Morgunblaðið - 05.08.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.08.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2021 Þekkingarfyrirtæki í byggingariðnaði frá 1986Eykt ehf. / Stórhöfða 34–40 / 110 Reykjavík / Sími 595 4400 / eykt.is Vegnamikilla verkefna framundan vill Eykt ehf. ráða verkstjóra með reynslu af uppsteypu til starfa við stjórnun framkvæmda á vegum félagsins. Helstu verkefni: • Dagleg verkstjórn og skipulag verkefna á byggingasvæðumEyktar • Starfsmannahald og skipulag aðfanga í samráði við verkefnisstjóra • Eftirfylgni með gæðakerfi Eyktar Menntun og hæfni: • Hæfni til samvinnu og jákvæðra samskipta • Meistararéttindi í húsasmíði kostur • Skipulag og agi í vinnubrögðum Tekið er við umsóknummeð upplýsingum ummenntun og starfsreynslu á skrifstofu Eyktar á Stórhöfða 34–40 eðameð tölvupósti á palld@eykt.is. Upplýsingar um starfið veitir Páll Daníel Sigurðsson, framkvæmdastjóri, á skrifstofu Eyktar. Hlutverk Eyktar er að byggja vönduð mannvirki sem umgjörð um daglegt líf og atvinnurekstur. Uppsteypa DAGMÁL Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Bólusetning alls meginþorra al- mennings breytir kapphlaupinu við kórónuveiruna og ætti að gera okkur kleift að færa lífið í fyrra horf. Þetta er mat Önnu Hrefnu Ingimundar- dóttur, forstöðumanns efnahags- sviðs SA, og Óla Björns Kárasonar alþingismanns. Þau eru gestir í Dag- málum, streymisþætti á mbl.is sem aðgengilegur er öllum áskrifendum Morgunblaðsins. Óli Björn segir að uppi sé augljós þrýstingur á stjórnvöld um að grípa til harkalegri aðgerða í sóttvörnum en nú eru í gildi. Hins vegar geti stjórnvöld ekki gripið til slíkra að- gerða nema fyrir því sé ekki aðeins almennur, heldur víðtækur stuðn- ingur. Þarf að vara í takmarkaðan tíma en ekki til langframa „Við munum ekki hafa þolinmæði, við getum ekki endalaust lifað við fyrirkomulag sem hægt er að kalla ráðstjórnarfyrirkomulag, sem sótt- varnir auðvitað eru, nema í besta falli í takmarkaðan tíma og við verð- um að sjá ljósið við enda ganganna,“ segir Óli Björn. Bóluefnið hafi verið það ljós og að nú sýni staðan sem upp er komin að hægt sé að grípa til frekari afléttingar, þótt smitum fjölgi. Innlagnir á sjúkrahús séu hverfandi þrátt fyrir talsverða dreif- ingu veirunnar. Anna Hrefna bendir einnig á að það hafi verið mikill stuðningur við aðgerðir stjórnvalda á fyrstu mán- uðum faraldursins, ekki síst meðan óvissan var mikil. Nú sé hins vegar að koma í ljós að innlagnir á spítala séu fáar og að smitafjöldi segi lítið um raunverulega stöðu samfélags- ins. Segir hún að teknu tilliti til þess- arar reynslu þurfi þungvægari rök en áður til þess að grípa til sóttvarnaráðstafana sem viðurkennt sé að hafi neikvæðar afleiðingar fyr- ir samfélagið í margvíslegum skiln- ingi. Bjarni vilji tilslakanir Spurður út í hvort Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, hefði stuðning þingflokks síns til að grípa til áframhaldandi takmarkana innanlands, segir Óli Björn að hann telji Bjarna fremur tala fyrir tilslökunum og að atvinnu- líf og einstaklingar búi við meiri fyr- irsjáanleika en verið hefur síðustu misserin. Skólastarf í eðlilegu horfi „Það verður til dæmis mjög erfitt fyrir ríkisstjórnina að fara inn í kosningar ef skólahald er ekki með eðlilegum hætti [...] ef börnin ykkar komast ekki í skólann eða leikskól- ann þá mun það hafa áhrif á ykkur og almenning í kosningum. Jafnvel meiri áhrif en það hvort lands- framleiðslan er að vaxa eða dragast saman um eitt eða tvö prósent.“ Koma misvel undan kófinu Anna Hrefna segir mikilvægt að koma atvinnulífinu á réttan kjöl að nýju eftir miklar hremmingar. Vel hafi tekist til í aðgerðum stjórnvalda en að margir virðist gleyma því að innspýtingin hafi öll verið tekin að láni. „Fólk vanmetur raunverulegan kostnað af öllum þeim aðgerðum sem hafa verið í gangi og vissulega metið það svo að það hafi verið nauð- synlegt að beita hérna efnahags- aðgerðum til að styðja hér við fyrir- tæki og heimili, en það er ekki að kostnaðarlausu og lántaka ríkissjóðs getur ekki haldið áfram endalaust,“ segir Anna Hrefna. „Ríkissjóður getur ekki verið með efnahagslífið í gjörgæslu. Í eðlileg- um aðstæðum er það atvinnulífið sem fjármagnar ríkissjóð en ekki öf- ugt,“ segir Anna Hrefna. Þarf að einfalda regluverkið Hún viðurkennir að atvinnulífið sé í misgóðri stöðu eftir að faraldurinn tók öll völd í samfélaginu. Verst séu ferðaþjónustufyrirtækin leikin. Mörg þeirra muni ekki lifa ástandið af og að þau sem það geri þurfi að búa sig undir að það taki allmörg ár að rétta að nýju úr kútnum. Þó séu mörg tækifæri til þess að örva atvinnulífið. Það hafi m.a. kom- ið fram í álitsgerðum alþjóðastofn- ana á borð við OECD og AGS sem bendi á að regluverk hér á landi sé of íþyngjandi. Mikilvægt sé að hið op- inbera þvælist ekki fyrir framtaks- sömum einstaklingum sem vilji ýta undir verðmætasköpun í hagkerfinu. Bóluefnið ætti að tryggja opnun - „Getum ekki lifað lengi við ráðstjórnarfyrirkomulag“ segir Óli Björn Kárason alþingismaður - Mikilvægt að vinda ofan af skuldasöfnun ríkisins, segir Anna H. Ingimundardóttir hagfræðingur Morgunblaðið/Dagmál Viðtal Óli Björn Kárason og Anna Hrefna Ingimundardóttir eru gestir Dagmála, sem birtist á mbl.is í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.