Morgunblaðið - 05.08.2021, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Margvísleg-
ar fréttir
berast
eins og venjulega
um veiruna vondu.
Nákvæmar fréttir
um fjölda smita.
Hversu mörg hundruð manns
séu í einangrun eða hversu
mörghundruð sýktra séu á
gátlistum neyðarhjálpar allan
sólarhringinn.
Og loks fer spenna vaxandi
um hvernig þjóðin verður lituð
á næstu dögum. Við verðum
rauð „og það er ekkert sem
getur komið í veg fyrir það,“
sagði „RÚV,“ sem elskar að
mata hræðslufréttir ofan í þá
sem neyddir eru til að halda
þeirri stofnun uppi.
Rauði liturinn merkir það,
að allt sé komið í stórkostleg
óefni, þannig að allir þeir sem
eru með á nótunum hljóti að
forðast landið, morandi í
veirum, eins og rauðan eldinn.
Og myndin sem kemur upp í
huga margra minnir sjálfsagt
mest á aðrar um sama efni frá
Indlandi fyrir fáeinum vikum.
Það var ljóta sagan og reyndar
óhugnaður. Hvað er það sem
gerir okkur þau örlög að mála
eigin sjálfsmynd rauða út á
við, þótt varla sé nokkur mað-
ur veikur hér í alvörunni vegna
kórónuveiru? Hvaða endemis
vitleysa er þetta? Sagt var á
„RÚV“ að „tveir heimilismenn
á Grund væru í einangrun í 10
daga,“ en þeir fyndu þó engin
minnstu merki um lasleika, og
skildu ekki alveg hvers vegna
þeir væru lokaðir inni! Ætlar
„RÚV“ að halda áfram að
segja okkur frá því á hverjum
degi, næstu árin, að þrír séu
með hita á Eir, löngu eftir að
veiran er farin?
Við eru komnir með fár sem
lætur minna fyrir sér fara en
venjuleg flensa hvert einasta
ár. Flensan mætti ekki í ár.
Væri ekki gott að fá skýringar
á því? Og mætti ekki líka gefa
skýringar á því hvers vegna
flensan komi hingað hvert
haust frá Kína og reyndar til
annarra í okkar heimshluta.
Er það svona algjörlega sjálf-
sagt? Er virkilega ekkert hægt
að gera í því? Því er haldið
fram að fjöldinn allur deyi úr
þeim flensum, en það er hóf-
lega gert með það. Af hverju?
Og þannig vill til að að aldrei
nokkru sinni hafa jafn margir
Íslendingar verið bólusettir
fyrir flensu og nú hafa verið
bólusettir fyrir kórónuveiru.
Smitin, sem enn eru fyrsta
frétt kvölds og morgna, eru nú
sögð aðallega liggja í hópnum
20-30 ára. Það er talað lægra
um það, að langfæstir þeirra
finna fyrir því. Það var þó búið
að margtyggja það í okkur öll
að þessi hópur tæki veirunni
létt og hristi hana
af sér eins og
hverja aðra slettu.
Hefur það breyst?
Af hverju er verið
að draga þá þróun
á langinn? Er ekki
best að þessi hópur sem hefur
svo mikla og hraða yfirferð af-
greiði málið sem fyrst, en sé
ekki hafður í einangrun lon og
don? Þótt gælt sé við hræðslu-
áróðurinn er ekkert sem bend-
ir til þess að sjúkrahúsin
myndu fyllast þótt smithrað-
inn fengi að hafa sinn gang hjá
þessum allra hraustasta hópi
þjóðfélagsins og hinir þurfa þá
ekki að hafa hættuna af því
miklu lengur hangandi yfir
sér. Þeir fáu sem eru veikir
fyrir í þessum aldursflokki
voru rækilega bólusettir.
Þótt þeir sem síst skyldu
hafi í skyndipaník reynt að
draga úr trú á varnargetu tví-
bólusettra, stemmdi það alls
ekki við traustustu umsagnir
fróðustu manna erlendis. Sem
betur fer hefur verið dregið
nokkuð í land, en skaðinn var
skeður. Áður hafði verið marg-
sagt að hætt hefði verið við að
reyna að ná hjarðónæmi, sem
líka hafði verið sagt að væri
sennilega æskilegasta þróun-
in, því að sú leið væri vart fær
nema að eldri og veikari hópar
hefðu áður verið bólusettir,
því annars kynni sjúkra-
húskerfið að kollsteypast. Við
keyptum þetta öll. Það eru
engin merki um það, að það
kerfi sé að kollsteypast. Þess
vegna getum við leyft mik-
ilvægustu hlutum þess starfs-
hóps að taka sínar sex vikur í
sumarfrí, og jafnvel tveggja
vikna viðbótarrannsókn-
arleyfi, eins og ekkert sé í
gangi, sem þýðir að aðeins
verður hálfmannað á spítölum
næstu þrjá mánuði og jafnvel
rúmlega það! Ef enn væri
neyðarástand eða slíkt hugs-
anlega yfirvofandi, þá mynd-
um við ekki leyfa okkur slíkan
lúxus! Þetta eru því góðar
fréttir.
