Morgunblaðið - 05.08.2021, Page 55

Morgunblaðið - 05.08.2021, Page 55
bliks verður að koma í ljós en lið- ið hefur unnið síðustu sex heimaleiki sína í deildinni. Sigur- vegarans í við- ureignum Breiða- bliks og Aber- deen bíður leikur við annaðhvort AEL Limassol frá Kýpur eða Qarabag frá Aserba- ídsjan í umspilseinvígi um sæti í riðlakeppninni. Aberdeen hefur fjórum sinnum áð- ur komið til Íslands og ávallt leikið á Laugardalsvelli. Aberdeen dróst á móti ÍA í Evrópukeppni bikarhafa tímabilið 1983 - 1984. Voru það held- ur betur tíðindi fyrir knattspyrnu- unnendur hérlendis því liðið hafði komið mjög á óvart og unnið Evr- ópukeppni bikarhafa vorið 1983. Lið frá liðlega fimm þúsund manna bæ á Ísland var væntanlega auðveld bráð fyrir Evrópumeistarana? Nei nei. Aberdeen vann 2:1 í Laugardalnum og liðin gerðu 1:1 jafntefli í Skotlandi. Aberdeen fór því naumlega áfram. Jim Leighton, markvörður Aber- deen, hafði þann leiða ávana að verja Sir Alex Ferguson Breiðablik tekur í kvöld á móti skoska liðinu Aberdeen á Laugar- dalsvellinum í 3. umferð Sambands- deildar UEFA í knattspyrnu. Er þetta fyrri leikur liðanna en leikið verður í Skotlandi í næstu viku. Breiðablik lék Evrópuleikina fyrr í sumar gegn Racing Union Luxem- bourg og Austria Wien á Kópavogs- velli en fréttir bárust af því í vikunni að völlurinn standist ekki auknar kröfur sem gerðar eru þegar komið er lengra inn í Evrópukeppnirnar. Fyrir vikið fer leikurinn fram á þjóð- arleikvanginum. . Hvort staðsetn- ingin hafi áhrif á leikmenn Breiða- vítaspyrnur á Laugardalsvelli. Í þessu tilfelli frá Árna Sveinssyni. Sig- ursæll stjóri Aberdeen á þessum ár- um, Alex Ferguson, brenndi sig ekki á sama soðinu tvisvar. Þegar liðið dróst aftur gegn ÍA í Evrópukeppni meistaraliða haustið 1985 þá fór skoska liðið áfram af meira öryggi. Vann 3:1 í Laugardal og 4:1 ytra. Fyrsta heimsókn Aberdeen var haustið 1967 í Evrópukeppni bik- arhafa. Liðið vann þá KR 10:0 í Skotland og 4:1 í Reykjavík. Síðast kom Aberdeen haustið 1993 og mætti Val í sömu keppni. Aberdeen vann 4:0 og 3:0. kris@mbl.is Fjórða íslenska liðið sem mætir Aberdeen ÍÞRÓTTIR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2021 Norska kvennalandsliðið í hand- knattleik, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, tryggði sér aðfaranótt mið- vikudagsins sæti í undanúrslitunum á Ólympíuleikunum í Tókýó með sigri á Ungverjalandi 26:22 í 8-liða úrslitum. Ljóst er því að norska liðið mun leika um verðlaun á leikunum en andstæðingur Þóris í undan- úrslitum verður lið rússnesku ól- ympíunefndarinnar. Frakkland og Svíþjóð leika einnig í undanúrslitum. Þórir stýrði norska liðinu til sig- urs á Ólympíuleikunum í London ár- ið 2012 og í Ríó árið 2016 fékk liðið bronsverðlaun undir hans stjórn. Þórir var auk þess í þjálfarateyminu í Peking árið 2008 þegar Noregur fékk gullverðlaun. Hann þekkir því vel þá stöðu að berjast um verðlaun á Ólympíuleikum og norska liðið hef- ur verið mjög sannfærandi í Japan. Hefur liðið unnið alla sex leiki sína til þessa og er talið líklegast til að ná í gullið af veðbönkum. Ferill Þóris er einkar glæsilegur en í leiknum gegn Ungverjum tók hann þátt í landsleik númer 600 fyrir Noreg og er fyrstur til að ná því. 264 sem landsliðsþjálfari, 191 til við- bótar í þjálfarateymi A-landsliðsins og svo stýrði hann yngri landsliðum í 144 leikjum. Þórir á enn eftir þrjú ár af samningi sínum. kris@mbl.is AFP Tókýó Þórir á hliðarlínunni gegn Ungverjalandi í gær. Lið Þóris leikur um verðlaun - Hefur tekið þátt í 600 landsleikjum FÓTBOLTINN Kristján Jónsson kris@mbl.is Valsmenn munu ekki sleppa takinu af Íslandsbikarnum í knattspyrnu svo auðveldlega, en í gær unnu þeir geysilega mikilvægan 1:0-sigur á erkifjendum sínum í KR á Hlíðar- enda. KR-ingar hugsuðu sér gott til glóðarinnar að leggja Valsmenn að velli og minnka þá forskot Vals niður í tvö stig. Eftir þessi úrslit munar hins vegar átta stigum á liðunum og vonir KR-inga um sigur á Íslands- mótinu dofnuðu verulega. Skaga- maðurinn Tryggvi Hrafn Haralds- son skoraði eina markið og um leið sitt fyrsta fyrir Val á Íslandsmótinu. Skagamenn eru svolítið einmana á botninum eftir 4:0-tap fyrir Stjörn- unni því HK vann einnig magnaðan 4:2-útisigur á FH. Stjarnan og HK voru næstu lið fyrir ofan ÍA. Hafa ekki sleppt takinu - Mikilvægur sigur Vals - HK og Stjarnan í stuði Ljósmynd/Kristinn Steinn Hlíðarendi Reynsluboltinn Birkir Már Sævarsson hefur góðar gætur á Stefáni Árna Geirssyni í gær. VALUR – KR 1:0 1:0 Tryggvi Hrafn Haraldsson 74. MM Hannes Þór Halldórsson (Val) M Birkir Heimisson (Val) Guðmundur Andri Tryggvason (Val) Kristinn Freyr Sigurðsson (Val) Rasmus Christiansen (Val) Beitir Ólafsson (KR) Kristinn Jónsson (KR) Stefán Árni Geirsson (KR) Rautt spjald: Engin. Dómari: Ívar Orri Kristjánsson – 8. Áhorfendur: 662 FH – HK 2:4 1:0 Jónatan Ingi Jónsson 1. 