Morgunblaðið - 04.09.2021, Qupperneq 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2021
✝
Karl Sigurður
Jakobsson
fæddist 25. júlí
1937. Hann lést á
Egilsstöðum 23.
ágúst 2021.
Karl, eða Mansi
eins og hann var
ávallt kallaður,
fæddist á Eiríks-
stöðum á Jökuldal
þar sem hann bjó
fyrstu árin en
flutti síðan með foreldrum sín-
um til Keflavíkur og bjó þar og
starfaði þar til hann flutti aftur
á Jökuldalinn.
Foreldrar Mansa voru Stef-
anía Katrín Carlsdóttir frá
Stöðvarfirði og Jakob Jónasson
af Hólsfjöllum. Systkini Mansa
sammæðra voru Karen Snædal,
Steinunn Snædal, Gunnlaugur
Snædal og Nanna Snædal. Þau
eru öll látin.
Árið 1963 tóku þau saman,
Mansi og Kolbrún Sigurðar-
dóttir, f. 29.11. 1946, frá Teiga-
seli á Jökuldal. Mansi og Kolla
hófu búskap á jörðinni Grund á
Þorsteinsdóttur er Anna Birna,
við nám í Reykjavík, sambýlis-
maður er Jón Axel Matthías-
son. 3) Grétar Urðar, f. 14.4.
1969, maki hans er Ásthildur
Jónasdóttir. Börn þeirra eru
Kolbrún Sif, búsett á Egils-
stöðum, maki hennar er Andri
Valur Pálsson og börn þeirra
eru Heiðrós Hulda og Bergrós
Harpa, Brynjar Snær og Heið-
dís Jóna. Barnabörnin eru því
tíu og barnabarnabörnin tvö.
Mansi starfaði alla tíð við bú-
skap og bílaútgerð. Hann var
leigubílstjóri í Reykjavík sem
ungur maður, síðan bóndi á
Grund, en ávallt með vörubíla í
vinnu við vegagerð, landpóstur,
skólabílstjóri og starfaði við
hreinsunar- og björgunarstörf í
Vestmannaeyjum á meðan eld-
gosið stóð yfir. Síðustu rúm-
lega 20 árin var Mansi skógar-
bóndi á Grund. Mansi stundaði
fjallaferðir og var heiðursfélagi
í Austurlandsdeild 4x4 klúbbs-
ins.
Útför Mansa fer fram frá
Egilsstaðakirkju 4. september
2021 kl. 14 og jarðsett er í Eg-
ilsstaðakirkjugarði.
Streymt er frá athöfninni á
slóðinni:
https://egilsstadaprestakall.com
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Jökuldal og áttu
þar heimili alla tíð.
Hin seinni ár áttu
þau annað heimili
á Egilsstöðum.
Mansi og Kolla
eignuðust þrjú
börn. 1) Stefanía
Katrín, f. 28.1.
1964, maki hennar
er Eiríkur S. Svav-
arsson. Börn henn-
ar og Kristjáns
Kjartanssonar eru: Rut, búsett
í Svíþjóð, sambýlismaður er
Rasmus Gidlöf, og Sara búsett í
Bandaríkjunum, sambýlismaður
er Joshua Popsie. Börn Eiríks
eru Eyjólfur og Sigurbjörg. 2)
Jakob, f. 7.5. 1965, maki hans
er Ruth Magnúsdóttir. Börn
þeirra eru Helga Kolbrún og
Katrín Jökla. Börn Jakobs og
Halldóru Jónsdóttur eru Ísold,
búsett á Höfn, sambýlismaður
er Benedikt Óttar Snæbjörns-
son, og Hólmfríður, við nám í
Reykjavík og sambýlismaður er
Einar Björn Gunnarsson. Dóttir
Jakobs og Bergrúnar
Í dag kveð ég pabba minn.
Hann var mér alla tíð stoð og
styrkur, ávallt hjálpsamur og
ávallt tilbúinn að ryðja brautina
fyrir okkur. Það verða fá orð sett á
blað en svo miklu meira sem kem-
ur upp í hugann á þessum tíma-
mótum. Ef pabbi væri núna ungur
maður þá ætti hann glæsta fram-
tíð fyrir sér í nýsköpun, þróa nýjar
lausnir, stofna fyrirtæki, slík var
hugmyndaauðgi hans og fram-
kvæmdaþróttur. Ég man þá tíð
sem barn að hann talaði um að
ekki væri hægt að horfa á eftir
orkunni fljóta fram hjá bænum
okkar til sjávar, áratugum síðar
var orkan beisluð. Ég man þá tíð
að pabbi tók okkur krakkana
snemma í verklega þjálfun í því að
geta stjórnað ökutækjum, gera við
ef eitthvað bilaði, hugsa í lausnum
og ekki láta mótlæti buga okkur. Í
hans huga þurfti ég stelpan gera
flest það sem strákunum var ætl-
að, hvort það var að fara á hrein-
dýraveiðar, keyra bíla og dráttar-
vélar, keyra í skólann á snjósleða
nú eða gera við eitthvað sem bil-
aði.
