Morgunblaðið - 04.09.2021, Page 8

Morgunblaðið - 04.09.2021, Page 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2021 Frambjóðendur Samfylkingar, VG og Sjálfstæðisflokks mættust í Dagmálum, samtalsþætti Morgun- blaðsins, og ræddu umhverfis- og auð- lindamál. Frambjóðandi VG og aðstoð- armaður umhverfisráðherra, Orri Páll Jóhannsson, vill draga þann lær- dóm af heimsfaraldr- inum að lífsgæði felist ekki endilega í tíðum utanlandsferðum og varar við „ofboðs- legri neyslu“ sem sé ekki endilega ávísun á velsæld og lífsgæði. - - - Frambjóðandi Samfylking- arinnar, Þórunn Sveinbjarnardóttir, tók í sama streng og sagði nauðsynlegt að fólk drægi úr neyslu, keypti minna og framleiddi minna af einnota vörum og „drasli“. - - - Nú dettur vonandi engum í hug að hamingjan fáist með óhóflegri neyslu, en hver á að meta hvað er hæfilegt? Einum kann að þykja nauð- synlegt að fara árlega utan og jafnvel oftar, aðrir kunna vel við að sitja heima. Fer ekki best á að hver ákveði þetta fyrir sig frekar en að tekist sé á um þetta á vettvangi stjórnmálanna? - - - Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, Teitur Björn Einarsson, varaði við neyslustýringu stjórnmálamanna. Hann sagði að draga þyrfti úr losun gróðurhúsalofttegunda, en „við erum ekki að fara að biðja almenning um að draga úr neyslu, minnka launin sín, draga úr störfum til þess að ná lofts- lagsmarkmiðum“. - - - Og hann sagði að aðstæður á Íslandi væru þannig að þær gæfu kost á hnattrænu framlagi án þess að lands- menn þyrfti að temja sér meinlæti. Þórunn Svein- bjarnardóttir Á að skikka alla til að sitja heima? STAKSTEINAR Teitur Björn Einarsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Áskrift að pakkanum Viaplay Total hjá streym- isveitunni Viaplay mun hækka verulega í næsta mánuði. Áskriftin hefur kostað 1.599 krónur en hækkar þá í 2.699 krónur á mánuði. Hækkunin nemur rétt tæpum 69% eða 1.100 krónum. Í tilkynningu frá streymisveitunni til áskrifenda er því borið við að þeim standi meira efni til boða en nokkru sinni fyrr og því verði að hækka verðið. Keppinautar Viaplay hafa staðhæft að þjónusta fyrirtækisins hafi verið undirverðlögð þegar streymisþjónustan kom inn á markaðinn hér á landi. Bent var á að Viaplay Total hefði kostað þre- falt meira í hinum norrænu ríkjunum en hér. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá tryggði Viaplay sér nýlega réttinn að Meistaradeild Evr- ópu, Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni í knattspyrnu. Viaplay deilir sýningarréttinum með Stöð 2 sport. Auk þess sýnir veitan frá þýsku Bun- desligunni og dönsku Superligunni í knattspyrnu sem og Formúlu 1 kappakstri. Viaplay býður einnig upp á einfalda áskrift að kvikmyndum og sjónvarpsþáttaröðum og kostar sú áskrift 599 krónur á mánuði. hdm@mbl.is Umtalsverð hækkun hjá Viaplay - Pakki hækkar um 69% vegna aukins framboðs AFP Vistaskipti Messi verður að vanda í eldlínunni í Meistaradeildinni en að þessu sinni í treyju PSG. Sigrún Gísladóttir, fv. skólastjóri Flataskóla í Garðabæ, lést á líknar- deild Landspítalans í Fossvogi sl. mánudag, 1. september. Sigrún var fædd 26. september 1944 í Reykjavík, en ólst upp frá tíu ára aldri í Garðabæ. Foreldrar hennar voru Bjarnheið- ur Gissurardóttir (1913- 2000) og Gísli Ólafsson (1917-2002) fulltrúi hjá tollstjóra. Sigrún gekk í grunn- skóla í Hafnarfirði en þá var enginn skóli í Garðahreppi, eins og byggðin hét þá. Hún lauk stúd- entsprófi frá MR 1964 og kennara- námi ári síðar frá Kennaraskólanum. Þá var hún á unglingsárum í ballett- námi og tók þátt í ýmsum sýningum, m.a. í Þjóðleikhúsinu. Hún hóf kennslustörf við Öldutúnsskóla í Hafnarfirði, samhliða því sem hún var flugfreyja hjá Loftleiðum. Árið 1966 giftist Sigrún Guðjóni Ólafssyni lækni. Þau bjuggu á Sauð- árkróki 1973-74 þegar Guðjón sinnti starfsskyldum í héraði í læknanámi sínu. Að norðan fluttu þau til Edin- borgar í Skotlandi og síðar Stokk- hólms í áframhaldandi nám, hvar þau bjuggu til 1980. Eftir heimkomuna varð Sigrún námsstjóri á Fræðslu- skrifstofu Reykjanesumdæmis. Tók haustið 1984 við starfi skólastjóra Flataskóla í Garðabæ og gegndi því til 2004. Jafnhliða því var Sigrún virk í ýms- um félagsmálum, meðal annars á vettvangi Kvenréttindafélags Ís- lands og starfaði í ýms- um nefndum og ráðum á vettvangi skólamála. Sigrún var varabæj- arfulltrúi í Garðabæ 1984-88 og eftir það bæjarfulltrúi til 1996. Var þá forseti bæjar- stjórnar og formaður skipulagsnefndar í átta ár. Sigrún flutti árið 2004 til Kaupmannahafnar þegar Guðjón eiginmaður hennar tók við starfi Evrópuskrifstofu WHO, Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Í Kaupmannahöfn sinnti hún lengi- leiðsögn fyrir íslenska ferðamenn um miðborgina og söguslóðir Íslendinga. Eiginmaður Sigrúnar, dr. Guðjón Magnússon (f. 1944), lést 2009. Synir þeirra eru Arnar Þór yfirlæknir, f. 1970, og tvíburarnir (f. 1972) Halldór Fannar, eðlisfræðingur og hugbún- aðarsérfræðingur, og Heiðar, hag- fræðingur og forstjóri Sýnar. Barna- börnin eru alls 11. Vinur og ferðafélagi Sigrúnar síð- ustu árin var Júlíus Sæberg Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Ríkiskaupa, en þau voru samnemendur í MR. Andlát Sigrún Gísladóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.