Morgunblaðið - 01.09.2021, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 1. S E P T E M B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 204. tölublað . 109. árgangur .
TÆKIFÆRI TIL
SAMSTARFS
HÉR Á LANDI
BÖRNIN
HÆTT AÐ
SVARA
KANNAR VALD OG
VIRKNI RITDÓMA
Í NÝJU VERKI
SÍMANOTKUN 12 AUÐUR AÐALSTEINSDÓTTIR 24VIÐSKIPTAMOGGINN
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Samdráttur landsframleiðslu í kór-
ónukreppunni er sá annar mesti síð-
an samræmdar mælingar hófust árið
1945. Reyndist kreppan dýpri en
þegar síldin fór árið 1968.
Þetta má lesa úr bráðabirgðatöl-
um Hagstofunnar um hagvöxtinn.
Gunnar Axel Axelsson, deildar-
stjóri í þjóðhagsreikningum og
opinberum fjármálum hjá Hagstof-
unni, segir það einkenna kórónu-
kreppuna hversu snarpur samdrátt-
urinn er frá upphafi faraldursins í
mars í fyrra. Sömuleiðis hvað sam-
drátturinn gangi hratt til baka.
Niðursveifla án fordæma
„Áhrifin af svona heimsfaraldri
eru um margt ólík því sem við eigum
að venjast í hagsögunni þegar sam-
dráttur verður af öðrum orsökum.
Því eru ekki til tímabil sem eru sam-
bærileg frá því að gerð þjóðhags-
reikninga hófst í heiminum um miðja
síðustu öld,“ segir Gunnar Axel.
Samkvæmt áætlun Hagstofunnar
var 7,3% hagvöxtur á öðrum fjórð-
ungi í ár. Sú áætlun vekur athygli en
Seðlabankinn áætlar í nýjum Pen-
ingamálum að landsframleiðslan hafi
þá aukist um 11% milli ára.
Má í þessu efni rifja upp að Ásgeir
Jónsson seðlabankastjóri rökstuddi
hækkun vaxta í síðustu viku meðal
annars með því að kæla þyrfti hag-
kerfið.
Eins og rakið er í ViðskiptaMogg-
anum var samdrátturinn mestur á
öðrum og þriðja fjórðungi í fyrra en
síðan hefur leiðin legið upp á við.
Sú önnur dýpsta í sögunni
- Aðeins bankahrunið slær út samdrátt landsframleiðslu eftir kórónukreppuna
- Samkvæmt áætlun Hagstofunnar var minni vöxtur á 2. fjórðungi en SÍ áætlar
MViðskiptaMogginn
Mestur samdráttur
landsframleiðslu*
-5,5%
-3,4%
-7,7%
-2,8%
-6,5%
1968 1992 2009 2010 2020
Fimm ár með mestan samdrátt eftir 1945:
*Ársbreyting vergrar landsframleiðslu (VLF)
Þessir strákar stungu sér til sunds í
Húsavíkurhöfn um klukkan sjö í
gærkvöldi og virtist ekki væsa um
þá á hafnarbakkanum eftir dýfur-
nar í kaldan sjóinn. Blíðviðrið fyrir
norðan kom ekki heldur að sök, en
hitinn á Húsavík náði tæpum
tuttugu stigum á hádegi í gær.
Stökk í sjóinn hafa enda verið
vinsæl iðja hjá yngri kynslóðinni á
Húsavík undanfarnar vikur, á sama
tíma og fádæma veðurblíða hefur
leikið við landsmenn á norðan- og
austanverðu landinu.
Áfram verður hlýjast á Austur-
landi í dag, þar sem hiti er talinn
geta náð 21-22 stigum. Búast má
við súld eða rigningu af og til sunn-
an- og vestanlands, en bjart með
köflum norðan- og austantil á land-
inu. Þá er gert ráð fyrir að allt fram
á sunnudag verði hlýjast á Norð-
austurlandi.
Í byrjun næstu viku lítur aftur á
móti út fyrir suðaustlæga eða
breytilega átt og vætu víðast hvar á
landinu.
Nokkrar
góðar dýfur
í blíðunni
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
_ „Ég ætlaði
ekki að fram-
lengja þetta ei-
lífðarstríð og ég
ætla ekki að
framlengja eilífa
útgönguleið,“
sagði Joe Biden,
forseti Banda-
ríkjanna, í gær
þegar hann
ávarpaði bandarísku þjóðina.
„Stríðinu í Afganistan er nú lokið,“
bætti hann við.