Á uppvaxtarárum okkar á Jök-
uldal barðist pabbi fyrir því að
krakkarnir væru ekki í heimavist-
arskóla svo vikum skiptir án þess
að koma heim, hann barðist fyrir
því að fá okkur heim um helgar,
sem þótti óþarfi hjá sumum sveit-
ungum. Hann keyrði skólabílinn
og braust í gegnum snjóskafla
bara til að fá okkur heim. Hann
var oft framarlega með tæknina,
sjónvarp, litasjónvarp, víedó og
svo mætti lengi telja. Þegar tölvur
voru orðar heimilisvara, þá datt
mér ekki í hug hversu fljótt hann
tileinkaði sér þær. Síðustu rúm-
lega tvo áratugi átti skógræktin á
Grund hug hans. Hann barðist
fyrir því að gerast skógarbóndi en
þeirri hugmynd var illa tekið í
byrjun og sérfræðingar töldu að
skógrækt á Grund væri fásinna
vegna hæðar yfir sjó. Í dag er
skógræktarsvæðið vel yfir 100
hektarar og alvöruskógur.
Þegar barnabörnin og nú síðari
ár barnabarnabörnin komu til
sögunnar áttu þau hans hug og
hjarta. Hann vildi allt fyrir þau
gera, hvort það var skutl stutt eða
langt, passa eða hvaða redding
sem var.
Pabbi upplifði tímanna tvenna.
Mörg eru dæmin, en þessi tvö
koma upp í hugann. Allt frá því að
vera bóndi á Grund með fjölskyldu
sinni og kindum í það sjá jörðina
okkar verða einn eftirsóttasta
ferðamannastað landsins. Hann
upplifði breytingu úr því að öll
samskipti fóru í gegnum sveita-
síma í það að vera í mynd þegar
talað er við barnabörnin erlendis.
Komið er að leiðarlokum. Síð-
ustu ár hefur pabbi verið lélegur í
skrokknum þótt hugurinn hafi ver-
ið á fullri ferð. Síðustu ár hef ég
tekið stóran hluta af tíma mínum
fyrir austan með mínu fólki í alls
konar verkefnum. Nú þegar sam-
verunni lýkur þá er ég þakklát öll-
um stundunum sem við vorum
saman. Elsku pabbi minn, ég
þakka þér fyrir að vera minn men-
tor, þakka þér fyrir að vera dætr-
um mínum fyrirmynd, þakka þér
fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og
allan þinn stuðning. Ég hefði aldrei
orðið það sem ég er í dag án þín.
Sakna þín endalaust.
Þín dóttir.
Stefanía Katrín.
Elsku afi, farinn frá okkur á
einu augnabliki.
Eina mínútuna ertu á leið á þinn
besta stað, Grund, og síðan þá
næstu farinn frá okkur. Það eru
skrýtnir tímar fram undan. Eng-
inn afi í blokkinni að drekka kaffi
með mér og ræða hvað sé í gangi í
samfélaginu. Sama hversu þreytt-
ur þú varst, þú komst alltaf fram
og drakkst einn kaffibolla og spjall-
aðir við mig og stelpurnar mínar
tvær. Þær fengu oft að fara einn
rúnt um íbúðina á göngugrindinni
þinni og þeim fannst það svo gam-
an.
Hjá þér voru engin vandamál,
bara lausnir. Mín fyrsta minning
var þegar smalamennskur voru í
fullum gangi uppi á Jökuldal og þú
látinn hafa krakkaorminn í bílinn
til þín. Ég var ekki alveg viss með
þetta að hanga í bíl heilan dag því
ég kunni nú ekki að pissa úti. Þú
sást ekkert vandamál við það,
koppurinn fékk bara að koma með
í bílinn og upp í fjall var farið.
Það var svo gaman að vera í
sveitinni hjá þér og ömmu. Að fá að
vera í fjárhúsunum, þó ég hafi ver-
ið logandi hrædd við þessar rollur,
að gefa þeim bakkelsi sem amma
kom með úr vinnunni sinni Fella-
bakarí og skilja ekkert af hverju
kindurnar fengu snúða en ekki við.
Oftar en ekki fengum við krakk-
arnir síðan að sitja í fanginu á þér
og stýra bílnum um öll tún.
