Morgunblaðið - 05.08.2021, Síða 56

Morgunblaðið - 05.08.2021, Síða 56
Bræður Ásgeir vildi gera kvikmynd um bræðrasamband og fékk hann Jónas frænda sinn til að leika á móti sér. VIÐTAL Hólmfríður Ragnhildardóttir hmr@mbl.is „Það eru miklir fordómar gagn- vart ungu fólki sem er að skapa list eða er í kvikmyndagerð. Fólk spyr okkur alltaf fyrst hvort við séum að gera stuttmynd en svo þegar ég segi að hún sé í fullri lengd þá spyr það hvort hún sé 20 mínútur. Nei, hún er tveir tímar. Við erum að gera þetta. Það er ekki fyrr en núna þegar við erum að komast inn á kvikmyndahátíðir og okkur eru boðnir flugmiðar út að fólk er að átta sig á því að við erum að gera þetta af alvöru,“ segir Ásgeir Sigurðsson, tvítugur kvikmyndagerðarmaður, sem skrifaði, leikstýrði og lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Harmur. Tvítugir að gera kvikmynd Kvikmyndin er sjálfstætt verk- efni sem Ásgeir hefur staðið fyrir ásamt þremur vinum sínum, þeim Elvari Birgi Elvarssyni, Halldóri Ísak Ólafssyni og síðast en ekki síst Antoni Kristensen sem leik- stýrði myndinni ásamt Ásgeiri. Það vekur athygli að félagarnir eru allir rétt rúmlega tvítugir en þeir eru fæddir á árunum 1998 til 2000. Aðspurður segir Ásgeir reynslu þeirra félaga ekki yfirgripsmikla. Kynntust þeir flestir í kvik- myndagerð í Borgarholtsskóla en Anton er sá eini sem lokið hefur framhaldsnámi við New York Film Academy í Los Angeles. Sjálfur hefur Ásgeir leikstýrt þáttaröð á Rúv Núll og var það stærsta verkefnið sem hann hafði tekið þátt í fram að Harmi. „Eins og ég segi þá erum við mjög ungir, þannig að það er ekki mikill ferill á bak við okkur. Við ákváðum bara að hoppa í þetta því við vissum að þetta væri eitt- hvað sem við gætum gert og viss- um að við værum með nóg af ástríðu og hæfileikum. Einhvern veginn tókst það síðan,“ segir hann. Lágur meðalaldur þeirra fé- laga og stuttur starfsferill virðist ekki hafa komið að sök, en kvik- myndin hefur nú þegar verið val- in inn á þrjár stórar, alþjóðlegar kvikmyndahátíðir í Evrópu og Bandaríkjunum, Oldenberg Film Festival, Rhode Island Int- ernational Film Festival og Nor- dic International Film Festival. Bíða þeir nú spenntir svara frá öðrum hátíðum og eru þeir bjart- sýnir á framhaldið miðað við þær undirtektir sem verkið hefur fengið. Skrifaði handritið í vinnunni Spurður hvenær sú hugmynd að leggja af stað í kvikmyndafram- leiðslu hafi kviknað kveðst Ásgeir hafa verið staðráðinn í að gera kvikmynd eftir útskrift úr Borgar- holtsskóla. Þótti honum það væn- legra til árangurs en að halda áfram í kvikmyndanámi. Hafði hann skrifað handritið að Harmi í afgreiðslustarfi sem hann sinnti meðfram framhaldsskólagöngunni. Náði Ásgeir síðar að fá félaga sína í lið með sér og rétt áður en Anton lauk námi sínu erlendis voru þeir farnir að skipuleggja hvernig mögulegt væri að framkvæma hug- myndina. Var fyrsta skrefið að leggja vissa upphæð mánaðarlega til hliðar. Ásgeir kveðst hafa haft þá hug- mynd í pokahorninu að gera kvik- mynd um tvo bræður sem yrðu leiknir af honum sjálfum og litlum frænda hans, Jónasi Birni Guð- mundssyni. Ásgeir hafði áður feng- ið frænda sinn í lið með sér þegar hann gerði útskriftarmyndina sína úr Borgarholtsskóla. Að sögn Ás- geirs þótti ekki mikið til þeirrar myndar koma en leikur Jónasar þótti þó skara fram úr þrátt fyrir ungan aldur hans. „Ég vissi að mig langaði að skrifa um samband milli okkar. Eitthvað svona gott bræðra- samband. Svo kom eiginlega hug- myndin að handritinu út frá því og ég vissi að ég hafði aðgang að hon- um.