Morgunblaðið - 05.08.2021, Qupperneq 60
60 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2021
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
Gítarleikarinn Páll Eyjólfsson sendi
á dögunum frá sér plötuna Arada en
á henni flytur hann 25 klassísk gítar-
verk ýmissa tónskálda. Öll eiga lögin
það sameiginlegt að vera Páli mik-
ilvæg, enda eru þetta lög sem hann
hefur spilað allt sitt líf.
Platan er tileinkuð kennurum
Páls, Eyþóri Þorlákssyni og José
Luis Gonzáles, en Eyþór lést 2018
og José 1998. „Mér er mjög mikið
hugsað til þeirra þessa dagana. Og
alla daga,“ segir Páll en hann byrj-
aði að læra hjá Eyþóri 16 ára gamall
og hélt síðar til Alcoy í Valencia-
sýslu á Spáni í framhaldsnám undir
leiðsögn Gonzáles.
Lögin sem Páll hljóðritaði segir
hann vera sér öll kær, flest þeirra
hefur hann leikið í mörg ár, allt frá
skólaárum hans á Íslandi og á Spáni.
Verkefni frá æskuárum
„Með Eyþóri fór ég yfir allar þess-
ar Sor-æfingar. Þau voru skyldu-
verkefni hjá honum,“ segir hann um
fyrstu fimm lög plötunnar eftir
Fernando Sor. Næstu tólf eru pre-
lódíur Manuel M. Ponce en þau voru
verkefni hjá Gonzáles. Því eru fyrstu
17 lög plötunnar verkefni kenn-
aranna sem platan er tileinkuð.
„Síðan eru þarna katalónsk þjóð-
lög sem mér þykir mjög vænt um og
hef spilað lengi,“ segir Páll en verkin
á plötunni eru annars vegar spænsk
og hins vegar mexíkósk. Útsetn-
inguna á einu katalónska þjóðlaginu
er Páli mjög annt um.
„Það má segja að sú útsetning sé
frá kennaranum mínum, José Luis.
Hann kom hingað 1986 og var hér
með tónleika og kennslu fyrir ís-
lenska gítarleikara. Ég settist niður
með honum uppi á herbergi einn
daginn og hann skrifaði niður fyrir
mig sína útsetningu á þessu þjóðlagi.
Það er sú útsetning sem ég spila á
diskinum,“ segir Páll.
José Luis Gonzáles hafði lært hjá
gítarmeisturum á borð við Regino
Sainz de la Maza í Madríd auk And-
res Segovia og fór síðar til Ástralíu
og var þar samkennari gítarleik-
arans fræga, Johns Williams.
Mikilvægt að plægja akurinn
Titill plötunnar, Arada, er
spænska og þýðir plógur, eða að
plægja akurinn sinn. „Maður þarf
alltaf að plægja akurinn sinn, svo
hann dafni vel. Hver svo sem hann
er,“ segir Páll en Arada er einnig
nafn á einu verki á diskinum. Sjálfur
er Páll í sífellu að æfa sig á gítarinn
en hann starfar sem gítarkennari í
Tónskóla Sigursveins auk þess sem
hann hefur kennt í Listaháskóla Ís-
lands. „Ég er með mjög góða nem-
endur sem eru komnir langt og ég
þarf að hafa mig allan við til þess að
sinna því verkefni.“
Spurður hvernig starfið sem
kennari samtvinnist sköpuninni seg-
ir Páll þau verkefni að mörgu leyti
lík. „Þetta er í rauninni hvort
tveggja samskipti. Annars vegar við
nemendur og hins vegar áhorfendur
og hlustendur,“ svarar hann.
Fjölskylduafurð
Mikil vinna fór í hönnun plötu-
umslagsins og var sú vinna í höndum
Signýjar Kjartansdóttur en hún er
eiginkona Páls.
„Hún notar þarna efni sem hún
fékk frá mömmu sinni og ömmu og
klippir það þarna fallega saman,“
segir Páll. Ljósmyndarinn Aldís,
dóttir Páls, kom síðan að því að
koma lokaafurðinni á það form sem
sést á umslaginu. „Það má segja að
þetta sé svolítil fjölskylduafurð. Það
rifjuðust upp gamlir tímar fyrir
henni þegar hún var að vinna þetta,“
segir Páll um Aldísi en faðir hennar
hefur leikið lögin í gegnum árin, þar
með talin bernskuár Aldísar.
