Morgunblaðið - 05.08.2021, Page 26

Morgunblaðið - 05.08.2021, Page 26
26 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2021 VIÐTAL Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Við gerum okkur vonir um að gullvinnsla hér geti reynst arð- bær,“ segir Herb Duerr, jarðfræð- ingur og starfandi forstjóri kan- adíska náma- og endurvinnslufélagsins St-Georges Eco-Mining Corp. Fyrirtækið er skráð í Canadian Securities Ex- change-kauphöllinni, OTC Market í Bandaríkjunum og kauphöll í Frankfurt. Það á þrjú dótturfélög hér á landi, Iceland Resources ehf., Melmi ehf. og Borealis ehf. Einnig á það 15% hlut í Íslenskri vatnsorku ehf. sem undirbýr vatnsaflsvirkjun við Hagavatn. Duerr hefur verið hér á landi undanfarið vegna þess að Iceland Resources er að hefja rannsókn- arboranir eftir gulli í Þormóðsdal, rétt fyrir austan Hafravatn í Mos- fellsbæ. Einnig hefur hann heim- sótt aðra staði þar sem fyrirtækið er með rannsóknarleyfi en þar má nefna Vopnafjörð og Tröllaskaga. En hvernig metur hann möguleika á að finna hér gull í vinnanlegu magni? „Við grundvöllum vinnu okkar mikið á fyrirliggjandi jarðfræði- líkönum. Það eru til líkön sem benda til auðlinda í jörðu sem gæti verið hagkvæmt að vinna. Við leitum að vísbendingum eins og kvartsæðum í yngra bergi sem geta teygt sig djúpt. Í Þormóðsdal leitum við að kerfi með gulli í nægu magni til að gera það vinn- anlegt,“ segir Duerr. Gagnabanki um gullleit Iceland Resources hefur eignast rannsóknargögn og sýni úr gull- leitarverkefnum á Íslandi allt frá byrjun 20. aldar. Búið er að rýna þessi gögn og rannsaka mörg sýni á ný. Stuðst er við niðurstöðurnar við undirbúning nýrra borana í Þormóðsdal. Gull hefur þegar fundist og á að rannsaka hve mik- ið það er og hve víða. Ísland er að stórum hluta ungt jarðfræðilega séð. Hvaða áhrif hefur það á möguleika á að finna gull? „Aðstæður hér eru að sumu leyti sérstakar en að öðru leyti svipaðar og víða annars staðar. Við Kyrrahafsplötuskilin (Pacific Rim) eru á köflum að sumu leyti svipuð kerfi og hér. Á meginlandi Bandaríkjanna, eins og t.d. í Ne- vada, eru aðstæður ekki ólíkar og hér og þar er grundvöllur fyrir vinnslu á gulli,“ segir Duerr. Hann segir ýmsar ástæður fyrir því hvað gullleitarverkefnið hefur gengið hægt hér á landi. Sú helsta er efnahagsleg. Niðursveifla varð á mörkuðum 1996 og þeir réttu ekki úr kútnum fyrr en um 2004. Í nær heilan áratug fékkst ekki fjármagn til gullleitar og rann- sókna. Svo batnaði ástandið og voru gerðar rannsóknarboranir hér 2006. Markaðir hrundu svo 2008 og þá tók aftur fyrir öflun fjár til rannsókna. Námafyrir- tækin nýttu námur í rekstri en lögðu ekki fjármagn til rannsókna á nýjum stöðum. Formleg skýrsla verður gerð „Ástandið var aftur orðið eðli- legt árið 2018. Þá fékkst fjármagn til leitar og rannsókna og gullverð hækkaði. Það hefur haldið áfram að hækka í Covid. Búið er að fjár- magna rannsóknarverkefnið í sumar og fyrirtækið vel í stakk búið til að fylgja niðurstöðunum eftir, verði þær jákvæðar,“ segir hann. Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir, forstjóri Iceland Resources, segir að gerð verði formleg skýrsla unn- in eftir alþjóðlegum stöðlum um rannsóknirnar í sumar. Í kjölfarið verða ákvarðanir um framhaldið teknar á grundvelli niðurstöðu þeirrar skýrslu. Slík skýrsla hefur ekki verið gerð áður um gullleit á Íslandi. Duerr sagði að í Kanada sé lög- bundin krafa um sérstaka skýrslu (National Instrument 43-101) með staðfestum upplýsingum um niðurstöður rannsóknarverkefna. Krafan um slíka skýrslu var sett undir lok síðustu aldar til að tryggja að upplýsingar frá náma- fyrirtækjum væru gagnsæjar og réttar. „Þetta heldur okkur öllum rétt- um megin við strikið,“ segir Du- err. „Ef rannsóknirnar ganga vel og við finnum meira gull reiknum við með að skila 43-101-skýrslu þar sem auðlindin verður skil- greind nákvæmlega.