Í ávarpinu varði Biden ákvörðun
sína um brottflutning bandaríska
hersins frá Afganistan en ákvörð-
unin leiddi til þess að talíbanar
náðu aftur völdum í landinu.
Eftir að bandaríski herinn lauk
brottflutningi sínum í fyrrakvöld
fögnuðu talíbanar sigri í stríðinu
um Afganistan. »11
Joe Biden
„Stríðinu í Afgan-
istan er nú lokið“
_ Eigandi Icelandair Hotels mun
leggja fyrirtækinu til nýtt hlutafé á
komandi vikum. Þetta staðfestir
Tryggvi Þór Herbertsson, stjórn-
arformaður þess. Í ViðskiptaMogg-
anum í dag kemur fram að Ice-
landair Hotels bókfærðu 4,8
milljarða tap af starfsemi sinni á síð-
astliðnu ári. Tryggvi Þór staðfestir
einnig að fyrri hluti yfirstandandi
rekstrarárs hafi verið þungur. Hins
vegar hafi lausafjárstaða fyrir-
tækisins verið í góðu horfi.
Núverandi eigandi hótelkeðj-
unnar er malasíska fjárfesting-
arfélagið Berjaya Corporation Ber-
had og mun eignarhaldið ekki
breytast við hlutafjáraukninguna.
Nýtt fjármagn mun allt koma úr
þeim ranni.
Morgunblaðið/Ásdís
Keðja Reykjavik Hilton Nordica er eitt af
mörgum stórum hótelum keðjunnar.
Leggja hótelunum
til nýtt hlutafé
Þóra Birna Ingvarsdóttir
thorab@mbl.is
Sorpu hefur borist afrit af kæru
einstaklings til Persónuverndar
vegna innleiðingu glærra ruslapoka
á endurvinnslustöðvum en frá 1. júlí
hefur verið innheimt gjald ef komið
er með annars konar ruslapoka sem
ekki sést í gegnum.
Viðkomandi telur að Sorpu sé
ekki heimilt að krefjast þess að úr-
gangur komi í gegnsæjum pokum
og vísar í friðhelgi einkalífs, máli
sínu til stuðnings. Karl Hrannar
Sigurðsson er lögfræðingur og sér-
fræðingur á sviði persónuverndar.
Hann telur að kæran kunni að vera
langsótt þar sem persónuverndar-
lög gilda aðeins ef um er að ræða
varðveitingu og meðhöndlun per-
sónuupplýsinga. Jón Viggó Gunn-
arsson framkvæmdastjóri fullyrðir
að Sorpa skrái ekki hjá sér innihald
pokanna eða aðrar persónugreinan-
legar upplýsingar. Að því gefnu
verði að telja ólíklegt að krafan um
glæra ruslapoka varði brot á per-
sónuverndarlögum.
Greint var frá kærunni í skýrslu
framkvæmdastjóra á stjórnarfundi
Sorpu. Þar kom einnig fram að inn-
leiðing glærra poka á endur-
vinnslustöðvum gangi almennt vel
og ánægja sé meðal viðskiptavina
Sorpu með þessa breytingu. Smá-
salar hafa margir hætt sölu á
ógagnsæjum pokum og finnur Jón
Viggó fyrir áhuga á að auka sam-
starf við Sorpu um endurvinnslu og
ábyrga flokkun.
Jón Viggó segir Sorpu fagna því
að málið hafi komið fram og per-
sónuvernd fái tækifæri til að skera
úr um það. Hann kveðst þó ekki
hafa miklar áhyggjur af niðurstöð-
unni. „Við erum engan veginn að
pæla í hverju fólk er að henda.“
Líf Magneudóttir er stjórnar-
formaður Sorpu. Hún tekur í sama
streng en segist hafa skilning á því
að einhverjir hafi áhyggjur af þessu
og eðlilegt að taka umræðuna.
„Fólk þarf samt ekkert að vera
vandræðalegt að fara með ónýtt
kynlífsleikfang á endurvinnslu-
stöðvar, það flokkast bara sem raf-
tæki.“
Jón Viggó segir fyrirkomulagið
vera í þágu hringrásarhagkerfisins.
Það sé auðveldara að leiðbeina fólki
ef það kemur með ruslið í glærum
pokum.
Plastpokar kærðir til Persónuverndar
- Telur glæra poka brot á friðhelgi einkalífs - Sorpa segist fagna spurningunni en ekki hræðast
Morgunblaðið/Eggert
Meðbyr Stjórnendur Sorpu telja fólk
almennt jákvætt fyrir breytingunni.