár, nema núna er ég fótbrotinn, Gylfi Þór Sigurpálsson starfsmaður í BYKO til 52 ára – 70 ára Fjölskyldan Frá brúðkaupi Hörpu og Más 2013. F.v.: Aron Páll, Fríða Björk, Már Viðarsson, Harpa Dögg og Gylfi Þór. Unnið lengst allra í Byko Afinn Gylfi Þór með fyrsta barna- barnið Maríu Björk, þarna eins árs. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.