Morgunblaðið - 01.09.2021, Side 22

Morgunblaðið - 01.09.2021, Side 22
22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2021 Lengjudeild karla Afturelding – Vestri ................................. 2:2 Þór – ÍBV .................................................. 0:1 Kórdrengir – Víkingur Ó......................... 4:0 Staðan: Fram 19 16 3 0 48:14 51 ÍBV 17 12 2 3 31:13 38 Kórdrengir 19 11 4 4 33:19 37 Fjölnir 18 9 3 6 29:18 30 Grótta 19 9 2 8 37:34 29 Vestri 18 9 2 7 30:33 29 Afturelding 19 6 5 8 35:37 23 Grindavík 19 6 5 8 33:38 23 Selfoss 19 6 3 10 32:38 21 Þór 19 5 5 9 29:31 20 Þróttur R. 19 3 2 14 30:45 11 Víkingur Ó. 19 1 2 16 19:66 5 3. deild karla ÍH – Ægir.................................................. 1:3 Staðan: Höttur/Huginn 19 12 2 5 34:24 38 Ægir 18 10 5 3 37:22 35 Sindri 19 10 3 6 37:27 33 Elliði 19 10 1 8 39:31 31 KFG 18 8 7 3 28:20 31 KFS 19 9 1 9 30:39 28 Dalvík/Reynir 18 7 4 7 30:24 25 Víðir 18 7 4 7 28:31 25 Augnablik 19 6 4 9 34:37 22 ÍH 19 4 5 10 32:44 17 Einherji 19 5 1 13 32:46 16 Tindastóll 19 3 5 11 31:47 14 4. deild karla A 8-liða úrslit, seinni leikir: Kría – Hamar............................................ 1:3 _ Hamar áfram, 4:2 samanlagt. Álftanes – Kormákur/Hvöt ..................... 1:1 _ Kormákur/Hvöt áfram, 2:1 samanlagt. Vængir Júpíters – Árborg....................... 2:1 _ Vængir Júpíters áfram, 4:3 samanlagt. KH – Ýmir................................................. 2:1 _ KH áfram, 2:1 samanlagt. _ Hamar leikur við Kormák/Hvöt og KH mætir Vængjum Júpíters í úrslitaeinvígum um tvö sæti í 3. deild. Meistaradeild kvenna 2. umferð, fyrri leikir: Rosengård – Hoffenheim ....................... 0:3 - Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn með Rosengård. Twente – Benfica..................................... 1:1 - Cloé Lacasse kom inn á sem varamaður hjá Benfica á 50. mínútu. Apollon – Limassol Zhytlobud............... 1:2 - Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir lék allan leik- inn með Apollon. Arsenal – Slavia Prag .............................. 3:0 Real Madrid – Manchester City ............. 1:1 Danmörk Bikarkeppnin, 2. umferð: Kolding – Esbjerg.................................... 2:1 - Andri Rúnar Bjarnason kom inn á sem varamaður hjá Esbjerg á 85. mínútu, Ísak Óli Ólafsson var ekki í hóp. Svíþjóð Trelleborg – Öster................................... 1:0 - Alex Þór Hauksson lék allan leikinn með Öster. 0-'**5746-' Noregur Drammen – Elverum .......................... 33:34 - Óskar Ólafsson skoraði þrjú mörk fyrir Drammen. $'-39,/*" Breiðablik mætir Osijek í fyrri leik liðanna í 2. umferð Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu á Gradski- vellinum í Osijek í dag. Síðari leik- ur liðanna fer fram á Kópavogsvelli 9. september en það lið sem fer með sigur af hólmi í einvíginu tryggir sér sæti í riðlakeppni Meistara- deildarinnar. „Við erum allar spenntar fyrir leiknum og eftir því sem ég kemst næst eru allir leik- menn klárir í slaginn,“ sagði Blik- inn Kristín Dís Árnadóttir í samtali við Morgunblaðið í gær en viðtal við hana smá sjá á mbl.is/sport. Blikar nálgast riðlakeppnina Morgunblaðið/Árni Sæberg Evrópa Kristín Dís og Blikar eiga mikilvægan leik fyrir höndum. ÍBV stendur vel að vígi í öðru sæti 1. deildar karla í knattspyrnu, Lengjudeildarinnar, eftir 1:0-sigur gegn Þór á SaltPay-vellinum á Ak- ureyri í 19. umferð deildarinnar í gær. Breki Ómarsson skoraði sig- urmark leiksins á 61. mínútu en ÍBV er með 38 stig í öðru sætinu eftir sautján spilaða leiki. Kór- drengir eru í þriðja sætinu með 37 stig eftir nítján spilaða leiki en liðið vann 4:0-sigur gegn Víkingi frá Ólafsvík á Domusnovavellinum í Breiðholti. Þá gerðu Afturelding og Vestri 