Morgunblaðið - 01.09.2021, Side 24
24 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2021
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
„Það sem ég kanna í þessari bók er
vald ritdómarans, togstreitan í
kringum það og hversu viðkvæmt
þetta vald er. Það er alltaf verið að
takast á um það, það er alltaf verið
að grafa undan því og draga það í efa
en það getur líka þótt mjög ógnvekj-
andi,“ segir Auður Aðalsteinsdóttir
bókmenntafræðingur um nýja bók
sína Þvílíkar ófreskjur: Vald og
virkni ritdóma á íslensku bók-
menntasviði. Verkið byggir á dokt-
orsritgerð Auðar í bókmenntafræði
sem hún varði árið 2016. Ekki hefur
áður verið gerð svona umfangsmikil
rannsókn á ritdómum á Íslandi.
Auður segir að efnisvalið megi
rekja til meistararitgerðar hennar
um Ólöfu frá Hlöðum þar sem hún
kannaði móttökurnar sem hún fékk á
sínum tíma. „Þá bar ég saman rit-
dóma sem voru skrifaðir um Ólöfu
frá Hlöðum og um karlrithöfunda frá
sama tíma til þess að sjá hvort það
væri einhver munur. Mér fannst
þetta svo áhugaverð textategund,
það var svo mikil pólitík í þessu, svo
mikil undirliggjandi togstreita.
Þarna voru rithöfundar sem voru að
skrifa ritdóma hver um annan. Bak
við neikvæða ritdóma getur legið alls
konar saga, persónuleg eða pólitísk.“
Verkið er sett upp í tímaröð.
„Þetta varð í grófum dráttum eins og
saga íslenskra ritdóma, alveg frá því
þeir koma fyrst fram í fyrstu
íslensku tímaritunum. Ég fer jafnvel
enn þá lengra aftur og fjalla um
hvernig þetta textaform verður til í
Evrópu með prentmiðlunum og
hvernig það mótast af prentuðum
miðlum,“ segir Auður.
Dregur upp ákveðna átakafleti
„Þetta er fræðileg bók sem byggir
á frumrannsóknum. Það hafa ekki
margir rannsakað þetta á þennan
hátt þótt fólk hafi auðvitað skrifað
um gagnrýni. Það eru þá oft skoð-
anagreinar frekar en að fólk sé að
grúska í sögunni og greina texta-
formið sem slíkt. Ég hugsa þetta
aðallega sem einhvers konar grunn
sem væri hægt að byggja meira á.
Það eru þarna hugmyndir um ein-
kenni og virkni gagnrýninnar og
fyrstu drög að gagnrýnissögu.“ Þrátt
fyrir að bókin sé að mestu hugsuð
fyrir fræðimenn á hún líka erindi við
þá sem hafa áhuga á gagnrýni.
„Ótrúlega margir hafa bæði áhuga
og skoðun á bókmenntagagnrýni
þannig að ég held að margir gætu
verið forvitnir.“
Þegar Auður fór að rannsaka
íslenska ritdóma kom í ljós að það
eru yfirleitt sömu grundvallar-
atriðin sem er verið að takast á um í
umræðu um ritdóma. „Það er þetta
vald ritdómarans. Hvernig getur
ritdómarinn tekið sér þetta vald?
Getur hann misnotað það? Hvernig
getur hann krafist þess að aðrir
samþykki það að hann sé einhvers
konar yfirvald í þessum efnum?
Mér fannst áhugavert að sjá að um-
ræðan snýst mikið um sömu hlutina
allt fram á okkar daga og það er
hægt að draga upp ákveðna átaka-
fleti.“
Fræðilega leggur Auður upp með
að ritdómarar starfi á mörkum
ýmissa sviða. „Þeir eru alltaf að fara
yfir mörk einhverra sviða sem eru
yfirleitt talin aðskilin. Annars vegar
er það til dæmis hið persónulega og
hins vegar hið faglega og opinbera.
Við krefjumst þess af gagnrýn-
endum að þeir séu heiðarlegir.
Þetta tengist náttúrulega blaða-
mennskunni og þar á maður að vera
hlutlaus og segja satt og rétt frá.
En bókmenntir og listir snúa svo
mikið inn á við, að hinu persónu-
lega. Ritdómarinn þarf að segja satt
og rétt frá sínum upplifunum, því
sem honum finnst um verkin. Það
kemur oft fram að það versta sem
ritdómari gæti verið sé hræsnari
sem lætur pólitík eða ytri þrýsting
hafa áhrif á sig í stað þess að vera
hreinskilinn.“ Þarna skarast hlut-
leysið sem tilheyrir opinberu svæði
blaðamennskunnar og hreinskilni
og persónulegt mat ritdómarans.
