Morgunblaðið - 05.08.2021, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 05.08.2021, Qupperneq 37
næðis- og búsetuóskir erlendra rík- isborgara sem eru fjölmargir á höfuðborgarsvæðinu. Eru þeir einn- ig að flytja frá höfuðborgarsvæðinu? Lokaorð Hvers vegna velur ungt fjöl- skyldufólk að flytja burt af höfuð- borgarsvæðinu? Er það vegna hús- næðisskorts, þröngbýlis og annarra mögulegra ókosta borgarlífs eða er það vegna þess að það telur kostina við að búa í smærri bæjum nærri höfuðborgarsvæðinu meiri en að búa í borginni? Ef svo er mun víðfemt borgarríki eflast á komandi áratug- um. Þetta þarf að kanna og móta síð- an samræmda stefnu fyrir allt svæð- ið Ef skipulagsyfirvöld vilja draga úr þeirri þróun að ungt fjölskyldufólk flytjist burt frá höfuðborgarsvæðinu þarf ekki aðeins lóðaframboð að aukast heldur þurfa skipulags- yfirvöld einnig að huga að fjölbreytt- ari húsagerðum en eingöngu háum fjölbýlishúsum í þéttum klösum. Nægjanlegt landrými fyrir nýja byggð er á jaðri höfuðborgarsvæð- isins, t.d. Úlfarsárdalur, Blikastaða- land, Geldinganes, Álfsnes og Garða- holt. Þar má skipuleggja ný hverfi með fjölbreyttum húsagerðum og opnum svæðum. Mikilvægt er að sjá fyrir nægilegri þjónustu og atvinnu- tækifærum á nýbyggingasvæðum á jaðri höfuðborgarsvæðisins til að draga úr ferðum út fyrir hverfin. Einnig þarf að gera þarf ráð fyrir greiðfærum stofnbrautum til ný- byggingasvæða. Sameinuðu þjóðirnar (UN habitat) hafa varað við mengun og smithættu í þéttbyggðum borgum, þar sem margir þjappast saman og flestir nota almenningssamgöngur (Cities and Pandemics: Towards more just, green and healthy future), 2021. Varla fellur stefna borgarinnar um þéttingu byggðar og borgarlínu vel að þessari stefnumótun Sameinuðu þjóðanna. Sú hætta vofir yfir að mik- ilvægustu svæðin á höfuðborgar- svæðinu, grænu svæðin – lungu borgarinnar – verði skert of mikið. Enda kjósa flestir frekar gróður en steypu og malbik nærri heimilum sínum. Brýnt er að vinna að svæðis- skipulagi fyrir suðvesturhluta lands- ins þar sem mörkuð er stefna til langs tíma. Þar komi m.a. fram, hvar æskilegt er að byggja ný íbúðahverfi og atvinnusvæði þ.m.t. flugvelli, hafnir og þjónustukjarna án þess að raska náttúruverndarsvæðum. Við skipulag íbúðahverfa þarf að tryggja heilsusamlegt nærumhverfi fyrir íbúanna, fjölbreyttar húsagerðir og góð tengsl við opin svæði (þ.e. vist- væna byggð). Fyrsta skrefið í slíkri vinnu er að kanna óskir og þarfir borgarbúa og atvinnulífsins. Höfundur er skipulagsfræðingur. Höfuðborgarsvæðið og Akranes, Árborg og Reykjanesbær Mismunur á fjölda aðfluttra og brottfluttra eftir aldri 2016 til 2020 Mynd 3 85 ára og eldri 80-84 ára 75-79 ára 70-74 ára 65-69 ára 60-64 ára 55-59 ára 50-54 ára 45-49 ára 40-44 ára 35-39 ára 30-34 ára 25-29 ára 20-24 ára 15-19 ára 10-14 ára 5-9 ára 0-4 ára -2 -6 -73 -158 -85 -62 -91 -73 -96 -132 -182 -10 -8 -99 -182 -284 2 136 Heildarfjöldi -1.405 frá höfuð- borgarsvæðinu Flutti frá Reykjavík Til Reykjavíkur UMRÆÐAN 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2021 Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 g Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 g Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 g alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum alnabaer.is TWIN LIGHT RÚLLUGARDÍNA Í útvarpsþætti í síð- ustu viku svaraði við- mælandi að kjósendur myndu helst hlusta eftir því