En af hverju heldur „RÚV“
áfram þessum heimskulega
hræðsluáróðri að þjóðinni. Af
hverju eru verslanir og bens-
ínstöðvar að halda uppi grímu-
skyldu hér og hvar, en annars
staðar ekki svo almenningur
veit ekki sitt rjúkandi ráð.
Þótt nú berist reglulega frétt-
ir erlendis frá um að miðlungs
grímur, svo ekki sé minnst á
hinar lakari, séu langoftast
hrein gervivörn á veirutímum.
Þó höfum við engar upplýs-
ingar fengið um það hvaða
grímum sé óhætt að treysta út
í æsar og hverjum ekki. Þeir
sem raunverulega bera ábyrgð
geta ekki lengur vikið sér und-
an henni.
Það þarf umfram
allt yfirvegaða um-
ræðu nú og leyfa sér
ekki hræðsluáróður}
Öngstræti
M
ikil áhersla hefur verið lögð á
að styðja við uppbyggingu
innanlandsflugvalla ásamt
því að jafna aðstöðumun íbúa
að grunnþjónustu lands-
manna. Árið 2020 lagði Sigurður Ingi Jó-
hannsson nýja flugstefnu fyrir Íslands fram
til samþykkis á Alþingi. Markmið stefnunnar
er m.a. að efla innanlandsflug, sem telst nú
hluti af almenningssamgöngukerfinu á Ís-
landi. Með flugstefnunni á að tryggja öruggt
og skilvirkt kerfi um allt land ásamt að því
tryggja að ferðafólk dreifist jafnt um allt land.
Framsókn hefur lengi talað fyrir því að efla
fluggáttir inn í landið, enda mun það styðja
við ferðaþjónustu um allt land.
Loftbrú
Einn mikilvægasti hluti stefnunnar er Loftbrú, en slíkt
verkefni hefur verið Framsóknarmönnum hugleikið í langa
tíð. Það fékk pláss í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Fram-
sóknar, VG og Sjálfstæðisflokks og varð að veruleika með
undirskrift Sigurðar Inga. Til að tryggja blómlega byggð í
öllum landshlutum verður jafnt aðgengi að þjónustu að
vera tryggt. Þegar Loftbrúin hóf sig til flugs síðasta haust
var stigið stórt skref til þess að jafna aðstöðumun þeirra
sem búa fjarri höfuðborginni. Hér er um að ræða mik-
ilvægt skref til þess að bæta aðgengi íbúa landsbyggð-
arinnar að miðlægri þjónustu ásamt því að gera innan-
landsflug að hagkvæmari samgöngukosti. Loftbrú veitir
40% afslátt af heildarfargjöldum fyrir allar áætlunarleiðir
innanlands til og frá höfuðborgarsvæðinu þrisvar
á ári. Um er að ræða mikilvæga byggðaaðgerð
sem skapar tækifæri fyrir einstaklinga og sam-
félög. Einnig getum við skapað aukin tækifæri
með frekari eflingu á Loftbrú, enda er innan-
landsflug hluti af almenningssamgöngum lands-
ins.
Ferðaþjónustan tekur á loft
Ný sókn hófst í byrjun sumars í ferðaþjónustu
á Norður- og Austurlandi þegar tekin var fyrsta
skóflustungan að 1.100 fermetra viðbyggingu við
flugstöðina á Akureyrarflugvelli sem og aðgerðir
á flugstöðinni á Egilsstöðum Með eflingu flug-
stöðvanna opnast fleiri tækifæri fyrir ferðaþjón-
ustu á svæðinu ásamt möguleikum á fjölgun
starfa og sköpun tækifæra. Auk þessa er beinlín-
is um öryggismál að ræða sem huga þarf vel að.
Með stærri og betri flugstöð má taka á móti stærri vélum
og byggja undir það sem fyrir er. Með aukinni flugumferð
á síðustu árum er mikilvægt að flugvellirnir á Akureyri og
Egilsstöðum geti þjónað sem alþjóðaflugvellir meðal ann-
ars til að opna fleiri gáttir inn í landið og taka virkan þátt
þegar sóknin hefst og allt fer aftur á flug. Stigin hafa verið
stór skref í flugmálum undir stjórn Sigurðar Inga á kjör-
tímabilinu. Um er að ræða arðbær verkefni sem hafa
mikla þýðingu fyrir samfélög um allt land. Við erum kom-
in á flug – höldum stefnunni.
Áfram veginn.
Ingibjörg
Isaksen
Pistill
Framsókn í flugi
Höfundur er oddviti Framsóknar í Norðausturkjördæmi
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
O
kkar framtíðarsýn er að
fækka skrefum hjá við-
skiptavinum okkar og að
þeir geti sótt sér sem
mest af þjónustu okkar rafrænt,“
segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslu-
maður á höfuðborgarsvæðinu.
