Morgunblaðið - 05.08.2021, Síða 42

Morgunblaðið - 05.08.2021, Síða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2021 ✝ Óskar Jónsson fæddist í Reykjavík 19. júlí 1925. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu Sléttu- vegi 24. júlí 2021. Foreldrar hans voru Einar Jóns- son, f. 21.11. 1877 í Mjóanesi í Þing- vallasveit, d. 21.10. 1956, og Sigurlaug Þorkelsdóttir, f. 12.3. 1885 í Nið- urkoti á Kjalarnesi, d. 24.2. 1973. Systkini hans voru Jón, f. 1906, d. 1983, Halldóra, f. 1907, d. 1993, Svanlaug, f. 1908, d. 2010, Þorkell, f. 1910, d. 2003, Þóra, f. 1912, d. 1994, Helgi, f. 1913, d. 1999, Guðrún, f. 1915, d. 1954, Steinunn, f. 1917, d. 1935, Hulda, f. 1920, d. 2014, og Bald- vin, f. 1922, d. 1996. Hinn 10. mars 1951 kvæntist Óskar Sigríði Jónsdóttur hús- móður, f. 6.11. 1927, d. 1.11. 2000. Foreldrar hennar voru Jón Lýðsson, f. 12.5. 1890, d. 14.5. 1974, og Guðrún Gísladótt- ir, f. 14.5. 1898, d. 2.7. 1984. Sigríður og Óskar eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Guðrún Sigurlaug menntaskólakennari, f. 25.7. 1951, maki Sigurgeir Jónsson menntaskólakennari, f. ur Dís, f. 1986, maki Elvar Örn Svavarsson, f. 1986, synir þeirra eru Guðjón Alexander og dreng- ur ónefndur; b) Ari, f. 1988, maki Regína Bergdís Erlings- dóttir, f. 1991, sonur þeirra er Erlingur Snær; c) Davíð, f. 1993, maki Aníta Mjöll Ægisdóttir, f. 1994, þau eiga einn son ónefnd- an. Óskar ólst upp í Reykjavík og gekk í Barnaskóla Austurbæjar. Hann lauk sveinsprófi í húsa- smíðum frá Iðnskólanum í Reykjavík 1949 og meist- araprófi 1952. Hann stofnaði trésmíðaverkstæði sem hann rak í 15 ár. Árið 1961 stofnaði hann byggingafélagið Óskar og Braga ásamt mági sínum Braga Jónssyni sem þeir ráku saman í 32 ár. Óskar byrjaði 17 ára að æfa hlaup hjá ÍR. Hann reyndist sigursæll hérlendis og erlendis og var meðal fremstu Íslendinga í 800 og 1.500 m hlaupum og tók meðal annars þátt í Ólympíu- leikunum árið 1948. Óskar gekk í Oddfellowregluna og var virk- ur félagi þar um langa hríð. Er hann lauk störfum sneri hann sér að golfinu. Útförin fer fram frá Bústaða- kirkju í dag, 5. ágúst 2021, klukkan 13. Streymt verður frá útför: https://fb.me/e/4CJ8ZZJM6 Virkan hlekk á streymi má finna á: https.//www.mbl.is/andlat 20.11. 1951, d. 1.8. 2019. Synir þeirra eru: a) Óskar, f. 1977, maki Ragn- heiður Þorkels- dóttir, f. 1978, börn þeirra eru Harpa, Emma og Orri; b) Arnar Jón, f. 1978, maki Helena Árna- dóttir, f. 1982. 2) Sólveig barnalækn- ir, f. 12.4. 1953, maki Hilmar Baldursson kerf- isfræðingur, f. 10.9. 1952. Synir þeirra eru: a) Tómas, f. 1981, maki Anna Hilmarsson, f. 1982, börn þeirra eru Valde, Siri og Erik; b) Aron, f. 1981, maki Sanna Björk, f. 1985, börn þeirra eru Nora, Edda og Hilm- ar; c) Stefán, f. 1988, maki Made- lene Szabó f. 1987. 3) Gunnar rekstrarhagfræðingur, f. 14.8. 1954, maki Dagný Brynjólfs- dóttir viðskiptafræðingur, f. 13. 6. 1954. Börn þeirra eru: a) Elv- ar, f. 1982, börn hans eru Aníta Von, Diljá Malín, Dagný Esja og Gunnar Óli; b) Sólrún, f. 1986, maki Friðrik Jónsson, f. 1986. Dóttir þeirra er Saga Karítas. 4) Fanney lögfræðingur, f. 8.2. 1958, maki Guðjón Erling Frið- riksson lögfræðingur, f. 29.11. 