Morgunblaðið - 04.09.2021, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2021
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Marktæk aukn-
ing hefur verið á
fjölda ferða-
manna á Þjóð-
garðinum á Þing-
völlum í sumar,
þó svo að langt sé
í frá að fjöldinn
hafi verið í lík-
ingu við það sem
var 2018 og 2019.
Einar Á. E. Sæ-
mundsen þjóðgarðsvörður segir að
sumarið hafi gengið vel og hægur
stígandi verið í aðsókn í takt við
breytingar á sóttvarnaaðgerðum.
Af erlendum ferðamönnum hafi
Bandaríkjamenn verið áberandi, en
eftir því sem liðið hefur á hafi fólki
af öðrum þjóðernum fjölgað. At-
hyglisvert sé að erlendir ferða-
menn virðist frekar nota bíla-
leigubíla en rútur. Einar segir að
Íslendingar komi jafnt og þétt til
Þingvalla, en hverfi aðeins í skugg-
ann þegar útlendingum fjölgi.
Samkvæmt teljara á Kárastaða-
stíg efst í Almannagjá fóru um 1,3
milljónir ferðamanna um Almanna-
gjá bæði 2018 og 2019. Hrun varð í
gestakomum 2020 þegar heildar-
fjöldinn var aðeins 320 þúsund.
Þrátt fyrir aukna aðsókn í ár er
langt í land að hún nálgist það sem
var fyrir heimsfaraldurinn.
Er fjöldinn eftirsóknarverður?
„Fjölgunin varð mjög snörp og
ég velti því fyrir mér hvort sá fjöldi
sé eftirsóknarverður á stað eins og
Þingvöllum,“ segir Einar. „Í sumar
hefur fjöldinn verið viðráðanlegur
og afslappað andrúmsloft komið í
stað streitu sem fylgdi fjöldanum.
Mér finnst þetta umhugsunarefni,
en ég stjórna ekki fjölda ferða-
manna og hver sem þróunin verður
þá höfum við nýtt tímann vel til að
bæta aðstöðuna í þjóðgarðinum.“
Einar segir að starfsemi í og við
Silfru hafi tekið vel við sér eftir því
sem liðið hefur á árið. Hugsanlega
hafi fjölgunin þar verið meiri en
annars staðar, en 5-6 fyrirtæki eru
með starfsemi þar. aij@mbl.is
Mikill fjöldi er umhugsunarefni
Einar Á.E.
Sæmundsen
- Afslappað andrúmsloft á Þingvöllum - Fjölgun en árið langt að baki 2018 og 2019
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Sumarið hefur verið einstakt í Ás-
byrgi og íslenskir ferðamenn sann-
arlega kunnað að meta veðurblíðuna
þar og rómaða náttúrufegurð. Á
tjaldsvæðinu í Ásbyrgi hafa met ver-
ið slegin í aðsókn ferðamanna og
marga daga verið uppselt, en hluti
gesta staldrar við í styttri tíma.
Vegna takmarkana í kórónufar-
aldri hefur verið 200 manna hámark
á tjaldstæðum frá því undir lok júlí-
mánaðar þar sem ekki er hægt að
hólfaskipta þeim og hefur það dregið
úr fjölda gesta. Þrátt fyrir það má al-
mennt segja að áfangastaðir í Vatna-
jökulsþjóðgarði hafi tekið vel við sér í
ár.
Stuttbuxnaveður í langan tíma
Það var létt yfir Guðmundi Ög-
mundssyni, þjóðgarðsverði í Jökuls-
árgljúfrum, þegar rætt var við hann
á fimmtudagsmorgun. „Í okkar
skilningi hefur verið hitabylgja hér
síðan í byrjun júlí og enn er ekki lát
á,“ sagði Guðmundur. „Ég man ekki
hvenær hitinn náði ekki yfir 20 gráð-
ur að degi til og hér hefur verið stutt-
buxnaveður í allt sumar. Reyndar
renndi ég skálmunum á buxurnar í
morgun, en það stefnir í að ég þurfi
að taka þær af aftur.“
Samkvæmt upplýsingum frá
Trausta Jónssyni veðurfræðingi
byrjuðu hlýindin fyrir norðan í
kringum Jónsmessu. Síðan þá hefur
hiti náð 20 stigum eða meira í 31 dag
í Ásbyrgi. Þetta eru fleiri dagar en
nokkuð annað sumar, en mælingar
byrjuðu 1999, upplýsir Trausti.
