Morgunblaðið - 05.08.2021, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.08.2021, Blaðsíða 40
Að laga béarnaisesósu frá grunni vefst fyrir mörgum enda lifir sú flökkusaga góðu lífi að erfitt sé að búa hana til. Það sem nauðsynlegt er að muna er að sósa sem skilur sig er alls ekki ónýt. Það eina sem þú þarft að gera er að þeyta upp nýja eggjarauðu og hella síðan blöndunni (sem skildi sig) hægt saman við og þeyta/píska á meðan. Flóknara er það ekki. Hlut- föllin eru líka afar einföld. Ein eggja- rauða saman við 100 g af bráðnu smjöri. Pískið eggjarauðurnar og hellið bráðnu smjörinu hægt saman við og pískið á meðan. Kryddað til með béarnaisekrafti og estragoni, smá salti og slettu af sítrónusafa. Hér er notast við hefðbundinn heim- ilisblandara en auðvitað má hand- þeyta/píska sósuna ef vill. Nautalundin sjálf er svo annað mál. Almennt er talað um að trixið sé að leyfa náttúrulegu bragði kjötsins að njóta sín. Hér er einungis notast við SPG-kryddið frá Hagkaup sem er mjög einföld en um leið gróf blanda sem er sérstaklega heppileg með kjöti sem þessu. Hellið olíu yfir kjöt- ið, kryddið og grillið síðan. Penslið með bbq-sósu og nýtið ykkur kjarn- hitamæli ef þarf. Hasselback-kartöflurnar eru sí- gildar og við mælum með að setja vel af olíu eða smjöri yfir þær áður en þær eru grillaðar og salta smá. Salatið er síðan afar einfalt. Bland- ið saman salatblöðum, kirsuberja- tómötum, mozzarellakúlum og sesar- salatsósu. Bragðpallettan sem verður til er í algjörum sérflokki og fer þessi máltíð umsvifalaust í flokk með veislu- máltíðum sem ber að endurtaka sem oftast enda bæði fram úr hófi bragð- góð og alls ekki svo flókin. Sérvalin nautalund með béarnaise Það þarf varla að fjölyrða um ágæti máltíðarinnar sem hér er fjallað um. Við erum að tala um sérvalda nautalund – og þá miðhlutann sem alla jafna er talinn langbesti bitinn á nautinu. Með kjötinu er svo heimagerð béarnaisesósa, hasselback-kartöflur og ferskt sesarsalat með mozzarella. Allir M E Ð M B L . I S O G H A G K A U Pgrilla MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2021 ÁR 1921-2021 Í Y KKA R ÞJÓNUSTU 10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri sérvalin nautalund – miðjuhluti SPG-krydd hasselback-kartöflur Olio Nitti-olía mozzarellakúlur piccolo-tómatar Lillie’s Carolina BBQ sauce Felix Caesar Dressing salat brauðteningar Béarnaisesósa 4 eggjarauður 400 g smjör 1 tsk. béarnaisekraftur 1 tsk. estragon salt eftir smekk nokkrir dropar af sítrónusafa Kjarnhiti í kjöti nautakjöt – rautt (rare) = 55-60° nautakjöt – meðalsteikt (medium) = 60-65° nautakjöt – gegnsteikt (well done) = 65-68° Munið Það er best að elda nautakjöt þegar það er við stofuhita. Þess vegna er gott að taka það út úr ísskápnum minnst tveimur tímum áður en það er eldað. Meyra nautasteik ætti ávallt að bera fram léttsteikta þannig að gæði kjötsins njóti sín sem best. Algengast er að krydda nautakjöt einungis með salti og pipar til að leyfa bragð- gæðum kjötsins að njóta sín. Nautakjöt er ávallt grillað við snarpan hita og látið brúnast vel að utan, þar sem stór hluti af bragði góðrar nautasteikur liggur í því hversu vel brúningin heppnast. Þegar nautasteikur eru steiktar í heilu lagi er best að láta þær hvíla í 10-15 mín- útur eftir steikingu áður en þær eru skornar. Gott er að leggja yfir þær álpappír og viskustykki á meðan beðið er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.