Morgunblaðið - 04.09.2021, Síða 14
14 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2021
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Notaðir bílar
Meira úrval á
notadir.benni.is
Bílabúð Benna | Krókhálsi 9 | Reykjavík | 590 2035
Birt með fyrirvara um mynda- og textabrengl. * Tökum aðeins 1 bíl uppí hvern nýlegan notaðan bíl. **Forsendur: 7 ára lán hjá Lykli. Útborgun 500.000 kr.
SsangYong Korando Hlx ‘18, sjálfskiptur,
ekinn 74 þús. km. Verð: 3.390.000 kr.
Hyundai i30 ‘12, beinskiptur,
ekinn 125 þús.km. Verð: 990.000 kr.
SsangYong Tivoli Hlx ‘18, sjálfskiptur,
ekinn60 þús. km. Verð: 3.190.000 kr.
800369 800093 800348
Opel Corsa Innovation ‘18, sjálfskiptur,
ekinn 30 þús.km. Verð: 2.350.000 kr.
5915524
x4
4
x4
Verð ....................................... 3.190.000 kr.
Innborgað ............................. 500.000 kr.
Eftirstöðvar .......................... 2.690.000 kr.
Afborgun á mánuði ............ 41.988 kr.**
Gott úrval notaðra bíla
Einnig tökum við gamla bílinn uppí valda bíla fyrir 500.000 kr.*
ÚR BÆJARLÍFINU
Sigmundur Sigurgeirsson
Selfossi
„Umferðin hefur verið framar von-
um, einkanlega eftir að landamærin
opnuðust,“ segir Elísabet S. Jóhanns-
dóttir Sörensen, eigandi Gesthúsa á
Selfossi, um rekstur tjaldmiðstöðv-
arinnar í sumar. Elísabet hefur rekið
Gesthús í sextán ár af þeim 30 sem
fyrirtækið hefur verið með starfsemi
við Engjaveginn á Selfossi. Þar eru
allmörg ágæt tjaldsvæði sem hafa
notið vinsælda, tvö stærri hús til út-
leigu ásamt 22 herbergjum í smáhýs-
um, sem öll hafa verið gerð upp ný-
verið.
Elísabet segir að mest hafi hún
fengið erlenda ferðamenn í gistingu í
sumar. „Íslendingarnir voru færri nú
en í fyrrasumar, þeir leituðu greini-
lega austur á land í blíðuna,“ segir
hún. „Þetta gerðist mjög hratt eftir
að útlendingarnir byrjuðu að
streyma hingað til landsins í júní, en
þeir eru fyrst og fremst í húsbílum og
slíkum bílum sem hægt er að sofa í.
Einhverjir eru þó í tjöldum, ekki síst
stærri hópar,“ bætir hún við. Spurð
um hvað mætti kalla sérstöðu stað-
arins segir hún það bæði vera stað-
setninguna, miðsvæðis þar sem
ferðamenn sæktu verulega í vinsæla
ferðamannastaði á Suðurlandi, og
einnig að öll aðstaða í Gesthúsum
væri góð. Dyggði þar að nefna nægan
aðgang að rafmagni og vatni, inniað-
stöðu svo sem eldhús og matsal og
fleira. „Svo finnst útlendingunum
gott að komast í heitar sturtur,“ segir
Elísabet.
Hún telur umsagnir fólks á er-
lendum ferðamannasíðum gera mikið
fyrir aðsóknina. „Við fáum frábærar
umsagnir þar.“
Nú þegar hausta tekur breytist
samsetning ferðamannanna, en Gest-
hús býður upp á þjónustu allt árið,
þótt vissulega sé aðsóknin mest á
sumrin. „Í venjulegu árferði eru hér
um 10 til 15 bílar á dag á tjaldsvæðinu
yfir vetrarmánuðina.“ Elísabet segir
það ekki breyta miklu þótt illa viðri,
áfram sé spurt eftir þjónustunni yfir
háveturinn. „Þá hringi ég bara í
mann sem kemur og mokar tjald-
svæðið svo viðskiptavinirnir komist
að,“ segir Elísabet að lokum.
- - -
Nýja íþróttahöllin á Selfossi er
nú að verða tilbúin og er gert ráð fyr-
ir að hún verði afhent ungmenna-
félaginu til afnota þann 27. sept-
ember næstkomandi. Upphaflega
stóð til að opna húsið fyrir notkun um
síðastliðna verslunarmannahelgi í
tengslum við ungmennalandsmót
UMFÍ en líkt og þekkt er var hætt
við mótið vegna fjöldatakmarkana.
