Morgunblaðið - 05.08.2021, Side 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2021
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u.
At
h.
að
ve
rð
ge
tu
rb
re
ys
tá
n
fy
rir
va
ra
595 1000
Verð frá kr.
104.300
.
Krít 13. ágúst í 11 nætur
Flug og gisting
Verð frá kr.
118.100
Hótel Saga er enn óseld. Eftir að
einkaviðræðum við fjárfesta sem
tengjast Hótel Óðinsvéum lauk án
samkomulags kom Háskóli Íslands
aftur að borðinu og nú eiga Bænda-
samtök Íslands í viðræðum við þrjá
hópa áhugasamra kaupenda.
Talið var áríðandi að ganga frá
sölu Hótels Sögu fyrir 7. júlí sl. en þá
rann út greiðsluskjól fyrirtækisins.
Tíminn sem Bændasamtökin og fjár-
festar sem tengjast Hótel Óðins-
véum gáfu sér til einkaviðræðna á
grundvelli tilboðs fjárfestanna rann
sömuleiðis út án samnings.
Samráð við bankann
Gunnar Þorgeirsson, formaður
Bændasamtaka Íslands, segir að
samtökin eigi enn í viðræðum við
fjárfestana en Háskóli Íslands hafi
einnig komið aftur að borðinu en rík-
ið hafði á sínum tíma gert tilboð í
hótelið fyrir hönd háskólans. Þriðji
fjárfestahópurinn tengdist ferða-
þjónustu.
Gunnar segir að tafir hafi orðið á
málinu vegna sumarleyfa í stofnun-
um og fyrirtækjum. Þá segir hann að
óvissan sem skapast í ferðaþjónust-
unni vegna nýrrar bylgju kórónu-
veirunnar hjálpi heldur ekki til. Von-
ast hann þó til að einhver árangur
fari að sjást.
Arion banki er langstærsti kröfu-
hafi fyrirtækisins og tekur Gunnar
fram að öll skref séu tekin í samráði
við fulltrúa bankans.
helgi@mbl.is
Fleiri koma að borðinu
- Háskólinn aftur
kominn í viðræður
um Hótel Sögu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bændahöllin Hótel Saga hefur verið lokuð frá því í lok október.
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra segist ekki geta sagt til um
það enn þá hvort
slakað verði á
sóttvarnaaðgerð-
um þann 13.
ágúst eða hvort
þær verði hertar,
en núgildandi
takmarkanir
gilda til þess
tíma.
Þá má búast
við því að ríkis-
stjórnin taki
ákvörðun um ráðstafanir vegna far-
aldursins að fenginni tillögu sótt-
varnalæknis og gerir Svandís ráð
fyrir að fá í hendurnar minnisblað
frá honum fyrir 13. ágúst um tillögur
að aðgerðum.
Kveður við svipaðan tón
víða í samfélaginu
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa
fundað stíft með fólki úr öllum kim-
um samfélagsins um næstu skref í
baráttunni við kórónuveirufarald-
urinn. Það kveður við svipaðan tón
hjá flestum; ákvarðanir verði að
byggjast á upplýsingum og þekk-
ingu, en þá er einnig ríkur vilji til að
skólastarf verði með eins eðlilegum
hætti og kostur er.
Eigum við von á hertum takmörk-
unum þann 13. ágúst eða verður
slakað á? Er tímabært að segja til
um það?
„Við sjáum öll að þetta eru mjög
háar smittölur og það sem við erum
að horfa á núna er fjöldi alvarlegra
veikinda, en svo auðvitað líka álags-
þol heilbrigðiskerfisins – hvað þolum
við mikið af alvarlegum veikindum í
kerfinu okkar? Og getum við gripið
til ráðstafana hratt til þess að
styrkja það þol? Þetta er meðal ann-
ars það sem er alltaf á dagskrá,“
segir Svandís.
Þá segir hún að það verkefni sem
stjórnvöld standi frammi fyrir á
næstu vikum sé að afla upplýsinga
um tíðni veikinda og alvarleika
þeirra, og þær upplýsingar sé verið
að vinna í rauntíma, til þess að safna
grunni til að byggja ákvarðanir á.