„Bókmenntir eru líka mjög per-
sónulegar og eru oft taldar fram-
lenging af höfundinum. Þannig að
það getur virkað eins og verið sé að
ráðast persónulega á höfundana.“
Farið yfir ýmis mörk
Einn kaflinn í bók Auðar ber tit-
ilinn „Dóninn í fjölskylduboðinu“ og
fjallar um það hve vandmeðfarna
stöðu gagnrýnandi hefur í litlu
samfélagi eins og á Íslandi. Hvern-
ig getur maður ráðist á frænda
sinn eða nágranna og rakkað niður
bókina hans? „Í prentmiðlunum
skapast hlutlaust svæði þar sem
maður hefur þetta form sem er oft
mjög vel afmarkað innan prent-
miðlanna og innan þessa forms er
leyfilegt að fara yfir mörk sem þú
færir annars ekki yfir,“ segir Auð-
ur. Þar skapist pláss þar sem hægt
sé að gagnrýna kunningja eða ein-
hverja sem eru hærra settir í sam-
félaginu. „En það er alltaf verið að
takast á um það hvað má og hvað
má ekki. Átökin snúast mikið um
hvort þetta sé dónaskapur og hvort
fólk sé að misnota vald sitt, hrein-
lega af einhverjum annarlegum
hvötum, einhverjum persónulegum
hvötum, vilji öðlast frægð og
frama, vilji ná sér niður á ein-
hverjum persónulega, stjórnist af
pólitík og svo framvegis. Eða hvort
gagnrýnin spretti upp af hreinum
hvötum, til að vernda bókmennt-
irnar, í þágu samfélagsins. Í svona
litlu samfélagi getur þú orðið dón-
inn sem ert alltaf með einhverjar
leiðinlegar athugasemdir og það er
ekki eftirsóknarvert að vera í því
hlutverki.“
Auður einblínir mest á prent-
miðla í rannsókn sinni en ritdómar
virðast í auknum mæli vera að fær-
ast yfir á netið. „Á 21. öldinni hafa
rafrænir miðlar verið að taka svo-
lítið yfir. Það eru ákveðin hvörf
sem verða þar. Slagkraftur gagn-
rýninnar virðist ekki vera jafn mik-
ill og ritdómarnir virðast ekki vera
jafn áhrifamiklir. Þeir fá þennan
slagkraft frá prentmiðlunum sem
hafa yfirbragð valdsins, einhvers
sem maður tekur mark á. En á net-
inu er miklu meiri gagnvirkni og
andinn hefur breyst. Það eru aðrar
reglur í umræðunni þar, það er
ekki vel séð að fólk sé mjög gagn-
rýnið eða harkalegt. Þetta er eitt-
hvað sem er greinilega að breyt-
ast.“
Áhrif kynjapólitíkur
Rannsókn Auðar nær í raun að
þessum breytingum og í lokaorðum
bókarinnar veltir hún því fyrir sér
hvort við þurfum hreinlega að end-
urhugsa tilgang og eðli gagnrýni.
Auður lagði áherslu á að hafa
kvengagnrýnendur með í þessari
sögu ritdóma. „Kvenhöfundar detta
oft út þegar sagan er skrifuð seinna
svo ég eyddi miklum tíma í að leita
uppi konur sem hafa verið að skrifa
gagnrýni í gegnum tíðina. Það eru
náttúrulega margar konur, alltaf
fleiri en maður heldur, þegar mað-
ur fer að leita eftir því. Mér fannst
mikilvægt að hafa þá vídd inni í
þessu auk þess að spá svolítið í það
hvaða áhrif kynjapólitíkin hefur
haft á bókmenntaumræðuna. Það
er eitthvað sem ég er mjög ánægð
með að hafa gert og það var eigin-
lega ekki annað hægt en að leggja
áherslu á það.“
Að lokum segist Auður hafa haft
gaman að rannsóknarvinnunni og
margt áhugavert hafi komið upp úr
krafsinu. „Ritdómar eru oft hress-
andi lestur, og þeim fylgja ritdeilur
og átök. Það er skemmtilegt að
mörgu leyti. Það var harka í gagn-
rýninni hérna áður fyrr svo þetta
gat verið svolítið svakalegur lestur.
Gagnrýnin er mildari og kurteisari
í dag en það var alls ekki hægt að
saka gagnrýnendur um að vera of
kurteisir hér áður fyrr.“
Morgunblaðið/Eggert
Bókmenntafræðingur „Átökin snúast mikið um hvort þetta sé dónaskapur og hvort fólk sé að misnota vald sitt,
hreinlega af einhverjum annarlegum hvötum,“ segir Auður um þá umræðu sem oft skapast í kringum ritdóma.
Um togstreitu, ritdeilur og átök
- Auður Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur kannar vald og virkni ritdóma í nýju verki - Byggir
á doktorsritgerð - Leggur grunn að íslenskri gagnrýnissögu með umfangsmikilli rannsókn
Skeifan 3 • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is • rafver@rafver.is
Kórstjóri Sinfóníu-
hljómsveitar San
Francisco, hinn
sænski Ragnar
Bohlin, hefur sagt
upp störfum eftir
að gerð var krafa
um að starfsmenn
hljómsveitarinnar
framvísi vottorði
um bólusetningu
gegn Covid-19. Þessar reglur tóku
gildi á opinberum viðburðum í San
Francisco-borg 20. ágúst. Bohlin
segir þar með upp starfi sínu til fjór-
tán ára og þykir samstarfsfélögum
hans það miður, þótt skiptar skoð-
anir séu innan raða Sinfóníunnar um
ástæður uppsagnarinnar.
Bohlin hefur talað gegn bólusetn-
ingum á samfélagsmiðlum sínum. Í
skilaboðum til miðilsins San Fran-
cisco Chronicle segist hann harma
það að Sinfóníuhljómsveitin taki
þátt í að skerða rétt fólks til frið-
helgi einkalífs, sjálfsákvörðunar-
réttar yfir eigin líkama og upplýsts
samþykkis.
Segir upp vegna kröfu
um bólusetningu
Ragnar Bohlin