Morgunblaðið - 04.09.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2021
Aðventufegurð við Bodensee
sp
ör
eh
f.
Hrífandi aðventuferð þar sem glæstar borgir, litlir
bæir og spennandi aðventumarkaðir skapa notalega
jólastemningu. Fyrri hluta ferðar er dvalið í Freiburg sem
er yndisleg á þessum árstíma og býður upp á fallega
jólamarkaði. Seinni hluta ferðar verður dvalið við Bodensee
vatn í Þýskalandi og förum við m.a. til miðaldaborgarinnar
Ravensburg og til hins einstaklega jólalega bæjar Lindau.
27. nóvember - 4. desember
Fararstjóri: Sigrún Valbergsdóttir
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Verð: 209.900 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
„Vonandi fáum við sem fyrst aðgang
að bóluefnum sem sérstaklega hafa
verið hönnuð gegn þeim afbrigðum
sem mest eru í
gangi hverju
sinni, en þau ættu
að verða aðgengi-
leg í síðasta lagi
fyrir lok þessa
árs,“ segir Björn
Rúnar Lúðvíks-
son, yfirlæknir
ónæmisfræði-
deildar Landspít-
alans, í grein sinni
í Læknablaðinu.
Þá segir Björn ótrúlegt að þau
bóluefni sem komin eru á markað
virki gegn Delta-afbrigði kórónuveir-
unnar þar sem það framleiði margvís-
legrar sameindir til að koma í veg fyrir
ræsingu ónæmissvars og einnig til að
bæla beint það ónæmissvar sem þó á
sér stað. „Öll þau bóluefni sem nú eru
á markaði voru hönnuð með upphafs-
afbrigði veirunnar í huga og er það í
raun ótrúlegt að þau skuli einnig virka
gegn verulega umbreyttu Delta-formi
hennar,“ segir í greininni.
Álíka smitandi og hlaupabóla
Í greininni kemur einnig fram að
kórónuveiran umbreyti sér með tíðum
stökkbreytingum með þeim afleiðing-
um að ný afbrigði hennar, eins og
Delta, fara af stað en nú hafa fjögur af-
brigði hennar verið skilgreind sem
hættuleg og fjögur önnur sem við-
sjárverð.
„Nýlega birti Sóttvarnastofnun
Bandaríkjanna gögn sem benda til
þess að Delta-afbrigði veirunnar sé
meira smitandi en inflúensa, MERS,
SARS og ebóla og álíka smitandi og
hlaupabóla,“ segir í greininni.
Þá segir Björn árangur bólusetn-
inga ótvíræðan þar sem algengi smita
meðal óbólusettra sé um 2,6 sinnum
hærra en meðal bólusettra 16 ára og
eldri og nefnir að flestir innlagðra
væru 50 ára og eldri og oft með aðra
undirliggjandi áhættuþætti sem eru
þekktir að því að draga úr áhrifum
bólusetninga almennt.
150
125
100
75
50
25
0
júlí ágúst
Staðfest smit 7 daga meðaltal
H
ei
m
ild
:c
ov
id
.is
kl
.1
1.
0
0
íg
æ
r
43 ný innan-
landssmit
greindust sl. sólarhring
2.045 einstaklingar
eru í sóttkví
Fjöldi innanlands-
smita frá 12. júlí
685 eru í
skimunarsóttkví776 eru með virkt smit
og í einangrun
10 einstaklingar eru á sjúkrahúsi,
enginn á gjörgæslu
Ný bóluefni við afbrigðum Covid-19
- Ótrúlegt að bóluefni hafi virkað við Delta-afbrigðinu - Fjögur afbrigði Covid-19 skilgreind hættuleg
Björn Rúnar
Lúðvíksson
„Ég skil að fólk hafi uppi ákveðnar
spurningar vegna greiðslu gerenda,
en Stígamót styðja þær leiðir sem
brotaþolar velja sér til að ná fram
réttlæti,“ segir Steinunn Gyðu- og
Guðjónsdóttir talskona Stígamóta.
Upplýst var í vikunni að Kolbeinn
Sigþórsson knattspyrnumaður að
hann hefði greitt þrjár milljónir
króna til samtakanna Stígamóta,
sem hefðu verið hlut af sáttarferli
vegna meints áreitis hans gagnvart
Þórhildi Gyðu Arnarsdóttir á
skemmtistaðnum B5 haustið 2017.
„Ég kannaðist ekki við að hafa
áreitt þær eða beitt ofbeldi og neitaði
sök. Hegðun mín var hins vegar ekki
til fyrirmyndar og baðst ég afsök-
unar á henni. Ég iðraðist og tók á því
ábyrgð og var tilbúinn að leita sátta
Þær höfðu uppi kröfu um afsökunar-
beiðni og greiðslu sem ég féllst á,“
segir Kolbeinn í yfirlýsingu nú í vik-
unni.
