Morgunblaðið - 01.09.2021, Síða 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2021
✝
Bjarni Hólm
Valgeirsson
var fæddur 10.
ágúst 1945. Hann
lést 19. ágúst 2021
á Akureyri.
Bjarni var
fæddur á Hánefs-
staðareyrum í
Seyðisfirði og ólst
þar upp. Foreldr-
ar hans voru Val-
geir Emilsson og
Steinunn Bjarnadóttir. Systk-
ini Bjarna eru Helgi, Jónborg
og Aðalsteinn Smári sem er
látinn.
Sambýliskona Bjarna er
Sigfríð Ingólfsdóttir og sonur
þeirra er Arnar Hólm og bú-
sett bæði á Akureyri.
Bjarni lauk skólagöngu
sinni á Seyðisfirði en hóf
ungur að vinna
við sjávarsíðuna
um leið og hann
hafði aldur til
eins og við beit-
ingu og fleira.
Þegar hann var
12 ára gamall
hófst sjómennsku-
ferill hans á
Nakki NS og
næstu 50 árin reri
hann á ýmsum
bátum, t.d. á Svaninum, Dal-
aröstinni, Engey, Hannesi
Hafstein, Gullbergi en lengst
þó á Þórði Jónassyni EA, eða
í um 30 ár þar um borð.
Starfsævinni lauk hann hjá
Kjarnafæði á Akureyri.
Útför Bjarna fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 1.
september 2021, kl. 13.
Nú er okkar besti vinur og
félagi búinn að kveðja. Bjarni
Hólm – ávallt nefndur Bjarni
Gangster okkar á milli – var
mikill og stór karakter þótt
hann væri ekki hár í loftinu.
Við vorum með honum á sjó og
við bjuggum allir á Seyðisfirði í
okkar uppvexti. Bjarni hóf sinn
sjómennskuferil á Nakknum
hans Edda á Hrauni aðeins 12
ára gamall á útlegu, norður við
Langanes. Bjarni og Árni vinur
hans voru að farast úr sjóveiki
en þá kallaði Eddi til þeirra úr
stýrishúsglugganum: „Hættið
þessu væli og farið fram í lúkar
og fáið ykkur kaffi og Camel!“
Svona var harkan á þessum ár-
um. Síðan var Bjarni á mörgum
bátum eftir það en lengst af á
Þórði Jónassyni EA 350 þar
sem hann kláraði sinn sjó-
mennskuferil.
Við vorum flestir skipsfélag-
ar á Þórði Jónassyni EA 350
sem sá mikli snillingur Hörður
Björnsson stýrði. Axel og
Bjarni voru saman á Ráðherr-
anum, Skálaberginu og Gull-
berginu. Bjarni var einstakur
og góður félagi sem ávallt sá
um að halda uppi húmor og
skemmtun um borð, ásamt því
að vera einn sá mesti og besti
sjómaður sem við höfum
kynnst. Hann var vinmargur og
vinur vina sinna en okkar á
milli þróaðist sú venja að allir
höfðu sitt viðurnefni sem við
ávallt notuðum okkar á milli en
þeir sem stóðu utan við vina-
hópinn skildu kannski ekki al-
veg. Til gamans ætlum við að
telja upp viðurnefnin sem við
notuðum okkar á milli á okkar
bestu vinum. Þar ber fyrst að
nefna viðurnefni okkar bræðra
en Bjarni kallaði okkur ávallt
„Bræðurna Skinn og Bein“ en
það er ég undirritaður og
Gunnlaugur bróðir minn. Fyrir
3 árum bönkuðum við bróðir
upp á á Aðalstrætinu og Sigfríð
kom til dyra. Segðu Gangster
að „Bræðurnir Skinn og Bein“
séu mættir sögðum við. Hún
kallaði inn að einhverjir sem
kölluðu sig „Bræðurnir Skinn
og Bein væru mættir“. Gang-
ster kallaði þá úr stofunni mjög
glaður: „Nei, nei, nei, eru þeir
nú mættir. Segðu þeim að drífa
sig inn í stofu.“ En hér kemur
upptalningin:
Drellir, Gamli, Skæri, Urriði,
Trymbillinn, Fjalla-Eyvindur,
Rótarinn, Blúsarinn, Billi,
Gamli Bítli og Litli Bítli, John-
son, Snalli, Hippinn, Tubbi,
Snússi, Bibbedi Babbidi Bú,
Krókódíllinn, Villarinn, Dudu,
Doktor, Kallinn, Kötturinn,
Bolli, Töffarinn, Drottningin,
Ninty Nine og svo má lengi
telja.
