Morgunblaðið - 05.08.2021, Page 36

Morgunblaðið - 05.08.2021, Page 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2021 Frá lokum 19. aldar hafa flutningar úr sveit í borg einkennt byggðaþróun hér á landi. Frá síðustu alda- mótum hefur jafnt og þétt dregið úr flutningi fólks frá landsbyggð- inni til Reykjavíkur og á sama tíma hefur vax- andi fjöldi fólks flutt frá höfuðborgarsvæð- inu til nágrannabyggða. Flutningar erlendra ríkisborgara til höfuðborg- arsvæðisins hafa verið miklir síðustu árin og hafa þeir vegið upp minnk- andi aðflutning frá landsbyggðinni. Á árabilinu 2016–2020 má rekja um 71% fólksfjölgunar á höfuðborgar- svæðinu til flutninga frá útlöndum og um þriðjung til náttúrulegar fjölg- unar (fæðingar – dauðsföll). Á þessu tímabili fluttu í heildina 627 fleiri frá höfuðborgarsvæðinu til landsbyggð- arinnar en öfugt. Nokkur aðflutn- ingur var frá fjarlægum byggðum en mikill brottflutningur var til ná- grannabyggða höfuðborgarsvæð- isins. (Sjá mynd 1). Tölur frá Hagstofunni sýna að um langt skeið hefur fólki fjölgað hlut- fallslega mest á höfuðborgarsvæð- inu. Á árabilinu 2016 – 2020 fjölgaði íbúum á Suðurnesjum um 22%, Suð- urlandi um 16% en aðeins um tæp 11% á höfuðborgarsvæðinu. Ný vaxt- arsvæði eru bæir í næsta nágrenni við höfuðborgarsvæðið. Á ofan- greindu tímabili fjölgaði íbúum Reykjanesbæjar t.d. um 27% (4.443 manns) og í sveitarfélaginu Árborg var fjölgunin rúm 26% (2.246 manns), að stórum hluta vegna að- flutnings frá höfuðborgarsvæðinu. Virkt atvinnu- og þjónustusvæði teygir sig nú frá Borgarnesi að Þjórsá þar sem um 78% landsmanna búa. Margir íbúar í nágrannabæjum höfuðborgarsvæðisins sækja nær daglega vinnu og þjónustu til borg- arinnar. Markmiðið með þessari grein er að leitast við að greina þetta breytta flutninga- og byggðamynst- ur. Jafnframt að hvetja til þess að unnin verði heildar- stefna um skipulag suðvesturlands. Húsnæðisstefna og búferlaflutningar Flutningar frá höf- uðborgarsvæðinu til nágrannabyggða má að stórum hluta rekja til húsnæðis- og skipu- lagsstefnu höfuðborg- arsvæðisins. Þar hefur verið umtalsverður lóðaskortur um árabil sem leitt hefur mikillar hækkunar á fasteignaverði þannig að margir hafa kosið að flytja út fyrir höfuðborgarsvæðið þar sem húsnæði er á viðráðanlegu verði. Auk þessa hefur nær ekkert framboð ver- ið á nýju sérbýlishúsnæði á höfuðborgarsvæðinu í um áratug, sem endurspeglast í gríðarlegri verðhækkun á sérbýlum. Á nýju þéttingarsvæðunum í Reykjavík eru nær eingöngu byggð há fjölbýlishús í þéttum klösum. Margir hafa kvartað undan bílastæðskorti í þessum hverf- um og vöntun á leiksvæðum. Þá hafa arkitektar varað við mikilli skugga- myndun í sumum þessara nýju hverfa. Einnig er farið að bera á auknum umferðartöfum í kringum þessi hverfi. Í áratugi fluttu margir Reykvík- ingar til grannsveitarfélaganna (Hafnarfjörður, Garðabær, Kópa- vogur, Seltjarnarnes og Mosfells- bær) þar sem var meira framboð af sérbýlishúsnæði en í borginni. Nú er þar einnig lítið framboð af nýjum sérbýlum