1954. Börn þeirra eru: a) Sigríð- Tengdafaðir minn Óskar Jóns- son er dáinn eftir langa og farsæla ævi. Nú er komið að kveðjustund. Fyrst af öllu vil ég þakka fyrir hann og fyrir allt sem hann hefur gert og verið fjölskyldu sinni. Hann var frábær fjölskyldumaður og vildi gera allt til þess að hjálpa fjölskyldu sinni. Þakklátur er ég fyrir að hafa fengið að kynnast honum og njóta margra ógleym- anlegra stunda með tengdapabba. Margar minningar koma í hug- ann. Við sem löngum höfum búið er- lendis nutum margsinnis gestrisni og hjálpsemi Siggu tengda- mömmu og Óskars tengdapabba. Þau báru okkur á örmum sér þeg- ar við komum í heimsókn til Ís- lands. Það var gott að koma á fal- lega og kærleiksríka heimilið þeirra í Grundarlandi. Þar var okkur þjónað og hjálpsemin var í fyrirrúmi. Við nutum einnig heimsókna þeirra til okkar í Sävedalen í Par- tille. Alltaf var tilhlökkun þegar þau voru að koma. Drengirnir okkar nutu virkilega heimsókna ömmu og afa. Hjálpsemi Óskars var þá einnig í fyrirrúmi. Mörg handtök gerði hann fyrir okkur sem tengdust húsinu. Hann gerði það af sinni einstöku vandvirkni og snilld. Óskar var góður söngmaður. Á tyllidögum var gaman að syngja með honum og fjölskyldunni falleg íslensk lög. Hann hafði fallega tenórrödd. Ég minnist með gleði 80 ára afmælis Óskars í sumarbú- staðnum í Þrastaskógi þegar allir tóku vel undir í laginu „Tonde- leyó“ sem varð svo kröftugt að litlu barnabarnabörnunum fannst nóg um. Óskar barðist til mennta og varð framgangsríkur í starfi sínu sem húsasmíðameistari. Margar húsbyggingar í Reykjavík byggðu Óskar og Bragi mágur hans. Á hverjum vinnustað leiðbeindu þeir vinnumönnum til þess að gæði bygginganna yrðu sem mest. Sjálfur varð ég vitni að þessu þeg- ar ég vann sumarvinnu hjá þeim. Ég held að þetta hafi verið farsælt fyrir þá og viðskiptavini þeirra. Á seinni árum átti ég mörg tækifæri til að spjalla við tengda- pabba. Ég fann að ég talaði við lífsreyndan mann. Það var gaman að hlusta á frásagnir hans þegar hann rifjaði upp æsku og æviferil. Maður sér hvað tímarnir hafa breyst, lífsbaráttan var oft erfið á hans yngri árum, harðræði og vinnuharka við sveitavinnu. En Óskar fann gleði og framgöngu á hlaupabrautinni. Það var athyglisvert að hlusta á hann þegar hann sagði frá því að hann hefði verið valinn til að keppa fyrir Íslands hönd í hlaup- um á Ólympíuleikunum í London 1948. Vinnuveitandi hans vildi ekki gefa honum frí til að fara. En Óskar var ákveðinn og tók þátt í leikunum. Hann sagði að tímarnir hefðu verið erfiðir í London á þessum tíma eftir síðari heims- styrjöld. Skortur á matvælum kom niður á íþróttafólkinu og ár- angri þess. Síðari ár naut Óskar þess að spila golf. Hann var snjall í þeirri íþrótt, nánast alltaf með boltann á braut og með lágt skor. Hann þurfti vart að skrifa niður árang- urinn því hann mundi eftir hvern golfhring hvað skorið var á hverri holu. Hann spilaði þar til hann var 92 ára. Þegar líkamlegur kraftur dvínaði naut hann sín við bóklest- ur. Kæri tengdafaðir. Hvíl þú í friði. Hilmar Baldursson. Í dag kveðjum við ástkæran tengdaföður minn, Óskar Jóns- son, sem var um margt einstakur maður. Óskar ólst upp við þröng- an kost og þurfti snemma að fara að vinna fyrir sér. Gaman var að heyra hann segja frá uppvexti sín- um þar sem hann var sendur í sveit og gekk þar til allra hefð- bundinna sveitaverka þeirra tíma. Eflaust hafa sveitastörfin haft já- kvæð áhrif á Óskar og eltingaleik- ur við að smala sauðfé lagt grunn- inn að góðum árangri hans á hlaupabrautinni síðar meir, en Óskar var á sínum tíma einn besti millivegalengdahlaupari landsins og tók þátt í Ólympíuleikunum í London árið 1948. Það er falleg minning að það síðasta sem hann gerði í lifanda lífi var að horfa á beina útsendingu frá setningu Ól- ympíuleikanna í Tókýó. Óskar var um árabil Íslandsmethafi í sínum greinum. Sérstaklega minnugur var hann á árangur sinn í