Morgunblaðið - 01.09.2021, Side 6

Morgunblaðið - 01.09.2021, Side 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2021 Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is Ten Points Pandora 28.990 kr. Nýjar vörur frá Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Heyskapur gekk almennt vel í sumar. Bændur á sólarsvæðunum á Norður- og Austurlandi hafa getað valið sér daga til að slá. Þess vegna eru heyin góð en vegna þurrka er útlit fyrir að heyfengur verði ekki meiri en í meðal- ári. Sunnanlands bjargaði góður seinni sláttur miklu eftir erfitt vor. Rakinn skipti sköpum „Vegna sólar og ágætrar úrkomu hefur uppskera af túnunum verið mjög mikil síðsumars. Ég er búinn að slá töluvert af þriðja slætti. Uppsker- an er allt að tólf rúllum á hektara,“ segir Bessi Freyr Vésteinsson, holda- nautabóndi og landbúnaðarverktaki í Hofsstaðaseli í Skagafirði. Til saman- burðar má geta þess að hann fékk átta rúllur af þessu stykki í fyrsta slætti og sex rúllur í öðrum slætti. Hann segir að þetta beri vott um þá miklu grósku sem verið hefur í Skagafirði síðsumars. Hann hefur þær skýringar á þessari miklu upp- skeru að mikill lofthiti og passlegur raki geri það að verkum að áburðar- efni í jarðveginum séu auðlosanlegri og nýtist grasinu til vaxtar. Bessi sér um heyskap fyrir marga bændur og segir að vel hafi ræst úr með heyskap hjá þeim öllum, eftir kalt vor. Verkun góð og heygæði mikil „Heyskapur hefur gengið ótrúlega vel. Grasið var slegið og varla þurfti að snúa áður en það var hirt. Verkun og gæði heyjanna eru örugglega með allra besta móti. Ég held hinsvegar að magnið verði ekki sérstaklega mikið. Þurrkarnir munu hamla því að ein- hverju leyti,“ segir Baldur Helgi Benjamínsson, bóndi á Ytri-Tjörnum í Eyjafjarðarsveit. Hann nefnir að bæjarlækurinn sé þurr og það hafi ekki gerst í rúm tuttugu ár. Eyfirskir bændur eru almennt búnir með heyskap. Baldur hefur ver- ið að slá annan slátt, í það sem hann kallar kvíguhey, og gæti þurft að slá eitthvað í þriðja skipti. Góður seinni sláttur „Menn eru almennt búnir á þessu svæði. Ég hugsa að heyfengur úr fyrsta slætti hafi verið undir meðal- lagi en við fengum mjög góðan seinni slátt. Það bjargaði miklu,“ segir Ragnar Lárusson, bóndi í Stóra-Dal í Vestur-Eyjafjallasveit. Hann segir að maí og júní hafi verið kaldir. Með hita og vætu eftir 20. júní hafi allt farið að líta betur út. Flestir bændur þar um slóðir luku seinni slætti um miðjan ágúst. Það er ekki óvenjulegur tími. Ragnar segist taka þriðja slátt á túnum sem hann beitir ekki þegar rigningunum sloti. Tólf rúllur á hekt- ara í þriðja slætti - Góð hey nyrðra - Seinni sláttur bjargaði málum syðra Ljósmynd/Baldur Helgi Benjamínsson Heyskapur Aðalsteinn Hallgrímsson, bóndi og verktaki í Garði, rúllar heyi á Ytri-Tjörnum í gær. Verðlag á áfengi á Íslandi er það næsthæsta í 30 Evrópulöndum samkvæmt nýjum samanburði Eurostat, hagstofu Evrópusam- bandsins. Samanburðurinn nær til landa Evrópusambandsins auk Íslands, Noregs og Sviss. Ísland hefur verið í efsta sæti listans í eldri samanburði Eurostat á áfengisverði en Noregur trónir á toppnum að þessu sinni í nýjum verðsamanburði í Evrópulöndunum, sem er fyrir árið 2020. Mikill verðmunur milli landa Áfengisverðið á Íslandi er 139% hærra en meðaltalið í löndum ESB og meira en þrefalt hærra en í Ungverjalandi þar sem það er lægst. Finnland, Írland og Svíþjóð koma í næstu sætum á eftir Íslandi. Eurostat ber saman verð á sterku áfengi, víni og bjór í Evr- ópulöndunum og leiðréttir það til sambærilegs verðlags með því að reikna út kaupmáttarjöfnuð milli landanna og raðar löndunum á verðlagsvísitölu (sjá meðfylgjandi töflu). omfr@mbl.is Verðlagsvísitala áfengis á Íslandi og í nokkrum Evrópulöndum 2020 Verðlag m.v. jafnvirðisgildi (PPP), vísitala ESB-meðaltals = 100 Heimild: Eurostat N or eg ur Ís la nd Fi nn la nd Ír la nd Sv íþ jó ð G rik kl an d Sv is s D an m ör k Ei st la nd M al ta Le tt la nd B el gí a Kr óa tía Au st ur rík i Lú xe m bo rg Po rt