Bjarni hafði einstakan húm-
or og honum tókst alltaf að sjá
spaugilegu hliðarnar á öllu og
var okkur ómetanlegur í
löngum sjóferðum þar sem við
höfðum hvorki sjónvarp né út-
varp en þá hélt Gangster uppi
fjörinu. Best eru eftirmæli
Harðar Björnssonar skipstjóra
um hann en hann sagði að
Bjarni væri einn sá besti og
duglegasti sjómaður sem hann
hefði haft í sinni áhöfn en skip-
stjóraferill hans varði í meira
en fjóra áratugi.
Nú kveðjum við okkar besta
vin og félaga með miklum sökn-
uði og sendum Sigfríð og
Arnari okkar samúðarkveðjur.
Bjarna verður sárt saknað
og mikill missir er að honum.
Axel Jóhann Ágústsson,
Gunnlaugur Jón Haf-
steinsson, Jónas
Guðmundsson, Óttarr
Magni Jóhannsson,
Sigurjón Þór Hafsteins-
son, Þorsteinn Jóhann
Þorsteinsson.
Ég kynntist Bjarna vini mín-
um fyrst árið 1967. Þá var ég
10 ára gamall á sjó með pabba
á Engey RE 11, á suðurlands-
síld sem kallað var. Við vorum
átta Seyðfirðingar um borð.
Það fækkar ört í þeim hópi í
þessari tilveru og nú erum við
þrír eftir. Ég veit að hinir taka
vel á móti Bjarna í sumarland-
inu.
Kynni okkar endurnýjuðust
svo rúmlega tíu árum síðar
þegar ég hóf störf hjá Hreiðari
Valtýssyni. Ég reri á Ólafi
Magnússyni en Bjarni á Þórði
Jónassyni. Vinskapur okkar var
þéttur og hélt allt til æviloka.
Bjarni var einstaklega góður
og skemmtilegur maður. Ég
fullyrði að hann er einn af mínu
eftirminnilegustu félögum í
þessu lífi. Við ferðuðumst
reglulega saman. Það var alltaf
gaman þar sem Bjarni var.
Eftirminnilegust er senni-
lega ferð okkar á bikarúrslita-
leikinn á Wembley árið 1980,
með Óttari bróður og Óla Má,
þar sem við sáum West Ham
sigra Arsenal. Í framhaldinu
fórum við svo til Kaupmanna-
hafnar og slettum ærlega úr
klaufunum.
Þá er líka ógleymanleg ferð
okkar félaga til Vestmannaeyja
skömmu síðar, þegar við keyrð-
um hringinn saman. Bjarni sá
til þess að engum leiddist.
En nú er komið að leiðarlok-
um í þessu lífi. Vini mínum
óska ég góðrar ferðar á ný mið.
Þakklátur fyrir allt sem við átt-
um saman. Takmarkalausu
gleðistundirnar sem aldrei
munu gleymast. Það kemur
enginn í stað Bjarna enda átti
hann engan sinn líka. Hans
verður ávallt sárt saknað.
Aðstandendum sendum við
Hanna hjartanlegar samúðar-
kveðjur. Minningin um góðan
dreng lifir um ókomna tíð.
Sveinbjörn Orri
Jóhannsson.
Bjarni Hólm
Valgeirsson
Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir og bróðir,
ÓLAFUR HALLDÓRSSON
bifreiðarstjóri,
Tjörn,
Hornafirði,
lést á hjúkrunarheimilinu á Höfn
laugardaginn 28. ágúst. Útförin fer fram frá
Hafnarkirkju laugardaginn 4. september klukkan 14.
Streymt verður frá athöfninni á heimasíðu Hafnarkirkju:
www.hafnarkirkja.is.
Kirkjugestir eru beðnir að skila á miða nafni, kennitölu og
símanúmeri vegna covid-reglna.
Halldór Ólafsson
Agnar Ólafsson Gunnhildur Birna Björnsdóttir
Anna Eyrún Halldórsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdadóttir,
tengdamóðir, amma og systir,
KARA GUÐRÚN MELSTAÐ,
lést á heimili sínu í Wendgräben,
Þýskalandi, 31. maí síðastliðinn.
Minningarathöfn fer fram í Akureyrarkirkju
3. september klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag
Akureyrar og nágrennis.
Alfreð Gíslason
Elfar Alfreðsson Andrea Eiðsdóttir
Aðalheiður Alfreðsdóttir Falk Horn
Andri Grétar Alfreðsson
Karítas Hrönn, Herdís, Eiður, Kara
Aðalheiður Alfreðsdóttir Gísli Bragi Hjartarson
Sæmundur Melstað
Margrét Melstað
Valgerður Melstað
og fjölskylda
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
STEFÁN Þ. ÞÓRARINSSON
bóndi frá Borg,
lést sunnudaginn 29. ágúst á
Dvalarheimilinu Hvammi. Jarðarförin fer
fram 4. september frá Reykjahlíðar-
kirkju klukkan 14.
Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á Hvammi
fyrir hlýja og góða umönnun.
Hólmfríður Stefánsdóttir Sigurður Kristjánsson
Þórarinn Jónas Stefánsson Erla Baldursdóttir
og fjölskyldur
Sigurjón Einars-
son var mætur
maður. Hann var
einstaklega ljúfur í
framkomu, brosmildur og hlý-
legur. Ég kynntist honum í
gegnum hans ágætu konu, Jónu
Þorsteinsdóttur, en við Jóna vor-
um í hópi ungra Íslendinga sem
fóru á Heimsmót æskunnar í
Búkarest sumarið 1953. Reynd-
ar kannaðist ég við Sigurjón frá
því í Menntaskólanum á Akur-
eyri, mundi vel eftir honum út af
dálítið spaugilegu atviki sem
Sigurjón
Einarsson
✝
Sr. Sigurjón
Einarsson
fæddist 28. ágúst
1928. Hann lést 23.
júlí 2021.
Útför Sigurjóns
fór fram 17. ágúst
2021.
gerðist annan vet-
urinn minn í skól-
anum. Nokkrar
skólastofur voru í
kjallaranum á
gamla skólahúsinu
og fyrir utan
gluggana voru
moldarbeð. Eitt
sinn um vorið vor-
um við fjórar stelp-
ur úr bekknum
mínum að viðra
okkur fyrir utan skólann og
komum þá auga á gríðarstóran
ánamaðk skríðandi í moldinni.
„Gerum nú at með orminn!“ seg-
ir þá ein stelpan. „Það situr
strákur undir næsta glugga,
hann heitir Sigurjón og er einn
af sætustu strákunum í efri
bekkjunum,“ bætti hún við. „Nú
skulum við kasta orminum í
hann“ (því glugginn var opinn).
„En hver á að gera það?“ „Krist-
ín,“ sögðu þær, „þú ert úr sveit,
þú hlýtur að þora að taka orm-
inn.“ Ég var svolítið feimin og
rög við að hrekkja blásaklausan
ungan mann, en gerði þetta samt
og ormurinn skall niður á borðið
beint fyrir framan Sigurjón sem
átti sér einskis ills von. En
grikkurinn misheppnaðist alveg,
því í staðinn fyrir að skammast
og steyta hnefana framan í okk-
ur var Sigurjón fljótur að vefja
orminum inn í pappír, kom svo
út að glugganum og veifaði bros-
andi til okkar. Áratugum seinna
þegar ég hafði kynnst Sigurjóni
spurði ég hann eitt sinn hvort
hann myndi eftir þessu. Hló
hann og sagðist muna þetta vel.
Sigurjón var mannblendinn,
ræðinn og glaður á góðri stundu.
Hann var mannvinur og stóð
ætíð með þeim sem minna máttu
sín. Mikill bókmenntaunnandi
var hann og prýðilega ritfær
sjálfur. Um það ber vott ævi-
minningabók hans, Undir ham-
rastáli, sem kom út 2006 og fékk
mjög góða dóma. Sigurjón átti
mjög auðvelt með að umgangast
fólk, eins hlýr og nærgætinn og
hann var. Ég sagði eitt sinn við
hann: „Ég held að þú hafir alla
þá eiginleika sem góður prestur
þarf að hafa.“ „Nei, mig vantar
einn,“ sagði hann, „það er að
geta tónað.“
Hafi svo verið virtust sókn-
arbörnin fyrirgefa honum það
því ég heyrði að hann væri ákaf-
lega vinsæll í starfi. Ég var svo
lánsöm að hann og Æsa dóttir
hans og fjölskylda hennar buðu
mér fyrir allmörgum árum í
ferðalag með þeim vestur í Arn-
arfjörð á æskustöðvar Sigurjóns.
Þar í sumarblíðunni varð Sig-
urjón eins og lítill glaður dreng-
ur, geystist um og benti okkur á
ýmsa staði sem hann þekkti úr
barnæsku. Um leið sagði hann
okkur frá merkilegu fólki sem
hann hafði þekkt, svo sem Sam-
úel í Selárdal og Gísla á Upp-
sölum. Þarna í hinu stórbrotna
landslagi var Sigurjón kominn
heim. Nú sé ég hann fyrir mér
frjálsan og glaðan í þessari fögru
náttúru.
Kristín Jónsdóttir
frá Munkaþverá.
Ég kynntist
Gísla Regin þegar
hann var fimm ára
strákur. Bjartur og
fallegur, hláturmildur og blíð-
ur, eins og hann síðan var alla
tíð.