hlaup- unum og sagði oft frá minnisstæð- ustu hlaupum sínum í smáatrið- um. Hann var alltaf með á hreinu á hvaða tímum hann hafði komið í mark og einnig tíma helstu með- hlaupara. Þegar ég kynnti á sínum tíma Fanneyju, dóttur Óskars, fyrir foreldrum mínum var, eins og góðra manna siður er, spurt hverra manna hún væri og auðvit- að þekktu þau Óskar hlaupara. Í mikilli frægðarför ÍR-inga til Nor- egs árið 1947 hljóp Óskar eflaust sitt eftirminnilegasta hlaup þegar hann kom í mark sem sigurvegari í 1.500 metra hlaupi á Bislett-leik- vanginum í Osló, á undan mörgum stórhlaupurum þess tíma á nýju íslensku meti, 3:53. Óskari leiddist aldrei að lýsa því hlaupi þar sem hann geystist fram úr keppinaut- um sínum, nokkrum Norðmönn- um og helstu stjörnu Bandaríkj- anna, þegar um 100 metrar voru eftir og það bergmálaði um allan völl „Íslendingurinn vinnur“. Hlutskipti afreksmanna í íþrótt- um á þessum tíma var að þurfa að þræla sér út við lífsbjörgina en Óskar var lærlingur í trésmíð- anámi samhliða því að æfa hlaup. Hann var kappsamur við námið og lífsstarfið var við smíði innrétt- inga og byggingu húsa. Hann stofnaði ásamt mági sínum bygg- ingafélagið Óskar og Braga sf., en samstarf þeirra var einstaklega farsælt og voru þeir félagar ann- álaðir fyrir vönduð og góð vinnu- brögð en ekki síst fyrir þægilegt viðmót og heiðarleg viðskipti. Eitt mesta lán Óskars í lífinu var sem ungur trésmiður að fá verkefni hjá Vita- og hafnamálastofnun en þar hitti hann fyrir unga stúlku Sigríði að nafni sem síðar átti eftir að verða eiginkona hans. Sigga var stoð hans og stytta og þau saman áttu yndislegt og gott heimili. Það var mikill missir fyrir Óskar þegar Sigga féll frá árið 2000 eftir erfið veikindi en Óskar hafði þá nýlega lokið sínu ævistarfi við húsasmíð- ar og fram undan voru fleiri sam- eiginlegar stundir í sumarbú- staðnum, á golfvellinum og með barnabörnunum. Án efa hafa upp- vaxtarár Óskars mótað hann sem persónuleika en hann var alla tíð mjög sjálfstæður í hugsun og tók því sem að höndum bar í lífinu af miklu æðruleysi og yfirvegun. Kæri Óskar, ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert og gefið okkur Fanneyju og okkar börn- um. Mér finnst gott að hafa fengið að eiga með þér samfylgd í lífinu. Guðjón Erling Friðriksson. Við minnumst elsku afa Óskars sem nú er látinn eftir að hafa lifað löngu, góðu og viðburðaríku lífi. Við erum einstaklega þakklát fyr- ir að hafa fengið tækifæri til að njóta nærveru hans svona lengi enda eigum við margar góðar minningar um hann sem við mun- um varðveita alla tíð. Þegar við minnumst afa kemur fyrst upp í hugann hversu vana- fastur hann var og hve einstakan og skemmtilegan húmor hann hafði. Við eigum margar góðar minningar úr Grundarlandinu þar sem amma og afi bjuggu. Þar heimsóttum við þau oft sem börn og nutum þess að eiga samveru- stundir með þeim. Þrátt fyrir að við værum öll ung að aldri á þess- um tíma vorum við fljót að átta okkur á því að afi vildi hafa hlutina í röð og reglu. Kaffi- og matmáls- tímar voru sem meitlaðir í stein, það var mikilvægt að leggja sig eftir hádegismatinn og auðvitað sat afi alltaf í húsbóndastólnum og horfði á fréttirnar eftir kvöldmat- inn. Á kvöldin kom amma svo með kvöldkaffi, sem okkur leiddist ekki því þar var yfirleitt eitthvað ljúffengt að finna. Við eigum einn- ig margar góðar minningar um afa úr sumarbústaðnum Óska- lundi, sem hann byggði sjálfur, og úr ferðalögum með fjölskyldunni. Afi Óskar var alla tíð ótrúlega skýr í kollinum, stálminnugur og hnyttinn. Á tíræðisaldri leysti hann