Morgunblaðið - 05.08.2021, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.08.2021, Blaðsíða 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2021 ✝ Ingi Frið- björnsson fæddist á Nýlendi í Deildardal 28. október 1945. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 28. júlí 2021. Ingi var sonur hjónanna Svanhildar Guð- jónsdóttur, f. 12. febrúar 1926, og Friðbjörns Þórhallssonar, f. 23. júlí 1919, d. 8. janúar 2003. Systur Inga eru Helga, f. 1947, Fanney, f. 1951, Þórdís, f. 1955, og Ingibjörg Rósa, f. 1963. Hinn 10. október árið 1970 kvæntist Ingi Rósu Eiríks- dóttur, f. 15. júní 1946. For- Ingibjörg, f. 19. mars 1973, maður hennar er Jón Sindri Tryggvason, f. 13. ágúst 1972. Dætur þeirra eru Rósa Sól, f. 16. ágúst 1996, og Katla Lind, f. 11. desember 2004. Ingi ólst upp á Hofsósi, hann fór fyrst til sjós í sumarvinnu eftir fermingu og starfaði sem sjómaður fram til tvítugs. Eftir það keyrði hann rútur og flutn- ingabíla, þar til hann keypti og rak sinn eigin vörubíl í nokkur ár. Árið 1982 stofnaði hann ásamt fleirum vertakafyr- irtækið Króksverk ehf. og seinna Norðurbik ehf., Ingi var framkvæmdastjóri þeirra allt þar til fyrirtækin voru seld árið 2016. Eftir söluna starfaði Ingi áfram sem ráðgjafi hjá Króks- verki allt til dauðadags. Útför Inga fer fram frá Sauð- árkrókskirkju í dag, 5. ágúst 2021, klukkan 14. eldrar hennar voru Þóra Friðjóns- dóttir, f. 31. októ- ber 1922, d. 28. janúar 2005, og Jó- hann Eiríkur Jóns- son, f. 19. ágúst 1921, d. 20. mars 2004, stjúpfaðir Friðrik Jón Jóns- son, f. 7. ágúst 1925, d. 19. júlí 2017. Dætur Inga og Rósu eru: 1) Þórhildur, f. 4. maí 1967, maður hennar er Pét- ur Friðjónsson, f. 10. ágúst 1967. Börn þeirra eru Óli Arn- ar, f. 29. maí 1990, sambýlis- kona Kristín Anna Erlings- dóttir, f. 12. júlí 1989, Helga og Ingi, f. 19. febrúar 1994. 2) Það er sárt að kveðja stoð sína og styttu, pabbi var alltaf til stað- ar, heyrði í okkur næstum dag- lega bara til að heyra í okkur enda var hann beinn og óbeinn þátttakandi í flestu sem við gerð- um, sýndi því áhuga, gaf ráð, sagði sína skoðun, studdi okkur og hafði trú á okkur. Það eru ótal góðar minningar sem við geymum í hjörtum okkar hvort sem það eru ógleymanleg ferðalög sem við fórum saman í eða hversdagslegt spjall við eld- húsborðið á Grundarstígnum. Einnig koma upp í hugann minn- ingar um fallegt samband pabba og mömmu sem alla tíð voru afar samrýnd og samstillt. Pabbi hafði skoðanir á flestu sem fram fór í samfélaginu og sterka sannfæringu fyrir því sem hann trúði á. Honum fannst betra að vera við stjórnvölinn og vildi að hlutirnir gengju hratt og vel fyrir sig, talaði mikið og oft um ákvarðanafælni og var ekki hrif- inn af. Sjórinn heillaði pabba alltaf en hann byrjaði sinn starfsferil á sjó kornungur. Fyrir allnokkrum ár- um lét hann gamlan draum ræt- ast og keypti sér bát, Hrönn SK 28, og átti margar af sínum uppá- haldsstundum þar. Við fjölskyld- an fórum öll með honum út á sjó, mismikið og vorum misgóð sem sjómenn en okkar uppáhalds- minningar samt sem áður. Strák- arnir hjálpuðu honum að stand- setja bátinn í vor þar sem hann ætlaði sér að komast á sjóinn í sumar, hann náði að sjósetja og sigla inn á smábátahöfnina í byrj- un júní en því miður urðu sjóferð- irnar ekki fleiri hér í þessari til- vist. Stangveiði stundaði pabbi öll sumur, við systur fórum oftar en ekki með honum í veiðitúra sem börn, bara til að vera með honum, ekki vegna veiðiáhuga, en sem betur fer fyrir hann eignaðist hann seinna