Minnisblað
fyrir 13.
ágúst
- Margt enn óljóst
varðandi aðgerðir
Svandís
Svavarsdóttir
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
hmr@mbl.is
Mikil umframeftirspurn hefur skap-
ast í leigubílabransanum undanfarn-
ar vikur samhliða því sem slakað hef-
ur á samkomutakmörkunum og
ferðaþjónustuiðnaðurinn tekið við
sér á ný. Er nú komin upp sú staða
að á ákveðnum tímum sólahringsins
þurfa viðskiptavinir að sætta sig við
mun lengri biðtíma en gengur og
gerist. „Það vantar fleiri leigubíla til
þess að þjónustan geti verið góð. Við
gerum allt sem við getum. Bílstjór-
arnir eru að vinna langan vinnudag
og eru ræstir út á morgnana en það
bara dugar ekki til,“ segir Guðmund-
ur Börkur Thorarensen, fram-
kvæmdastjóri leigubílastöðvarinnar
BSR.
Að sögn Guðmundar má rekja
þessa þróun til þess að margir leigu-
bílstjórar hafi lagt inn atvinnuleyfi
sín í faraldrinum og séu nú búnir að
snúa sér að öðru. Á sama tíma hefur
ferðamönnum í landinu fjölgað mikið
og þá sérstaklega Bandaríkjamönn-
um sem kjósa margir að ferðast um
með leigubílum. Kallar hann eftir því
að Samgöngustofa bregðist við þess-
ari stöðu og segir að virkja þurfi
fleiri atvinnuleyfi. „Það er ekki staða
sem við viljum vera í gagnvart ferða-
þjónustunni að fólk fari að missa af
flugi og svo framvegis. Þetta hefur
hingað til sloppið en ef það kemur
aukning í ágúst þá gæti þetta gerst.
Það er ekki gott til afspurnar.“
Þórhildur Elín Elínardóttir, sam-
skiptastjóri Samgöngustofu, segir
stofnuninni ekki hafa borist formlegt
erindi þess efnis að bregðast þurfi
við stöðu leigubílstjóra. Bendir hún
jafnframt á að stofnunin vinni innan
lagaramma sem kveður á um hversu
mörg atvinnuleyfi megi vera í gildi
hverju sinni og hversu mikið svig-
rúm bílstjórar hafa til að leggja inn
leyfi sín. Segir hún að erfitt sé að
bregðast við nema breytingar verði á
þeirri umgjörð. Alls eru nú 99 inni-
liggjandi atvinnuleyfi en hámarks-
fjöldi leyfa á höfuðborgarsvæðinu og
Suðurnesjunum er samtals 580.
Eftirspurn leigubíla aukist
- Kallar eftir því að Samgöngustofa virki fleiri atvinnuleyfi leigubílstjóra
Leigubílar Biðtími eftir leigubílum
hefur lengst samhliða minnkun
samkomutakmarkana
Í sumar hefur verið unnið að því að grafa grunn fyrir stórhýsi í Katrínar-
túni 6, þar sem áður voru höfuðstöðvar WOW-flugfélagsins, sem rifnar
voru á dögunum. Þarna mun fasteignafélagið Íþaka byggja níu hæða hús
sem mun í framtíðinni hýsa starfsemi skattsins og fjársýslu ríkisins. Samn-
ingur um leigu á 11.705 fermetra skrifstofuhúsnæði í Katrínartúni 6 var
undirritaður í júní sl. Samningurinn er til 30 ára með framlengingar-
ákvæði og verður húsið tilbúið til notkunar í desember 2022. Starfsmenn
skattsins eru u.þ.b. 480 á 16 starfsstöðvum víðsvegar um landið, langflestir
í Reykjavík. Í dag er starfsemin í þremur byggingum á höfuðborgarsvæð-
inu en mun sameinast í þessu nýja glæsilega húsi . sisi@mbl.is
Morgunblaðið/sisi
Grafið fyrir nýju húsi skattsins við Katrínartún