Brosið hans blanda af barns-
legri einlægni og hlýju eldri
manneskju.
Augnaráðið hlýtt og rólegt
en um leið glettið. Þegar hann
óx úr grasi varð hann hávaxinn
eins og margt hans fólk.
Hann umgekkst mikið ömmu
sína, langömmu og –afa. Á
heimili hans kom mikið af fólki
í heimsókn sem var áhugaverð-
ur þverskurður af samfélaginu.
Listamenn, hönnuðir, vísinda-
menn og aðrir spekúlantar.
Þannig er auðvelt að ímynda
sér að Gísli Reginn hafi
snemma fengið þá víðsýni og
opna huga sem hann hafði.
Hann varð fljótt smekkmað-
ur á mat. Vissi hvað hann vildi
ef hann fór á hamborgarastað,
asískan veitingastað eða líb-
anskan – o.s.frv. Honum fannst
gott confit du canard, bjó til
góðan heimatilbúinn sítrónuís,
bakaði döðlubrauð og gerði
kokteila.
Hann var næmur og list-
rænn, fylgdist með því sem
gerðist í kvikmyndum og sjón-
varpi. Sótti myndlistarsýningar
og hlustaði á tónlist. Hann
hafði sérviskulegan húmor og
frumlega sýn á umhverfi sitt.
Gísli Reginn
Pétursson
✝
Gísli Reginn
Pétursson
fæddist 27. júní
1995. Hann lést 7.
ágúst 2021.
Útför Gísla fór
fram 23. ágúst
2021.
Hann var forvitinn
og athugull og tók
oft eftir því sem
aðrir sáu ekki, en
virtist augljóst
þegar hann hafði
bent á það.
Um leið og hann
var mikill skýja-
glópur í jákvæðri
merkingu orðsins
hafði hann jarð-
tengingu sem var
augljós þegar drukkið var kaffi
heima hjá honum, sitjandi á
kolli í litlu eldhúsi þar sem
langamma hans og –afi höfðu
búið stærstan hluta ævi sinnar.
Það er erfitt til þess að
hugsa að hitta hann aldrei aft-
ur.
Í huga mínum og hjarta á
Gísli Reginn alltaf pláss.
Ingirafn Steinarsson.
Elsku Gísli. Sem betur fer
varst þú alltaf með, því við vor-
um mörg sem fengum að kynn-
ast þér. Ég tók fljótlega eftir
því hvernig þú veittir hlutum
athygli, hvernig þú hlustaðir.
Mér fannst ég skynja að þú
skildir meira en við þessi sem
áttum að teljast fullorðin. Svo
varstu fullvaxta maður og þá
þótti mér þú ljósárum á undan.
Hugur þinn það opinn og for-
dómalaus að hann veitti þér að-
gang að einhverju gríðarlega
stóru og fallegu. Taugafræði-
legan margbreytileika manns-
ins á að hylla því þar er vídd
inn í hið óþekkta.
Mér finnst ég vita af þér,
anda þínum.
Þú ert sannarlega elskaður
og sárt saknað.
Þín vinkona,
Ingibjörg Magnadóttir.
✝
Jón Ágúst Berg
Jónsson fæddist
2. júní 1988 í Keflavík.
Hann lést 15. júlí 2021
á gjörgæsludeild
Landspítalans í faðmi
fjölskyldunnar. For-
eldrar hans eru Guð-
rún Dröfn Birg-
isdóttir, f. 3. desember
1968, og Jón Berg
Reynisson, f. 10. júlí
1966. Jón Ágúst var
elstur þriggja systkina. Hin eru
Reynir Berg, f. 22. nóvember
1995, unnusta hans er Sigrún Eva
Gerðardóttir, og Belinda Berg, f.
19. ágúst 2000, unn-
usti hennar er Atli
Björn Sigurðsson.
Jón Ágúst lætur
eftir sig tvö börn:
Jenný Klöru, f. 5.
mars 2009, móðir
hennar er Berglind
Anna Holgeirs-
dóttir, og Reyni
Gest Jonna, f. 28.
júlí 2017, móðir
hans er Birna Hólm
Björnsdóttir. Unnusta Jóns er
Sandra Einarsdóttir.
Útförin fór fram í kyrrþey að
ósk hins látna.
Sárt er vinar að sakna
sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna,
margar úr gleymsku rakna.
Svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta,
húmskuggi féll á brá.
Lifir þó ljósið bjarta,
lýsir upp myrkrið svarta.
Vinur þó félli frá.
Góða minning að geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma,
þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höf. ók.)
Guð geymi þig elsku vinur.
Amma Jenný og afi Reynir.
Jón Ágúst Berg
Jónsson