Enn er unnið að frágangi innanhúss
þar sem verið er að koma fyrir tjöld-
um sem munu aðskilja frjálsíþrótta-
svæðið frá knattspyrnuvellinum en
dráttur varð á að sá búnaður kæmi til
landsins. Að sögn Gissurar Jóns-
sonar, framkvæmdastjóra UMF Sel-
foss, ríkir mikil eftirvænting hjá fé-
lagsmönnum að fá húsið í sínar
hendur enda verður um gríðarlega
bót á aðstöðu iðkenda. Reiknar Giss-
ur með að starfsemi hefjist strax í
húsinu enda sé tímatafla tilbúin og
búið að auglýsa æfingatíma í húsinu,
bæði hjá knattspyrnudeild og frjáls-
íþróttadeild.
Þá mun knattspyrnuakademía
og frjálsíþróttaakademía Fjölbrauta-
skóla Suðurlands hafa aðstöðu í því á
morgnana. Hvað varðar aðra starf-
semi í húsinu segir Gissur að gert sé
ráð fyrir að almenningur geti nýtt
tartan braut sem liggur kringum
gervigrasið til æfinga og hreyfingar
en þar verði hver á sína ábyrgð. Þá
mun verða aðstaða til lyftinga sem
allar deildir geta nýtt sér sem mun
létta á slíkri aðstöðu sem er til staðar
í íþróttahúsinu Iðu við FSu. Gissur
segir að ekki sé enn ráðgert að leigja
húsnæðið út fyrir aðra starfsemi en
hann telur það koma til greina í fram-
tíðinni. Húsið sjálft er rúmlega sex-
þúsund fermetrar að stærð og þar er
búið að koma fyrir hálfum knatt-
spyrnuvelli. Hægt verður að stækka
húsið síðar.
- - -
Penninn/Eymundsson hefur
tekið að sér rekstur upplýsinga-
miðstöðvar ferðamanna á Selfossi,
sem þjónustar bæði Svf. Árborg og
Flóahrepp. Mun upplýsinga-
miðstöðin verða í nýju verslunar-
húsnæði í miðbænum á Selfossi í svo-
kölluðu Egilshúsi.
Samningur sveitarfélagsins Ár-
borgar og Pennans/Eymundsson hef-
ur verið samþykktur og gildir hann
út árið 2022 og í honum felst meðal
annars umsjón með upplýsingaskjá
og kynningarbæklingum, upplýs-
ingagjöf til ferðafólks og samstarf við
ferðaþjónustuaðila á svæðinu.
Tveir aðilar sýndu verkefninu
áhuga þegar auglýst var eftir rekstr-
araðila. Áður hafði upplýsingaþjón-
ustu við ferðamenn verið sinnt í bóka-
safninu við Austurveg eftir að hafa
verið á nokkurskonar vergangi um
nokkurt skeið. Fyrir reksturinn
greiðir Árborg rekstraraðilanum
tæpar fimm milljónir króna á ári.
Umferð ferðamanna á Selfossi framar vonum
Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson
Góð aðsókn Elísabet S. Jóhannsdóttir Sörensen hefur rekið gistiþjón-
ustuna Gesthús á Selfossi í sextán ár og lætur vel af umferðinni í sumar.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigð-
isráðherra, Páll Matthíasson, for-
stjóri Landspítala, Unnur Brá Kon-
ráðsdóttir, formaður stýrihóps
Landspítala, og Jón Atli Benedikts-
son, rektor Háskóla Íslands, tóku í
gær fyrstu skóflustungu að nýrri
rannsóknarbyggingu Landspítala.
Húsið verður vestan Læknagarðs
HÍ, 17.400 fermetrar að flatarmáli.
„Framkvæmdir hér á svæðinu
hafa gengið vel og færa okkur nær
því markmiði að hér verði tekið í
notkun nýtt þjóðarsjúkrahús árið
2026,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Háfell ehf. sinnir jarðvinnu við
rannsóknarhúsið og lýkur því verk-
efni í byrjun nýs árs. Þá fljótlega
hefst uppsteypan. Stutt er í að
vinna við bílastæða- og tæknihúsið
hefjist ásamt uppbyggingu bíla-
kjallara.
„Þjónusta við sjúklinga mun taka
stórstígum framförum með starf-
semi í rannsóknarhúsinu,“ segir
Páll Matthíasson, forstjóri Land-
spítalans. sbs@mbl.is
Samtaka með skóflustunguna
Ljósmynd/Eva Björk
Framkvæmdir Skóflur á loft og borgarstjórinn tekur myndir af öllu.
- Rannsóknarhús
17.400 fermetrar