Morgunblaðið - 05.08.2021, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.08.2021, Blaðsíða 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2021 50 ÁRA Marinó fæddist á Landspítalanum í Reykja- vík 5. ágúst 1971. Hann ólst upp í Reykjavík til sjö ára aldurs og flutti þá til Njarð- víkur. Hann byrjaði í Ísaks- skóla en var síðan öll grunn- skólaárin í Barna- og grunnskóla Njarðvíkur. „Það var yndislegt að alast þarna upp og ég á margar góðar minningar og allir mínir æskuvinir eru þaðan.“ Eftir nám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja fór Marinó í Lögregluskóla ríkisins 1995 og útskrifaðist þaðan 1997. Hann hefur unnið samfleytt hjá lögreglunni frá þeim tíma, utan tveggja ára, 2017-19, þegar hann var bíl- stjóri seðlabankastjóra. Fyrst vann hann hjá Lögreglunni á Keflavíkur- flugvelli, síðan í Reykjavík og loks í Keflavík. Frá 2019 hefur hann verið varðstjóri í öryggisdeild hjá Ríkislögreglustjóra. „Við sjáum um Stjórnar- ráðið og allt varðandi öryggismál ríkisstjórnarinnar og eins þegar erlendir gestir koma. Þetta er virkilega skemmtilegt starf.“ Fyrir utan vinnuna er Marinó bæði listrænn og íþróttalega sinnaður, en hann er meistaraflokksmaður í golfi. „Svo er ég áhugaljósmyndari og tek mikið af myndum. Ég er líka trommuleikari og var m.a. í Löggubandinu og Pakkinu og fleiri sveitum.“ Svo fór Marinó í klassískt söngnám í Tónlistar- skólanum í Reykjanesbæ. „Ég hef sungið nokkrum sinnum opinberlega og söng t.d. tvö lög í útför móður minnar.“ Síðan eiga þau hjónin sumarbústað þar sem þau njóta þess að vera úti í náttúrunni með fjölskyldu og vinum. FJÖLSKYLDA Eiginkona Marinós er Sonja Kristín Sverrisdóttir, f. 15.2. 1970. Börn þeirra eru: Kristján Jökull, nemi í FG, f. 2002, og Laufey Kristín, nemandi í MR, f. 2004. Stjúpdóttir Marinós er Elísa Ósk Gísladóttir, f. 1991. Foreldrar Marinós eru Magnús Blöndal Jóhannsson tónskáld, f. 19.9. 1925 á Skálum á Langanesi, d. 1.1. 2005, og Kristín Sveinbjörnsdóttir, var með Óskalög sjúklinga í mörg ár í útvarpinu, f. 13.10. 1933, d. 9.6. 2019. Marinó Már Magnússon Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Frestaðu ákvörðun þar til þú er al- veg viss um hana. Taktu stjórnina í þínar hendur í stað þess að láta tilviljanir ráða ferð. 20. apríl - 20. maí + Naut Hugmyndirnar streyma til þín svo þú átt í vandræðum með að skrá þær helstu hjá þér. Gerðu þitt til að efla slíkan áhuga hjá sjálfum þér og öðrum. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Reyndu af fremsta megni að forðast að vera þrjóskur í deilum við ein- hvern nákominn þér. Farðu vel með sann- færingarkraftinn sem þú býrð yfir. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Ástin nær fram bæði því besta og því versta í þér núna. Settu í forgang það sem skiptir þig öllu máli. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Maður er manns gaman. Reyndu að ferðast um, fara í bókabúðir, söfn, skoða sveitina og markverða staði. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú gætir fengið spennandi boð um að fara út á lífið eða á íþróttaviðburð í dag. Sumpart telur hann niður að næsta fríi – sumpart er fríið þegar hafið. 23. sept. - 22. okt. k Vog Enginn er alvitur og þú eins og aðrir verður að viðurkenna að stundum hefur þú á röngu að standa. Kannski færðu óvænt framlag eða aðstöðu til þess að sinna starfi þínu betur. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú verður að standa fast á þínum rétti, hver svo sem að þér sækir. Láttu efasemdaraddir lönd og leið og haltu þínu striki. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Það er engan veginn það sama hvers virði þú ert persónulega og svo fjár- hagslega. Ekki hræðast að þú vitir ekki hvað skuli gera næst. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Ef hungur er mannlegt er guð- dómlegt að vera mettur. Leyfðu þeim það, því sjálfur muntu bera nóg úr býtum fyrir þig og þína og vel það. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Hlutirnir gerast hraðar í kring- um þig en þér finnst þægilegt. Aðalatriðið er að þú sért frjáls að því að vera þú sjálf- ur. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Vinir og vandamenn vilja ná athygli þinni en það er ekki auðvelt. Reyndu um- fram allt að leysa það á mýkri nótunum. starfinu lausu og var heima nokkur ár. „Ég entist nú ekki lengi róleg og fór í meistaranám í viðskipta- fræði og lauk því 2010. Svo er mér boðin mín gamla staða hjá Iceland- air aftur, og ég er þar til ársins 2017, þegar við hjónin ákváðum að flytja til Spánar með yngsta son- inn. Miðborg Alecante er algjör- lega falin perla, og borgin er gífur- fæddist þriðja barnið. Þrítug byrjaði Una að hlaupa. „Ég var að hætta að reykja og fór að hlaupa meðan kartöflurnar suðu í pottinum, meira af geðvonsku en nokkru öðru. Ég var eiginlega bara þessi gella sem reykti og drakk kók og hló að öllu þessu hlaupa- fólki. En hlaupin læddust inn í líf mitt og urðu mitt gæfuspor. Ég er ástríðuhlaupari og skanna alla staði sem ég kem á með því að fara út að hlaupa.“ Hún skráði sig í Reykjavíkurmaraþonið árið 2004 og hljóp þar 10 km og fyrsta mara- þonið hljóp hún í Kaupmannahöfn 2009 og hefur nú hlaupið 16 mara- þon og þar af eru þrjú últramara- þon. Í gegnum hlaupin fór hún líka að stunda jóga, fyrst til að teygja og ná góðri öndun sem myndi nýt- ast í hlaupunum, en síðar dýpkaði sú ástundun og varð að miklu breytingarafli í hennar lífi. Una sótti um starfsmannastjóra- stöðu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 2002 og fékk starfið og árið 2004 fór hún að vinna sem mannauðsstjóri hjá Icelandair og tveimur árum síðar eignast hún fjórða barnið. Í kjölfarið sagði hún S teinunn Una Sigurð- ardóttir fæddist 5. ágúst 1971 í Reykjavík en ólst upp í Njarðvíkunum í Reykjanesbæ. „Það dýr- mætasta sem ég tek með mér úr æskunni eru vinkonurnar. Við er- um níu saman í saumaklúbbi og ég er sú sjötta í hópnum sem verð fimmtug á árinu.“ Þegar hún var 10 ára fluttu foreldrar hennar að Sólheimum í Grímsnesi og voru þar í tvö ár. „Það hafði mjög mót- andi áhrif á mig að fara þangað, bæði sá ég fjölbreytileika mannlífs- ins og ekki síður möguleika einstaklingsins til að hafa áhrif. Mamma sagði mér frá Sesselju og að hún hefði ein stofnað Sólheima því hún hefði haft svo mikla ástríðu fyrir velferð fatlaðs fólks og að búa til gott samfélag.“ Steinunn Una, sem er alltaf köll- uð Una, kynntist eiginmanni sín- um, Sigurði, snemma og þau voru byrjuð saman þegar hún var 17 ára. Þau voru að flýta sér og keyptu blokkaríbúð og Una hætti í skólanum og var búin að eignast fyrsta barnið 19 ára. Þegar hún ætlaði aftur í skólann varð hún ófrísk aftur. „Þegar vinkonurnar voru að fara til Mexíkó í útskriftarferð var ég bara með barnið á handleggnum að borga af blokkaríbúðinni.“ Þegar hún var 23 ára ákvað hún að áður en hún yrði þrítug yrði hún búin að mennta sig, eignast þriðja barnið og giftast Sigurði sín- um. „Þetta var ekkert einfalt en með góðri hjálp mömmu, sem bjó í næstu götu, tókst þetta og ég þakka henni fyrir að hafa gert mér kleift að ná að hafa gaman af þessu öllu saman.“ Það var mikið að gera þessi ár, en hún náði öllum markmiðunum þótt fjölskyldan seldi íbúðina og keypti hús á tímabilinu. Hún vann með náminu öll árin og lauk stúd- entsprófi 1996 og fór þá beint í við- skiptafræði í HÍ og vann sem flug- freyja hjá Icelandair meðfram náminu og Sigurður alltaf á sjón- um. Hún útskrifaðist úr viðskipta- fræðinni um jólin 2000 og 3. janúar lega skemmtileg.“ Una fór í jóga- kennaranám á spænsku sem var strembið út af tungumálinu en gekk vel. Hún vildi læra meira og fór til Barcelona á námskeið og þá var verið að kynna nám á Indlandi sem hún rétt náði að fara í áður en Covid skall á. „Ég er náttúrlega ofboðslega vel gift og maðurinn minn hefur alltaf verið minn stærsti stuðningsmaður alla tíð. Hann og mamma.“ Hún segir að námið á Indlandi hafi verið magnað. „Það fer í gang ákveðið ferli. Fyrst var ég spennt, svo þreytt og með verki og þegar ég var alveg að gefast upp, þá gerðist eitthvað og viðhorf mitt til lífsins breyttist. Mig langaði að skilja heiminn eftir betri þegar ég færi og sá allt í öðru ljósi.“ Hún segir að foreldrar hennar hafi allt- af verið frekar andlega sinnuð og að hún hafi verið skírð eftir lækna- miðlinum Unu í Garði, en faðir hennar var mjög tengdur henni sem barn í Garðinum og líklega hafi blundað í henni áhugi á and- legum málum frá æsku. Þegar heim var komið ákvað Una að breyta alveg til og fara í Steinunn Una Sigurðardóttir lífskúnstner, hlaupari og jógakennari – 50 ára Fjölskyldan Í fermingu Halldórs Loga. Frá vinstri: Sigurður Freyr, Una, Hafþór Smári á milli bræðranna, Sigurður, Svala Dís og Halldór Logi. Það má alveg hlaupa aðra leið New York Ástríðuhlauparinn Una að ljúka maraþoni í New York 2017. Indland Una í Ashram jóganáminu í Indlandi í febrúar 2020. Til hamingju með daginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.