tengdasyni sem báð- ir eru miklir stangveiðimenn og fóru með honum í ófáar árnar í gegnum árin. Veður var eitthvað sem pabbi vissi allt um, ef eitt- hvert okkar var á ferðinni var hann alltaf búinn að taka stöðuna á veðrinu áður en lagt var af stað. Alltaf stóðst hans mat á stöðunni, maður vissi að ef pabbi sagði að það væri í lagi að fara af stað, þá var það í lagi. Það hlutverk sem pabbi naut sín best í var að vera afi, hann elskaði og dáði barnabörnin fimm og er missir þeirra mikill. Hann ræktaði sambandið við þau allt frá fyrstu stundu og var ótrúlega duglegur að búa til gæðastundir með þeim. Þau sóttu í að vera með honum, stússa í garðinum, skúrnum, Hrönninni, fara í veiði- ferðir, fara út í Hofsós og svo auð- vitað að keyra í æfingaakstri þar sem þau fengu fyrirlestur um akstur og hættur í umferðinni í kaupbæti. Nú síðast í byrjun júní náði hann að fara með yngsta barnabarninu eina ökuferð út í Hofsós. Hann siglir nú vonandi á lygn- um sjó, laus við þennan ömurlega sjúkdóm sem tók hann á innan við ári. Hann barðist hetjulega og af þvílíku æðruleysi að ótrúlegt var að fylgjast með, talaði alltaf um að aðrir hefðu það nú verra en hann. Pabbi var traustur, fastur fyrir og rökvís en jafnframt blíður og tilfinningaríkur. Hann bjó yfir innri ró, var sáttur í eigin skinni og með sitt og sína. Hvíldu í friði elsku pabbi, þín verður sárt saknað. Þínar dætur, Þórhildur (Tóta) og Ingibjörg (Inga). Elsku hjartans afi minn, þetta gerðist allt svo hratt en samt svo hægt. Þú barðist hetjulega í þín- um veikindum með æðruleysið að vopni. Ekkert smá flottur eins og þú hefðir sagt sjálfur. Því þannig varst þú, fannst alltaf það góða og fagra í því sem ég og við hin gerð- um, hrósaðir fyrir stóra sigra sem smáa og hvattir áfram þegar verr gekk. Þú vissir alltaf alger- lega upp á hár við hvaða iðju afa- börnin þín voru hverju sinni, enda hringdir þú oft í viku – bara af því bara, sjá hvernig við hefð- um það. Góðvild og þolinmæði voru kostir sem gerðu þig að ekki bara góðum afa heldur frábærum. Þegar ég var yngri og þjáðist af mikilli feimni gat ég alltaf verið viss um að ég fengi að vera í fang- inu þínu heilu fjölskylduboðin en þar fann ég fyrir mesta örygginu. Nærvera þín var einstaklega notaleg því rólegri maður er vandfundinn. „Við erum alveg ró- leg Rósa mín,“ sagði hann alltaf, „þú hefur þetta bara eins og þú vilt,“ því aldrei nokkurn tímann var neinn asi eða stress. Þú bjóst yfir mikilli visku og góðum ráðum sem þú varst alltaf til í að deila. Skoðun þín á hinum ýmsu hlutum skipti mig miklu máli. Ég keypti ekki bíl fyrr en afi var búinn að samþykkja að hann væri nógu góður, en þá þurfti ég líka að kaupa nagladekk því ekki væri vit í öðru. Ef einhver í fjöl- skyldunni gerði sér ferð norður í land var mikilvægt að heyra fyrst í veðurfræðingnum eins og við kölluðum hann stundum en hann var snillingur í að segja fyrir um færðina á leiðinni. Það er svo óraunverulegt að skrifa texta um afa í þátíð þegar bækurnar sem hann var að lesa liggja á náttborðinu hans og inni- skórnir hans standa í forstofunni eins og hann skildi við þá. En því miður er þetta raunveruleiki sem þarf nú að læra að lifa við. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, takk fyrir að veita mér öryggi alla mína tíð en fyrst og fremst: takk fyrir að vera afi minn. Rósa Sól. Traustur, umhyggjusamur, skemmtilegur eru orð sem koma upp í huga okkar systra þegar við minnumst Inga, okkar kæra bróður, sem lést eftir alvarleg veikindi. Í Inga áttum við góðan og traustan vin og umhyggjusam- an bróður. Hann var húmoristi, góður sögumaður og minnugur á menn og málefni. Ingi var fastur fyrir og stóð á sínu en sanngjarn. Manngæska og heiðarleiki voru hans aðalsmerki. Hann var ekki maður margra orða en úrræða- góður og ráð frá Inga voru alltaf vel þegin því hann sagði alltaf sína meiningu. Honum var mjög annt um fólkið sitt og fylgdist vel með því sem hver og einn tók sér fyrir hendur. Okkar börnum þótti mikið til hans koma og fundu í honum góðan vin. Foreldrum okkar reyndist Ingi góður sonur og var bakland mömmu meðan hún rak Saumastofuna á Hofsósi. Við systurnar munum eftir Inga á mismunandi tímum eftir aldri okkar. Ingi rifjaði oft upp með glampa í augum þegar hann, 18 ára, á vertíð, var á veiðum við Vestmannaeyjar og í sömu mund og hann horfði á Surtsey mynd- ast fékk hann þær fréttir að hann hefði eignast litla systur. Þær eldri muna hann sem hörkugæja, með greitt í píku og keyrandi um á rauðum Fíat. Þær stjönuðu við hann, pressuðu buxur og skyrtur fyrir böllin. Fljótlega kom til sögunnar ung og glæsileg stúlka, hún Rósa. Óhætt er að segja að þau hafi haldist í hendur síðan, svo sam- rýnd hafa þau verið. Dæturnar Þórhildur og Inga komu fljótt til sögunnar og síðar meir tengda- synirnir og barnabörnin. Ingi naut sín vel í afahlutverkinu og barnabörnin áttu hauk í horni þar sem hann var. Aðaláhugamál Inga voru veiði og sjómennska. Nú seinni árin átti hann bát sem hann naut þess að nota, skreppa á sjóinn og veiða í matinn handa fjölskyldu og vinum. Fyrir tveim- ur árum kom til ánægjulegt verk- efni okkar systkinanna með mömmu. Það var vatnspóstur sem settur var upp á Hofsósi, til minningar um pabba okkar. Ingi stjórnaði verkinu og fórst það vel úr hendi. Saman höfum við systk- inin verið sterk heild og stutt hvert annað í gleði og sorg. Að lokum viljum við þakka okkar kæra bróður fyrir allan hans stuðning, kærleik og vináttu sem aldrei bar skugga á. Við trúum því að hann sé kom- inn á fallegan stað, siglandi bátn- um sínum á spegilsléttum firðin- um, inn í sólarlagið þar sem austurfjöllin og Tindastóllinn skarta sínu fegursta. Við vottum elsku Rósu, Þórhildi, Ingu og fjöl- skyldum, sem og aldraðri móður okkar, innilegustu samúð. Helga, Fanney, Þórdís og Inga Rósa. Ingi Friðbjörnsson HINSTA KVEÐJA Takk fyrir allt elsku afi. Takk fyrir öll símtölin, utanlandsferðirnar, bíl- túrana og allar hinar góðu stundirnar. Takk fyrir að vera alltaf til staðar. Takk fyrir að vera svona þolin- móður og góður og takk fyrir að vera þú sjálfur. Elska þig að eilífu. Katla. ✝ Magnús Theo- dór Magnússon – Teddi fæddist í Reykjavík 8. janúar 1935 og ólst upp í Reykjavík. Hann andaðist á Hrafn- istu í Hafnarfirði 20. júlí 2021. For- eldrar hans voru Dóra Magnúsdóttir, f. í Reykjavík 2.4. 1900, d. 22.8. 1977, talsímakona í Reykjavík, og Magnús Björnsson, f. á Akureyri 16.3. 1896, d. 2.2. 1960, skip- herra hjá Landhelgisgæslunni. Systkini Magnúsar Theodórs voru Jón, lögmaður, f. 20.3. 1928, d. 3.7. 2016, og Elín Helga, gæslukona, f. 26.3. 1929, d. 8.2. 1990. Eiginkona Magnúsar Theo- dórs var Guðbjörg Ársælsdóttir, deildarstjóri í samgöngu- ráðuneytinu, f. 30.6. 1939, d. 24.4. 2016. Foreldrar hennar voru Ársæll Sveinbjörnsson, f. 16.9. 1910, d. 26.7. 1974, múrari í Garði, og Lilja Vilhjálmsdóttir, f. 16.12. 1909, d. 30.4. 2000, hús- freyja í Garði. Börn Magnúsar Theodórs og Guðbjargar eru: 1) Ársæll, f. 27.8. 