Plötuna má bæði finna á helstu
streymisveitum en einnig á geisla-
diski eins og fyrr segir. Páll segir að
margir vilji njóta þess að eiga plöt-
una en ekki ná í eitt og eitt lag í
gegnum streymisveitur.
„Það er svolítið öðruvísi að hafa
þetta í höndunum, umslagið og
bæklinginn. Njóta þess líka. Það eru
fjölmargir sem vilja eiga þetta.“
Varðandi plötusölu almennt segir
Páll að tíminn verði að leiða í ljós
framtíð hennar.
Aðspurður hvort það verði útgáfu-
tónleikar segir Páll möguleika á því.
„Það er aldrei að vita,“ segir hann að
lokum.
Ljósmynd/Unnur Karen
Gítarleikarinn „Maður þarf alltaf að plægja akurinn sinn, svo hann dafni vel. Hver svo sem hann er,“ segir Páll.
Hugsar til þeirra alla daga
- Páll Eyjólfsson gítarleikari leikur spænsk og mexíkósk lög á nýrri plötu
- Platan tileinkuð kennurunum - Frá Íslandi til Alcoy - Lærði fyrst á fiðlu
Eftir opinbera heimsókn til Banda-
ríkjanna sneri forsætisráðherra
Íraks aftur til heimalandsins í síð-
ustu viku með 17 þúsund fornmuni
sem eiga rætur að rekja til Mesó-
pótamíu, vöggu siðmenning-
arinnar.
Gripirnir hafa verið varðveittir í
Cornell-háskóla annars vegar og í
Biblíusafninu (Museum of the Bible)
í Washington, sem er í eigu fjöl-
skyldunnar sem rekur verslunar-
keðjuna Hobby Lobby, hins vegar.
Munirnir, mest leirplötur og inn-
sigli, eru taldir hafa verið teknir
ófrjálsri hendi við fornleifa-
uppgröft í Írak og seldir á svörtum
markaði til Bandaríkjanna.
Mikið hefur verið þrýst á vest-
rænar þjóðir að skila menningar-
verðmætum til þeirra landa þar
sem gripirnir eiga uppruna sinn.
Tilraunir til að skila Benínbronsinu
til Nígeríu er hluti af sömu hreyf-
ingu. Að sögn menningarmála-
ráðherra Íraks hefur þessi aðgerð
mikla þýðingu fyrir Íraka, sem von-
legt er. Lengi vel hefur stríðshrjáð
þjóðin mátt þola það að menning-
arverðmætum hennar sé stolið fyr-
ir framan nefið á henni en nú er
loks komið að skuldadögum.
AFP
Menningarverðmæti Gríðarlegum fjölda forngripa loks skilað til Íraks.
Írak endurheimtir
17 þúsund forngripi
- Þýðingarmikið fyrir írösku þjóðina
„Sýning er samkvæmi, samkvæmi
lita, forma og þeirra sem koma á
sýninguna, samkvæmi abstrakt og
landslags,“ segir Sævar Karl, fyrr-
um kaupmaður og klæðskeri, í
fréttatilkynningu um sýningu sína
Samkvæmi. Hún verður opnuð í
dag, fimmtudaginn 5. ágúst, í
Portfolio Galleri á Hverfisgötu 71.
Sýningin verður opin fimmtudaga
til sunnudaga frá kl. 14 til 18 og
stendur til 21. ágúst.
Á sýningunni eru málverk og
teikningar sem listamaðurinn hef-
ur unnið að hér á landi og í stúd-
íói sínu í München. „Manns-
líkaminn er eins og landslag og
öfugt. Eins og landslag speglast í
vatni þá er speglun í líkamanum,
speglun og endurtekning,“ segir
jafnframt í tilkynningu. Aðra sýn-
ingu með verkum Sævars Karls
má finna á kaffihúsinu Mokka til
22. september.
Sævar Karl sýnir í
Portfolio Galleri
Málverk Annað af tveimur Flosagjárverk-
um Sævars sem finna má á sýningunni.
Vegna samkomutakmarkana af
völdum veirufaraldursins hefur
verið ákveðið að fresta áður aug-
lýstri dagskrá, gleðistundinni
„Hver var Ámundi smiður?“ sem
halda átti að Kvoslæk á laugardag-
inn kemur. Arndís S. Árnadóttir
listfræðingur ætlaði þar að fræða
gesti um þann merka mann sem
enn eru til margir munir eftir, til
dæmis skírnarfonturinn í Odda-
kirkju. Stefnt er að því að halda við-
burðinn síðar.
Fresta dagskrá
um Ámunda smið