krossgátur og las hverja skáldsöguna á fætur annarri. Svo öflugur var hann í lestrinum að börnin hans höfðu varla undan að færa honum nýjar bækur. Það var líka alltaf hægt að fá afa til að segja okkur sögur af sjálfum sér og hann var aldrei í vanda með að rifja upp barnæsku sína eða segja okkur sögur af ferli sínum sem íþróttamaður og frá hinum ýmsu afrekum. Það var gaman að sjá hvernig afi gat ljómað við að segja okkur skemmtilegar sögur. Raun- ar þótti okkur afi oft alveg stór- skemmtilegur þegar hann tók sig til og sagði frá enda var yfirleitt stutt í húmorinn. Hann gat oft á tíðum látið okkur veltast um af hlátri með gamansögum og skemmtilegum athugasemdum. Afi var alla tíð áhugasamur um íþróttir. Hann stundaði þær sjálf- ur af kappi og var afreksmaður í frjálsum íþróttum. Hann stundaði lengi sund á hverjum einasta morgni, fór í göngutúra og spilaði golf. Síðustu mánuði, þegar hann var orðinn frekar slappur og gat lítið hreyft sig, naut hann þess að horfa á Evrópumeistaramótið í knattspyrnu og meira að segja var hann áhugasamur að horfa á setn- ingarathöfn Ólympíuleikanna í Tókýó daginn áður en hann lést og minntist þess ábyggilega þegar hann gekk sjálfur inn á leikana í London á sínum tíma. Við munum sakna afa en erum jafnframt stolt af löngu og við- burðaríku lífshlaupi hans. Minn- ingin um hann mun lifa áfram í hjörtum okkar. Þín barnabörn, Sigríður Dís, Ari og Davíð. Látinn er góður vinur og félagi, Óskar Jónsson húsasmíðameist- ari. Hann var orðinn hálftíræður að aldri og fannst að lokum ævi- hlaup sitt vera orðið nógu langt, og kominn tími til nýrra skipta. Þrátt fyrir það hafði hann óþrjót- andi löngun til að geta komist út á næsta grasvöll og slegið, þótt ekki væri nema nokkrar golfkúlur. Slík útivistar- og hreyfilöngun var vissulega ekki ný í huga Óskars. Sem ungur maður varð hann fljótt einn af bestu frjálsíþrótta- mönnum Íslands, sem þá voru ótrúlega margir, miðað við þær lé- legu vallaraðstæður sem þá var boðið upp á, og eru reyndar enn hér á landi. Óskar hafði til brunns að bera einstaka líkamsburði til hlaupa – og til að sigra. Oft var eins og hann þyrfti ekki að beita nema fáum eiginleikum til þess að ná forskoti og yfirburðum í keppn- um sem hann tók þátt í, svo miklir virtust yfirburðir hans vera. Og sannarlega hafði hann það skap- ferli sem þurfti til að ná slíkum ár- angri. Óskar keppti mjög víða, ávallt undir merki ÍR, ekki aðeins hér heima, í misjöfnum og göróttum veðrum, heldur einnig í góðviðrum erlendis. Oft átti hann þar við sterka keppinauta að etja, jafnvel þá sem höfðu náð heimsafrekum. Hann keppti lengi í sinni íþrótta- grein, en ýmsum fannst hann ljúka ferlinum nokkuð fyrir aldur fram, miðað við frábæra frammi- stöðu. En þá tók við lífsbarátta hans – húsasmíði – sem hann sinnti jafn vel og hann hafði gert í hlaupunum. Óskar gerðist félagi í Oddfel- lowstúkunni nr. 11, Þorgeiri, árið 1969 og sinnti þar sínum verkefn- um af kostgæfni. Við Oddfellowbræður sendum ástvinum Óskars innilegar samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning hans. Ingvi Þ. Þorsteinsson. Óskar Jónsson var að sönnu ein skærasta stjarna íslenska frjáls- íþróttavorsins á árunum eftir seinna stríðið. Setti hann hvert Ís- landsmetið á fætur öðru í 800, 1.000, 1.500, 2.000 og 3.000 metra hlaupum. Í flestum tilvikum ruddi hann meti annars frægs ÍR-ings, Jóns Kaldal. Við Óskar voru bundnar vonir um glæsilega framtíð á hlaupa- brautinni. Geta hans var þó aldrei mæld til fulls þar sem hann stein- hætti skyndilega hlaupum er hann var í hvað