2:2-jafntefli að Varmá. Hörð barátta ÍBV og Kórdrengja Morgunblaðið/Eggert Mark Kórdrengir eru í harðri bar- áttu um annað sæti 1. deildarinnar. atan Ingi í samtali við Morgun- blaðið. En hvað hefur farið úrskeið- is? „Við höfum farið oft yfir þetta en ég á svolítið erfitt að með setja putt- ann nákvæmlega á það. Þetta hefur einhvern veginn verið þannig að það hefur allt verið stöngin út. Svo hefur kannski líka vantað örlítið meiri breidd. Við misstum bæði Þóri [Jó- hann Helgason] og Ágúst [Eðvald Hlynsson] og svo voru leikmenn í bönnum og meiðslum. En ég á erfitt með að segja nákvæmlega hvað það er, það er eitthvað sem hefur vantað á þessu tímabili til þess að við gæt- um unnið fleiri leiki,“ sagði hann. Vilja hefja nýtt tímabil strax Jónatan Ingi sagði FH-inga sann- arlega ætla að gera betur á næsta tímabili og blanda sér almennilega í toppbaráttuna. „Já algjörlega. Það verður örugglega pínulítið erfitt að vera með svona langt undirbúnings- tímabil af því að okkur langar alla að byrja nýtt tímabil og sýna almenni- lega hvað við getum. En við þurfum bara að nota veturinn vel og við ætl- um klárlega að koma til baka á næsta ári og berjast um titilinn, það er ekkert annað í boði.“ Þrátt fyrir að hafa ekki að neinu að keppa sjálfir getur FH enn haft áhrif á toppbaráttuna í deildinni þar sem liðið á til að mynda eftir að mæta toppliði Breiðabliks. Hann sagði að þó það gæti verið skemmti- legt að hafa einhver slík áhrif hefðu FH-ingar fremur viljað vera við toppinn sjálfir. „Við sýndum það til dæmis á móti Víkingi [sem tapaðist 1:2] að ef við spilum almennilega eigum við alveg erindi þangað. Við vorum betri í leiknum en eins og svo oft áður þá unnum við ekki. Þetta verður skemmtilegur leikur á móti Blik- unum. Við eigum Stjörnuna fyrst og svo Blikana næst. Auðvitað er þann- ig séð gaman að hafa áhrif á topp- baráttuna en við hefðum helst viljað vera í henni sjálfir.“ Komið að 14 mörkum Spurður um hvað honum hafi þótt um sína eigin frammistöðu á tíma- bilinu sagði Jónatan Ingi: „Hún hef- ur verið allt í lagi í mörgum leikj- um. Ég er búinn að skora fimm mörk og leggja upp níu [í 19 leikj- um í deildinni] og það er minn besti persónulegi árangur yfir eitt tíma- bil, og það eru ennþá þrír leikir eft- ir. En engu að síður finnst mér eiginlega sem ég eigi að vera búinn að skora meira, ég er alveg búinn að fá færi til þess, til dæmis í síð- asta leik á móti Víkingi. Mér finnst að ég eigi að vera búinn að gera enn betur. En það er tími fyrir það í næstu leikjum og á næsta ári.“ Eins og hann bendir á hefur Jón- atan Ingi komið með beinum hætti að 14 mörkum FH í deildinni í sum- ar, tæplega helmingi marka liðsins, sem eru 32 talsins hingað til. Það er enda eitthvað sem hann lagði upp með að bæta fyrir þetta tímabil. „Alveg 100 prósent. Síðustu ár hef ég kannski verið að eiga góða leiki en ekki verið að koma að nógu mörgum mörkum með beinum hætti, hef átt góða leiki án þess að hafa eitthvað að sýna fyrir það. Þannig að það er búið að vera mjög gott að fá tölfræðina upp, þessi mörk og stoðsendingar,“ sagði hann. Stefnir aftur út Jónatan Ingi, sem er 22 ára gam- all, hyggst halda áfram að bæta sig og stefnir ótrauður aftur út í at- vinnumennsku, en hann lék með unglingaliðum AZ Alkmaar í Hol- landi um tæplega þriggja ára skeið áður en hann sneri aftur heim til uppeldisfélagsins FH vorið 2018. „Mín framtíðarmarkmið eru klár- lega að fara aftur út í atvinnu- mennsku. Það voru einhverjar þreifingar í þessum glugga en það var ekkert sem ég hafði raunveru- lega áhuga á og ég vildi klára tíma- bilið hér. Það verður bara að koma í ljós hvort það verði fyrir næsta tímabil eða eftir það en það er alla- vega klárt markmið mitt að fara aft- ur út,“ sagði Jónatan