Morgunblaðið - 05.08.2021, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 05.08.2021, Qupperneq 24
Tónlist fyrir sálina Matur fyrir líkamann Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Kíktu til okkar í góðan mat og notalegt andrúmsloft Borðapantanir á www.matarkjallarinn.is Nýttu ferðagjöfina hjá okkur 24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2021 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Við eigum að vera alls óhrædd við sértækar aðgerðir í þágu einstakra staða og svæða, komi upp aðstæður sem kalla á slíkt. Mikilvægt er að jafna búsetuskilyrði, þannig að dreifbýlið sé jafnsett öðrum svæð- um um mikilvæga þjónustu. Byggðastefnan á að vera róttæk,“ segir Bjarni Jónsson sem skipar efsta sætið á framboðslista Vinst- hreyfingarinnar - græns framboðs í Norðvesturkjördæmi í alþingis- kosningum í haust. Styrkja innviði og treysta búsetu Allt frá árinu 2002 hefur Bjarni átt sæti í sveitarstjórn í Skagafirði, jafnhliða því að hafa sinnt ýmsum trúnaðarstörfum á landsvísu því tengdu, svo sem á vettvangi lands- hlutasamtaka, Jöfnunarsjóðs sveit- arfélaga og nú í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Þátttaka mín í landsmálunum er í rökréttu framhaldi af sveitar- stjórnarstörfunum. Miklu skiptir að þekkja til sem víðast í nærsam- félaginu og láta sig það varða,“ seg- ir Bjarni. „Mín áherslumál hafa verið og eru að styrkja innviði, treysta búsetu og fjölskylduvænt samfélag á landsbyggðinni. Í því felst öruggt aðgengi að góðri heil- brigðisþjónustu, menntun, gott um- hverfi, samgöngubætur og fjöl- breytt atvinnutækifæri við allra hæfi. Hér þurfa ríki og sveitarfélög að taka höndum saman.“ Forgangsverkefni í samgöngu- bótum á að vera að tengja betur saman byggðarlög til að styrkja þau sem atvinnu,- skóla- og þjón- ustusvæði. Dæmi um slíkt er heils- ársvegur um Skógarströnd, sem ásamt nýrri ferju myndi tengja bet- ur saman byggðarlög við Breiða- fjörð, að mati Bjarna. Hann segir sömuleiðis mikilvægt að ráðast strax í uppbyggingu safn,- og tengi- vega víða um kjördæmið, ekki síst til sveita þar sem ekið er daglega með skólabörn. „Sömuleiðis þarf að flýta veg- styttingum, ekki síst á Vestfjörðum. Að framkvæmdir við Sundabraut hefjist sem fyrst skiptir líka miklu fyrir Norðvesturkjördæmi og íbúa þar, svo sterkari tenging verði við höfuðborgarsvæðið.“ Háskólar eru aflstöðvar Mikilvægt er, segir Bjarni, að skjóta sterkari stoðum undir at- vinnulífið í Norðurvesturkjördæmi. Byggt sé víða á matvælaframleiðslu og að vel sé búið að þeim atvinnu- greinum. Eins þurfi að hlúa að frumkvöðlastarfi og nýsköpun. „Við verðum að standa með sjáv- arbyggðunum, með bændum og fjölbreyttri matvælaframleiðslu vítt og breitt um kjördæmið. Fólk er víða sjálft í úrvinnslu afurða. Tæki- færin eru sannarlega til staðar. Við þurfum að skapa þeim farveg og rétt umhverfi til að blómstra. Í þessu kjördæmi eru Landbúnað- arháskóli Íslands á Hvanneyri, Há- skólinn á Bifröst í Borgarfirði, Há- skólinn á Hólum í Skagafirði og háskólasetur á Ísafirði. Allar hafa þessar stofnanir orðið aflstöðvar í nærumhverfi sínu, skapað atvinnu og gert fólki kleift að afla sér þekk- ingar í nærumhverfi sínu. Skapa sér svo sína framtíð þar, með góða menntun sem veganesti,“ segir Bjarni og heldur áfram: „Háskólarnir úti um land hafa í raun hvetjandi áhrif hver á sínu svæði og starfsemi þeirra þarf að efla enn frekar, til dæmis með auknu rannsókna,- og þróunar- starfi. Áhrif til slíks getur Alþingi haft, til dæmis í gegnum fjárveit- ingar. Mín pólitíska sýn er einfald- lega sú að efla þurfi byggð um landið með samfélagslegum aðgerð- um. Sterkt dreifbýli eflir landið sem heild.“ Efnahagslegur stöðugleiki sé tryggður Vinstri græn hafa síðastliðin fjög- ur ár verið í ríkisstjórn með Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokki, í samstarfi sem Bjarni telur að hafi á margan hátt verið farsælt. Ef kem- ur til þess eftir kosningar að VG eigi val við stjórnarmyndun segist Bjarni leggja mest upp úr því að mynduð verði ríkisstjórn sem haldi vel utan um stóru málin, sem hann kallar svo, byggðajafnrétti, öruggt og jafnt aðgengi að góðri heilbrigð- isþjónustu, félagslegan jöfnuð, um- hverfið og atvinnu- og efnahags- málin. „Undir forystu VG hefur náðst efnahagslegur stöðugleiki sem þarf að tryggja áfram. Slíkt verður alltaf undirstaða og skapar svigrúm til þeirra verkefna sem aðkallandi eru á hverjum tíma, svo sem í sam- félagslegri uppbyggingu úti um land. Á vissum sviðum þarf þó fyrst og síðast pólitískan vilja, svo sem til sértækra aðgerða til að styrkja einstök byggðarlög, um- bóta á fiskveiðistjórnunarkerfinu, sem tryggi betur rétt og stöðu sjávarbyggðanna, þar með talin aukin hlutdeild í þeim arði sem fiskimiðin skapa. Það sama á við fiskeldissveitarfélögin, að þeim verði tryggður sanngjarn skerfur af verðmætunum sem til verða.