Morgunblaðið - 01.09.2021, Síða 11

Morgunblaðið - 01.09.2021, Síða 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2021 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin Nýjar haust- vörur Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Helstu leiðtogar talíbana fögnuðu í gærmorgun sigri sínum í Afganist- anstríðinu með því að kanna aðstæð- ur á alþjóðaflugvellinum í Kabúl, sem nú er á þeirra valdi eftir að Bandaríkjaher lauk brottflutningum sínum í fyrrakvöld. Zabihullah Mujahid, einn af tals- mönnum talíbana, sagði að sigur ta- líbana í stríðinu væri sigur afgönsku þjóðarinnar og óskaði henni til ham- ingju. Þá fæli ósigur Bandaríkjanna í sér „mikla lexíu fyrir aðrar innrás- arþjóðir og framtíðarkynslóðir okk- ar,“ sagði Mujahid. Hann sagði þó einnig að „íslamska emírdæmið“, eins og talíbanar kalla Afganistan, vildi eiga góð samskipti við öll ríki, þar með talið Bandaríkin. Væri það von sín að í fyllingu tímans myndu Bandaríkjamenn og Afganar aftur eiga góð samskipti. Antony Blinken, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði hins vegar í fyrrinótt að talíbanar myndu þurfa að vinna sér inn traust og sýna að þeir myndu ekki skerða ferða- frelsi Afgana, vega að mannréttind- um kvenna og minnihlutahópa eða leyfa landinu að verða að bækistöð hryðjuverkahópa, áður en hægt yrði að viðurkenna stjórn talíbana. Eyðilögðu þyrlur og flugvélar Heldur hráslagalegt var um að lit- ast á flugvellinum, þar sem flug- stöðvarbyggingin lá í eyði og skot- hylki lágu eins og hráviði á jörðu. Þá mátti einnig finna fjölda flugvéla og herþyrlna sem Bandaríkjaher hafði skilið eftir, en sjá mátti upptökur á samfélagsmiðlum af talíbönum, haldandi á bandarískum herrifflum að virða Chinook-þyrlur fyrir sér. John Kirby, talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins, sagði hins vegar að þyrlurnar og flugvélarnar hefðu allar verið eyðilagðar fyrir brottför hersins. „Þeir geta skoðað þær eins og þeim sýnist, þeir geta horft á þær, þeir geta gengið um, en þeir geta ekki flogið þeim.“ Sagði Kirby að það eina sem Bandaríkjaher hefði skilið eftir í not- hæfu ástandi væru lyftarar og slökkvibílar, þar sem flugvöllurinn væri óstarfhæfur án þeirra. Þá hefði herinn einnig tekið í sundur eld- flaugavarnakerfi flugvallarins, en síðasta verk þess var að verja flug- völlinn fyrir eldflaugaárás frá Kho- rasan-hópi hryðjuverkasamtakanna Ríki íslams. Mujahid sagði ljóst að það myndi taka nokkurn tíma fyrir talíbana að gera völlinn aftur flughæfan eftir brottför Bandaríkjahers. Hafa talíb- anar beðið Tyrkland um að sjá um rekstur vallarins meðan þeir sjái um öryggismál, en tyrknesk stjórnvöld hafa ekki svarað þeirri bón enn. Þó að brottflutningi vestrænna ríkja sé formlega lokið er ljóst að fjöldi erlendra ríkisborgara er enn í Afganistan, sem og nokkur hópur fólks, sem talið er að sé í hættu á að vera fyrir hefndarverkum frá víga- mönnum talíbana. Bandaríkjastjórn áætlar að enn séu á bilinu 100-200 Bandaríkjamenn í Afganistan og bresk stjórnvöld telja að svipaður fjöldi Breta sé enn í landinu. Brýnt að halda vellinum opnum Angela Merkel Þýskalandskansl- ari sagði í gær að það skipti lykilmáli að flugvöllurinn héldist áfram starf- hæfur, ekki bara vegna þeirra sem vildu yfirgefa landið, heldur einnig vegna þess að mannúðaraðstoð og lyf þyrftu að komast til landsins í gegnum flugvöllinn. Sagði Merkel að Þjóðverjar væru reiðubúnir til þess að veita tækni- lega aðstoð til þess að reka flugvöll- inn, en auk þess væru viðræður í gangi við nágrannaríki Afganistans um að þau myndu gera flóttafólki kleift að fara landleiðina frá landinu. Viðurkenndi Merkel þó að þau ríki væru fremur treg til þess að leyfa slíkt. Innanríkisráðherrar Evrópusam- bandsríkjanna funduðu í gær í Brussel og ræddu þar leiðir til þess að koma í veg fyrir að aftur myndi skapast flóttamannavandi á landa- mærum sambandsins, líkt og gerðist árið 2015 vegna ástandsins í Sýr- landi