Morgunblaðið - 05.08.2021, Page 35

Morgunblaðið - 05.08.2021, Page 35
35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2021 Mosfellsdalur Heimalningar á dýragarðinum við Hraðastaði í Mosfellsdal njóta mikilla vinsælda barna sem sækja bæinn heim og fá að gefa þeim mjólkursopa. Unnur Karen Ég nýt þess að ferðast um landið mitt og alveg sérstaklega að koma á fáfarna staði þar sem hægt er að njóta tilverunnar og náttúrunnar í ró og næði. Ég lít á mig sem umhverfisvernd- arsinna og reyni af fremsta megni að gera ekkert á hlut umhverfisins. Um- merkin eftir mig eru hverfandi og helst engin, í mesta lagi spor í sandi eða gleym-mér-ei sem hefur verið slitin upp og límd á peysu. Í sumar fór ég um Vestfirði og hálendi Íslands og komst ekki hjá því að velta fyrir mér hugmyndum um- hverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð og afleiðingum þess ef þær yrðu að lögfestum veruleika. Við það vöknuðu margar spurningar; hvað á að vernda, fyrir hvern og af hverju? Þarf að stöðva einhverjar framkvæmdir og þá hverjar? Eru deilur uppi á milli þjóðlendu- yfirvalda og sveitarstjórna sem hagsmuna eiga að gæta á hálend- inu? Ekki hafa þær farið hátt ef einhverjar eru. Hvað er þá málið? Ég hitti íslenska og erlenda ferðamenn í sæluvímu á ferð um hálendið, flestir á vel útbúnum jeppum, aðrir á mótorhjólum, reið- hjólum, gangandi eða jafnvel ríð- andi á hestum. Veltir forræðis- hyggjufólk því fyrir sér að banna slíka ferðamennsku í fyllingu tím- ans í miðhálendisþjóðgarði? Eða er hugmyndin sú að þvælast áfram fyrir því að hálendisvegir fái löngu tímabæra endurnýjun og viðhald og halda þannig fjölda fólks frá því að upplifa hálendið okkar? Í þriðju grein frumvarps um há- lendisþjóðgarð er sagt að mark- miðið sé meðal annars að „gefa al- menningi kost á að kynnast og njóta náttúru, menningar og sögu þjóðgarðsins“. Hefur það verið vandamál hingað til? Í sömu grein er talað um að „auðvelda almenningi aðgengi að þjóðgarðinum eftir því sem unnt er án þess að náttúra hans spillist“. Hvað þýðir það? Varla vegagerð. Hvað þá? Svo á að „stuðla að því að al- menningur geti stundað útivist inn- an þjóðgarðsins í sátt við náttúru og menningarminjar“. Hvernig fer það saman að vernda umhverfið með öllum ráðum en stuðla um leið að því að bæta aðgengi almennings og fjölga ferðafólki á svæðinu? Hvernig á að standa að þessu og hvar og hvernig koma einkarekin ferðaþjónustufyrirtæki inn í þjóð- garðsmyndina? Erum við einhverju bættari með nýju opinberu stjórnsýslubákni? Er ekki umsýsla miðhálendis okkar einfaldlega í fínu lagi? Mörgum spurningum er ósvarað og sem bet- ur fer var hálendisfrumvarpið lagt í salt á Alþingi. Þar er margt sem þarf að breytast og að óbreyttu fer vel á því að þingskjalið liggi áfram í saltpækli. Eftir Guðrúnu Haf- steinsdóttur »Erum við einhverju bættari með nýju opinberu stjórnsýslu- bákni? Guðrún Hafsteinsdóttir Höfundur er oddviti Sjálfstæðis- flokksins í Suðurkjördæmi. Við erum öll umhverfisverndarsinnar Á síðum Morg- unblaðsins hefur á undanförnum dögum komið til umræðu hvort eðlilegt hafi ver- ið á síðasta ári af for- sætisráðherra að fela Páli Hreinssyni dóm- ara við EFTA- dómstólinn að skrifa álitsgerð um vald- heimildir heilbrigð- isráðherra til „op- inberra sóttvarnaráðstafana samkvæmt