Þó svo að þið amma hafið flutt í
Fellabæinn og síðan yfir í Egils-
staði þá var heimilið þitt alltaf á
Grund. Þar leið þér best og þar
vildir þú helst vera.
Það voru allir jafnir fyrir þér og
þú tókst á móti öllum með mikilli
hlýju og kærleik. Heimilið þitt var
opið öllum og ég vissi alltaf að mér
myndi líða betur eftir að kíkja við
hjá þér og ömmu.
Þú kenndir mér meira en ég
held að þú hafir gert þér grein fyr-
ir, þrautseigju og að vaða í verkin í
stað þess að bíða eftir að aðrir geri
þau.
Takk fyrir alla rúntana, stund-
irnar og kaffibollana.
Þangað til næst elsku afi,
Kolbrún Sif Grétarsdóttir.
Á sama tíma og við erum sorg-
mæddar yfir því að stundirnar
verða ekki fleiri erum við mjög
þakklátar fyrir allar minningarnar
og allt það sem þú hefur kennt okk-
ur.
Þegar við hugsum til baka þá
eru bíltúrarnir í sveitinni á pikk-öp
ofarlega í huga. Hvort sem við sát-
um á pallinum í húsinu, í bílnum
sjálfum eða undir stýri í kjöltu
þinni. Á okkar yngri árum voru bíl-
ferðirnar yfirleitt frá bæ út í fjár-
hús þar sem við fengum að gefa
kindunum brauð og sætindi.
Seinna meir, þegar þið hættuð með
kindur og skógræktin hófst, þá
skutlaðir þú okkur um allt land til
að planta. Við vorum svo glaðar
þegar við vorum upp í fjalli og
sáum bílinn þinn mjakast upp
brekkuna, þá var kominn kaffitími.
Minningarnar úr Reynihvammi
eru ekki síðri en þær úr sveitinni,
en þótt þið amma flyttuð í Fella-
bæinn þá átti Grund alltaf hjarta
þitt. Við munum svo vel hvað okkur
fannst gaman þegar þið tókuð
heimalning með úr sveitinni og
földuð hann í miðjuhúsinu í Reyni-
hvammi.
Við lékum okkur úti allan dag-
inn og í kaffitímanum borðuðum
við ristað brauð með marmelaði. Ef
við brenndum brauðið óvart borð-
aðir þú það með bestu lyst. Við
kepptumst um að fá að klæða þig í
sokka á morgnana og að sitja í
fanginu á þér að horfa á sjónvarpið.
Ein minning Söru er sumarið
sem hún bjó hjá ykkur ömmu og
fékk loksins æfingaakstur. Þið
rúntuðuð út um allt Austurland
saman. Einn daginn spurðir þú
hana hvort hún vildi ekki æfa sig að
keyra á malarvegi og keyrðuð þið
saman upp í Teigasel. Þegar þang-
að var komið þá fórst þú út úr bíln-
um og klifraðir upp í vörubíl og
sagðir henni svo að elta þig bara.
Hún svaraði hikandi að hún væri
nú ekki með bílpróf, en þú fussaðir
og sagðir að það væri allt í lagi því
hún kynni alveg að keyra. Þarna
keyrði hún próflaus á eftir þér upp
á þjóðveg um 30 km út í Hlíð.
Afi, þú varst alltaf til staðar fyr-
ir okkur. Það situr ofarlega í huga
þegar við fórum í fjölskylduferð til
Florida um jólin. Rut fékk ælupest
sama dag og allir fóru í Disney, þá
varst þú einn eftir með Rut og sást
til þess að henni liði vel. Þegar þú
þurftir að stússast um bæinn
bauðst þú okkur oft með í hin
ýmsu verkefni. Okkur fannst svo
skemmtilegt að fá að koma með,
og ég er viss um að þér fannst það
alveg jafn gaman. Þó að rúntarnir
verða ekki fleiri, þá munum við
halda fast í minningarnar um þá
ótalmörgu bíltúra, hvort sem þeir
voru um sveitina eða iðnaðarhverfi
í Reykjavík þegar við vorum smá-
skottur.
Afi, þú hefur kennt okkur svo
margt, bæði beint og í gegnum
móður okkar. Þú hefur kennt okk-
ur að hugsa í lausnum og að ganga
í verkin í staðinn fyrir að bíða eftir
að aðrir geri það. Þú hugsaðir allt-
af út fyrir rammann og sást tæki-
færi sem aðrir sáu ekki. Þú varst
alltaf mjög nýjungagjarn og með
svo mikið af hugmyndum, stund-
um of margar fyrir ömmu smekk.
Það sem aðrir sáu sem afsagað
drasl, var nýjasta uppfinningin
þín. Við munum gera okkar besta í
að halda minningu þinni á lofti með
því að tileinka okkur allt sem þú
hefur kennt okkur, og munum sjá
til þess að börnin okkar verða út-
sjónarsöm eins og sannir Grund-
armenn.