1956, húsasmiður í Reykja- ár sem brunavörður og sjúkra- flutningsmaður hjá Slökkvilið- inu í Reykjavík 1964-’85, kokkur á kaupskipum 1985-’90 og síðar kokkur í hlutastarfi og mynd- höggvari 1990-2002. Frá árinu 2002 starfaði hann alfarið sem myndhöggvari. Listamanns- nafnið Teddi notaði hann frá því hann gaf sig listgyðjunni á vald snemma á 10. áratugnum. Vegur Tedda sem listamanns óx jafnt og þétt upp úr síðustu aldamótum og skúlptúrar hans vöktu víða athygli en hann vann verk sín í við og málm. Í viðnum og Tedda sjálfum mættust ára- tugir af reynslu sem kölluðu fram form í verkum hans og um leið á nýjan tilgang efniviðarins. Teddi var ævintýramaður af gamla skólanum og viðurinn sem hann notaði bar heimsmynd hans vitni en í verkum hans má finna við sem sóttur er víðsvegar að úr heiminum. Úrval verka hans má sjá á www.teddi.net. Teddi hélt fjölda sýninga hér heima og erlendis og eru mörg verka hans í opinberri eigu, þ.m.t. í eigu Reykjavíkurborgar, Reykjavíkurhafnar og sam- gönguráðuneytis en einnig eiga Lands- og Seðlabankinn, Ice- landair og mörg önnur af stærri fyrirtækjum landsins verk eftir hann. Auk þess hafa Dalai Lama og fyrrverandi forseti Þýska- lands, Richard von Weizsäcker, veitt verkum Tedda viðtöku. Útförin fer fram frá Nes- kirkju 5. ágúst 2021 klukkan 13. vík, fyrrverandi kona hans er Sandra Remigis, búsett í Kanada. Þau eiga Andra Edwin, f. 1985, Atla Magnús, f. 1987, og Daða Evan, f. 1995. 2) Magnús Ingi, matreiðslumeistari í Reykjavík, f. 19.5. 1960, d. 27.11. 2019. Ekkja hans er Anal- isa Monticello matreiðslukona. 3) Dóra, f. 25.10. 1965, fræðslu- stjóri og varaborgarfulltrúi, en maður hennar er Guðmundur Jón Guðjónsson kennari og eiga þau börnin Kára, f. 1992, Lilju, f. 1997, Láru Guðbjörgu, f. 2007, Theodór, f. 2007, og Hjalta, f. 2009. Magnús Theodór, kallaður Teddi, gekk í Melaskóla í æsku en lauk sveinsprófi í offset- prentun frá Iðnskólanum árið 1955 og meistaraprófi 1958. Síð- ar á lífsleiðinni sótti Teddi margvísleg námskeið í tengslum við list sína, m.a. í Þýskalandi og í Finnlandi. Hann starfaði í Lithoprent á árunum 1951-’61, vann á tog- urum og á Keflavíkurflugvelli 1961-63. Teddi starfaði í rúm 20 „Ekkert helvítis halelújakjaft- æði!“ Þessi setning föður míns hefur skotist upp í huga mér sl. vikur þegar ég hugsa um innihald hinstu kveðju minnar til pabba. Þessi orð hans varpa líka ljósi á oft óheftan talsmáta karlsins. Hann hljómaði stundum eins og gamaldags sjóari; talaði í frösum og líkti lífinu við sjóferð, þar sem gæfi á bátinn í lífsins ólgusjó, jafnvel brotsjó, og að fólk renndi oft blint í sjóinn en þá dygði ekki að leggja árar í bát. Pabbi gerði sér grein fyrir eig- in breyskleika en hann hafði gott hjartalag. Hann sýndi velvilja sinn með ýmsum hætti, svo sem með mikilli tryggð og ástúð gagn- vart vinum og fjölskyldu. Sér- staklega þegar á móti blés. En stundum fékk hann fólk og at- burði á heilann og átti erfitt með að sleppa takinu, sérstaklega ef honum fannst að sér vegið. Hann var kannski bara óvenju mann- legur og hafði ólíka ásjónu eftir því hver félagsskapurinn var; eig- inmaður, listamaður, pabbi, brunavörður, afi, AA-maður eða bara óhefti náunginn í sundlaug- unum gegnum tíðina, sem naut lífsins í sólinni með Gauju sinni og talaði við alla um heima og geima. Náunginn sem talaði svo mikið, að eigin sögn, að hann einn manna gat sólbrunnið á tungunni. Það er ekki hægt að skrifa um pabba nema minnast á mömmu. Tveir krakkar sem urðu ung ást- fangin en náðu næstum 60 árum saman. Algerar andstæður, yin og yang. Mamma var jarðbundna týpan