Næstflestir urðu svona dagar árið
2004, 22, en fæstir 2015 þegar þeir
voru þrír.
Starfssvæðum Vatnajökulsþjóð-
garðs er skipt upp í nokkur svæði og
er Guðmundur þjóðgarðsvörður í
Jökulsárgljúfrum. Þar er um sam-
heiti að ræða fyrir stærra svæði þar
sem er að finna náttúruperlur eins og
Ásbyrgi, Hljóðakletta, Hólmatungur
og Dettifoss. Mest hafa 17 manns
verið að störfum í norðursvæði þjóð-
garðsins í sumar, en þeim hefur
fækkað undanfarið og margir sum-
arstarfsmanna eru nú sestir á skóla-
bekk.
Síðustu sumur hafa verið erilsöm í
Ásbyrgi og í ár komu fleiri ferða-
menn þangað heldur en 2019, en það
var þriðja árið í röð sem yfir tvær
milljónir ferðamanna komu til lands-
ins. Þá var barátta við heimsfaraldur
kórónuveikinnar ekki í huga nokkurs
manns, en mikil breyting varð á í
fyrra þegar um hálf milljón ferða-
manna kom til landsins.
Á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi hafa Ís-
lendingar verið nánast einir um hit-
una í sumar en þeir voru 91,5% gesta
á tjaldvæðinu í júlí. Guðmundur seg-
ir að hefðbundnir erlendir „útilegu-
útlendingar“ hafi ekki verið jafn mik-
ið á ferðinni og árin á undan, en
þegar rýnt er í tölur kemur þó í ljós
að þeir voru umtalsvert fleiri í ár en í
fyrra.
Ferðafólk enn á ferð
Bekkurinn hefur verið þétt setinn
frá júlíbyrjun og fram eftir ágúst,
nokkra daga fullbókað, og enn eru
ferðamenn á ferð fyrir norðan. Ef
fjöldatakmarkanir hefðu ekki komið
til vegna faraldursins hefði fjöldinn
eflaust orðið enn meiri.
Í Ásbyrgi komu tæplega 38 þús-
und gestir í júlímánuði, mun fleiri en
árin á undan, og í ágúst voru gest-
irnir 28.385, sem er líka meiri fjöldi
heldur en 2019 og 2020. Við Dettifoss
að vestanverðu var gestafjöldinn í
júlí og ágúst svipaður en þó heldur
lægri en 2019. Við Dettifoss að aust-
anverðu voru gestir hins vegar tals-
vert færri en 2019. Sú aðferð er not-
uð við talningu ferðamanna að
segulskynjararar mæla bílaumferð
og tölur um fjölda gesta eru fengnar
með áætlun um fjölda í bíl. Talningin
er unnin í samvinnu við Rögnvald
Ólafsson og Gyðu Þórhallsdóttur hjá
Háskóla Íslands.
Guðmundur segir að í Jökuls-
árgljúfrum sé stöðugt unnið að því að
bæta aðstöðu, aðgengi og öryggi
ferðamanna. Í sumar hafi skipt miklu
að ný og fullkomin salernisaðstaða
hafi verið tekin í notkun við Dettifoss
vestanverðan. Guðmundur segir að
að með þeim sé loksins komin boðleg
aðstaða fyrir gestir, sem áður hafi
þurft að notast við gamla kamra.
Sprenging í hjólaferðum
Í Ásbyrgi er veðursæld og margir
koma þangað til að slaka á, en aðrir
fara í gönguferðir um fjölbreyttar
gönguslóðir eða aka til annarra staða
á norðausturhorninu. Þá hefur það
færst mjög í aukana að hjólreiðafólk
fari um í stórbotinni náttúrunni.
„Ásbyrgi og Jökulsárgljúfur hafa
lengi verið vinsæl til alls kyns útivist-
ar, göngur og hlaup hafa notið vin-
sælda og síðustu ár hefur orðið
sprenging í hjólreiðum. Slíkt fer ekki
alltaf saman og við höfum því unnið
að því að lagfæra leiðir og aðgreina
umferðina á helstu álagsstöðum til að
tryggja öryggi og góða upplifun
gesta,“ segir Guðmundur, spurður
um þessa þróun.