Árni Þór Sigmundsson, fv. aðstoð-
aryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni
á höfuðborgarsvæðinu, lagði í gær
orð í belg á Facebook um greiðslu
Kolbeins til Stígamóta. „Er eðlilegt
að samtök sem hafa barist ötullega
fyrir réttindum þolenda, þiggi þrjár
milljónir í styrk úr hendi ætlaðs ger-
anda?“ segir Árni Þór sem hættur er
störfum í lögreglunni.
Við styðjum brotaþola
Steinunn Gyðu og Guðjónsdóttir
segir leiðir þolenda kynferðisbrota
til réttlætis séu margar, sérstaklega
í samfélagi þar sem réttarkerfið
bregst þeim ítrekað. „Við styðjum
brotaþola, svo sem ef þeir setja ger-
endum mörk og vilja forðast þá.
Hluti af réttlætinu getur líka verið
að krefja geranda um stuðning við
samtök eins og Stígamót,“ segir
Steinunn. sbs@mbl.is
Greiðsla til Stíga-
móta hluti réttlætis
Steinunn Gyðu- og
Guðjónsdóttir
Árni Þór
Sigmundsson
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Staðan núna er einfaldlega sú að
myndinni hefur verið frestað,“ segir
Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi
hjá Truenorth.
Ekkert verður af tökum á kvik-
myndinni Suddenly sem ráðgerðar
voru hér á landi í haust. Eins og
komið hefur fram í fjölmiðlum er
Truenorth meðal framleiðenda
myndarinnar sem átti að skarta
Hollywoodstjörnunni Jake Gyl-
lenhaal og hinni þekktu bresku leik-
konu Vanessu Kirby í aðal-
hlutverkum.
Leifur segir í samtali við Morgun-
blaðið að ekki sé óalgengt í kvik-
myndaheiminum að áform um tökur
breytist með litlum fyrirvara. Hann
segir ennfremur að ekki sé búið að
slá verkefnið út af borðinu. „Það er
verið að horfa til þess að taka upp
þráðinn að nýju á næsta ári og
mynda þetta næsta vor.“
Suddenly er byggð á frönsku bók-
inni Soudain Seuls eftir Autissier.
Til stóð að myndin yrði að mestu
leyti tekin upp hér á landi. Tökurnar
áttu meðal annars að fara fram á
Höfn í Hornafirði og átti að notast
við fræga leikmynd sem Baltasar
Kormákur lét
byggja árið 2009
fyrir vík-
ingamynd sem
hann ætlaði að
gera en hefur
aldrei orðið að
veruleika. Sam-
kvæmt upplýs-
ingum blaðsins
hafði verið ráðist
í endurbætur á
leikmyndinni fyrir tökur á Suddenly.
Alls voru áformaðir um 50 töku-
dagar á myndinni hér á landi. Fjöl-
margir úr kvikmyndabransanum
höfðu munstrað sig í verkefnið svo
ljóst er að þarna er um nokkrar bú-
sifjar að ræða fyrir bransann.
Greint var frá því í fjölmiðlum í
júlí að Gyllenhaal og Kirby hefðu
verið hér á landi við undirbúning
myndarinnar. Samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins gekk sam-
starf Gyllenhaal og leikstjórans
Thomas Bidegain stirðlega og ljóst
varð eftir vinnulotu á Höfn í Horna-
firði að það gæti ekki gengið. Því
hefði verið ákveðið að fresta gerð
hennar og leita að nýjum karlleikara
í aðalhlutverkið. Leifur vill ekki tjá
sig um ástæður þess að tökum var
frestað.
Tökum á Hollywoodmynd
á Höfn í Hornafirði frestað
- 50 tökudagar voru áformaðir - Samstarfið gekk ekki
Skjáskot/RÚV
Víkingaþorp Tökur áttu að fara
fram á Höfn í Hornafirði í haust.
Leifur Dagfinnsson Jake GyllenhaalVanessa Kirby
Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar var sett í
Silfurbergi í Hörpu í gær. Á sama tíma var undirrit-
aður samningur um nýsmíði á þremur björgunar-
skipum sem er mikilvægt fyrsta skref á þeirri vegferð
félagsins að endurnýja öll björgunarskipin í kringum
landið. Fulltrúar finnsku skipasmíðastöðvarinnar
KEWATEC voru viðstaddir athöfnina ásamt Katrínu
Jakobsdóttur forsætisráðherra, Áslaugu Örnu Sigur-
björnsdóttur dómsmálaráðherra og Sigurði Inga Jó-
hannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Á
myndinni er einnig Þór Þorsteinsson, formaður Lands-
bjargar.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Undirrituðu samning um þrjú ný skip