“ Þegar skýrslan liggur fyrir mun Iceland Resources eiga samtal bæði við ríkið og Mosfellsbæ um framhaldið, að sögn Þórdísar. Stefnt er að því að skýrslan liggi fyrir seint á þessu ári og þá verð- ur hún birt opinberlega. Gullagnir hafa fundist Hugmyndir margra um gullleit koma úr kvikmyndum þar sem heppnir gullgrafarar finna sverar gullæðar eða skola möl og set úr árfarvegum og tína gljáandi gull- mola úr skolunarpönnunni. Duerr segir þessar aðferðir ekki eiga við um gullleitina hér. Ekki hafa fundist gullmolar liggjandi á yfirborðinu en í rann- sóknunum hefur fundist gull í set- lagasýnum úr árfarvegum. Sýnin eru send til rannsóknarstofu sem skoðar hvort og þá hve mikið gull er í þeim. Finnist gull í tilteknu sýni er leitað lengra upp eftir far- veginum til að finna upprunann. Gullagnir hafa einnig fundist í bor- kjörnum. Í sumum sýnum hafa þær verið sýnilegar berum augum. Umhverfisvæn vinnsla Nafn fyrirtækisins St-Georges Eco-Mining vísar til þess að það leggi áherslu á umhverfisvernd. „Auk gullleitar er fyrirtækið að vinna að verkefni í Kanada undir stjórn frumkvöðulsins Enrico Di Cesare og Paul Pelosi Jr. sem stýra þróun á umhverfisvænni að- ferð við endurvinnslu bæði á liþí- um-batteríum, nikkel-kadmíum og alkalírafhlöðum. Verið er að setja upp tilraunaverksmiðju í Kanada í samstarfi við kanadísk stjórnvöld. Rafbílar eru gerðir til að endast í minnst tíu ár en geta enst lengur. Á endanum þarf að endurvinna rafhlöðurnar. Við stefnum að því að ná fótfestu á þeim markaði. Það er ekki bara liþíum sem við ætlum að vinna úr rafhlöðunum heldur líka kopar, kóbalt, nikkel og ál. Það má segja að það skilji eftir sig jákvætt kolefnisfótspor þegar við verðum búin að setja upp verk- smiðju og vinnslan hefst,“ segir Duerr. Fyrirtækið leggur áherslu á að námavinnsla þess sé sjálfbær og umhverfisvæn. Verið er að sækja um einkaleyfi á vistvænum aðferð- um við vinnslu nikkels og kopars í Kanada. „Ef framhald verður á verkefn- inu munum við nota nýjustu tækni við námavinnsluna hér og erum í samvinnu við háskóla í Kanada og Stóra-Bretlandi,“ segir Þórdís og bætir við að ætlunin sé að nýta alla auðlindina við vinnsluna og að gæta þess að námasvæðið verði snyrtilegt og vinnslan sem sjálf- bærust. Að sögn Duerr er markmið fyrirtækisins að umgangast náttúr- una á ábyrgan hátt. Ef finnst vinn- anleg uppspretta gulls verður hægt að skilgreina nánar hvernig á að vinna gullið í sátt við umhverfið, yfirvöld, þjóðina og á arðbæran hátt. Hann segir líftíma námu ráð- ast alfarið af magninu sem þar finnst. Vinnslutími geti verið frá nokkrum árum upp í marga ára- tugi. Gróflega megi áætla að líftími námu í Þormóðsdal geti verið 10-30 ár. Vilja fullvinna íslenskt gull Duerr kvaðst sjá fyrir sér að fullvinnsla gullsins geti farið fram hér á landi. Það fer þó eftir hrein- leika efnisins hvort það verður raunhæft. Þórdís sér fyrir sér að íslenska gullið verði upprunamerkt og rekjanlegt. „Við þekkjum slíkan rekjanleika úr matvælaframleiðslu okkar. Tæknin er til. Ég sé fyrir mér að íslenska gullið verði á sama hátt rekjanlegt og merkt með íslensk- um stimpli. Það verði unnið með hátækniaðferðum á umhverfis- vænan hátt og af vel menntuðu fólki á góðum launum. Ég tel að slík vottun og rekjanleiki geti skil- að sér í hærra gullverði. Í nútíma upplýstu samfélagi vilja neytendur þekkja uppruna vörunnar og hvernig hún er unnin. Gull er þar ekki undanskilið. Þarna er tæki- færi fyrir Íslendinga að taka for- ystu og gera breytingar. Gull er ekki bara í skartgripum heldur líka til dæmis í sjónvörpunum okkar og farsímunum. Það er hræsni að taka niður skartgripina vegna þess að gullið í þeim geti hafa verið unnið með vafasömum hætti en horfa svo á sjónvarpið og tala í farsímann. Gullið er alls staðar í okkar dag- lega lífi án þess að við gerum okk- ur grein fyrir því,“ segir Þórdís. Bora eftir gulli í Þormóðsdal - Rannsókn til að sjá hvort gull finnst í vinnanlegu magni - Gerð verður formleg rannsóknar- skýrsla - Áhersla á umhverfisvernd og sjálfbærni - Vilji til að fullvinna vottað og rekjanlegt gull Morgunblaðið/Árni Sæberg Gullleit á Íslandi Herb Duerr, jarðfræðingur og starfandi forstjóri St-Georges Eco-Mining Corp, móðurfélags Iceland Resources ehf., og Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir, forstjóri Iceland Resources ehf. Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 ÚTSALA LOKADAGAR Verið velkomin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.