Morgunblaðið - 05.08.2021, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2021
Karítas Ríkharðsdóttir
karitas@mbl.is
Útgerðarfélag Reykjavíkur hf.
(ÚR) hefur fest kaup á frystitog-
aranum Tasermiut sem var áður í
eigu Arctic Prime Fisheries á
Grænlandi.
Arctic Prime fisheries er að hluta
til í eigu Brims og ÚR sem eiga
hvor sinn 16,5 prósent hlutinn í
grænlensku útgerðinni.
Skipið sem legið hefur undan-
farna daga við bryggju á Grand-
anum hefur fengið nýtt nafn og heit-
ir nú Sólborg RE-27.
Fyrrum Grænlendingar
ÚR hefur áður gert út tvö skip
með þessu nafni með góðum ár-
angri, nú síðast línu- og netabát sem
smíðaður var í Karstensens Skibs-
værft í Skagen í Danmörku árið
1988, en hafði verið lagt í nokkurn
tíma. Hún var sömuleiðis græn-
lenskt fiskiskip áður en hún kom til
Íslands.
Nýja Sólborg er 75,9 metrar að
lengd og um 2.550 brúttótonn.
Skipið var byggt í Noregi árið
1988 fyrir Grænland og er í efsta ís-
klassa sem fiskiskip eru byggð fyrir.
„Þetta er nánast ísbrjótur“, segir
Runólfur V. Guðmundssonar, fram-
kvæmdastjóri ÚR, í samtali við 200
mílur um skipið.
„Þetta er gríðarlega öflugt og
gott skip sem getur siglt í alveg eins
meters þykkum ís leikandi,“ segir
Runólfur.
Endurbætur standa til
Að sögn Runólfs er stefnt að því
að fara fljótlega í breytingar og end-
urnýjun á vinnsludekki.
Til stendur að setja upp fullkom-
inn vinnslubúnað til að framleiða
fyrsta flokks afturðir fyrir erlenda
markaði.
Spurður hvort fyrir liggi hvers
konar búnað á að kaupa um borð í
skipið segir Runólfur svo ekki vera.
„Það er núna í skoðun hjá okkur,“
segir Runólfur.
Hann segir fjárfestingu ÚR við
kaup á skipinu og búnaði í það verða
um þrjá milljarða þegar upp verður
staðið.
Veiða á Barentshafi
Sólborg sækja aflaheimildir í Bar-
entshaf og mun helst veiða ufsa og
karfa.
„Við erum að auka reksturinn. Við
eigum aflaheimildir fyrir annað skip
og ætlum að nýta þær betur,“ að-
spurður hver þörfin væri fyrir nýju
öflugu skipi innan reksturs ÚR.
Ný áhöfn
„Ný áhöfn verður um borð í Sól-
borg, í raun allt nýir menn sem við
erum að ráða. 24 í hvorri áhöfn og
tvær áhafnir sem róa svo alls verða
48 manns með atvinnu af skipinu.
Svo að það er gert ráð fyrir að menn
rói einn og einn,“ segir Runólfur.
Hann segist gríðarlega spenntur
fyrir komandi tímum og fyrir að
koma nýju skipi á sjó.
„Þetta er stórt og öflug skip og
mun ger góða hluti,“ segir Runólfur.
Ráðnir hafa verið tveir skip-
stjórar á skipið; Óli Grétar Skarp-
héðinsson og Jón Frímann Eíríks-
son. Óli Grétar sem er 43 ára verður
skipstjóri í fyrstu veiðiferð skipsins.
Óli Grétar er fæddur og uppalinn
Ólafsfirðingur.
Í dag er hann búsettur á Eskifirð.
Óli byrjaði á sjó 1997 og þá á Kleifa-
bergi og var þar þangað til um
haustið 2007 þegar hann fór í land til
að læra rafvirkjun. Óli Grétar sneri
alfarið aftur á Kleifabergið í árs-
byrjun 2011, stuttu seinna skráði Óli
sig í nám í skipstjórn sem hann lauk
með glæsulegum árangri.
Óli Grétar hefur síðan 2018 verið
yfirstýrimaður á skipum ÚR.
Jón Frímann Eiríksson sem er 45
ára er fæddur og uppalinn Akurnes-
ingur en er í dag búsettur í Borgar-
nesi.
