Morgunblaðið - 04.09.2021, Page 10

Morgunblaðið - 04.09.2021, Page 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2021 Rústirnar á Landnámsýningunni í Aðalstræti 16 í Reykjavík voru nú í vikunni hreinsaðar og lagfærðar af forvörðum. Rústirnar sem fundust við framkvæmdir árið 2000 eru uppi- staða sýningarinnar sem var opnuð árið 2007, sem sýnir vel varðveittan skála frá landnámi ásamt veggbroti sem hlaðið var fyrir 874. Forvörslu- aðferðir fyrir opnun sýningarinnar á sínum tíma voru flóknar en hafa dugað vel. Nokkuð af torfbrotum rúst- arinnar hafa losnað á síðustu árum, bæði má þar kenna um tímanum og fikti forvitinna gesta. Í þeirri vinnu sem unnin er þessa dagana, er rústin hreinsuð, laus brot límd niður og að lokum er rústin vökvuð með kísilefni sem að bindur torfið til framtíðar. Við vökvunina verður mikil upp- gufun etanóls og því hefur sýningin verið lokuð síðustu daga, en verður opnuð aftur á morgun, 5. september. Í starfi síðustu daga var mold- arveggur, sem fannst við fornleifa- uppgröft nærri aldamótum, spraut- aður með efni sem heitir Teos. Efnið bindur jarðveg og þéttir. Í sýning- unni eru rústir bæjar, sem öskulög staðfesta að var byggður fyrir árið 874. Þá hófst landnám Norðmanna á Íslandi, þegar Ingólfur Arnarson og Hallveig Fróðadóttir komu fyrst og byggðu sér bæ í Reykjavík, segja heimildir. sbs@mbl.is Ryksuga landnáms- rústir og forverja Ljósmynd/Birna María Ásgeirsdóttir Landnám Ingibjörg Áskelsdóttir forvörður ryksugar rústir landnámsbæj- arins sem eru einhverjar merkustu fornminjar sem fundist hafa á Íslandi. - Vökvað er og bundið með kísilefni HAUSTFAGNAÐUR FERÐASKRIFSTOFU ELDRI BORGARA Ferðakynning fyrir 2022 ÁVARP: GUÐNI ÁGÚSTSSON KVÖLDVERÐUR Veislustjóri: Gísli Jafetsson FIMM STJÖRNU ABBA SÝNING GISTING Í SUPERIOR HERBERGI MORGUNVERÐUR HÓTEL GRÍMSBORGUM – SUNNUDAGINN 10. OKTÓBER 2021 VERÐ: 28.900 kr.* á mann* Netklúbbsfélagar 25.900 kr.* á mann** *Aukagjald fyrir eins manns herbergi er 11.000 kr. ** Nánar um netklúbbinn á heimasíðu INNIFALIÐ: Ferðakynning, kvöldverður, ABBA sýning Gunnars Þórðarsonar, dans, fimm stjörnu gisting á Hótel Grímsborgum og morgunverður. NÁNARI UPPLÝSINGAR: www.ferdaskrifstofaeldriborgara.is eða í símum 783-9300 og 783-9301 Niko ehf. | Austurvegi 6 | 800 Selfoss | kt. 590110-1750 Skoðið // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Nýjar haustvörur „Þjóðhátíð hefur verið stærsta fjár- öflun ÍBV og það er eiginlega óyf- irstíganlegt þegar hún bregst tvö ár í röð,“ sagði Haraldur Pálsson, fram- kvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags. Hann segir að í Vestmannaeyjum búi einungis 4.400 íbúar. „Samt er- um við með yngri flokka starf í öllum flokkum karla og kvenna í handbolta og fótbolta. Við höfum niðurgreitt æfingagjöldin og mætt á mjög mörg mót úti um allt land og niðurgreitt ferðir og annan þátttökukostnað heimilanna í bænum. Auk þess höfum við verið með fjögur lið í efstu deildum karla og kvenna í handbolta og fótbolta og verðum það vonandi áfram. Það fylgir því mikill kostnaður að búa hér svo langt frá öðrum þegar kemur að þátttöku í þessum deildum.“ Haraldur sagði að það hefði verið rætt að draga úr niðurgreiðslum vegna æfingagjalda og ferðakostn- aðar. Það mundi koma sér mjög illa fyrir tekjulágar barnafjölskyldur og gæti dregið úr fjölda iðkenda. Það yrði mjög vond niðurstaða að öllu leyti. Vestmannaeyjabær kom til móts við félagið í fyrra svo ekki þurfti að grípa til niðurskurðar þá. Haraldur kvaðst hafa rætt við yfirmann almannavarna í Vest- mannaeyjum og lýst áhyggjum af áhrifum opnunar landamæranna fyrr í sumar. Þær áhyggjur voru taldar ástæðulausar en niðurstaðan varð samt sú að útihátíðir um versl- unarmannahelgina voru bannaðar. Hann kveðst hafa upplýsingar um að stjórnvöld í Noregi og Svíþjóð hafi komið til móts við útihátíðir sem voru felldar niður þar og bætt þeim upp tekjutap að miklu leyti. Nú sé því beint til íslenskra stjórnvalda að grípa til svipaðra ráða. Ræddu við þrjá ráðherra Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, kynnti nýlega bæj- arráði drög að minnisblaði frá ÍBV um fjárhagsstöðu félagsins vegna áhrifa Covid á tekjur þess. Ljóst er að tekjutap vegna niðurfellingar þjóðhátíðar tvö ár í röð hefur mikil áhrif á rekstur félagsins, sérstaklega barna- og unglingastarf. Fulltrúar ÍBV og bæjarstjóri hafa kynnt menntamálaráðherra, sveitar- stjórnarráðherra og fjármálaráð- herra þá alvarlegu stöðu sem ÍBV er í vegna takmarkana sem ríkisstjórn- in setti og komu í veg fyrir að þjóðhátíð væri haldin. gudni@mbl.is ÍBV finnur mikið fyrir tekjutapinu - Stærsta fjáröflunin brást tvö ár í röð Morgunblaðið/Ófeigur Þjóðhátíð Aðaltekjulind ÍBV hefur ekki skilað neinu tvö ár í röð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.