Breytt hlutföll á suðursvæði
Á suðursvæði þjóðgarðsins eru
meðal annars náttúruperlurnar í
Skaftafelli og Jökulsárlón á Breiða-
merkusandi. Steinunn Hödd Harð-
ardóttir er þjóðgarðsvörður á suð-
ursvæði og segir hún að sumarið hafi
verið gott. Þannig komu um og yfir
85 þúsund gestir í Skaftafell bæði í
júlí og ágúst í sumar. Nokkru færri
en 2019, en aukning frá síðasta ári.
Sömu sögu er að segja af Jökulsár-
lóni, fjölgun frá síðasta sumri, en
færri heldur en 2019.
Steinunn Hödd segir að veður hafi
verið gott á suðursvæði þjóðgarðsins
í sumar, milt lengst af og sólin hafi
alls ekki gleymt þessum hluta lands-
ins. Tjaldsvæðið hafi verið vel sótt
frá upphafi sumars, en fjöldatak-
markanir frá júlílokum hafi sett strik
í reikninginn. Ekki hafi verið hægt
að hólfaskipta tjaldsvæðinu þar sem
aðeins eitt salernishús er fyrir gesti á
tjaldsvæðinu. Þá sé ekki enn boðið
upp á hraðpróf í þjóðgarðinum.
Hún segir að meirihluti gesta í ár
hafi verið Íslendingar eins og í fyrra,
trúlega um 75% gesta, en fyrir far-
aldur voru íslenskir gestir innan við
10% af heildinni. „Fólk er enn á ferð-
inni og töluvert að gera þó svo að
ekki sé lengur fullt á tjaldsvæð-
inu,“segir Steinunn Hödd.
Bekkurinn þétt setinn í Ásbyrgi
- Íslendingar nánast einir um hituna á tjaldstæðinu í Ásbyrgi - Einstök hlýindi og þjóðgarðsvörður
í stuttbuxum í margar vikur - Áfangastaðir í Vatnajökulsþjóðgarði hafa tekið vel við sér í sumar
Heimildir: Vatnajökuls-, Snæfellsjökuls- og Þingvallaþjóðgarðar
Fjöldi gesta (þúsundir), Vatnajökuls-, Snæfellsjökuls- og Þingvallaþjóðgarðar
Aðsókn ferðamanna að vinsælum ferðamannastöðum í júní, júlí og ágúst
Þingvellir – Almannagjá
200
150
100
50
0
júní júlí ágúst
Skaftafell
120
90
60
30
0
júní júlí ágúst
Dettifoss að vestanverðu
50
40
30
20
10
0
júní júlí ágúst
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
80
60
40
20
0
júní júlí ágúst
Ásbyrgi
40
30
20
10
0
júní júlí ágúst
Jökulsárlón
150
120
90
60
30
0
júní júlí ágúst
2019 2020 2021
Guðmundur
Ögmundsson
Steinunn Hödd
Harðardóttir
Eins og annars staðar í þjóðgörðunum hefur gestafjöldi
tekið við sér í ár í Snæfellsjökulsþjóðgarði. Í ár komu
þangað 114 þúsund gestir sumarmánuðina júní, júlí og
ágúst. Það er nokkur aukning frá síðasta ári þegar 103
þúsund gestir heimsóttu þjóðgarðinn, en sumarið 2019
voru gestirnir tvöfalt fleiri eða rúmlega 206 þúsund.
Samkvæmt upplýsingum frá Jóni Björnssyni þjóð-
garðsverði er athyglisvert að gestir virðast fara hægar
yfir nú en oft áður. Áfangastaðir virðist setnari, gestir
dvelji lengur og skoði meira. Sem dæmi komu 25.500
gestir við á Saxhóli frá júníbyrjun til ágústloka eða um 23% af heild-
arfjölda gesta í þjóðgarðinum á móti 15-16% af heildarfjölda fyrri ára.
Dvelja lengur og skoða meira
ÞJÓÐGARÐURINN SNÆFELLSJÖKULL
Jón Björnsson