Jón Frímann hóf sjómennskuna
1994 á skipum Haraldar Böðvars-
sonar og Co ehf. og hann fór í stýri-
mannaskólann 1997 til 1999. Jón
Fríman var stýrimaður og afleysing-
arskipstjóri hjá Guðmundi Runófs-
syni hf. frá 2000 og til 2016. Jón Frí-
man hóf störf hjá Brimi 2016 til að
fara á nýsmíðina Akurey AK þar
sem hann var stýrimaður og afleys-
ingarskipstjóri.
Heldur úr höfn í dag
Gamla Sólborg, sem ekki hefur
verið á veiðum í nokkrun tíma, hefur
verið afskráð í íslenskri skipaskrá
og er á sölu. Gert er ráð fyrir að
skipið sigli úr höfn í sinn fyrsta túr
undir nýjum eiganda í dag.
Grænlenskur togari verður ný Sólborg
- ÚR kaupir af Arctic Prime Fisheries - Styrkt að framan - „Nánast ísbrjótur“ - Endurnýjun á
vinnslubúnaði stendur til - Veiðir ufsa og karfa í Barentshafi - Fara í fyrsta túr frá Íslandi í dag
Morgunblaðið/Unnur Karen
Nýr Frystitogari Útgerðafélags Reykjavíkur hefur hlotið nafnið Sólborg RE-7. Hún heldur í sinn fyrsta túr í dag.
Ljósmynd/Siddi
Gamla Nýja Sólborg við bryggju niðri við Granda. Sést glitta í gömlu Sól-
borg lengst til vinstri. Þær voru báðar áður grænlensk fiskiskip.
Trönuhrauni 8, Hafnarfirði, stod.is
LÉTTU ÞÉR LÍFIÐ
Fagfólk STOÐAR veitir nánari
upplýsingar og ráðgjöf.
Fjölbreytt úrval göngugrinda
sem auka öryggi og tækifæri
til hreyfingar og útivistar
Verð frá 39.800,-
Afurðaverð á markaði
3. ágúst 2021, meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 417,03
Þorskur, slægður 427,12
Ýsa, óslægð 280,61
Ýsa, slægð 78,70
Ufsi, óslægður 112,22
Ufsi, slægður 144,42
Gullkarfi 516,18
Blálanga, óslægð 25,00
Blálanga, slægð 119,05
Langa, óslægð 283,46
Langa, slægð 190,09
Keila, óslægð 50,12
Keila, slægð 49,04
Steinbítur, óslægður 303,96
Steinbítur, slægður 318,62
Skötuselur, slægður 769,96
Grálúða, slægð 460,43
Skarkoli, óslægður 17,00
Skarkoli, slægður 568,27
Þykkvalúra, slægð 320,21
Flök/bleikja 1.501,50
Flök/regnbogasilungur 3.176,00
Gellur oslaegt 953,50
Hlýri, óslægður 307,00
Hlýri, slægður 333,52
Lúða, slægð 526,04
Lýsa, óslægð 12,42
Skata, slægð 40,00
Undirmálsýsa, óslægð 137,08
Undirmálsýsa, slægð 134,13
Undirmálsþorskur, óslægður 199,55
Undirmálsþorskur, slægður 190,78
Undirmálsþorskur, slægður 172,00
Verðmæti vöruútflutnings í júní
2021 jókst um 11,9 milljarða króna,
eða um 25,5%, frá júní 2020, úr 46,8
milljörðum króna í 58,7 milljarða.
Útflutningsverðmæti sjávarafurða
jókst um 4,1 milljarð, eða um 18,2%
og munar þar mest um aukið verð-
mæti uppsjávarfisks, að því er fram
kemur á vef Hagstofu Íslands.
Verðmæti vöruútflutnings á tólf
mánaða tímabili, frá júlí 2020 til
júní 2021, var 668,5 milljarðar
króna og hækkaði um 63,4 millj-
arða króna miðað við sama tímabil
ári fyrr, eða um 10,5% á gengi
hvors árs. Sjávarafurðir voru 43,4%
alls vöruútflutnings síðustu tólf
mánuði en verðmæti þeirra jókst
um 11,5% á milli tólf mánaða tíma-
bila. Verðmæti útflutnings í fiskeldi
jókst um 8,3 milljarða, eða 31,5%, á
sama tímabili og var útflutningur
fiskeldisafurða 5,2% af heildar-
útflutningi.
Sjávarafurðir 43%
af vöruútflutningi
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Uppsjávarfiskur Gott verð fékkst í fyrra.