Rut og Sara.
Elsku Mansi frændi, föðurbróð-
ur minn, kveð ég þig hér með örfá-
um orðum. Alltaf tók hann á móti
manni með jákvæðni, stóru brosi
og vinsemd. Aldrei var lognmolla í
kringum hann, alltaf eitthvað haft
fyrir stafni og endalausar hug-
myndir um hvað sem er. Hvað mig
og mína nær fjölskyldu varðar þá
var það alltaf Jökuldalurinn, Jök-
uldalsheiði, Eiríksstaðir og Grund
sem áttu hug hans allan. Af öðrum
ólöstuðum þá var hann driffjöður-
inn í að koma upp veiðihúsi 1971 –
1973 í Jökuldalsheiði, sem faðir
minn Gunnlaugur Snædal og föð-
ursystir mín Nanna Snædal
ákváðu að byggja. Hann sá alfarið
um flutning efnis og lagningu
vegaslóða að veiðihúsinu, en það
tók hann mörg ár. Jökuldalsheiðin
hefur síðan verið sælureitur bróð-
ur hans og systur, maka þeirra og
sona og þeirra fjölskyldna, allt til
dagsins í dag eða um 50 ár. Fyrir
þetta erum við öll ævarandi þakk-
lát.
Mansi átti því láni að fagna að
eignast ástkæran lífsförunaut
hana Kollu, en þau voru bara eitt
og ávallt var talað um Mansa og
Kollu í sömu andránni.
Mansa og Kollu þakka ég fyrir
yndislegt viðmót, stórkostlegar
viðtökur um áratugaskeið og
hjálpsemi þeirra að koma mér og
mínum í sælureit okkar hvernig
sem á stóð hjá þeim, sem aldrei
bar skugga á. Votta ég Kollu minni
og afkomendum innilega samúð
við fráfall hans.
Kristján Snædal.
Karl Sigurður
Jakobsson
- Fleiri minningargreinar
um Karl Sigurð Jak-
obsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
FALLEGIR LEGSTEINAR
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Á góðu verði
Verið velkomin
Opið: 11-16 virka daga
Okkar ástkæri,
ÓLAFUR GUÐLAUGUR VIKTORSSON
rafeindavirkjameistari,
Sporatúni 17, Akureyri,
lést í faðmi eiginkonu og dætra 25. ágúst.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju
þriðjudaginn 7. september klukkan 13.
Guðný Jóhanna Tryggvadóttir
Ólöf Guðrún Ólafsdóttir Michael Krogh Sørensen
Anna Margrét Ólafsdóttir Jóhann Vilhjálmsson
og afabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÍSLEIFUR ÞORBJÖRNSSON,
Gnoðarvogi 56,
lést á Landspítalanum laugardaginn
28. ágúst.
Útför fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn
9. september klukkan 13.
Hafdís Sigurðardóttir
Sveinlaug Ísleifsdóttir Magnús Daníel Karlsson
Hrefna Dröfn Ísleifsdóttir Kári Skúlason
Dagbjört Káradóttir Lovísa Káradóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
SÓLVEIG SIGURÐARDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund
sunnudaginn 29. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Seltjarnarneskirkju
fimmtudaginn 9. september klukkan 13.
Ómar Bjarnason
Ástríður Kristín Ómarsdóttir Daniel Breton
Sigurður Ómarsson Vala Rebekka Þorsteinsdóttir
Ólafur Ómarsson Sveinborg Petrína Jensdóttir
og barnabörn
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma
og systir,
GUÐNÝ EGILSDÓTTIR,
lést á líknardeild Landspítalans 18. ágúst.
Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey.
Ólafur Lárusson
Christiane Grossklaus
barnabörn og systkini
Elskulegur frændi okkar,
SVERRIR VALDIMARSSON,
fyrrverandi bóndi í Hólmi,
Skaftárhreppi,
lést laugardaginn 21. ágúst á
hjúkrunarheimilinu Hjallatúni, Vík Mýrdal.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Rannveig Helgadóttir
Þröstur Helgason
Valdimar Runólfsson
Ingibjörg Runólfsdóttir
og fjölskyldur
Ástkær bróðir minn, mágur og frændi,
SMÁRI JÓNSSON
vistheimilinu Bjargi,
Skólabraut 10, Seltjarnarnesi,
lést á Landspítala, Fossvogi, þriðjudaginn
31. ágúst.
Anna Jóhanna Jónsdóttir Gunnar Sigurjón Gunnarsson
Hugrún Fanney Sigurðardóttir
Jón Viktor Gunnarsson