Morgunblaðið - 01.09.2021, Síða 4

Morgunblaðið - 01.09.2021, Síða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2021 Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Þótt landamæri hafi opnast og ein- hverjir leitað út fyrir landsteinana í sumarfríinu, voru enn fleiri sem ákváðu að ferðast innanlands þetta sumarið. Þá er mikilvægt að einka- bíllinn sé í stakk búinn fyrir lengri ferðalög. Bílaleigur fengu líka ákveðna uppreisn með fjölgun ferða- manna. Bjarki Harðarson, eigandi bíla- verkstæðisins Bílson, er gamal- reyndur í bifreiðaviðgerðum að eigin sögn. Hann telur augljóst að heims- faraldurinn hafi haft mikil áhrif á eftirspurn innan greinarinnar. „Um- ferðin snarminnkaði og bílar voru jafnvel kyrrstæðir. Svo fór boltinn að rúlla af stað í júlí en þá voru bif- vélavirkjar margir í fríi.“ Hann segir að það muni taka fram á haustið að ná jafnvægi í spurn eftir viðgerðum á bílum en í dag er víða löng bið eftir tíma. Starfsmenn á bifreiðaverkstæðun- um FYRR og Eðalbílum taka undir það að eftirspurn viðgerða hafi auk- ist. Biðtími eftir tíma á verkstæði Eðalbíla slagar til að mynda upp í sex vikur. Þeir segjast einnig finna fyrir því að nú, þegar fólk hefur ferðast minna til útlanda, hafi það meira fé milli handanna til að eyða í innanlandsferðir sínar. Þá er mikil- vægt að bíllinn sé í standi. Margir hafi nýtt tímann í sumar til að ráðast í viðgerðir sem hafa setið á hakanum í dágóðan tíma. Við það verða við- gerðirnar yfirgripsmeiri og lengist biðin eftir tíma á verkstæði um leið. Ekki öll verkstæði finna fyrir þessari auknu eftirpurn en víða, þá sérstaklega á minni og sjálfstæðum verkstæðum, er ekki nema viku til tíu daga bið, sem verður að teljast nokkuð heðfbundið. Allt að sex vikna bið eftir viðgerð - Eytt í bílinn í stað utanlandsferða Morgunblaðið/Árni Sæberg Verkstæði Eftirspurn jókst í júlí en þá voru margir bifvélavirkjar í fríi. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Frá því byrjað var að úthluta hlut- deildarlánum síðla árs á seinasta ári hafa verið samþykktar alls 470 umsóknir að fjárhæð 3,9 milljarðar króna. Þessar upplýsingar fengust hjá Húsnæðis- og mannvirkja- stofnun (HMS) í gær. Hlutdeildarlánum er ætlað að hjálpa fyrstu kaupendum undir ákveðnum tekjumörkum að brúa bilið við fasteignakaup. Hefur ver- ið jafn og stöðugur áhugi á þessum lánum allt til þessa en úthluta ber hlutdeildarlánum í sex áföngum á ári. Um þessar mundir er verið að leggja lokahönd á fjórðu úthlutun ársins og í dag verður opnað fyrir umsóknir í fimmtu úthlutun, sem á að verða lokið 15. október. Samkvæmt nýjustu tölum HMS hefur 112 umsóknum um hlut- deildarlán verið synjað og um- sóknir þar sem umsækjandi hefur hætt við umsókn eða ekki skilað gögnum eru 180 talsins. Af 470 samþykktum umsóknum er búið að greiða út hlutdeildarlán til 218 umsækjenda að andvirði 1.863 milljónir kr. Af þeim umsóknum sem sam- þykktar hafa verið eru 244 vegna kaupa á íbúðum á höfuðborgar- svæðinu, 180 umsóknir eru frá vaxtarsvæðum utan höfuðborgar- svæðisins og 46 umsóknir vegna íbúða á landsbyggðinni utan vaxt- arsvæða. Skv. upplýsingum blaðs- ins mun vera til skoðunar hvort reynslan af veitingu hlutdeildar- lána gefi ástæðu til að útvíkka þau enn frekar. 