Morgunblaðið - 05.08.2021, Side 14

Morgunblaðið - 05.08.2021, Side 14
SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Vísindamenn frá NASA, geimvís- indastofnun Bandaríkjanna, hafa síð- ustu daga sinnt rannsóknum við Sandavatn á Biskupstungnaafrétti, en margt bendir til að staðhættir og náttúrufar þar sé svipað og gerist á Mars. Á undanförnum árum, nú síð- ast í febrúar á þessu ári, hafa verið gerðir út leiðangrar til reikistjörn- unnar. Þannig hafa fengist mikil- vægar upplýsingar og myndefni af aðstæðum, svo sem landslagi þar sem ætla má að í fyrndinni hafi verið ár, ósar og stöðuvötn á víðfeðmum söndum. Jökulvatn og frystur jarðvegur Myndir frá Mars eru af vísinda- mönnum lagðar til samanburðar við hvað finna megi á jörðinni. Veröldin er undir en helst er staðnæmst við Sandvatn, sem er rétt sunnan og vestan við Langjökul og skammt inn- an við hálendisbrúnina. Úr Eystri- Hagavatnsjökli og Hagavatni rennur jökuláin Farið í Sandvatn. Sandá rennur svo úr vatninu áfram fram í Hvítá skammt fyrir ofan Gullfoss. „Allar upplýsingar sem við fáum hér eru mikilvægar og gulls ígildi. Að því leyti má segja að hér séum við í gullgrefti. Aðstæður hér eru stór- kostlegar og rannsóknirnar svara ýmsum spurningum, þótt geimurinn verði dularfullur,“ segir Michael Thorpe, leiðangursstjóri NASA, í samtali við Morgunblaðið. Thorpe er jarðeðlisfræðingur, en í hópnum eru einnig líf- og eðlisfræð- ingar. Í vísindastarfinu nú hafa á bökkum Sandvatns verið teknar hol- ur og borkjarnar með jarðvegi, sem er frystur og verður fluttur til efna- greiningar vestanhafs. Einnig eru tekin efnasýni úr jökulblendnu vatn- inu. Drónamyndir af svæðinu verða sömuleiðis mikilvæg gögn í grein- ingum sem fram fara í rannsókn- arstöð NASA í Houston í Texas í Bandaríkjunum. Lending geimjeppans Þrautseigju á Mars þann 18. febrúar á þessu ári þótti sérstökum tíðindum sæta. Jeppinn og dróninn Hugvit hafa það hlutverk að finna ummerki örvera, sem kunna að hafa lifað á rauðu plá- netunni fyrir milljörðum ára. Þarna á að safna sýnum og senda til jarðar og er þeirra vænst eftir um áratug. Myndefni úr þessum tækjum er þeg- ar tiltækt og er til skoðunar og sam- anburðar við Íslandsmyndir. „Basalthraunin hér við Langjökul og jarðfræðin öll eru mjög lík því sem við sjáum á myndum frá Mars. Við getum auðvitað líka fundið til- svaranir við Mars á Hawaii og í Idaho í Bandaríkjunum, en Ísland og Sandvatn taka öllu fram,“ segir Thorpe. Hann ætlar að koma í rann- sóknarferðir til Íslands bæði á næsta og þar næsta ári; 2022 og 2023. Margvísvíslegra gagna þurfi að safna yfir langan tíma, svo heildar- mynd náist. „Með tilliti til jarðfræði og að- stæðna úti í geimnum er Ísland ein- stakur staður til rannsókna,“ segir Thorpe. Í því sambandi vísar hann meðal annars til þess að 1965 og 1967 komu kandídatar þeir sem þá voru á leiðinni til tunglsins undir merkjum Apollo-áætlunarinnar í æfingaferðir til Íslands og kynntu sér jarðfræði landsins með rannsóknum í Dyngju- fjöllum. Í geimfarahópnum þá var meðal annars Neil Armstrong, sá er fyrstur sté fæti á tunglið í júlí 1969. Ísland tengist geimferðaáætlun „Þetta er mjög áhugavert verkefni sem getur jafnframt verið