“ Samfélagslegur rekstur hefur gefist vel Í tímans rás hefur VG gjarnan verið hið róttæka afl í landsmál- unum og haft forystu á vinstri vængnum. Á þeim miðum rær Sósíalistaflokkurinn og ef til vill fleiri í dag, en Bjarni segir Vinstri græn áfram verða forystuaflið á vinstri væng stjórnmálanna. Stefna flokksins sé trúverðug og fyrir- heitin raunhæf. Kallast vel á við aðstæður og þarfir íbúa á dreifbýl- um svæðum í Norðvesturkjör- dæmi. „Stundum hefur verið sagt að undanförnu að kosningarnar í haust snúist um heilbrigðismálin. Það er ljóst að aðgengi að góðri heilbrigðisþjónusta er einn af grunnþáttum samfélags okkar. Rekstur heilsugæslu, sjúkrahúsa og annarra slíkra stofnana þarf hins vegar að vera fullfjármagn- aður og tryggingakerfið sömuleiðis. Íslendingar vilja síðast af öllu einkavætt kerfi þar sem sjúkir eru í raun berskjaldaðir þegar veikindi og slys ber að höndum og þurfa að bera kostnaðinn af aðstoð og þeir efnameiri hafa forgang. Samfélags- legur rekstur á svo mörgum svið- um hefur gefist vel hér á landi og um það viljum við í VG standa vörð,“ segir Bjarni Jónsson. Byggðastefnan sé róttæk - Bjarni Jónsson leiðir lista VG í Norðvesturkjördæmi - Stöðugleikinn er mikil- vægur - Þjónusta í dreifbýlinu verði efld - Sveitarfélögin fái arð frá sjónum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hvammstangi Mikilvægt að jafna búsetuskilyrði, þannig að dreifbýlið sé jafnsett öðrum svæðum um mikilvæga þjónustu í nærsamfélaginu, segir Bjarni Jónsson hér í viðtalinu um áhersluverkefni sín á vettvangi stjórnmálanna. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Frambjóðandi Bjarni hefur átt sæti í sveitarstjórn Skagafjarðar í um tut- tugu ár og segir framboð til Alþingis vera rökrétt framhald á því starfi. 2021 2021 ALÞINGISKOSNINGAR Katrín Bald- ursdóttir, at- vinnulífsfræð- ingur, blaða- maður og kennari, leiðir lista Sósíalista- flokks Íslands í Reykjavíkur- kjördæmi suður. Stuðst var við slembival við val á lista hjá flokknum, að því er kemur fram í tilkynningu. Haft er eftir Katrínu að listinn standi saman af fólki sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til að blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun. Símon Vestarr, bókmennta- fræðingur, kennari, tónlistar- maður og faðir tveggja barna, skipar annað sæti listans og María Lilja Þrastardóttir Kemp, aðgerðasinni, skríbent og laga- nemi, það þriðja að því er fram kemur í tilkynningunni. Jón Kristinn Cortez tónlistar- maður er í 4. sæti, Ása Lind Finn- bogadóttir framhaldsskólakennari í 5. sæti, Jón Óskar Hafsteinsson myndlistarmaður í 6. sæti, Sigrún Unnsteinsdóttir framkvæmda- stjóri í 7. sæti, Halldóra Jóhanna Hafsteinsdóttir frístundaleiðbein- andi í 8. sæti, Bára Halldórsdóttir öryrki í 9. sæti, Bárður Ragnar Jónsson þýðandi í 10. sæti, Ellen Kristjánsdóttir tónlistarmaður í 11. sæti og Björn Reynir Hall- dórsson sagnfræðingur er í 12. sæti framboðslistans. Katrín efst í Reykja- vík suður - Sósíalistar birta framboðslista Katrín Baldursdóttir Píratar hafa boðað til árlegs að- alfundar helgina 14. og 15. ágúst næstkomandi. Þar ætla þeir að ýta kosningabaráttunni úr vör að því er fram kemur á vefsíðu Pí- rata. Fundurinn fer fram á sveitahótelinu Vogum á Fells- strönd, í Norðvesturkjördæmi. „Þar verður formlegri kosninga- baráttu sparkað í gang, kosninga- herferðin teiknuð upp fyrir fund- argesti og hópurinn hristur saman. Samþykkt kosningastefn- an fær ítarlega kynningu og áherslur Pírata í kosningabarátt- unni fram undan ákveðnar. Á fundinum verður einnig kos- ið í stefnu- og málefnanefnd, framkvæmdastjórn og fjár- málaráð,“ segir í frétt á vefsíð- unni. Píratar ætla að ýta kosningabaráttu úr vör á aðalfundi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.