Morgunblaðið - 01.09.2021, Síða 28

Morgunblaðið - 01.09.2021, Síða 28
Töfrar eldhússins byrja með Eirvík Eldhúsið er ekki bara herbergi, heldur upplifun Hvort sem þú leitar að innbyggðum heimilistækjum gæddum nýjustu tækni, rómantískri eldavél í sumar- bústaðinn, litríkum matvinnslutækjum í eldhúsið eða nýrri fallegri innréttingu erum við með frábæra valkosti fyrir þig. Vöruúrval Eirvíkur er afar fjölbreytt og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Af hverju að vera eins og allir hinir - þegar maður getur verið einstakur! Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is. Opnunartími mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 11-15 Íslensk-norski djasskvartettinn Astra heldur tónleika í Vinaminni á Akranesi í kvöld kl. 20. Astra var stofnaður með það í huga að hnýta saman íslensku og norsku djasssenuna með því að skapa samvinnu sem væri ein- stök og landamæralaus, segir á miðasöluvefnum tix.is. Þeir Sigurður Flosason saxófónleikari og Andrés Þór gít- arleikari, í samstarfi við norska bassaleikarann Andreas Dreier og trommuleikarann Anders Thorén, hljóðrituðu sína fyrstu plötu, In Orbit, í fyrra og var hún gefin út af norsku AMP-plötuútgáfunni í mars á þessu ári. Í kvöld mun kvartettinn leika úrval laga af plötunni og mun Frederik Willmow leika á trommur í stað Thorén. Astra leikur lög af In Orbit MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 244. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Vængmaðurinn Jónatan Ingi Jónsson lék frábærlega með FH í ágúst þegar hann skoraði fjögur mörk og lagði upp önnur fimm í fimm leikjum í úrvalsdeild karla í mánuðinum. Í leikjunum fimm unnu FH-ingar tvo sigra, gerðu tvö jafntefli og töpuðu einum leik. Liðið siglir lygnan sjó um miðja deild, er í 6. sæti þegar þrjár umferðir eru óleiknar. „Þetta er náttúrlega ekki það sem við stefndum að. Við ætluðum okkur að vera í bar- áttu um titilinn og vera við toppinn,“ sagði Jónatan Ingi meðal annars í samtali við Morgunblaðið. »22 Hafnfirðingar ætluðu sér mun stærri hluti í úrvalsdeild karla ÍÞRÓTTIR MENNING það hefur eiginlega alltaf verið fært.“ Hann segist ekki hafa ákveðið fjölda ferða á árinu fyrirfram en hafi gælt við að reyna að fara 150 sinnum. „Ég miða við að fara þrisvar til fimm sinn- um í viku og svo sjáum við til hverju það skilar. Vonandi get ég byrjað að hlaupa aftur fljótlega en gangan á Esjuna er í forgangi.“ Hann bætir við að ýmist fari hann snemma á morgnana eða eftir kennsluna á dag- inn. „Í sumar fór ég alltaf strax eftir að ég vaknaði, hef farið upp að Steini á 34 mínútum en er yfirleitt um 38 til 40 mínútur á leiðinni. Tek svo lengri tíma í að fara niður til þess að hlífa hnjánum. Notaði alltaf stafi í fyrra en ekki eins oft í ár og í fríinu í sumar fór ég 40 sinnum á 30 dögum.“ Katrín Heiða Jónsdóttir, íþrótta- fræðingur og eiginkona Bergþórs, gengur nánast alltaf með honum, er búin að fara 112 sinnum í ár, þar af fimm sinnum sl. sunnudag, en annars er hann einn á ferð. „Mér finnst líka gott að ganga einn, ekki síst til þess að hreinsa hugann, ef svo má að orði komast. Það er mikil andleg upplyft- ing fólgin í því að komast í snertingu við náttúruna á göngu og ég líki því ekki saman hvað þessi hreyfing gerir manni gott miðað við að hanga heima og fletta í símanum. Ég hef nánast ekkert fundið til í hnjánum síðan ég byrjaði gönguna á Esjuna og allir ættu að huga að þessu, gefa símanum reglulega frí og fara út að ganga í staðinn.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Bergþór Ólafsson, íþróttakennari í Selásskóla í Reykjavík, gekk tíu sinnum upp að Steini Esjunnar sl. sunnudag. „Ég finn ekkert fyrir þessu, var að frá klukkan sjö um morguninn til klukkan tíu um kvöldið með matarhléum,“ segir hann. Berg- þór byrjaði að ganga á Esjuna í apríl í fyrra og fór 65 sinnum upp að Steini það árið en hefur farið leiðina upp og niður 116 sinnum í ár, síðast í fyrra- dag. „Ég fór einu sinni upp á topp í sumar en fékk ekkert aukalega út úr því.“ Almenningshlaup hafa lengi verið ríkur partur í lífi Bergþórs og hann hefur gengið á fjöll þegar hann hefur verið á ferð um landið. Esjugangan kom þó ekki til af góðu. Á yngri árum spilaði hann fótbolta með Fylki og hafði aldrei kennt sér meins í fótum, þar til hann gat varla staðið upp eftir að hafa verið að leggja parket á gólf fyrir um fjórum árum. Æfa fyrir hjartaaðgerð „Eftir að hafa verið að drepast úr verkjum í um tvö ár kom í ljós að ég var búinn að eyðileggja á mér hnén,“ segir Bergþór. „Ég greindist með snemmbúin slit, er með fullorðinn skrokk, eins og ég kalla það, þurfti að fara í aðgerð á báðum hnjám, þá fyrri í fyrra og þá seinni í febrúar í ár, og byrjaði að ganga á Esjuna sem lið í endurhæfingunni.“ Hann bætir við að hann sé auk þess með hjartagalla og þegar fólk spyrji fyrir hvað hann sé að æfa standi ekki á svarinu: „Ég er að æfa mig fyrir hjartaaðgerð.“ Áður en átakið hófst í fyrra setti Bergþór sér það markmið að fara 50 sinnum upp að Steini það sem eftir lifði árs og þar af fimm sinnum einn daginn. „Ég var búinn að ná mark- miðinu áður en árið var búið og fór 15 sinnum til viðbótar fyrir áramót.“ Líðandi ár var tekið með trompi frá fyrsta degi en Bergþór varð að gera sex vikna hlé á göngunni vegna aðgerðarinnar í febrúar. „Veðrið hef- ur haft lítið sem engin áhrif, eigin- lega aldrei snjór eða aðrar hindranir, Fór 10 sinnum á 15 tímum upp að Steini - Bergþór Ólafsson hefur gengið 116 sinnum á Esjuna í ár Ljósmynd/Katrín Heiða Jónsdóttir Áfangi Bergþór Ólafsson var með gítarinn í 100. ferðinni upp að Steini og tók að sjálfsögðu lagið Esjan eftir Bríeti áður en hann fór til baka.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.