470 umsóknir samþykktar - Tæpir 1,9 millj- arðar verið greidd- ir í hlutdeildarlán Heildarfjöldi samþykktra hlutdeildarlána Skipting eftir svæðum Heimild: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Alls hafa verið samþykktar 470 umsóknir að fjárhæð 3,9 ma.kr. frá því byrjað var að út- hluta hlutdeildar- lánum síðla árs 2020 *Höfðuðborgarsvæðið; þ.e. Garðabær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Kópavogsbær, Mosfellsbær, Reykjavíkurborg og Seltjarnarnesbær. *Vaxtarsvæði utan höfuðborgarsvæðisins; þ.e. Akraneskaupstaður, Akureyrarbær, Grinda- víkurbær, Hveragerðisbær, Reykjanesbær, Sveitarfélagið Árborg og Sveitarfélagið Vogar. Svæði Fjöldi Á höfuðborgarsvæðinu* 244 Á vaxtarsvæðum utan höfuðborgarsvæðisins** 180 Á landsbyggðinni utan vaxtarsvæða 46 Samtals 470 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við erum á lokametrunum að klára húsið. Fólk mun sjá nokkrar breyt- ingar hér en við höldum samt í gamla andann,“ segir Björgvin Sig- valdason, verkefnastjóri í Iðnó. Hið fornfræga menningarhús Iðnó við Tjörnina í Reykjavík verður opnað á ný síðar í mánuðinum. Hús- inu var lokað í maí í fyrra þegar ljóst þótti að ekki væri grundvöllur fyrir áframhaldandi rekstri vegna sam- komutakmarkana af völdum kór- ónuveirunnar. Veitingamaðurinn Guðfinnur Sölvi Karlsson, sem með- al annars rekur Prikið og Hressing- arskálann, tók við rekstri Iðnó á dögunum og þeir Björgvin ætla sér að hefja húsið til vegs og virðingar á ný. „Þetta verður opið menningarhús með kaffi og veitingaþjónustu eins og kveðið er á um í lögum hússins,“ segir Björgvin. „Húsið verður opið öllum og hingað geturðu komið og fengið þér kaffi. Svo verða hér fjöl- breyttir viðburðir, það er ótrúlegt hvað þessi stærð af húsi hentar mörgum viðburðum. Ég sé fyrir mér að hér verði allt frá tattúfestivölum til danssýninga og tónleika.“ Ætla að gera sögu hússins hátt undir höfði Iðnó, eða Iðnaðarmannahúsið eins og það var upphaflega nefnt, var reist árið 1896. Leikfélag Reykjavík- ur hóf starfsemi sína í húsinu ári síð- ar og hafði aðsetur þar fram til árs- ins 1989 er það flutti í Borgarleikhúsið. Auk þess að hýsa leiksýningar var Iðnó lengi eitt helsta samkomuhús Reykjavíkur. Heimastjórn var fagnað í húsinu ár- ið 1904 og húsið þótti hæfa heim- sóknum konungs hingað til lands. „Sagan er merk en húsið hefur gengið í gegnum nokkrar breyt- ingar, misgóðar. Við munum gera sögu hússins hátt undir höfði með myndum á kaffihúsinu,“ segir Björg- vin. Stefnt er að því að formleg opnun hússins verði 18. september en fram að því verða nokkrir viðburðir haldnir þar. Þar á meðal eru við- burðir á Bókmenntahátíð í næstu viku. Hefja Iðnó til virðingar á ný - Menningarhús opnað á næstu vikum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Nýir tímar Hið fornfræga samkomuhús Iðnó verður opnað á ný innan tíðar. Senn haustar, og einhverja nóttina koma skógarþrest- irnir að tína reyniberin af trjánum, eins og Vilborg Dagbjartsdóttir orti. En þangað til er enn stundum óhætt að ferðast á tveimur jafnfljótum án þess að fá á sig nokkurn regndropa, eins og þessar tvær stúlkur gerðu í Reykjavík í gær, með ólíkan farangur þó. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ganga með ólíkan farangur inn í haustið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.