hjá stjórn- málamönnum á næst- unni hvað þeir ætluðu að gera næstu fjögur árin. Það sem þeir hefðu gert síðustu fjögur ár hefði lítið eða ekkert að segja um hvað fólk myndi kjósa. Umræðan var meðal annars um að úrslit næstu kosninga myndu mögulega ráðast að hluta til af því hvernig nú- verandi valdhöfum hefði tekist að glíma við Covid-19. Það var áhugavert svar þar sem allar kannanir fjölmiðla um úrslit næstu kosninga fjalla um hvaða flokk fólk ætlar að kjósa. Að úrslit kosninganna fari eftir því. Stjórn- málaflokkarnir hafa einnig sam- mælst fjölmiðlum um að allt snúist um flokkana og hafa orðið átök um sætin. Reynslan hefur þó kennt kjós- endum að það er ekki sama að kjósa flokk eða kjósa um einhverja til- tekna glæsta framtíð fyrir þjóðina næstu fjögur árin. Eftir kosningar kemur í ljós hvernig atkvæði falla og þá fá formenn þeirra flokka sem mest fylgi fá eða eru taldir sigur- vegarar kosninganna umboð til stjórnarmyndunar. Í þeim grauti sem þá er búinn til og kallaður stjórnarsáttmáli eru línurnar lagðar fyrir næstu fjögur árin og kjós- endur koma hvergi nálægt þeirri eldamennsku. Þeir geta í besta falli kosið aðra stjórnmálamenn eða flokka eftir þar næstu kosningar að fjórum árum liðnum. En þegar þar að kemur þá er allt gleymt sem var tekist á um fjórum árum áður og allt þaggað í hel. Fyrir kjósendur er þetta eigin- lega nær óendanleg þvæla þar sem engin leið er að kjósa þannig til Al- þingis með núverandi fulltrúa- lýðræði að tryggt sé að einhverjum hjartans málum þjóðarinnar sé tryggður framgangur þótt meiri- hluti sé fyrir því í samfélaginu. Sumir málaflokkar sem endalaust njóta velvildar þeirra sem á end- anum veljast á þing geta þvælst í áratugi inni í stjórnkerfinu án þess að almenningur fái neitt við ráðið eða geti haft áhrif á þvæl- una og bætt sam- félagið. Oft virðist þvælan snúast um að tryggja valdastéttinni það sem hún vill, svo sem forgang og að- gengi að auðlindum, fjármagni, verkefnum, atvinnu og margt fleira. Engin leið er að hygla bæði valdastéttinni og þurfalingunum. Valdastéttin heldur því bara sínu þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar sé því mótfallinn. Það er eiginlega það eina sem er öruggt. Þvælan skilar valdastéttinni mikl- um völdum og því er mikill slagur um að komast í þingsæti. Mála- flokkar kjósenda og fólksins skipta ekki máli um niðurstöður kosninga. Hinar stríðandi fylkingar safna bara liði eins og fyrir þúsund árum og þeir sem hafa flesta liðsmenn kom- ast alla leið að kjötkötlum og djásn- um ríkisins. Í úttekt sem var gerð á starfs- háttum Alþingis að frumkvæði þingsins til að þingið gæti lært og sett stefnumörkun samkvæmt rann- sóknarskýrslu Alþingis kom fram að engin fundarsköp eða neinn stjórn- unarstaðall er til fyrir þingið. Þing- störfin velta áfram af einhvers kon- ar óskipulögðum hefðum sem forseti Alþingis setur fram í sam- ráði við stjórnmálaflokkana. Þetta er alvörusuðupottur þar sem fólk þarf ekkert að mæta frekar en það vill og getur bara hangið á nærliggj- andi börum eða verið í útlöndum á kostnað ríkisins. Málaflokkarnir eru löngu foknir út í veður og vind sam- anber síðustu daga alþingis núna um daginn. En hvernig getur fólk þá kosið til Alþingis til að leggja atkvæði sitt til málaflokka, til dæmis málefna eldri borgara og öryrkja, heilbrigðismála, skólamála, atvinnumála, viðskipta- lífsins, auðlinda landsins eða utan- ríkismála svo dæmi séu