Morgunblaðið - 04.09.2021, Síða 21
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | Opið alla virka daga kl. 10-17 | www.rut.is | Ljósmyndir Rutar og Silju
Barna- og fjölskyldu-
myndatökur
Einstökminning
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2021
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Sex manns særðust í Auckland á
Nýja-Sjálandi í gærmorgun þegar
maður gekk berserksgang í stór-
markaði og réðst að fólkinu með
hníf. Maðurinn var fljótlega skotinn
til bana af leynilögreglumönnum, en
hann hafði verið undir sólarhring-
seftirliti nýsjálenskra stjórnvalda
um nokkra hríð vegna öfgafullra
skoðanna sinna.
Maðurinn, sem kom upprunalega
til Nýja-Sjálands frá Sri Lanka árið
2011 var sagður undir áhrifum frá
Ríki íslams, en hann mun hafa grip-
ið hníf sem var til sölu í versluninni
og farið að stinga nærstadda. Lög-
reglumennirnir sem voru að fylgjast
með ferðum hans gripu þá inn í, og
leið vart mínúta áður en maðurinn
var felldur. Þrjú fórnarlambanna
eru á gjörgæslu, og hið fjórða er
sagt vera í alvarlegu ástandi.
Hafði verið ákærður og sleppt
Jacinda Ardern, forsætisráðherra
Nýja-Sjálands, sagði að hún væri
miður sín yfir því að maðurinn hefði
náð að fremja sína „hatursfullu
árás“ þrátt fyrir eftirlitið.
„Það sem gerðist í dag var við-
urstyggilegt, það var hatursfullt,
það var rangt,“ sagði Ardern og
bætti við að árásin hefði verið fram-
in af einstaklingi, en ekki trúar-
brögðum eða menningu, og að ein-
staklingurinn bæri einn ábyrgð á
verknaði sínum.
Hét hún því að rannsakað yrði
hvers vegna ekki hefði verið hægt
að koma í veg fyrir árásina, en mað-
urinn, sem var 32 ára, var ákærður á
síðasta ári fyrir að hafa lagt á ráðin
um hryðjuverk með hníf.
Dómari málsins mat það hins veg-
ar svo að það eitt að skipuleggja
árás félli ekki undir þágildandi
hegningarlög, og var hann þess í
stað dæmdur til að sæta eftirliti í
tólf mánuði fyrir að vera með ólög-
legan áróður frá Ríki íslams.
Ardern sagði í gær að frumvarp
hefði verið lagt fram til að tryggja
að skipulagning hryðjuverka félli
undir þau, en þau eiga enn eftir að
fara í gegnum nýsjálenska þingið.
Ardern sagði hins vegar ekki
hversu margir aðrir væru undir
hryðjuverkaeftirliti lögreglu, en
sagði að það væru mjög fáir.
Andrew Coster, ríkislögreglu-
stjóri Nýja-Sjálands, sagði að yfir-
völd væru fullviss um að maðurinn
hefði verið einn að verki, og að engin
frekari hætta væru nú á ferðum.
Coster varði lögreglumennina
sem skutu árásarmanninn og sagði
að þeir hefðu sinnt skyldum sínum
af miklu hugrekki. „Raunveruleik-
inn er sá, að þegar þú ert að fylgjast
með einhverjum í 24 tíma sjö daga
vikunnar er ekki alltaf hægt að vera
beint við hliðina á þeim.“
Árásin sögð hryðjuverk
- Sex særðust í hnífsstunguárás í stórverslun í Auckland
- Árásarmaðurinn skotinn til bana - Var undir eftirliti
AFP
Hryðjuverk Mikill viðbúnaður lögreglu var við verslunarmiðstöðina Lynn-
mall eftir að sex manns særðust í árás í stórmarkaði í verslunarmiðstöðinni.
Bresk stjórnvöld og Evrópusam-
bandið lýstu því yfir í gær að þau
hygðust ekki viðurkenna stjórn ta-
líbana yfir Afganistan, en að þau
myndu engu að síður eiga í sam-
skiptum við þá þar sem þörf krefði.
„Við þurfum að ræða við nýju rík-
isstjórnina í Afganistan, sem er ekki
það sama og viðurkenning,“ sagði
Josep Borrell, utanríkismálastjóri
ESB, í gær en utanríkisráðherrar
aðildarríkjanna funduðu þá í Slóven-
íu um stöðu mála í landinu.
Sagði Borrell að samskipti sam-
bandsins við talíbana gætu aukist,
en á móti yrðu þeir að uppfylla viss
skilyrði, meðal annars að tryggja að
Afganistan yrði ekki að bækistöð
hryðjuverkahópa. Þá sagði Borrell
að talíbanar yrðu að virða réttindi
kvenna og setja á laggirnar rík-
isstjórn sem væri „opin“ og end-
urspeglaði vilja Afgana.
Þá yrðu talíbanar einnig að standa
við gefin loforð um að erlendir rík-
isborgarar og Afganar mættu áfram
yfirgefa landið. Heiko Maas, utan-
ríkisráðherra Þýskalands, sagði að
Evrópusambandið myndi standa
fast við skilyrði sín. „Auðvitað lifir
enginn í þeirri tálsýn að þetta verði
allt uppfyllt 100% á næstu dögum,“
sagði Maas og bætti við að þetta
væru markmið til lengri tíma.
Þá stefnir Evrópusambandið að
því að senda aftur sendifulltrúa til
Kabúl til þess að sjá um samskiptin
við talíbana, en Borrell sagði að
fyrst yrði öryggi þeirra að vera
tryggt. Ef það næðist ekki kæmi til
greina að setja upp óformlega send-
iskrifstofu í Katar, en talíbanar hafa
haft þar fulltrúa til að sjá um sam-
skipti sín við umheiminn.
Dominic Raab, utanríkisráðherra
Breta, sagði í heimsókn sinni til Pak-
istans að alþjóðasamfélagið yrði að
sjá hvort að talíbanar væru „einlæg-
ir“ þegar þeir segðust ekki ætla að
taka upp sömu siði og þegar þeir
ríktu með harðri hendi á 10. ára-
tugnum.
Ríkisstjórn mynduð fljótlega
Talíbanar lýstu því yfir í gær að
þeir væru mjög nálægt því að mynda
næstu ríkisstjórn Afganistans, á
sama tíma og fregnir bárust af hörð-
um bardögum í Pansjír-dal, síðasta
vígi andspyrnuhópa gegn talíbönum.
Brutust um tíma fagnaðarlæti
meðal stuðningsmanna talíbana í
Kabúl þegar fregnir bárust af því að
dalurinn hefði fallið, en þær voru
fljótt bornar til baka.
Viðurkenna ekki
stjórn talíbana
- Bardagar geisa í Pansjír-dalnum
AFP
Bardagar geisa Andspyrnumenn
stunda heræfingar í Pansjír-dal.