Morgunblaðið - 05.08.2021, Blaðsíða 64
go
crazy
Fimmtudag - mánudags
útsölulok
9. ÁGÚST
5. - 9. ÁGÚST
aföllumvörum
*
25%
Sparadu-
*20% afsláttur af sérpöntunum.
Gildir ekki um vörur á áður niðursettu verði.
ILVA Korputorgi
Lau. og sun. 12-18
virkir dagar 11-18:30
ILVA Akureyri
Lau. 10-17 Sun. 13-17
virkir dagar 11-18
s: 522 4500 - www.ILVA.is
Tónlistarhátíðin
Seigla stendur yf-
ir í Reykjavík
þessa dagana
undir listrænni
stjórn Ernu Völu
Arnardóttur
píanóleikara sem
stofnaði til hátíð-
arinnar í sam-
starfi við Íslenska
Schumannfélagið. Tónleikar hátíðarinnar eru haldnir í
Hörpu og Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.
Á tónleikum í Flóa í Hörpu í dag, fimmtudag,
klukkan 17 koma fram þær Erna Vala og Hlín Péturs-
dóttir Behrens sópransöngkona og flytja Kinder-
szenen Op. 15 eftir Robert Schumann, safn 13 stuttra
sönglaga. Þá verða tvennir tónleikar í Listasafni Sig-
urjóns á morgun; „Hjónabandssæla“ kl. 12 og „Eyrna-
konfekt“ kl. 20.
Barnasenur, Hjónabandssæla og
Eyrnakonfekt á hátíðinni Seiglu
FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 217. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
„Þetta er ekki lengur í okkar höndum og við þurfum að
treysta á önnur lið, að þau taki stig af Val. En það er
náttúrlega ekki nóg ef við erum síðan sjálfar að fara að
klúðra einhverjum leikjum. Við þurfum bara að vinna
restina af leikjunum og sjá hvað gerist,“ segir Áslaug
Munda Gunnlaugsdóttir, leikmaður Breiðabliks, meðal
annars í viðtali í blaðinu í dag, en hún var besti leik-
maður júlímánaðar í Pepsi Max-deildinni í knattspyrnu
að mati Morgunblaðsins. Lið júlímánaðar hjá Morg-
unblaðinu er jafnframt birt í blaðinu. » 54
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir var
besti leikmaður deildarinnar í júlí
ÍÞRÓTTIR MENNING
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Magnús Harðarson skipstjóri stóð í
brúnni þegar Lagarfoss, skip Eim-
skips, kom í Sundahöfn úr Ameríku-
siglingu seint á mánudagskvöld.
Skipið rann blítt og létt inn Sundin
og allt var sem vera bar, nema hvað
þetta var síðasta ferð Magnúsar,
sem þarna lauk 50 ára sjómannsferli
sínum. „Vissulega var tilfinningin í
þessari lokaferð sérstök og margt
fór um hugann. Við vorum heppnir
með veður í þessum túr, líkt mörg-
um öðrum. Sumt breytist ekki, til
dæmis hve tignarlegt er að sjá fjöllin
rísa úr sjó þegar landið nálgast,“
segir skipstjórinn fyrrverandi.
Vissi fljótt hvað hann vildi
Magnús fór fyrst á sjó í júní 1971
og var þá um skamman tíma messa-
gutti á varðskipum; Óðni og síðar
Þór. Þar fann hann sína fjöl, ef svo
mætti segja.
„Sjómennskan heillaði mig strax í
æsku og ég vissi fljótt hvað ég vildi.
Hörður Þórhallsson, faðir minn, var
lengi til sjós og hafnsögumaður. Afi
var líka á sjó svo þetta var í blóðinu.
Ég var að vinna á eyrinni í maí 1972
þegar ég frétti að í áhöfn Gullfoss
þyrfti þilfarsdreng. Ég fór því um
borð og talaði við Þór Elísson afleys-
ingaskipstjóra sem réð mig á staðn-
um. Teningnum var kastað, örlögin
ráðin og nú er ég kominn aftur í
land. Þetta hafa verið góð 50 ár,“
segir Magnús.
Gullfoss var glæsiskip, sem sigldi
samkvæmt áætlun með farþega milli
Reykjavíkur, Þórshafnar í Fær-
eyjum, Leith í Skotlandi og Kaup-
mannahafnar. Skipið var selt árið
1973 og þá færðist Magnús í aðra
áhöfn. Hefur hann á löngum ferli
reynt flest sem farmaður og verið
skipstjóri sl. 20 ár eða svo.
Óteljandi ferðir á Atlantshafi
Mörg undanfarin ár hefur Magn-
ús verið skipstjóri á Lagarfossi, sem
er 10.119 tonna skip: gott og glæsi-
legt. Fer vel á sjó; en með réttri lest-
un á farmi má fínstilla skipið; hreyf-
ingar þess og hvernig það tekur
öldurnar.
„Ferðirnar hér yfir Atlantshafið
milli landa eru óteljandi og viðkomu-
staðirnir kunnuglegir. Þar get ég
nefnt Þórshöfn; Færeyingar eru
gott fólk og duglegir þegar losa þarf
og lesta skipin á skömmum tíma.
Mörg síðustu árin var ég með með
Lagarfoss sem sigldi frá Reykjavík
til Vestmannaeyja, Þórshafnar,
Immingham í Bretlandi og Rotter-
dam í Hollandi. Þetta er gula leiðin
svonefnda. Rétt í lokin var ég á
grænu leiðinni eins og Ameríkusigl-
ingarnar eru kallaðar,“ segir Magn-
ús sem viðurkennir að oft sé skip-
stjórastarfið krefjandi, svo sem
þegar eitthvað sé að veðri og sjórinn
úfinn.
„Skipið og farmurinn eru millj-
arða króna verðmæti og ekkert má
fara úrskeiðis, rekast í eða verða
fyrir hnjaski. Sjálfur hef ég verið
heppinn að þessu leyti, ferillinn ver-
ið farsæll og ég hef alltaf náð heill í
höfn,“ segir Magnús sem taldi rétt
að koma í land þegar 50 árum á sjó
væri náð. Að mörgu skemmtilegu sé
að hverfa og nú á úthallandi sumri sé
gaman að ferðast um landið.
Í höfn eftir hálfa öld
- Magnús lýkur ferli - Þilfarsdrengurinn varð skipstjóri
- Tignarlegt að sjá fjöllin rísa úr hafi þegar landið nálgast
Ljósmynd/Hilmar Snorrason
Skipstjóri Magnús Harðarson við stjórnvölinn á Lagarfossi þegar hann
kom inn til hafnar í Reykjavík sl. mánudagskvöld eftir Ameríkusiglingu.
Ljósmynd/Hilmar Snorrason
Sigling Vel lestað skip, „færandi varninginn heim“ eins og skáldið orti.