tekin? Við erum ofurseld hjartalagi og sam- visku þeirra sem kjörnir eru á þing. Í prédikun sinni í Hallgríms- kirkju sunnudaginn 1. ágúst sl. vitn- aði séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir í 16. kafla Lúkasarguðspjalls: „Sá sem er trúr í því smæsta er einnig trúr í miklu og sá sem er ótrúr í því smæsta er og ótrúr í miklu. Ef ekki er hægt að treysta yður fyrir hverf- ulum auðæfum, hver trúir yður þá fyrir sönnum auði? Og ef ekki er hægt að treysta yður fyrir eigum annarra, hvernig getur Guð þá treyst yður fyrir því sem hann ætlar yður að eiga sjálf? Enginn þjónn getur þjónað tveimur herrum. Ann- aðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammon.“ Sem sagt; þeir alþingismenn sem ekki geta verið trúir því smæsta eða þeim smæstu eru fólkinu og þjóð- inni lítils virði. Sönn verðmæti liggja aðeins í því fólki á þingi sem gefur af sér fyrir þjóðina. Þjóðin bjó við það ástand í mörg ár eftir bankahrunið að íbúðir og hús voru í þúsundatali teknar af fjölskyldum sem var bara vísað á götuna. Upplýsingar meðal annars um afdrif íbúðanna voru bundnar bankaleynd þannig að engin leið var að vita hvað varð um allt þetta hús- næði sem var tekið af fólkinu í skjóli laga frá Alþingi. Skuldabréfin á fólkið voru seld erlendum fjárfestingasjóðum á hrakvirði auk þess að til dæmis Íbúðalánasjóður seldi íbúðir í stórum pökkum til fjárfesta. Eftir- stöðvar þessara mála eru enn í gangi og Hagsmunasamtök heim- ilanna starfa enn í þágu þeirra sem voru rændir í þessari gróðabylgju fyrir mammon. Hvar var hjartalag kristinna al- þingismanna? Alþingiskosningar 2021 Eftir Sigurð Sigurðsson »Reynslan hefur kennt kjósendum að það er ekki sama að kjósa flokk eða kjósa um einhverja tiltekna glæsta framtíð fyrir þjóðina næstu fjögur árin. Sigurður Sigurðsson Höfundur er BSc MPhil bygg- ingaverkfræðingur. hana nær nútímanum, eins og jafnt vægi atkvæða og möguleikann á per- sónukjöri. Það má kannski segja að nýja stjórnarskráin sé uppfærsla á þeirri gömlu. Nýja stjórnarskráin er líka nær þeirri stjórnskipan sem við búum við í dag því margt í núverandi stjórnskipun er ekki byggt á orða- lagi stjórnarskrárinnar, og rímar raunar illa við hana, heldur er byggt á hefðum og venjum. Sérhagsmunavarslan Í umfjöllun Kristrúnar um stjórn- arskrána er ekki eitt orð um pólit- ísku hagsmunaslagsmálin sem voru á þingi á árunum 2009-2013 og eru enn. Á þessum tíma var stjórnar- andstaðan vægast sagt önnum kafin við að stoppa málið. Alveg eins og núna þegar umræðan um nýju stjórnarskrána er að vakna þá eru allar klær settar út til að villa um fyrir almenningi, sá efasemdafræj- um og tala niður það frábæra lýð- ræðislega ferli sem nýja stjórnar- skráin sprettur af. Allt þetta til að vernda sérhags- munina gegn almannahagsmunum. Þetta snýst ekki síst um auðlindir þjóðarinnar. Þeir sem setið hafa við kjötkatlana allan lýðveldistímann munu ekki átakalaust gefa eftir sæt- in sín. Það er erfitt að sjá hvernig stjórn- armaður í Brimi getur verið fagleg- ur og hlutlaus í þessari umræðu. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins. kristinernaa@gmail.com Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu- daga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir ör- yggi í samskiptum milli starfs- fólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf not- andinn að nýskrá sig inn í kerf- ið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.