mestri framför og kom- inn langleiðina í hóp fremstu hlaupara Evrópu. Snemma hneigðist hugur Ósk- ars til íþrótta. Kom ekkert annað til greina en að ganga í Íþrótta- félag Reykjavíkur. Bar snemma á því hversu léttur hann var á fæti. Í sendiferðir á barnsaldri fór Óskar alltaf skokkandi og hratt teygðist úr unglingnum sem keppti með ÍR 1943 til 1949. Fljótt urðu yfirburðir Óskars svo miklir að engum Íslendingum þýddi við hann að etja. Meistara- titlarnir urðu margir. Og hróður hans barst víða. Á EM í Ósló 1946 keppti Óskar í fyrsta skipti á er- lendri grund, og brást ekki. Stóð hann sig með ágætum og setti Ís- landsmet bæði í 800 og 1.500 metrum. Hann hafði margbætt metið í 1.500 m á Íslandi fyrir EM, en í Ósló hljóp hann vegalengdina fyrstur Íslendinga undir fjórum mínútum. Það var á Bislettvellinum í Ósló sem Óskar hljóp sitt mesta hlaup, í Norðurlandaferð ÍR 1947. Gerði hann sér lítið fyrir og sigraði í miklu 1.500 metra hlaupi og lagði að velli bandaríska methafann í míluhlaupi, William Hulze, og næstbesta hlaupara Norðmanna, Willy Sponberg. Bætti Óskar Ís- landsmet sitt um fimm sekúndur og hljóp á 3:53,4 mínútum, sem var besta afrek íslenskra frjáls- íþrótta, skv. stigatöflu. Í Norðurlandaför eftir Ólym- píuleikana í London 1948 var Ósk- ar í essinu sínu. Setti nýtt met í 800 metrum á móti í Ósló, 1:54,0 mín., og nokkrum dögum síðar sá Íslandsmet dagsins ljós í 1.000 metrum, 2:27,8 mín., á móti í Gautaborg. Í 800 metrum á móti í Kaupmannahöfn sigraði Óskar sterkan Dana og einnig Banda- ríkjamann sem varð fjórði í 800 á Lundúnaleikunum nokkru áður. Sá lýsti því yfir fyrir hlaupið að hann ætlaði sér sigur. Tók Daninn óvænt til þess bragðs að stöðva og labba út af brautinni á lokametr- unum þegar honum varð ljóst að hann ynni ekki. Óskar hætti keppni þegar hann var að komast í sitt albesta form. Hann ætlaði sér stórt á MÍ 1949 sem var úrtökuhlaup fyrir keppni úrvalsliðs Norðurlandanna gegn Bandaríkjunum. „Mér varð á að þjófstarta og fékk að sjálfsögðu aðvörun,“ sagði hann í viðtali. „Þegar ræsir kallar okkur á línuna aftur verður öðrum þátttakanda á að bregðast of fljótt við og eins og eðlilegt er fylgja aðrir keppendur með á eftir. En nú gerist það að ræsir segir mig hafa þjófstartað aftur og dæmir mig úr, þó að sá hlaupari sem raunverulega gerði það viðurkenndi brot sitt á staðn- um. Við þennan úrskurð reiddist ég og tók pjönkur mínar og fór heim og lét ekki sjá mig í keppni aftur.“ ÍR-ingar þakka Óskari framlag hans til félagsins og frjáls- íþróttanna og senda afkomendum hans samúðarkveðjur. Fyrir hönd ÍR, Ágúst Ásgeirsson. Óskar Jónsson Sálm. 86.5 biblian.is Þú, Drottinn, ert góður og fús til að fyrirgefa, gæskuríkur öllum sem ákalla þig. Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Ástkær eiginmaður minn, OLE BJØRN SALVESEN, er látinn. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 11. ágúst klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð. Ragnheiður S. Harvey Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, Hátúni 4, áður prófastsfrú á Kvennabrekku í Dölum, lést á dvalarheimilinu Grund miðvikudaginn 28. júlí. Útför hennar fer fram frá Kvennabrekkukirkju í Dölum laugardaginn 7. ágúst klukkan 14. Sigríður Eggertsdóttir Vilborg Eggertsdóttir Margrét Eggertsdóttir Hildur Eggertsdóttir Sigurður R. Guðjónsson Ingibjörg Eggertsdóttir Stefán Skjaldarson Hlöðver Eggertsson Brynja Davíðsdóttir Hulda Eggertsdóttir Ketill Gíslason Eggert Hörgdal Snorrason Sesilía Myrna Alota barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.