Morgunblaðið - 05.08.2021, Side 20

Morgunblaðið - 05.08.2021, Side 20
20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2021 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Eigendur fasteigna í Múlahverfinu í Reykjavík hafa sýnt því aukinn áhuga að stækka hús sín og byggja við þau. Hverfið er orðið vinsæll þéttingarreitur í höfuðborginni eins og það er kallað í dag. Nýjasta ósk- in er að stækka verslunar- og skrif- stofuhúsið Síðumúla 6 og koma fyrir 14-16 íbúðum í húsinu. Þetta er hús með sögu. Það var upphaflega byggt fyrir Þjóðviljann árið 1976, en blaðið hafði búið við þrengsli í húsi við Skólavörðustíg. Ritstjórar blaðsins á þessum tíma voru þeir Kjartan Ólafsson og Svav- ar Gestsson Ný staðsetning kom sér vel enda var blaðið í næsta nágrenni við ný- stofnað Blaðaprent, sem prentaði á þessum árum fjögur dagblöð. Þau voru auk Þjóðviljans, Alþýðublaðið, Tíminn og Vísir. Öll eru þessi blöð hætt að koma út og Blaðaprent hætti starfsemi. Þegar Þjóðviljinn flutti inn í húsið í lok október 1976 var kostnaður við bygginguna orðinn 40 milljónir króna á þáverandi verðlagi. Efnt var til söfnunar meðal almennings og lögðu yfir 600 velunnarar blaðs- ins fram 33 milljónir. Þjóðviljinn var dagblað sem kom fyrst út sem málgagn Kommúnista- flokksins 1936, síðan Sósíalista- flokksins og loks Alþýðubandalags- ins. Í janúar 1990 flutti Þjóðviljinn úr Síðumúla 6 í leiguhúsnæði við sömu götu, enda var farið að halla undan fæti hjá útgáfunni á þessum tíma. Blaðið hætti svo að koma út árið 1992. Harðskeytt málgagn Þjóðviljinn var harðskeytt og öfl- ugt málgagn fyrir stjórnmálahreyf- ingar vinstri manna og við sem störfuðum á Morgunblaðinu í „gamla daga“ fengum oft harðar skeytasendingar úr þeirri átt. En það er ekki efni þessarar fréttar. Bókaútgáfan Vaka-Helgafell flutti næst í húsið og síðan SÍBS, sem ný- lega flutti starfsemina í Borgartún. Á embættisafgreiðslufundi skipu- lagsfulltrúa 9. júlí síðastliðinn var lögð fram fyrirspurn Sigurðar Ein- arssonar arkitekts, dags. 1. júlí 2021, um aukningu á byggingar- magni lóðarinnar nr. 6 við Síðumúla sem felst í að byggingarreitur er stækkaður til suðvesturs ásamt því að heimilaðar verði fjórar hæðir á öllum byggingarreitnum, sam- kvæmt tillögu arkitektastofunnar Batterísins, dags. 31. maí 2021. Jafnframt var óskað eftir að heim- iluð verði blönduð starfsemi á reitn- um þ.e. verslun og þjónusta verði áfram á tveimur hæðum næst Síðu- múla, en íbúðir fjær og á efri hæð- um. Húsið Síðumúli 6 er 727 fer- metrar að stærð. Síðumúli er gata sem býður upp á mikla og eftirsótta þjónustu, segir í umsögn Batterísins. Ein af framtíð- arstefnum borgarinnar sé að þétta byggð og fjölga íbúum í hverfi sem þessu. „Með þessu inngripi er hægt að stuðla að þéttingu og koma með litlar íbúðir á markað, sem skortur er á.“ Stefnt er að því að halda nú- verandi húsi áfram sem verslunar- húsnæði og bæta við íbúðum á þriðju og fjórðu hæð og viðbygg- ingu. Aðgengi inn í íbúðir á annarri hæð er í gegnum stigagang. Birta frá báðum áttum, sólarupprás og sólarlag. Nýbygging ofan á núver- andi hús verður með burð í súlum og plötum með steyptu þaki. Við- byggingin verður steypt með burð í útveggjum. Tekið jákvætt í fyrirspurn Í umsögn verkefnisstjóra skipu- lagsfulltrúa, sem er dagsett 22. jan- úar 2021, var tekið jákvætt í áður senda fyrirspurn um heimild til þess að breyta deiliskipulagi fyrir húsið og hækka það um eina hæð. Mælt var með því að eigendum verði heimilað að láta vinna breytingu á deiliskipulagi á sinn kostnað og í samvinnu við verkefnisstjóra hjá skipulagsfulltrúa. Í nýrri fyrirspurn er nú reiknað með meiri hækkun hússins en fallist hafði verið á í fyrri umsögn og auk þess fjögurra hæða viðbyggingu til suðvesturs. Í seinni umsögn verk- efnisstjóra skipulagsfulltrúa kemur fram að sýna þurfi fram á að lóðin beri tiltekin íbúðafjölda m.t.t. bú- setugæða m.a. þannig að um sé að ræða fjölbreyttar íbúðagerðir og að meðalstærð þeirra m.v. birt flatar- mál sé ekki minni en 80 fermetrar. Einnig þurfi að sýna útfærslu lóð- ar m.t.t. breyttrar notkunar húss- ins, svo sem vegna aðkomu, sameig- inlegrar aðstöðu svo sem geymslu á hjólum m.m. og aðstæður til að gera dvalarsvæði á lóðunum, eigi að inn- rétta íbúðir í húsinu. Verkefnastjórinn tiltekur nokkur atriði sem þurfi að útfæra betur. Sé afstöðu til tillögu að breytingu á deiliskipulagi óskað þarf að senda inn breytta fyrirspurnartillögu sam- anber ofangreinda umsögn. Morgunblaðið/sisi Fyrir Síðumúli 6 eins og húsið lítur út í dag. Tvær hæðir, alls 727 fermetrar. Tölvuteikning/Batteríið Eftir Nokkurn veginn svona mun Síðumúli 6 líta út eftir hækkun og stækkun. Þetta er ekki endanlegt útlit hússins. Þjóðviljahúsið verður stækkað - Byggt verður ofan á og við Síðumúla 6 - Múlahverfið er vaxandi þéttingarreitur í höfuðborginni Búið er að byggja nýjan útsýnispall á toppi Úlfarsfells í Mosfellsbæ. Að sögn Heiðars Guðjónssonar, forstjóra Sýnar, er búist við að pall- urinn verði vígður í næstu viku. Pall- urinn er reistur af Sýn en 50 metra hátt fjarskiptamastur fyrir loftnet og tækniskýli stendur við pallinn. Mastrið á að tryggja fullnægjandi útvarps- og fjarskiptaþjónustu á höf- uðborgarsvæðinu. Til þess að lág- marka sjónræn áhrif mannvirkisins var unnið með náttúruleg bygging- arefni á þann hátt að mannvirkið myndi falla sem best inn í landslagið og umhverfið en Arkís arkitektar komu að hönnunni. Pallurinn er úr timbri með burðarvirki úr límtrés- bitum og svífur að hluta til yfir land- inu. Deilt var um byggingu mastursins og útsýnispallsins í borgarráði Reykjavíkur og í umhverfis- og skipulagsráði þegar tillögur voru lagðar fram að verkefninu árið 2018. Þá voru íbúar í Úlfarsárdal einnig mótfallnir mastrinu. urdur@mbl.is Vígja nýjan útsýnispall á toppi Úlfarsfells Ljósmynd/Unnur Lárusdóttir Útsýnispallur Búið er að byggja útsýnispall á toppi Úlfarsfells í Mosfellsbæ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.