Athygli hefur vakið að mark-
visst hefur verið unnið að því að
bæta þjónustu hjá sýslumannsemb-
ættunum að undanförnu. Embættin
eru níu talsins en embætti Sigríðar
er langstærst hvað umfang varðar;
það þjónar um
tveimur þriðju af
íbúafjölda lands-
ins. Flestir kann-
ast við að heim-
sókn til Sýslu-
mannsins á
höfuðborgar-
svæðinu hefur
ekki alltaf verið
ánægjuleg upp-
lifun, bið getur
verið löng og
stundum finnst fólki að einfalda
þjónustu hefði verið hægt að veita á
annan hátt. Sú virðist einmitt vera
raunin því nú er unnið markvisst að
því að fólk geti gengið frá umsókn-
um og fleiru á rafrænan hátt og
sleppi við heimsókn í Kópavoginn.
Fasteignaviðskipti á netinu
„Hér er heilmikið að gerast og
margt í kortunum,“ segir Sigríður í
samtali við Morgunblaðið. Í mars
var kynnt skýrsla dómsmálaráðu-
neytisins um umbætur á þjónustu
og rekstri sýslumannsembættanna.
Í henni er rakið að starfsemi sýslu-
manna hafi staðið frammi fyrir
ýmsum áskorunum sem að miklu
leyti megi rekja til tækniframfara í
samfélaginu. Ákveðið var að styrkja
tækniinnviði til að embættin gætu
veitt góða þjónustu sem sé óháð bú-
setu og staðsetningu, hvar og hve-
nær sem hentar fólki hverju sinni.
Í kjölfarið hefur verið tilkynnt
um ýmsar breytingar, svo sem að
iðnaðarmenn sem öðlast meist-
araréttindi geta nú sótt um meist-
arabréf sín rafrænt, umsóknir um
málflutningsleyfi fyrir héraðsdómi,
Landsrétti og Hæstarétti eru orðn-
ar stafrænar. Það sama gildir um
umsóknir um ökuskírteini, áfeng-
isleyfi og umsóknir um leyfi til
reksturs gististaða, veitingastaða
og tækifærisleyfa. Þá getur fólk
sótt sakavottorð rafrænt og fengið
viðtöl í gegnum fjarfundabúnað.
Ekki er enn hægt að ganga frá öll-
um pappírum í fasteignaviðskiptum
rafrænt en fyrsta áfanga rafrænna
þinglýsinga hefur verið hleypt af
stokkunum með rafrænum aflýs-
ingum og þinglýsingu skilmála-
breytinga.
„Við vonumst til að komast
lengra með rafrænar þinglýsingar á
næstunni en það kallar á mikið
samstarf við banka og lífeyrissjóði
sem bjóða upp á húsnæðislán og
fasteignasala vegna kaupsamninga.
Stefnan er að hægt verði að þing-
lýsa veðskuldabréfum rafrænt í
haust,“ segir Sigríður.
Hún segir að þó stefnan sé að
sem mest af þjónustunni verði í
boði rafrænt muni fólk þó alltaf í
einhverjum tilvikum þurfa að koma
á skrifstofu sýslumanna. Það á til
dæmis við um útgáfu vegabréfa en
strangar reglur gilda um þau hvað
varðar myndatöku og fingraför.
Sigríður kveðst þó vilja einfalda það
ferli þannig að fólk geti pantað sér
tíma og gengið frá greiðslu rafrænt.
Leggja meiri áherslu
á stafræna þjónustu
Nýlega var auglýst til umsókn-
ar nýtt starf þjónustu- og þróunar-
stjóra hjá Sýslumanninum á höfuð-
borgarsvæðinu. Hlutverk hans
verður „að leiða þjónustu- og um-
bótastarf innan embættisins með
það að markmiði að einfalda verk-
ferla og auðvelda aðgengi við-
skiptavina að þjónustu og upplýs-
ingum, m.a. með stafrænum
lausnum,“ að því er segir í auglýs-
ingu.
„Við réðumst í skipulagsbreyt-
ingar hjá embættinu og þess vegna
auglýstum við nýlega tvö störf.
Þetta er í takt við nýja tíma og við
munum leggja enn meiri áherslu á
rafræna þjónustu. Við viljum ekki
að hér séu biðraðir, við viljum að
viðskiptavinir okkar fái framúrskar-
andi þjónustu,“ segir Sigríður
Kristinsdóttir.
Stafrænir sýslumenn
vilja biðraðirnar burt
Morgunblaðið/Eggert
Annir Margir kannast við það að hafa þurft að bíða í röð hjá sýslumanni. Nú
er markvisst unnið að því að fólk geti sótt þjónustuna með stafrænum hætti.
Sigríður
Kristinsdóttir