Morgunblaðið - 18.08.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.08.2021, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2021 HÁDEGISMATUR alla daga ársins Bakkamatur fyrir fyrirtæki og mötuneyti Við bjóðum annarsvegar upp á sjö valrétti á virkum dögum, sem skiptist í, tveir aðalréttir, þrír aukaréttir, einn heilsurétt, einn Veganrétt og hinsvegar er hægt að fá matinn í kantínum fyrir stærri staði sem er skammtað á staðnum. Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is SKÚTAN Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is Steinar Ingi Kolbeins steinar@mbl.is Þórður Sævar Jónsson gaf út nú á þessu ári aðra ljóðabók sína í fullri lengd. Bókin heitir Brunagaddur og eru öll ljóð bókarinnar ort á Akureyri veturinn 2019-2020. Þórður, sem er fæddur og uppal- inn á Akureyri, fluttist á áttunda aldursári til Reykjavíkur og var því veturinn sem um ræðir hans fyrsti í heimahögunum í um tutt- ugu ár. Þórður segir veturinn, sem var sá harðasti í um 25 ár, hafa verið megininnblástur bókarinnar. „Þessi vetur var náttúrlega óum- deilanlega mjög harður og er það ekkert mitt mat, gögnin segja okk- ur það að um var að ræða harðasta vetur sem Akureyringar hafa upp- lifað í aldarfjórðung. Í ljósi þess að ég var ekki búinn að vera fyrir norðan yfir vetur þetta lengi þá orkaði þetta enn meira á mig og kom mér að vissu leyti í opna skjöldu,“ segir Þórður. Fjallar um vetur og kulda Spurður að því hvort bókin fjalli þá fyrst og fremst um þennan vet- ur segir hann: „Já bara alfarið. Ég minnist þess að snemma í desem- ber skall á þvílíkt ofsaveður að allt varð til að mynda rafmagnslaust á Dalvík svo dögum skipti, og allt í klessu bara almennt. Þá kom fyrsta ljóðið svona til mín. Svo varð bara ekkert lát á frostinu og fannferginu og þá bara kom þetta af sjálfu sér.“ Töluverður munur á bókum Eins og áður segir er þetta önn- ur ljóðabók Þórðar í fullri lengd. Hann hafði áður gefið út tvær styttri bækur og árið 2019 gaf hann út sína fyrstu bók í fullri lengd, Vellankötlu. Hann segir töluverðan mun vera á bókunum sem og á vinnunni að gerð þeirra. Vellankatla var að hans sögn samansafn ljóða sem hann var búinn að „safna í sarp- inn“ í nokkur ár áður en bókin kom út. Þá segir hann einnig að þrátt fyrir að finna megi rauða þræði sé Vellankatla ekki þematísk bók. „Brunagaddur er síðan nánast svona konseptbók. Hún er fyrst og síðast bók um vetur og kulda, svo var hún einnig ort á töluvert skemmri tíma.“ Eðlislægt tjáningarform Þórður hóf að yrkja ljóð á menntaskólaaldri og spurður að því hvað hafi leitt hann út í ljóðlist segist hann í raun ekki vera viss. „Fyrirsjáanlegasta svarið er að þetta sé einhvers konar tjáningar- þörf,“ segir hann og að ljóðlistin sé Veturinn varð að ljóðabók - Brunagaddur er önnur ljóðabók Þórðar Sævars Jónssonar - Fyrsti veturinn fyrir norðan í 20 ár - Auðvelt að tjá sig með ljóðum - Leikur að „konkretisma“ Ljóðskáld Þórður Sævar Jónsson. Ljósmynd/Saga Sig. Leikkonan Sunna Borg og leik- arinn Björgvin Franz Gíslason munu leika í Skugga-Sveini með Jóni Gnarr, sem fer með tit- ilhlutverkið, í uppsetningu Leikfélags Akur- eyrar