sem halaði pabba niður þegar hann flaug of hátt, pabbi var týpan sem örvaði mömmu og kom henni til að hlæja. Þegar þau eltust og þroskuðust gáfu þau hvort öðru frelsi og stuðning til að gera það sem þau langaði til. Mamma fór utan til að læra er- lend tungumál og í mörg ferðalög tengd vinnu og áhugamálum og pabba studdi hún til þess að fara á sjóinn þegar ævintýraþráin gerði vart við sig og síðar til að hætta í slökkviliðinu til að geta einbeitt sér að listinni, sem var undirliggjandi þráður í lífi hans alla tíð. Pabbi var með klassískan at- hyglisbrest og ofvirkni, eiginleika sem í senn gerðu hann heillandi og fyndinn en líka oft erfiðan í umgengni. Hann var eins og óstöðvandi náttúruafl í því sem hann tók sér fyrir hendur. Þar kom þessi innri ofurkraftur (of- virkni) sér oft vel því hann gafst ekki upp ef hann stefndi að ein- hverju, hvort sem það var í vinnu, listsköpun eða samskiptum sín- um við fólk. Það tók hann dágóðan tíma að deyja eftir að ljóst var hvert stefndi, því hann reis upp aftur og aftur. Okkar maður glotti eftir eina upprisuna, heimtaði kaffi og með’í og sagði: „Jájá, ég er alveg ólseigur!“ Og það var hann; allt fram í andlátið. „Maður verður að standa keikur við korðann!“ Þeg- ar hann vann í slökkviliðinu í vaktavinnu vann hann stundum aukavinnu þegar færi gafst. Mamma og pabbi voru oft blönk og vinnuálagið mikið. Pabbi var stoltur af sínu vinnuframlagi; hann stóð nefnilega keikur við korðann. Best þótti honum hólið frá tengdapabba sínum, sem var orðvar maður og hældi fólki ekki nema innistæða væri fyrir því. Síðastliðin tvö ár var pabbi sóttur daglega og skilað heim síðdegis á Hrafnistu. Skömmu áður en hann fékk vist var hann nánast hættur að geta farið og ég skil ekki enn hvernig hann fór þetta því bæði hugur og fætur voru farnir að svíkja. En hann stóð svo sannar- lega keikur við korðann í síðasta verkefninu sínu. Ég mun sakna pabba en gleðst líka í hjartanu yfir því að hann hafi fengið hvíldina eftir erfiðan lokakafla. Pabbi var spíritisti af gamla skólanum og trúði því að eitthvað tæki við eftir jarðvistina. Það er freistandi að hugsa til þess að hann hafi rétt fyrir sér og að og að ég hitti gamla settið fyrir hinumegin þegar þar að kemur. Dóra Magnúsdóttir. Við, barnabörn Tedda, erum sammála um að afinn sem við átt- um var ekki hefðbundinn afi held- ur mikill grallari og „spekúler- ari“. Við sem vorum honum nánust ólumst upp við að eiga afa sem fór óhefðbundnar leiðir í líf- inu, trúði á æðra afl og gat talað við hvern sem er um lífið og til- veruna. Öll eigum við minningar af því þegar við heimsóttum hann í Perluna þar sem hann sýndi lista- verk sín reglulega í mörg ár, þeg- ar við gistum heima hjá afa og ömmu og fengum óhóflegt magn af ís. Einnig þegar afi talaði um sjálfan sig (sem gerðist ekki ósjaldan!) og sagði okkur sögur af því þegar hann ferðaðist um heiminn sem kokkur á skipi eða þegar hann vann á sjúkrabíl og tók eitt sinn á móti barni. Afi var hvatvís, óhræddur við að vera hann sjálfur og átti það til að segja skrítnar og skemmtileg- ar setningar. Ein setning sem hann sagði gjarnan við okkur var: „Gangi þér vel í bardaganum,“ en hann leit á lífið sem bardaga sem þyrfti að vinna. Nú hefur hann lokið sínum bardaga og er eflaust með ömmu okkar í góða heimin- um. Afi má eiga það, að hann skilur eftir sig barnabörn sem eru óhrædd við bardagann og tilbúin að sigra. F.h. barnabarna Tedda, Lilja Guðmundsdóttir. Magnús Theodór Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.