Morgunblaðið - 05.08.2021, Blaðsíða 53
DÆGRADVÖL 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2021
Hægðu á þér!
Umferðarskilti af öllum stærðum
og gerðum.
Bannmerki
Viðvörunarmerki
Bílastæðamerki
Einkastæði ATHUGIÐ!
Bílastæði eingöngu ætluð
starfsmönnum og gestum
skólanna frá 07:30 - 17:00
Óviðkomandi bílar verða fjarlægðir
Skilti
BSV S:5514000
Boðmerki
Xprent ehf. | Sundaborg 3 | 104 Reykjavík | 555 65 00 | xprent@xprent.is
„HJÁ HVERJUM ÞARF ÉG AÐ SOFA TIL
AÐ FÁ SAMBAND VIÐ ÚTLÖND?“
„ÉG FRÉTTI AÐ ÞÚ VÆRIR AÐ HALDA ANSI
HREINT SPENNANDI FYRIRLESTRA UM
LÍKAMSRÆKT.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að borga reikninginn.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
„GERÐU EITTHVAÐ Í DAG SEM
KEMUR SÉR VEL FYRIR ÞIG
SEINNA“
LÍFSLÖGMÁL
TIL AÐ FARA
EFTIR
ÉG FALDI TÓLF KLEINU-
HRINGI UNDIR RÚMI
ÞÚ HEFUR TÍU
SEKÚNDUR TIL AÐ
GEFAST UPP!
HRÓLFUR,
ÞAÐ ER EKKI
VITURLEGT AÐ
FARAOF GEYST
Í HLUTINA!
HMM … ÉG ÞARF AÐ
MELTA ÞETTA!
OK, VIÐ KOMUM AFTUR
EFTIR HÁDEGISMAT!
SKILNAÐAR-
LÖGFRÆÐINGAR
annan geira og er núna að fara í
tveggja ára hjúkrunarfræðinám
sem er hannað fyrir fólk með há-
skólagráðu. Svo er hún að kenna
jóga í Orkustöðinni í Reykjanesbæ.
„Svo prjóna ég og les mjög mikið,
enda helst hvern dag á því að kíkja
í bók. Svo er maður líka alveg að
hamast í golfi, á skíðum og í fjall-
göngum.“
Fjölskylda
Eiginmaður Steinunnar er Sig-
urður Haraldsson sjómaður, f. 20.3.
1970. Foreldrar hans voru hjónin
Halldóra Þorsteinsdóttir, f. 23.4.
1934, d. 10.12. 2010, og Haraldur
H. Ólafsson, f. 12.3. 1936, d. 6.10.
2019. Þau bjuggu í Reykjanesbæ.
Börn Steinunnar og Sigurðar eru:
1) Svala Dís, flugmaður í Reykja-
vík, f. 29.4. 1991, maki Brynjar
Guðjónsson og eiga þau börnin
Unu, f. 2016, og Stellu, f. 2020. 2)
Sigurður Freyr, flugvirki í Þýska-
landi, f. 27.7. 1994; 3) Halldór
Logi, sjómaður í Reykjanesbæ, f.
3.1. 2001, og 4) Hafþór Smári,
nemi í Reykjavík, f. 10.10. 2006.
Systkini Steinunnar eru Erla
Svava, hjúkrunarfræðingur í
Reykjanesbæ, f. 20.8. 1977; Ásta
María, f. 12.2. 1967, d. 29.4. 1972,
og óskírð, f. 10.9. 1965, d. 11.9.
1965.
Foreldrar Steinunnar eru hjónin
Svala Svavarsdóttir leikskólakenn-
ari, f. 5.8 1944 í Reykjavík, og Sig-
urður Vilhjálmsson leigubílstjóri
og kafari, f. 15.10 1939, d. 12.8.
2019. Þau bjuggu í Reykjanesbæ,
þar sem Svala býr enn.
Steinunn Una
Sigurðardóttir
Sæunn Kristmundsdóttir
húsfreyja á Harastöðum, Breiðabólstaðarsókn, Hún. og síðar í Rvk.