og því hefur fólk leitað út fyrir höfuðborgarsvæðið. Lítum nán- ar á tölur um búferlaflutninga. Eins og fram kemur á mynd 2 fluttu 4.116 fleiri frá Reykjavík til grannsveitarfélaganna á höfuðborg- arsvæðinu á árunum 2016 – 2020 en öfugt. Þannig að straumurinn frá Reykjavík til grannsveitarfélaganna er enn mikill. Athygli vekur að mest- ur brottflutningur er af fólki á aldr- inum 25 til 45 ára með ung börn. Reynslan hefur sýnt að margar barnafjölskyldur flytja í sérbýli á fertugsaldri ef efnahagur leyfir. Einnig er nokkuð um að fólk sem er að komast á eftirlaunaaldur (60 – 70 ára) flytji til grannsveitarfélaganna. Leiða má líkum að því að þessir ald- urshópar séu að leita að viðráð- anlegra húsnæði, líklega sérbýlis- húsnæði, sem meira er af í grann- sveitarfélögunum en í höfuðborginni. Reyndar hefur einnig verið mikið um flutninga stærri fyrirtækja frá borg- inni síðustu misseri. Skýra þarf þá þróun. Flutningar ungs fólks á aldrinum 20 – 24 ára til höfuðborgarinnar má án efa rekja til háskóla og framhalds- skóla í borginni sem draga að sér ungt námsfólk. Reykjavíkurborg er með drjúgan skerf af vistunar- úrræðum fyrir eldra fólk á auk Landspítala og því kemur aðflutn- ingur fólks 75 ára og eldra ekki á óvart. Út frá hagfræðilegu sjón- arhorni getur það varla talist æski- leg þróun fyrir borgina að missa út- svarsgreiðendur „á besta aldri“ úr borginni en fá þess í stað námsmenn og eftirlaunþega, auk brottflutnings stærri fyrirtækja. Mynd 3 sýnir mismun á að- og brottfluttum eftir aldri milli höfuð- borgarsvæðisins og þriggja ná- grannabæja, Árborgar, Akraness og Reykjanesbæjar. Á árunum 2016 til 2020 fluttu 1.405 fleiri frá en til höf- uðborgarsvæðisins. Skiptingin var þessi: Til Árborgar fluttu 913, til Akraness 86 og til Reykjanesbæjar fluttu 406 manns. Aldursskiptingin er mjög svipuð og í flutningum milli Reykjavíkur og grannsveitarfélaga. Þ.e. brottflutningur barnafólks á aldrinum 30 til 45 ára og fólks á eftir- launaldri 60 til 75 ára. Aðfluttir voru einkum á aldrinum 20 til 24 ára og 75 ára og eldri. Þetta er sama mynstrið og birtist á mynd 2 og án efa eru skýringarnar þær sömu, þ.e. ódýrara húsnæði en á höfuðborgarsvæðinu og meira fram- boð af sérbýlishúsum, sem hvetur ungt barnafólk til að flytja frá höfuð- borgarsvæðinu. Fólk 60 ára og eldra á höfuðborgarsvæðinu sem vill minnka við sig húsnæði stendur frammi fyrir tveimur kostum; að flytja í blokkaríbúð á þéttingasvæði á höfuðborgarsvæðinu eða flytja í sér- býlishús utan höfuðborgarsvæðisins. Skipulagsyfirvöld höfuðborgar- svæðisins þyrftu að ráðast í könnun á húsnæðis- og búsetuóskum íbúanna og greina orsakir þess að fólks virð- ist flýja frá höfuðborgarsvæðinu til nágrannabæja þrátt fyrir verulegan kostnað við að sækja vinnu og margs konar þjónustu til höfuðborgarsvæð- isins. Töluvert framboð er af íbúða- lóðum í sveitarfélögum nærri höfuð- borgarsvæðisins. Þannig kynnti sveitarfélagið Vogar nýlega áætlun um byggingu 800 íbúða á næstu ár- um. Leiða má líkum að því að auk hús- næðisskorts, komi