Morgunblaðið - 05.08.2021, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 05.08.2021, Blaðsíða 55
bliks verður að koma í ljós en lið- ið hefur unnið síðustu sex heimaleiki sína í deildinni. Sigur- vegarans í við- ureignum Breiða- bliks og Aber- deen bíður leikur við annaðhvort AEL Limassol frá Kýpur eða Qarabag frá Aserba- ídsjan í umspilseinvígi um sæti í riðlakeppninni. Aberdeen hefur fjórum sinnum áð- ur komið til Íslands og ávallt leikið á Laugardalsvelli. Aberdeen dróst á móti ÍA í Evrópukeppni bikarhafa tímabilið 1983 - 1984. Voru það held- ur betur tíðindi fyrir knattspyrnu- unnendur hérlendis því liðið hafði komið mjög á óvart og unnið Evr- ópukeppni bikarhafa vorið 1983. Lið frá liðlega fimm þúsund manna bæ á Ísland var væntanlega auðveld bráð fyrir Evrópumeistarana? Nei nei. Aberdeen vann 2:1 í Laugardalnum og liðin gerðu 1:1 jafntefli í Skotlandi. Aberdeen fór því naumlega áfram. Jim Leighton, markvörður Aber- deen, hafði þann leiða ávana að verja Sir Alex Ferguson Breiðablik tekur í kvöld á móti skoska liðinu Aberdeen á Laugar- dalsvellinum í 3. umferð Sambands- deildar UEFA í knattspyrnu. Er þetta fyrri leikur liðanna en leikið verður í Skotlandi í næstu viku. Breiðablik lék Evrópuleikina fyrr í sumar gegn Racing Union Luxem- bourg og Austria Wien á Kópavogs- velli en fréttir bárust af því í vikunni að völlurinn standist ekki auknar kröfur sem gerðar eru þegar komið er lengra inn í Evrópukeppnirnar. Fyrir vikið fer leikurinn fram á þjóð- arleikvanginum. . Hvort staðsetn- ingin hafi áhrif á leikmenn Breiða- vítaspyrnur á Laugardalsvelli. Í þessu tilfelli frá Árna Sveinssyni. Sig- ursæll stjóri Aberdeen á þessum ár- um, Alex Ferguson, brenndi sig ekki á sama soðinu tvisvar. Þegar liðið dróst aftur gegn ÍA í Evrópukeppni meistaraliða haustið 1985 þá fór skoska liðið áfram af meira öryggi. Vann 3:1 í Laugardal og 4:1 ytra. Fyrsta heimsókn Aberdeen var haustið 1967 í Evrópukeppni bik- arhafa. Liðið vann þá KR 10:0 í Skotland og 4:1 í Reykjavík. Síðast kom Aberdeen haustið 1993 og mætti Val í sömu keppni. Aberdeen vann 4:0 og 3:0. kris@mbl.is Fjórða íslenska liðið sem mætir Aberdeen ÍÞRÓTTIR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2021 Norska kvennalandsliðið í hand- knattleik, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, tryggði sér aðfaranótt mið- vikudagsins sæti í undanúrslitunum á Ólympíuleikunum í Tókýó með sigri á Ungverjalandi 26:22 í 8-liða úrslitum. Ljóst er því að norska liðið mun leika um verðlaun á leikunum en andstæðingur Þóris í undan- úrslitum verður lið rússnesku ól- ympíunefndarinnar. Frakkland og Svíþjóð leika einnig í undanúrslitum. Þórir stýrði norska liðinu til sig- urs á Ólympíuleikunum í London ár- ið 2012 og í Ríó árið 2016 fékk liðið bronsverðlaun undir hans stjórn. Þórir var auk þess í þjálfarateyminu í Peking árið 2008 þegar Noregur fékk gullverðlaun. Hann þekkir því vel þá stöðu að berjast um verðlaun á Ólympíuleikum og norska liðið hef- ur verið mjög sannfærandi í Japan. Hefur liðið unnið alla sex leiki sína til þessa og er talið líklegast til að ná í gullið af veðbönkum. Ferill Þóris er einkar glæsilegur en í leiknum gegn Ungverjum tók hann þátt í landsleik númer 600 fyrir Noreg og er fyrstur til að ná því. 264 sem landsliðsþjálfari, 191 til við- bótar í þjálfarateymi A-landsliðsins og svo stýrði hann yngri landsliðum í 144 leikjum. Þórir á enn eftir þrjú ár af samningi sínum. kris@mbl.is AFP Tókýó Þórir á hliðarlínunni gegn Ungverjalandi í gær. Lið Þóris leikur um verðlaun - Hefur tekið þátt í 600 landsleikjum FÓTBOLTINN Kristján Jónsson kris@mbl.is Valsmenn munu ekki sleppa takinu af Íslandsbikarnum í knattspyrnu svo auðveldlega, en í gær unnu þeir geysilega mikilvægan 1:0-sigur á erkifjendum sínum í KR á Hlíðar- enda. KR-ingar hugsuðu sér gott til glóðarinnar að leggja Valsmenn að velli og minnka þá forskot Vals niður í tvö stig. Eftir þessi úrslit munar hins vegar átta stigum á liðunum og vonir KR-inga um sigur á Íslands- mótinu dofnuðu verulega. Skaga- maðurinn Tryggvi Hrafn Haralds- son skoraði eina markið og um leið sitt fyrsta fyrir Val á Íslandsmótinu. Skagamenn eru svolítið einmana á botninum eftir 4:0-tap fyrir Stjörn- unni því HK vann einnig magnaðan 