Þorlákur Jón Jónsson
bóndi og organisti í
Saurbæ,Vatnsnesi, V.-Hún.
og bóndi á Harastöðum,
Breiðabólstaðarsókn, Hún.
Ásta Þorláksdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Svavar Árnason
vélstjóri og sjómaður í Reykjavík
Ástríður Svala Svavarsdóttir
leikskólakennari í
Reykjanesbæ
Katrín Lára Stefánsdóttir
húsfreyja á Seyðisfirði, síðast
búsett í Reykjavík
Árni Sigurðsson
bátsformaður á Seyðisfirði, N-Múl.
Stefanía Steinunn Stefánsdóttir
húsfreyja á Hellissandi, Ingjaldshólssókn, Snæf.
Sigurður Magnús
Jónatansson
sjómaður á Hellissandi,
Ingjaldshólssókn, Snæf.
Steinunn Sigurðardóttir
húsfreyja á Brekku í Gerðahreppi
Vilhjálmur Kristján Halldórsson
bifreiðastjóri og leigubílstjóri í Keflavík, síðast. búsettur á Brekku í Gerðahreppi
Kristjana Pálína
Kristjánsdóttir
húsfreyja í Vörum, Gerðahr.
Halldór Þorsteinsson
bátsformaður í Vörum og útvegsbóndi,
Útskálasókn, Gull., síðast bús. í Gerðahreppi
Úr frændgarði Steinunnar Unu Sigurðardóttur
Sigurður Stefán Vilhjálmsson
sjómaður, leigubílstjóri og kafari í
Reykjanesbæ
Guðni Ágústsson hefur fest kaup
á íbúð í nýja miðbænum á Sel-
fossi en hann hefur um skeið búið
syðra í Reykjavík. Þegar ég sagði
karlinum á Laugaveginum frá
þessu kvað hann:
Ekki er að sjá að elli hamli
né annað sem þarf hann við að glíma.
Austur flytur Guðni gamli,
gengur til móts við nýja tíma.
Helgi R. Einarsson hefur orð á
því að „ennþá detti manni dæma-
laus vitleysan í hug“:
Sjálfsblekking
Ég fær er í flestan sjó
sagði Friðbjörn og skellihló
er útbyrðis datt,
sem enda’ á allt batt
því aumingja karlinn hann dó.
Skynsemi
Á liði sínu að liggja
er lítil fyrirhyggja
sagði hún
Sigga Rún,
en sælla að gefa og þiggja.
Kosningar eru að nálgast og við
því að búast að pólitíkin setji svip á
kveðskap hagyrðinga. Dagbjartur
Dagbjartsson rifjar upp á Boðn-
armiði og segir ort fyrir einhverjar
kosningar, – muni ekki hvaða enda
skipti það ekki höfuðmáli:
Myrkvast hugir, mengast ból,
margir væta kinnar.
Hægt til viðar sígur sól
Samfylkingarinnar.
Þessar „Fluguvísur“ (afhending)
eftir Skúla Pálsson eru vel kveðnar
og skemmtilegar:
Hunangsfluga hugar vel að hagablómum,
kemur ekki að kofa tómum.
Randaflugan röska milli runna puðar,
oft við vinnu sína suðar.
Fjólubláa bóndarósin blíða angar,
humluna í hunang langar.
Lúpínan hin litaskæra laðar flugur,
harðduglegar hunangssugur.
Fagurgulur fífill til sín flugu dregur,
henni finnst hann hunangslegur.
Tryggvi Jónsson lítur yfir lífs-
hlaup sitt:
Ævi sína enginn veit
öll við siglum veginn.
Þegar ég ungur lífið leit
lágu sporin réttum megin.
Ármann Þorgrímsson spyr sjálf-
an sig: „Til hvers að halda í líf sem
hætt er að vera til ?“
Vit og trú þar vega salt
vandi er því að svara
en þegar hylur þokan allt
þá er best að fara.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Til móts við nýja tíma