“ Að sögn Ásgeirs fellur kvik- myndin í flokk dramamynda. Fjallar hún um fjölskyldu, móður og tvo syni, og atburðarás sem hefst þegar að móðirin fellur aftur í gryfju eiturlyfjaneyslu. Eina nóttina týnist yngri bróðirinn, sem leiðir þann eldri í leitarleiðangur í gegnum undirheima Reykjavíkur. „Þetta er svona smá nordískur krimmi með smá tvisti. Við vildum frá upphafi ekki detta í einhverja algjöra klisju og gera þessar þunglyndu eiturlyfjamyndir sem eru vinsælar hér á landi. Við fór- um meira í svona drama- og spennumynd,“ segir hann. Útsjónarsemi nauðsynleg Spurður hvort ekki hafi verið yfirþyrmandi að skrifa, leikstýra og leika aðalhlutverkið í fyrstu kvikmyndinni, segist Ásgeir alla- vega hafa haft nóg að gera. Kveðst hann þakklátur þeim hóp sem var með honum og hafi þau í raun gert honum kleift að gera alla þessa hluti. Á endanum hafi í raun bara verið ótrúlega gaman að taka bæði þátt í senunni og vera á bak við tökuvélina á sama tíma. Fjármagnið sem drengirnir höfðu milli handanna við gerð og tökur veitti ekki mikinn sveigjan- leika enda kostnaðarsamt að fram- leiða kvikmynd í fullri lengd. Var verkið keyrt áfram á sjóðnum sem drengirnir höfðu safnað og mynd- in tekin upp á kvikmyndabúnað og myndavélar sem þeir höfðu fjár- fest í frá því þeir hófu nám í Borgarholtsskóla. „Það var eiginlega öll ástríðan sem kom okkur í gegnum þetta og er ástæðan fyrir því að þetta lítur svona vel út. Í gegnum skóla- göngu okkar þá vorum við allir í hlutastörfum og vorum alltaf að fjárfesta í gegnum öll árin. Svo er þetta líka spurning um að hugsa út fyrir kassann þegar maður er með lítið fjármagn. Maður þarf að hugsa um að hverju ég hef aðgang og hvernig ég viti að ég geti gert góða sögu fyrir lítinn pening.“ Ásgeir segir lykilinn að baki velgengninni vera óeigingjarna vinnu þeirra sem komu að gerð kvikmyndarinnar. Fengu þeir fé- lagar til liðs við sig fólk úr öllum áttum, var tónlistin fyrir kvik- myndina meðal annars frumsamin af kunningjum þeirra. Leik- arahópurinn var heldur ekki af verri endanum en meðal þeirra sem fara með aðalhlutverkin eru þær Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir og Aldís Amah Hamilton. „Þetta er allt gert af góðviljuðu fólki sem vildi hjálpa okkur og sá tækifærið í því og vildi verða hluti af þessu verkefni, því það vissi að þetta var að fara að ganga vel. Eins með leikarateymið, við höfð- um ekki mikið til að sýna þeim nema handritið. Það var eitthvað sem þau sáu í þessu og vildu vera með.“ Auk fjárhagslegra takmarkana setti yfirstandandi heimsfaraldur strik í reikninginn. Tökur á kvik- myndinni stóðu yfir í tvær vikur í október á síðasta ári og í viku í febrúar á þessu ári. Að sögn Ás- geirs var erfiðasta tímabilið þegar 10 manna samkomutakmark- anirnar voru og ekki var hægt að hafa marga á setti. „En sem betur fer er þetta lítil mynd svo þetta heppnaðist allt.“ Hlakkar til að frumsýna Nú þegar verkið er næstum klárt og tilbúið til sýningar segist Ásgeir hlakka mest til að sýna Ís- lendingum kvikmyndina þó hátíð- irnar erlendis séu vissulega spennandi líka. Kveðst hann áhugasamur að sjá viðbrögð fólks og er hann vongóður miðað við þá gagnrýni sem strákarnir hafa fengið nú þegar. Nú sem stendur eru allir fé- lagarnir í vinnu með kvikmynda- störfunum en Ásgeir er þó bjart- sýnn á að Harmur muni opna dyr fyrir þá innan bransans. Vonar hann að velgengni kvikmyndarinn- ar leiði til þess að hann geti gert kvikmyndagerð að fullri atvinnu. Aðspurður segist Ásgeir ekki sjá fram á að sækja um í fram- haldsnám fljótlega. Vill hann held- ur halda áfram á þeirri braut sem hann er nú staddur á, enda óþarfi að hætta þegar svona vel gengur. „Ég held að framhaldsnám á þess- um tímapunkti myndi drepa „the momentum“. Miðað við viðbrögðin við fyrstu myndinni þá held ég að það eina í stöðunni sé að halda áfram að gera það sama,“ segir hann að lokum. Kvikmyndagerðarmenn á uppleið - Harmur hefur verið valin inn á þrjár erlendar kvikmyndahátíðir - Fjórir vinir fæddir á árunum 1998 til 2000 framleiddu myndina saman - Skrifaði handritið á meðan hann sinnti afgreiðslustarfi Leikstjóri Ásgeir Sigurðsson skrifaði, leikstýrði og lék aðalhlutverkið. Myndataka Anton Kristensen sá um kvikmyndatöku og leikstýrði einnig. 56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2021 LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.