Ingi að lokum í samtali við Morgunblaðið. Vonbrigði að vera ekki í toppbaráttu - Hefur komið að tæplega helmingi marka FH - Eygir atvinnumennsku Morgunblaðið/Eggert Bestur FH-ingurinn Jónatan Ingi Jónsson er leikmaður ágústmánaðar hjá Morgunblaðinu eftir að hafa fengið átta M í fimm leikjum í mánuðinum. ÁGÚST Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Vængmaðurinn Jónatan Ingi Jóns- son lék frábærlega með FH í ágúst þegar hann skoraði fjögur mörk og lagði upp önnur fimm í fimm leikj- um í úrvalsdeild karla í mánuðinum. Í leikjunum fimm unnu FH-ingar tvo sigra, gerðu tvö jafntefli og töp- uðu einum leik. Liðið siglir lygnan sjó um miðja deild, er í 6. sæti þegar þrjár umferðir eru óleiknar og hefur í raun ekki að neinu að keppa leng- ur þar sem Evrópusæti er afar ólík- legt úr þessu og fall er ómögulegt. „Þetta er náttúrlega ekki það sem við stefndum að. Við ætluðum okkur að vera að berjast um titilinn og vera við toppinn. Við fórum allt í lagi af stað en fljótlega fórum við að missa leiki sem við hefðum átt að vera að vinna niður í jafntefli og töp. Við höfum verið aðeins betri upp á síðkastið en samt eigum við ennþá rosalega mikið inni og ég held að við séum allir svekktir með hvernig þetta tímabil hefur farið,“ sagði Jón- Jónatan Ingi Jónsson, hægri kantmaður FH-inga, var besti leikmaður ágústmánaðar í úrvalsdeild karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Jón- atan fékk flest M í einkunnagjöf blaðsins af öllum leikmönnum deild- arinnar í mánuðinum, eða 8 talsins. Hann skákaði þar Höskuldi Gunnlaugssyni, hægri bakverði og fyrirliða Breiðabliks, sem fékk 7 M samtals í ágústmánuði en þeir tveir voru afger- andi í tveimur efstu sætum í M-gjöfinni í mánuðinum. Næstu menn á eftir þeim voru með 5 M samanlagt. Jónatan fékk tvisvar í röð tvö M fyrir frammistöðu sína og eitt M í öðrum leikjum FH í ágúst. Úrvalslið ágústmánaðar má sjá hér til hliðar og er fjórða mánaðarliðið sem Morgunblaðið birtir á tímabilinu. Þeir Höskuldur Gunnlaugsson og Kristinn Jónsson, bakvörður KR og besti leikmaður júlímánaðar, hafa í þrjú skipti af fjórum verið í byrjunarliði mánaðarliðs. Þeir tveir eru jafn- framt efstir í M-gjöf blaðsins, Höskuldur með samanlagt 17 M á tímabilinu og Kristinn með 16. Hannes Þór Halldórsson markvörður Vals og Viktor Karl Einarsson miðjumaður Breiðabliks eru báðir í byrjunarliði mánaðar í annað sinn á tímabilinu. Þá hafa Gísli Eyjólfsson, Ísak Snær Þorvaldsson, Kristall Máni Ingason og Frans Elvarsson allir verið einu sinni í byrjunarliði og einu sinni varamaður í mánaðarliði. Aðrir sem eru í 18 manna hópnum hér til hliðar eru allir í mánaðarúrvali í fyrsta skipti í ár. Breiðablik fékk flest M samtals í ágúst, 40 talsins. Víkingur fékk 32, FH 30, Stjarnan 26, KR 25, KA 24, Valur 19, HK 19, Keflavík 19, ÍA 19, Leiknir R. 18 og Fylkir fékk aðeins 15 M samtals í ágústmánuði. vs@mbl.is Lið ágústmánaðar hjá Morgunblaðinu í Pepsi Max-deild karla 2021 VARAMENN: Árni Marinó Einarsson 4 1 ÍA Frans Elvarsson 4 Keflavík Ástbjörn Þórðarson 4 1 Keflavík 4-5-1 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 2 Fjöldi sem leik- maður hefur fengið 2 EggertAron Guðmundsson 4 1 Stjarnan Daníel FinnsMatthíasson 4 Leiknir R. Jason Daði Svanþórsson 4 1 Breiðablik Stefán Árni Geirsson 4 KR Hannes Þór Halldórsson Valur Björn Berg Bryde Stjarnan Sölvi Geir Ottesen Víkingur R. Höskuldur Gunnlaugsson Breiðablik Kristinn Jónsson KR Kristall Máni Ingason Víkingur R. Viktor Karl Einarsson Breiðablik Ísak Snær Þorvaldsson ÍA Rodrigo Gómez KA Gísli Eyjólfsson Breiðablik Jónatan Ingi Jónsson FH 2 2 3 1 1 1 1 1 1 1 1 4 7 4 5 5 5 8 5 5 4 4 Jónatan Ingi bestur allra í ágústmánuði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.