sóttvarnalögum“. Skil- aði dómarinn álitsgerð um þetta efni 20. september sl. Það er skoðun mín og fjölda ann- arra lögfræðinga, að ekki sé við hæfi að skipaðir dómarar sinni svona verkefnum fyrir stjórn- arráðið. Skiptir þá að mínu mati ekki máli hvort um ræðir dómara við inn- lenda dómstóla eða fjölþjóðlega. Segja má að ástæð- ur fyrir þessu séu að- allega tvíþættar. Í fyrsta lagi fara dóm- stólar með dómsvald, en það vald á sam- kvæmt stjórnarskrá og lögum að vera skil- ið frá framkvæmd- arvaldi, sem ráðherrar fara með. Það skiptir því máli að dómarar gerist ekki þátttakendur í meðferð ráðherravalds. Slíkt er til þess fall- ið að skapa tengsl sem geta haft áhrif langt út fyrir einstök verkefni sem ráðherra felur dómara að sinna. Þetta dregur úr trausti manna á dómstólum. Í öðru lagi er auðvitað hætta á að dómari verði beinlínis vanhæfur til meðferðar einstaks máls, sem borið er upp við dómstól hans, ef deilt er um gildi eða efni lagareglna sem hann hefur átt þátt í að semja. Forsætisráðherra segir nú rétti- lega að dómari skuli sjálfur meta hæfi sitt í einstökum málum. Aug- ljóst er að þetta mat hans beinist eingöngu að síðari þættinum, sem nefndur er að framan, en ekki þeim fyrrnefnda sem er ekki þýðingar- minni en sá síðarnefndi. Og þessi staðreynd ætti ekki að skipta nokkru máli, þegar verið er að velja lögfræðinga til að skrifa álitsgerðir fyrir stjórnarráðið. Það er sem sagt skoðun mín að dómarar eigi alls ekki að taka að sér verkefni í stjórnsýslu á borð við það sem hér um ræðir. Með þeim eina hætti varðveita þeir hlutlausa stöðu sína og tiltrú almennings á þeim. Svo má spyrja: Hvers vegna leit- ar ráðherrann til dómarans til að fá lögfræðiálit? Páll er hinn mætasti lögfræðingur og kann ýmislegt fyr- ir sér. En er ekki starfandi í land- inu fjöldi lögfræðinga sem segja má hið sama um? Í þeim flokki má til dæmis telja fræðimenn og kennara í lögfræði, starfandi lögmenn og jafnvel lögfræðimenntaða stjórn- málamenn. Er einhver þörf á að hætta stöðu hins mæta dómara Páls með þessu? Nauðsynlegt er að taka fram að þessi ámælisverði þáttur í íslenskri stjórnsýslu hefur tíðkast í landinu um langa hríð. Besta dæmið er skipun réttarfarsnefndar. Hún er fastanefnd sem m.a. hefur það hlut- verk „að vera dómsmálaráðherra til ráðgjafar um samningu frumvarpa og annarra reglna á sviði réttar- fars“. Í þessari nefnd hafa starfandi hæstaréttardómarar setið um ára- bil. Þetta er eins og ómur úr fortíð- inni sem er ekki boðlegur nú á tím- um, hafi hann einhvern tíma verið það. Dómarar sem hafa átt sæti í þessari nefnd hafa oftsinnis tekið þátt í að dæma í málum þar sem deilt hefur verið um efni réttar- farslaga sem nefndin hefur samið. Hvernig væri að ráðherrar beittu sér fyrir breytingu á þessum ámæl- isverðu þáttum í íslenskri stjórn- sýslu í stað þess að hlaupa til varna og forherðast í sjónarmiðum liðins tíma? Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson » Þetta er eins og óm- ur úr fortíðinni sem er ekki boðlegur nú á tímum, hafi hann ein- hvern tíma verið það. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er fyrrverandi dómari við Hæstarétt og nefndarmaður í réttar- farsnefnd (áður en hann var skipaður dómari). Eiga dómarar að sýsla við lagasetningu?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.