Morgunblaðið - 05.08.2021, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2021
Vefverslun selena.is | sendum frítt um allt land ef verslað er yfir 10.000 kr.
Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 • Vefverslun selena.is
Ný sending frá
Dóra Júlía
dorajulia@k100.is
Lífið er ákveðið listform og listina
má finna víða. Það er bæði
skemmtilegt og mikilvægt að
kynna sér það áhugaverða lista-
fólk sem tilheyrir okkar samtíma
og vera dugleg að leyfa listinni að
hrista upp í hversdagsleikanum.
Undir verndarvæng Kópavogs-
bæjar og Gerðarsafns hefur hópur
af 16-17 ára ungmennum fengið
það starf að kynna sér samtímalist
og söfn borgarinnar í sumar.
Markmiðið með þeirri vinnu var
að kanna hvernig söfnin geta orðið
aðgengilegri fyrir ungt fólk, sem
er hópur sem kannski gleymist oft
að höfða til í samhengi listanna. Í
dag, 5. ágúst, ætla ungmennin að
sýna afrakstur sumarsins með list-
sýningu og uppskeruhátíð frá
klukkan 17.00-20.00 og fer hún
fram í bílakjallaranum fyrir neðan
Molann ungmennahús beint á móti
Gerðarsafni, Kópavogi. Helgi
Grímur Hermannsson og Salvör
Gullbrá stýrðu þessum skemmti-
lega hópi í sumar. Helgi Grímur
segir þetta hafa verið ótrúlega
gefandi sumar þar sem krakkarnir
hafa sótt fjölmargar smiðjur,
bókagerð, skúlptúragerð úr rusli,
fatasmiðju, hljóðfærasmiðju, graff-
smiðju og svo lengi mætti telja,
sem hafa fyllt þau af innblæstri og
skýrt hugmyndir þeirra um hverju
þau hafi áhuga á í listum. Upp á
síðkastið hafa þau verið að þróa
sín eigin verk og verða þau til
sýnis í dag, fimmtudag, á
uppskeruhátíðinni.
Hópurinn nefndi sig Grakkarnir
- unglingaráð Gerðarsafns og sýn-
ingin ber nafnið Þríhyrningur, ha?
„Það er virkilega gaman að gefa
krökkum tækifæri á að kynnast
list út frá sínum forsendum og
reyna gagngert að vekja áhuga
þeirra. Sjálfur veit ég að list getur
virst flókin, fræðileg og á einhvern
hátt útilokandi og þess vegna er
frábært að hafa fengið að kynnast
samtímalist í heilt sumar,“ segir
Helgi Grímur að lokum.
„Grakkarnir“ Ungmennin munu kynna afrakstur sumarsins í dag.
Kynnast list og
kynna afraksturinn
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Daníel Örn Hinriksson, formaður
Hundaræktarfélag Íslands, ræddi
um aukinn áhuga á loðnum fjöl-
skyldumeðlimum í Ísland vaknar í
gær, en áhugi á því að eignast hund
virðist hafa stóraukist á Covid-
tímum. Þá virðist verð á hundum
einnig hafa hækkað umtalsvert og
framboð vera langt undir áhuga.
Covid haft góð áhrif
„Vinsældirnar eru alltaf að
aukast. Ég held að þær séu búnar að
vera að stigmagnast. Ég held að
„Covidið“ hafi bara haft góð áhrif á
þetta allt saman,“ sagði Daníel sem
tekur þó undir að skortur á hundum
sé mun betri en offramboð eins og
þekkist víða erlendis.
„Við erum heppin hér að við þurf-
um ekki að hafa virk dýraathvörf
þar sem dýrum er hrúgað inn, sem
enginn vill og offramboð er af. Ég
held að það sé okkar lán,“ útskýrði
hann.
„Ég held líka að í þessu „Covidi“,
ef við dveljum aðeins þar, að þetta sé
breyttur veruleiki til frambúðar. Að
því leyti að fólk hugsar með sér að
það sé ekkert að fara í endalausa
skreppitúra hingað og þangað um
heiminn. Það er kannski að fara í
lengri ferðir og á auðveldara með að
redda pössun fyrir hundinn sinn í
takmarkaðan tíma, sjaldnar yfir ár-
ið.
Þannig að ég held að fólk, allavega
það sem ég hef heyrt í kringum mig,
er ein af ástæðunum að það leggur í
það núna að binda sig. Það er bind-
ing að vera með hunda,“ sagði Daní-
el, sem sjálfur er hundaeigandi og á
meðal annars hundinn Dirty. Hann
bætti við: „Það er lífsstíll að vera
með dýr og sinna því. Þú berð
ábyrgð á þessu og þú í upphafi
ákveður að fá þér hundinn svo það er
eins gott að maður standi bara sína
plikt.“
Daníel sagði að fólk gerði oft mis-
tök í upphafi þegar það væri að leita
sér að hundi og að fólk velji sér oft
frekar hund út frá útliti hans frekar
en eiginleikum, kostum – og svoköll-
uðum göllum – hundins.
„Við erum yfirleitt að tala um
galla hjá hundategundum þegar þeir
eru ekki að henta okkar lífsstíl. Fólk
sem er ekki „aktíft“ er ekkert að fá
sér „aktífan“ hund og þar fram eftir
götunum,“ sagði Daníel.
Hann staðfesti að hann hafi tekið
eftir því að hundar hafi hækkað í
verði á tímum faraldursins, meðal
annars vegna eftirspurnar.
Erfitt að flytja inn dýr
„Ræktendur segja að þetta stýrist
af framboði og eftirspurn. Mitt per-
sónulega álit á því er að mér finnst
að þetta eigi ekki endilega að hald-
ast í hendur. En auðvitað hefur
margt hækkað. Ég tala nú ekki um
núna í „Covidinu“,“ sagði Daníel og
benti á að það hafi verið „hryllingur“
fyrir ræktendur sem væru að bæta
hjá sér stofninn að flytja inn ný dýr
til landsins.
„Flugsamgöngur hafa verið stop-
ular sem engar frá mörgum löndum.
Fólk hefur ekki getað farið út sjálft
til að ná í dýrin. Það hefur þurft að
beita alls konar brögðum og kostn-
aður við þetta hefur rokið algjörlega
upp. Ég get vel skilið þau rök bak
við þetta,“ sagði Daníel og bætti við
að það væri gríðarlega mikil vinna
að rækta hunda.
Vildi Daníel hvetja fólk sem nú er
að leita sér að nýjum fjölskyldu-
meðlim af hundakyni til að vera vel
vakandi fyrir aðbúnaði og aðstæðum
hundanna.
„Þessar níu fyrstu vikur í lífi
hvolpanna og hundsins, þetta er svo
krítískur tími og fylgir þeim út lífið.
Þannig að það þarf að vanda valið og
leita eftir meðmælum um þann sem
maður ætlar sér að fá hvolpinn hjá,“
sagði Daníel.
200 Yfir 200 hundategundir eru til í heiminum en samt virðist fólk oft velja sér
hund út frá útliti frekar en eiginleikum. Þetta segir Daníel að sé vandamál.
Fleiri vilja hund í fjölskylduna
Daníel Örn, formaður
HRFÍ, staðfestir að vin-
sældir hunda hafi aukist
í faraldrinum en borið
hefur á skorti miðað við
áhuga á hundum og
hækkað verð. Telur
Daníel auknar vinsældir
vera hluta af breyttum
veruleika til frambúðar.
Dirty Daníel Örn,
formaður HRFÍ,
ásamt chihuahua-
hundinum sínum
Dirty, sem er í
miklu uppáhaldi.