á leikritinu sem frumsýnt verður í janúar á næsta ári. Á meðal annarra leikara sýning- arinnar eru Vilhjálmur B. Braga- son, María Pálsdóttir, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Árni Beinteinn Árnason og leikstjóri er Marta Nor- dal, leikhússtjóri Leikfélags Akur- eyrar. Sunna Borg og Björgvin með Jóni Sunna Borg Tónlistarmað- urinn og Nób- elsverðlaunahaf- inn Bob Dylan hefur verið sak- aður um að hafa misnotað stúlku kynferðislega ár- ið 1965. Er Dylan sagður hafa gefið henni áfengi og eiturlyf og misnotað hana á sex vikna tímabili, að því er segir í frétt á vef The Guardian. Hefur mál verið höfðað á hendur Dylan af konu sem aðeins er nefnd JC og er núna orðin 68 ára og býr í Greenwich í Connecticut. Dylan var 23 eða 24 ára þegar brotin eiga að hafa átt sér stað. Dylan er m.a. sakaður um að hafa beitt stúlk- una ofbeldi á Chelsea-hótelinu á Manhattan, sagður hafa hótað henni ofbeldi og mun þessi illa meðferð vikum saman hafa valdið henni var- anlegum andlegum skaða, kvíða og þunglyndi og skert starfsgetu henn- ar, að því er segir í fréttinni. JC fer nú fram á skaðabætur fyrir að hafa verið beitt ofbeldi og haldið gegn vilja sínum og hlotið var- anlegan skaða af. Talsmaður Dylans segir þessar ásakanir ósannar og að hann muni verjast þeim af fullum krafti. Sakaður um að misnota barn Bob Dylan Söngvarinn Tony Bennett hefur ákveðið að hætta að syngja á sviði eftir áttatíu ár í bransanum. Bennett er nú orðinn 95 ára og hefur læknir hans ráðlagt honum þetta. Sonur Bennetts og umboðs- maður, Danny, segir tónleika Bennetts með Lady Gaga í Radio City í New York, sem haldnir voru í síðustu viku, hafa verið hans síðustu. Sagði hann þetta í samtali við tímaritið Variety. Ákvörðunin hafi vissulega reynst þeim feðgum erfið en ekki annað hægt en að fara að ráðum lækn- isins. Fyrr á árinu var greint frá því að Bennett hefði greinst með alzheimer árið 2016 en þó haldið áfram að koma fram og syngja. Til stóð að hann héldi nokkra tónleika það sem eftir lifir árs en þeim hef- ur nú verið aflýst. Morgunblaðið/Ómar Sjóaður Bennett einbeittur á tónleikum í Eldborgarsal Hörpu árið 2012. Bennett hættur að koma fram, 95 ára Eftirfarandi er ljóðið Bruna- gaddur – til Guðjóns R. Sigurðs- sonar (1903-1991) hnoða snjóbolta sem er í laginu einsog kirsuber ekki svona kirsuber sem eru ræktuð til manneldis þaðan af síður kirsuber sem eru notuð sem fóðurbætir fyrir kýr gaupur og bísamrottur heldur kirsuber sem er einfaldlega kirsuber Brunagaddur TITILLJÓÐIÐ eðlislægasta leiðin til þess að tjá það sem honum liggi á hjarta. Í Brunagaddi leikur Þórður sér gjarnan með form textans, á það til að láta orðin skoppa milli lín- anna og raða þeim upp í einkenni- leg form. Þetta segir hann vera til- raun til þess að leika sér með stefnu sem nefnist „konkretismi“, sem er eins konar abstrakt ljóðlist. Hann segir þetta í raun vera það skemmtilegasta við ljóðlistina. „Þetta eru bara töfrar ljóðlistar, frjálsræðið er algjört. Maður hefur fullkomlega frjálsar hendur til þess að gera það sem manni sýn- ist,“ segir Þórður að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.