mikill akkur fyrir Ísland,“ segir Gunnar Guðjónsson hjá Iceland Space Agency. Hann hefur síðustu daga verið með vísindamönnunum banda- rísku inni við Sandvatn og sinnt margvíslegri þjónustu við þá. Verk- efnið ber yfirskriftina Dig Mars og var undirbúningi þess meðal annars sinnt af bandaríska sendiráðinu á Ís- landi. Þannig þurfti að afla leyfa frá ýmsum stofnunum og sveitarfé- laginu Bláskógabyggð. Þá hafi ís- lenskum stjórnvöldum og stofnunum verið, af bandaríska sendiráðinu, boðin aðild að geimferðaáætlun þjóð- arinnar og beðið sé viðbragða við þeirri viðleitni. Aðstæður við Sandvatn líkjast Mars - Fjarlæg reikistjarna með íslenska tilsvörun - Gullgröftur vísindanna - Bandaríkjamenn á Bisk- upstungnaafrétti og mæta áfram á næstu árum - Mikilvæg gögn í samanburði - Akkur fyrir Ísland Vettvangur Aðstæður hér eru stórkostlegar, segir Michael Thorpe. Hér sést borað eftir jarðsýnum sem flutt verða til Bandaríkjanna. Jarlhettur í baksýn. Samvinna Bandarísku vísindamennirnir og Íslendingarnir sem eru þeim til aðstoðar stilltu sér upp til myndatöku. Hópurinn fer utan nú í vikulokin. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Verkefni Sýni eru tekin úr jökulblendnu vatninu, með sérstökum mælibún- aði sem vísindamaður sést hér bera í land úr báti sem lá úti á sandeyri. K or ta gr un nu r: O pe nS tr ee tM ap Sandvatn Sandá Hvítá LANGJÖKULL Far Gullfoss 14 FRÉTTIR Á Dyngjusandi norðan Vatnajökuls fer nú fram ein umfangsmesta vettvangsrannsókn sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Á þriðja tug sérfræðinga frá sex löndum eru þar nú og kanna ryk, í rannsókn sem ESB og Rannís eiga aðild að – NASA ógleymdu. Á næstu dögum verður byggður tólf metra hár turn á svæðinu og meira en 50 verkfæri notuð í sjö vikna vinnu. Nýlega fór fram rannsókn í eyði- mörk Sahara á rykinu þar, sem berst alla leið til Íslands. Nú er verið að skoða rykið frá Íslandi sem fýkur til Sahara. Ísland er stærsta eyðimörkin á norðlægri breiddargráðu. Þótti því tilvalið til þess að rannsaka eðli ryks í slíkum eyðimörkum hér á landi. Er þetta í fyrsta skipti sem ryk af þessu tagi er rannsakað almennilega, að sögn verkefnisstjórans, dr. Pövlu Dags- son Waldhauserova, sérfræðingur við Landbúnaðarháskóla Íslands. Leitast verður við að komast yf- ir betri upplýsingar um áhrif ryks á heilsu fólks og dýra, loftslag, sjó og fleira. Til þess þarf að átta sig betur á eiginleikum ryksins, en það er frábrugðið hinu ljósa ryki í eyðimörkum hlýrri landa. Það get- ur fokið langar vegalengdir skömmu eftir rigningu og dökki liturinn er líklegur til að draga í sig hita, meðan ljóst ryk kælist. Vís- indamenn frá NASA hafa áhuga á að bera rykið saman við rykið á Mars, sem þeir hafa rannsakað að undanförnu. thorab@mbl.is Samanburður við Sahara RANNSAKA RYKIÐ Í ÍSLENSKRI EYÐIMÖRK Morgunblaðið/Sigurður Bogi Eyðimörkin Á Dyngjusandi norðan Vatnajökuls og Kverkfjöll sjást í fjarska. Kartell Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is JELLIESMATARSTELL Glæsilegur borðbúnaður úr slitsterku plasti Fullkomið í húsbílinn – fellihýsið – á pallinn – í sumarbústaðinn Hönnun: Patricia Urquiola

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.