úg al H ol la nd Íta lía Ký pu r Fr ak kl an d E S B -m e ð a lt a l Li th áe n Sl óv en ía Sl óv ak ía Þý sk al an d Sp án n Té kk la nd Pó lla nd B úl ga ría Rú m en ía U ng ve rja la nd 251 239 193 181 166 137 129 127 119 119 115 112 107 107 107 106 104 104 103 101 100 100 96 95 91 89 88 87 81 74 73 Áfengi næstdýrast á Íslandi - Verðlag áfengra drykkja hæst í Noregi og Ísland í öðru sæti í samanburði Eurostat, sem nær til 30 Evrópulanda Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is Til stendur að opna nýtt liðskiptaset- ur, þ.e. skurðstofu þar sem eingöngu er sinnt liðskiptaaðgerðum, við Heil- brigðisstofnun Vesturlands á Akra- nesi en gert er ráð fyrir því að lið- skiptasetrið taki að fullu til starfa í mars á næsta ári. Stofnunin verður þá með getu til að framkvæma um 430 aðgerðir á ári sem er rúmlega tvöföld- un á núverandi afkastagetu, að því er greint var frá í tilkynningu heilbrigð- isráðuneytisins í gær. Þá er einnig unnið að stækkun handlækningadeildar HVE en deildin tekur á móti sjúklingum í kjölfar lið- skiptaaðgerða. Þar verður rúmum fjölgað úr 10 í 16. Þeim einstaklingum sem bíða eftir liðskiptum hefur farið fjölgandi og hefur biðtími þeirra lengst undanfar- in ár, að sögn Ásgeirs Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra fjármála og rekstrar HVE. Til að mynda var mið- gildi biðtíma eftir liðskiptaaðgerðum á Heilbrigðisstofnun Vesturlands 210 dagar árið 2019, samkvæmt greinar- gerð embættis landlæknis. „Þessum aðgerðum er að fjölga. Fólk gerir bara meiri kröfur til þess að eiga betra líf. Það er farið að setja það fyrir sig að komast ekki lengur níu holur í golfi. Fólk vill ekki vera verkjað þegar það veit að það getur fengið nýjan hnjálið eða mjöðm,“ seg- ir Ásgeir. Stofnun setursins er liður í því að mæta vaxandi þörf fyrir þessar að- gerðir og stytta bið fólks í brýnni þörf. Spurður segir Ásgeir vænta þess að ráðið verði í 8-12 ný stöðugildi í nýja liðskiptasetrinu. Nýtt liðskipta- setur á Akranesi - Mun stytta bið fólks eftir aðgerðum Heilbrigðisstofnun Vesturlands Skurðaðgerðir Nýtt liðskiptasetur verður opnað á Akranesi á næsta ári. Til stendur að kortleggja svokallaðar óleyfisíbúðir eða búsetu fólks í at- vinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu í október eða nóvember nk. Þetta staðfestir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri í samtali við Morg- unblaðið. Tekin var stöðumynd af umgangi óleyfisíbúða árið 2017 en nú hyggst slökkviliðið heimsækja hvert einasta atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæð- inu til að fá nákvæmari tölu yfir fjölda óleyfisíbúða og þá einstaklinga sem búa í slíkum íbúðum, en verkefnið verður unnið í samstarfi við sveitar- félögin á höfuðborgarsvæðinu, ASÍ og húsnæðis- og mannvirkjastofnun, að sögn Jóns. „Þarna eru menn að velta fyrir sér hvort það þurfi að huga að einhverj- um breytingum á löggjöfinni þannig að það sé mögulegt fyrir fólk að búa í atvinnuhúsnæði en eins og lögin eru í dag þá er það ekki heimilt,“ segir hann. „Það er kannski ekkert endi- lega rétt að hafa það þannig því mikið af þessu húsnæði og íbúðum er alger- lega til fyrir- myndar.“ Þó séu til dæmi um að fólk búi í at- vinnuhúsnæði þar sem brunavarnir þykja óviðunandi og þá ber slökkvi- liðinu skylda til að tilkynna slík tilvik til lögreglunnar, að sögn Jóns. „Ef öryggishlutinn er í lagi þá er- um við ekki að henda fólki út eða fara í neinar aðgerðir,“ segir hann. „Aftur á móti stendur í lögunum um bruna- varnir að okkur beri að tilkynna slíka búsetu til lögreglu og höfum við gert það með verstu tilfellin, þar sem við sjáum að ekki verði hægt að tryggja öryggi íbúa.“ Jón telur óleyfisbúsetu ekki vera á neinum förum og því þurfi að gera eigendum atvinnuhúsnæðis mögulegt að sækja um breytta notkun á hús- næðinu til byggingarfulltrúa. unnurfreyja@mbl.is Óleyfisbúseta verður kortlögð á næstunni - Mögulega þörf á lagabreytingum Jón Viðar Matthíasson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.