Morgunblaðið - 01.09.2021, Síða 25

Morgunblaðið - 01.09.2021, Síða 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2021 Lee „Scratch“ Perry, einn af frum- kvöðlum reggítónlistarinnar og Grammy-verðlaunahafi, er látinn, 85 ára. Perry var upptökustjóri og tón- listarmaður og segir í frétt á vef dagblaðsins The Guardian að hann hafi unnið frumkvöðlastarf á sviði reggí- og dub-tónlistar á Jamaíku og lagt grunninn að þeim hljómi sem Bob Marley gerði svo heimsþekktan. Perry hafði líka mikil áhrif á dub- tónlist og út frá henni síðpönk, hip hop, danstónlist og fleiri tónlistar- greinar. Lýsti gítarleikari Rolling Stones, Keith Richards, honum eitt sinn sem „Salvador Dalí tónlistar- innnar“ og hreinni ráðgátu. Árið 1973 opnaði hann sitt eigið hljóðver, Black Ark, og stundaði þar mikla tilraunastarfsemi í upptökum, skaut m.a. af byssum, braut gler og tók upp dýrahljóð. Árið 1983 kveikti hann í hljóðverinu þar sem hann taldi það andsetið en hélt þó áfram að taka upp tónlist. Lee Perry látinn Goðsögn Lee „Scratch“ Perry. AFP Bandaríski leik- arinn Ed Asner er látinn, 91 árs að aldri. Asner hlaut sjö Emmy- verðlaun á ferli sínum og þar af fimm fyrir sama hlutverkið, hlut- verk fréttastjór- ans Lou Grant í The Mary Tyler Moore Show. Af kvikmyndum sem hann lék í má nefna Elf og teiknimyndina Up. Asner var formaður samtaka leik- ara í sjónvarpi og kvikmyndum, SAG, á árunum 1981 til 1985 og lét auk þess til sín taka í réttindabar- áttu fólks í skemmtibransanum, að því er fram kemur á vef The New York Times. Ed Asner dáinn Ed Asner » Gítarleikarinn Hróðmar Sig- urðsson fagnaði útgáfu sinn- ar fyrstu plötu með tónleikum í Flóa Hörpu. Með Hróðmari komu fram Ingibjörg Elsa Turchi á rafbassa, Magnús Jóhann Ragnarsson á hammond orgel og hljómborð, Magnús Trygvason Eliassen á trommur, Kristofer Rodriguez Svönuson á slagverk, Elvar Bragi Krist- jónsson á trompet og flugel- horn, Tumi Árnason á tenór saxófónn og Ingi Garðar Erlendsson á básúnu. Brass Ingi Garðar Erlendsson á básúnu, Elvar Bragi Kristjónsson á trompet og Tumi Árnason á tenór-saxófón í góðri sveiflu á tónleikunum. Uppklapp Hrifning tónleikagesta í Flóa Hörpu leyndi sér ekki. Morgunblaðið/Eggert Hróðmar Sigurðsson með útgáfutónleika á Jazzhátíð Reykjavíkur Hrifning Grímuklæddir tónleikagestir Hörpu klöppuðu tónlistarfólkinu lof í lófa. Rafmögnuð Hróðmar Sigurðsson á rafgítar og Ingibjörg Elsa Turchi á rafbassa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.