og Líbíu. Samþykktu þeir ályktun um að nágrannaríki landsins, einkum Pak- istan og Tadjíkistan, yrðu hvött til þess að taka við megninu af þeim sem vilja flýja Afganistan, og að skoðað yrði að sambandið myndi veita þeim fjárhagsstuðning, líkt og Tyrkir hafa fengið vegna flótta- manna frá Sýrlandi. AFP Hinir nýju valdhafar Forkólfar talíbana skoðuðu í gær flugvöllinn í Kabúl og fögnuðu um leið sigri sínum. Talíbanar fagna sigrinum - Ósigur Bandaríkjamanna „lexía fyrir innrásarþjóðir“ - Talíbanar segjast vilja góð samskipti við Bandaríkin og öll ríki heims - Halda verði flugvellinum opnum Minnst fjórir hafa látist af völdum fellibylsins Ídu í Bandaríkjunum, en yfirvöld í ríkjunum Louisiana og Mississippi mátu í gær þann skaða sem hlotist hefði af fellibylnum. Fóru björgunarsveitir um á hraðbátum og jeppum til að leita í byggðum sem ein- angruðust þegar Ída skall á. Enn var rafmagnslaust í New Or- leans-borg, tveimur dögum eftir að bylurinn reið yfir. Orkufyrirtækið Entergy sagði í yfirlýsingu að það gæti tekið nokkra daga að meta tjónið og laga það, þar sem enn væri ókleift að komast að mörgum svæðum. Hef- ur verið áætlað að um milljón fast- eignir hafi misst raforku vegna stormsins. Þá var flugvelli New Orleans-borg- ar lokað í gær, og var allt að 200 flug- ferðum, sem áttu að vera í dag, aflýst. Tvö dauðsföll hafa verið staðfest í Louisiana-ríki, en einn lést þegar tré féll á hann í bænum Prairieville, en annar drukknaði þegar hann reyndi að keyra í gegnum flóðasvæði. Í Mississippi-ríki létust tveir þegar vegur hrundi, og tíu slösuðust. Þar af fóru þrír á gjörgæslu. Gert er ráð fyrir að mannfallstölur muni enn hækka eftir því sem leit og björgun í ríkjunum tveimur heldur áfram. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkjunum, en slík yfirlýsing er forsenda þess að al- mannavarnir alríkisins geti veitt fé og aðstoð til ríkjanna vegna náttúru- hamfaranna. Hafa um 5.200 manns úr her og þjóðvarðliði verið kallaðir út í þeim ríkjum sem hafa orðið fyrir barðinu á Ídu. Þó að kraftur fellibylsins sé nú minni eftir landgönguna fylgir honum enn mikið úrhelli. Hafa yfirvöld í Ohio og Tennessee varað við flóðum í dag vegna þessa. Fjórir látnir eftir fellibylinn Ídu - Enn rafmagnslaust í New Orleans AFP Fellibylur Ída hefur valdið umtals- verðu tjóni í Louisiana og víðar. Ursula von der Leyen, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, sagði í gær að 70% af íbúum að- ildarríkjanna á fullorðinsaldri, eða um 250 milljónir manns, væru nú fullbólusett gegn kórónuveirunni. Sagði hún það mikinn áfanga, en ESB hafði stefnt að 70% bólusetn- ingarhlutfalli fyrir lok sumars. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur hins vegar varað við því að um 236.000 manns gætu lát- ist af völdum heimsfaraldursins í Evrópu á næstu þremur mánuðum, þar sem Delta-afbrigðið breiðist nú hratt á milli manna. Hefur Evrópu- sambandið því kallað eftir að aðild- arríkin reyni að bólusetja sem flesta, og undirbúi jafnframt að gefa bólusettum örvunarskammta ef þörf krefur. EVRÓPUSAMBANDIÐ AFP Bólusett 70% fullorðinna innan ESB hafa nú verið bólusett gegn Covid-19. 70% fullorðinna hafa verið bólusett Úkraínski herinn sagði í gær að einn hermaður hefði fallið og tveir særst í skærum við aðskilnaðar- sinna í austurhéruðum landsins. Er það sjöundi hermaðurinn sem fellur á síðustu tveimur vikum. Í yfirlýsingu hersins sagði að að- skilnaðarsinnar í Donetsk- og Lug- ansk-héruðunum hefðu ráðist ellefu sinnum að hermönnum vopnaðir sprengjuvörpum og vélbyssum á undanförnum sólarhring með þess- um afleiðingum. Átta úkraínskir hermenn særð- ust á laugardaginn eftir árás að- skilnaðarsinna með sprengjuvörp- um og stórskotaliði, en Volodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu er nú í Washington-borg og mun funda í dag með Joe Biden Bandaríkja- forseta. ÚKRAÍNA Einn felldur og tveir særðir í skærum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.