umferðartafir, skortur á leikskólaplássum, álag og aðrir þættir tengdir ,,stórborgarlífi“ þar einnig við sögu. Bæir í nágrenni höfðuðborgarinnar hafa ákveðna kosti, húsnæðisverð er t.d. lægra, meiri fjölbreytni er í húsagerðum, fleiri græn svæði og tengsl við nátt- úruna eru meiri. Ókostirnir eru í mörgum tilfellum þeir að þessir bæir eru ekki sjálfbærir varðandi atvinnu og þjónustu sem kallar iðulega á lengri ferðatíma eftir vinnu og þjón- ustu. Kanna þyrfti sérstaklega hús- Eftir dr. Bjarna Reynarsson » Á nýju þéttingar- svæðunum í Reykja- vík eru nær eingöngu byggð há fjölbýlishús í þéttum klösum Dr. Bjarni Reynarsson Fólksfjölgun og búferlaflutningar Höfuðborgarsvæðið 2016 til 2020 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 -5000 Fjölgun íbúa alls Náttúruleg fjölgun Flutningar alls Flutningar – útlönd Flutningar innanlands 22.909 7.340 15.569 16.196 -627 Mynd 1 Reykjavík og grannsveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu Mismunur á fjölda aðfluttra og brottfluttra eftir aldri 2016 til 2020 Mynd 2 85 ára og eldri 80-84 ára 75-79 ára 70-74 ára 65-69 ára 60-64 ára 55-59 ára 50-54 ára 45-49 ára 40-44 ára 35-39 ára 30-34 ára 25-29 ára 20-24 ára 15-19 ára 10-14 ára 5-9 ára 0-4 ára 56 -183 -248 -190 -100 -162 -187 -325 -569 -557 -440 -56 -201 -432 -741 63 9 258 Heildarfjöldi: -4.116manns fluttu frá Reykjavík á tímabilinu Flutti frá Reykjavík til grannsveitarfélaga Til Reykjavíkur Borgríkið þenst út – búferla- flutningar og skipulagsmál ÍSLAN D VAK NARJón ax el - kr istín s if - ás geir p áll alla v irkna morg na fr á 06-1 0 Mbl.is dreifir nú eins og vindurinn klippu úr viðtali Andrésar Magn- ússonar, blaðamanns Morgunblaðsins, við Kristrúnu Heim- isdóttur. Þar heldur hún áfram áróðri sínum gegn nýju stjórnarskránni í takt við ritgerð hennar sem birtist í nýjasta tölu- blaði Tímarits lögfræðinga. Þar láð- ist henni að geta þess að hún er í stjórn Brims. Bara sú vísvitandi vanræksla breytir skoðun hennar úr fræðilegri umfjöllun í ósvífinn áróður, svo hennar eigin orð séu notuð. Það að stjórnarmaður í einni af stærstu útgerðunum sé að tjá sig á þennan hátt um eitt stærsta hags- munamál almennings undir merkj- um fræða og hlutleysis gerir mál- flutning hennar ótrúverðugan. Nýja stjórnarskráin byggð á þeirri gömlu „Það er blekking að halda því fram að til hafi staðið að gerbreyta stjórnarskránni í einu vetfangi,“ segir Kristrún. Það er alveg rétt hjá henni enda gengur hræðsluáróður málpípu útgerðarinnar út á tal um kollsteypu stjórnskip- unarinnar, sem enginn hefur lagt til. Það vita all- ir sem vilja vita að meira en 70% af nýju stjórnarskránni er beint upp úr þeirri gömlu, enda viljum við halda því stjórnkerfi sem við höfum fyrir utan nokkrar lagfæringar sem færa Uppfærð stjórnarskrá og ósvífinn áróður Eftir Kristínu Ernu Arnardóttur Kristín Erna Arnardóttir » Það vita allir sem vilja vita að meira en 70% af nýju stjórnar- skránni er beint upp úr þeirri gömlu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.