4:2-útisigur á FH. Stjarnan og HK voru næstu lið fyrir ofan ÍA. Hafa ekki sleppt takinu - Mikilvægur sigur Vals - HK og Stjarnan í stuði Ljósmynd/Kristinn Steinn Hlíðarendi Reynsluboltinn Birkir Már Sævarsson hefur góðar gætur á Stefáni Árna Geirssyni í gær. VALUR – KR 1:0 1:0 Tryggvi Hrafn Haraldsson 74. MM Hannes Þór Halldórsson (Val) M Birkir Heimisson (Val) Guðmundur Andri Tryggvason (Val) Kristinn Freyr Sigurðsson (Val) Rasmus Christiansen (Val) Beitir Ólafsson (KR) Kristinn Jónsson (KR) Stefán Árni Geirsson (KR) Rautt spjald: Engin. Dómari: Ívar Orri Kristjánsson – 8. Áhorfendur: 662 FH – HK 2:4 1:0 Jónatan Ingi Jónsson 1. 1:1 Birnir Snær Ingason 5. 1:2 Arnþór Ari Atlason 17. 2:2 Baldur Logi Guðlaugsson 30. 2:3 Birnir Snær Ingason 45. 2:4 Atli Arnarson 54. MM Birnir Snær Ingason (HK) M Baldur Logi Guðlaugsson (FH) Jónatan Ingi Jónsson (FH) Birkir Valur Jónsson (HK) Atli Arnarson (HK) Arnþór Ari Atlason (HK) Stefan Ljubicic (HK) Rautt spjald: Engin. Dómari: Einar Ingi Jóhannsson – 6. Áhorfendur: 325. STJARNAN – ÍA 4:0 1:0 Eggert Aron Guðmundsson 6. 2:0 Hilmar Árni Halldórsson 25. 3:0 Magnus Anbo 42. 4:0 Magnus Anbo 90. MM Eggert Aron Guðmunds. (Stjörnunni) Magnus Anbo (Stjörnunni) M Hilmar Árni Halldórsson (Stjörnunni) Þorsteinn M. Ragnarsson (Stjörnunni) Eyjólfur Héðinsson (Stjörnunni) Björn Berg Bryde (Stjörnunni) Alexander Davey (ÍA) Rautt spjald: Engin. Dómari: Sigurður H. Þastarson – 7 Áhorfendur: 437. _ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot- bolti. _ Bandaríski spretthlauparinn Sydn- ey McLaughlin gerði sér lítið fyrir og sló aðeins rúmlega mánaðar gamalt heimsmet sitt þegar hún keppti í úr- slitum 400 metra grindahlaups kvenna á Ólympíuleikunum í Tókýó að- faranótt miðvikudags og tryggði sér þannig ólympíugull með glæsibrag. McLaughlin kom í mark á 51,46 sek- úndum og bætti þar með eigið heims- met frá því í lok júní á þessu ári um tæpa hálfa sekúndu, en það fyrra var 51,90 sekúndur. Hún stórbætti þar með um leið ólympíumetið í greininni, sem var 52,64 sekúndur og í eigu Mel- anie Walker frá Jamaíku, en hún setti það á leikunum í Peking árið 2008. _ Louis van Gaal er tekinn við karla- landsliði Hollands í knattspyrnu í þriðja skipti á ferlinum. _ Emmanuel Korir frá Kenýa varð ól- ympíumeistari í 800 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í Tókýó í gær. Hljóp hann á 1:45,06 mínútum en landi hans Ferguson Kotich kom ann- ar í mark á 1:45,23 mínútum og Kenýa fékk því bæði gull og silfur. Patryk Do- bek frá Póllandi varð þriðji og tryggði sér bronsverðlaun á 1:45,39 mínútum. _ Nokkuð var um fréttir af leikmanna- málum í körfuknattleiknum í gær. Framherjinn Malik Benlevi og bak- vörðurinn Robbi Ryan, bæði frá Bandaríkjunum, munu leika með liðum Grindavíkur næsta vetur. Þá hefur ÍR náð í miðherjann Tomas Zdanavicius frá Litháen og bandaríski bakvörð- urinn Ken-Jah Bosley hefur ákveðið að leika áfram með Vestra sem verður nýliði í úrvalsdeildinni. _ HK hefur fengið Úlf Blandon til að stýra kvennaliði félagsins í knatt- spyrnu út keppnistímabilið í Lengju- deildinni, þeirri næstefstu. Honum til aðstoðar verður Milena Pesic en í síð- ustu viku lét Jakob Leó Bjarnason af störfum sem þjálfari liðsins. _ Kanadíski spretthlauparinn Andre de Grasse er ólympíumeistari í 200 metra hlaupi karla eftir að hafa komið fyrstur í mark í úrslitum greinarinnar á Ólympíuleikunum í Tókýó í gær. De Grasse hefur löngum verið á meðal bestu spretthlaupara heims en með því að koma í mark á 19,62 sekúndum tryggði hann sér fyrsta ólympíugull sitt á ferlinum. Hann hafði áður unnið til brons- verðlauna í 100 metra hlaupi á leik- unum í Tókýó og þar áður unnið til þrennra verðlauna á leikunum í Ríó í Brasilíu fyrir fimm árum, þegar hann krækti í silfur í 200 metra hlaupi og bronsverðlaun í bæði 100 metra hlaupi og 4x100 metra boðhlaupi. Ól- ympíumedalíurnar eru þar með orðnar fimm talsins hjá hinum 26 ára gamla De Grasse og loks kom fyrsta gullið. Bandaríkjamennirnir Kenneth Bedn- arek og Noah Lyles komu næstir á eft- ir De Grasse í hlaupinu. Bednarek hljóp á 19,68 sekúndum og tryggði sér silfur og Lyles kom í mark á 19,74 sek- úndum og nældi í bronsverðlaunin. Eitt ogannað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.