1:1 Birnir Snær Ingason 5. 1:2 Arnþór Ari Atlason 17. 2:2 Baldur Logi Guðlaugsson 30. 2:3 Birnir Snær Ingason 45. 2:4 Atli Arnarson 54. MM Birnir Snær Ingason (HK) M Baldur Logi Guðlaugsson (FH) Jónatan Ingi Jónsson (FH) Birkir Valur Jónsson (HK) Atli Arnarson (HK) Arnþór Ari Atlason (HK) Stefan Ljubicic (HK) Rautt spjald: Engin. Dómari: Einar Ingi Jóhannsson – 6. Áhorfendur: 325. STJARNAN – ÍA 4:0 1:0 Eggert Aron Guðmundsson 6. 2:0 Hilmar Árni Halldórsson 25. 3:0 Magnus Anbo 42. 4:0 Magnus Anbo 90. MM Eggert Aron Guðmunds. (Stjörnunni) Magnus Anbo (Stjörnunni) M Hilmar Árni Halldórsson (Stjörnunni) Þorsteinn M. Ragnarsson (Stjörnunni) Eyjólfur Héðinsson (Stjörnunni) Björn Berg Bryde (Stjörnunni) Alexander Davey (ÍA) Rautt spjald: Engin. Dómari: Sigurður H. Þastarson – 7 Áhorfendur: 437. _ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot- bolti. _ Bandaríski spretthlauparinn Sydn- ey McLaughlin gerði sér lítið fyrir og sló aðeins rúmlega mánaðar gamalt heimsmet sitt þegar hún keppti í úr- slitum 400 metra grindahlaups kvenna á Ólympíuleikunum í Tókýó að- faranótt miðvikudags og tryggði sér þannig ólympíugull með glæsibrag. McLaughlin kom í mark á 51,46 sek- úndum og bætti þar með eigið heims- met frá því í lok júní á þessu ári um tæpa hálfa sekúndu, en það fyrra var 51,90 sekúndur. Hún stórbætti þar með um leið ólympíumetið í greininni, sem var 52,64 sekúndur og í eigu Mel- anie Walker frá Jamaíku, en hún setti það á leikunum í Peking árið 2008. _ Louis van Gaal er tekinn við karla- landsliði Hollands í knattspyrnu í þriðja skipti á ferlinum. _ Emmanuel Korir frá Kenýa varð ól- ympíumeistari í 800 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í Tókýó í gær. Hljóp hann á 1:45,06 mínútum en landi hans Ferguson Kotich kom ann- ar í mark á 1:45,23 mínútum og Kenýa fékk því bæði gull og silfur. Patryk Do- bek frá Póllandi varð þriðji og tryggði sér bronsverðlaun á 1:45,39 mínútum. _ Nokkuð var um fréttir af leikmanna- málum í körfuknattleiknum í gær. Framherjinn Malik Benlevi og bak- vörðurinn Robbi Ryan, bæði frá Bandaríkjunum, munu leika með liðum Grindavíkur næsta vetur. Þá hefur ÍR náð í miðherjann Tomas Zdanavicius frá Litháen og bandaríski bakvörð- urinn Ken-Jah Bosley hefur ákveðið að leika áfram með Vestra sem verður nýliði í úrvalsdeildinni. _ HK hefur fengið Úlf Blandon til að stýra kvennaliði félagsins í knatt- spyrnu út keppnistímabilið í Lengju- deildinni, þeirri næstefstu. Honum til aðstoðar verður Milena Pesic en í síð- ustu viku lét Jakob Leó Bjarnason af störfum sem þjálfari liðsins. _ Kanadíski spretthlauparinn Andre de Grasse er ólympíumeistari í 200 metra hlaupi karla eftir að hafa komið fyrstur í mark í úrslitum greinarinnar á Ólympíuleikunum í Tókýó í gær. De Grasse hefur löngum verið á meðal bestu spretthlaupara heims en með því að koma í mark á 19,62 sekúndum tryggði hann sér fyrsta ólympíugull sitt á ferlinum. Hann hafði áður unnið til brons- verðlauna í 100 metra hlaupi á leik- unum í Tókýó og þar áður unnið til þrennra verðlauna á leikunum í Ríó í Brasilíu fyrir fimm árum, þegar hann krækti í silfur í 200 metra hlaupi og bronsverðlaun í bæði 100 metra hlaupi og 4x100 metra boðhlaupi. Ól- ympíumedalíurnar eru þar með orðnar fimm talsins hjá hinum 26 ára gamla De Grasse og loks kom fyrsta gullið. Bandaríkjamennirnir Kenneth Bedn- arek og Noah Lyles komu næstir á eft- ir De Grasse í hlaupinu. Bednarek hljóp á 19,68 sekúndum og tryggði sér silfur og Lyles kom í mark á 19,74 sek- úndum og nældi í bronsverðlaunin. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.