Morgunblaðið - 04.09.2021, Síða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2021
✝
Jóna Ingibjörg
Hall var fædd
4. ágúst 1929 í
Reykjavík. Faðir
hennar var Níeljo-
hnius Hall, verzl-
unar- og skrifstofu-
maður, f. 19.8.
1884, d. 1949. Móð-
ir hennar var Ragn-
heiður Kristín
Árnadóttir, f. 30.12.
1894, d. 8.6. 1983.
Jóna ólst upp í Reykjavík,
fyrst í Skerjafirði og síðar á
fleiri stöðum í miðbæ Reykjavík-
ur, Miðstræti, Laugavegi og
Grundarstíg. Hún lauk gagn-
fræðaprófi frá Gagnfræðaskól-
anum við Lindargötu árið 1946.
Eftir gagnfræðipróf starfaði
Jóna m.a. í Reykjavíkurapóteki
áður en hún hóf nám við Hjúkr-
unarskóla Íslands árið 1949 það-
an sem hún lauk prófi árið 1952.
Jóna fluttist þá um haustið til
Svíþjóðar þar sem hún hóf störf
sem hjúkrunarkona á Sahl-
grenska sjúkrahúsinu í Gauta-
borg frá 1952 til 1953 og í kjöl-
farið á Karolinska sjúkrahúsinu
mundi Elvari Eiríkssyni vél-
stjóra við Steingrímsstöð, síðar
umdæmisstjóra hjá Vinnueft-
irliti ríkisins, f. 2.10. 1930, d.
11.10. 2015. Foreldrar hans
voru Eiríkur Kristinn Gíslason,
símamaður í Reykjavík, f. 8.8.
1895 að Varmá í Mosfellssveit,
d. 9.3. 1983, og Þórdís Jóna Guð-
mundsdóttir, húsmóðir og
verkakona í Reykjavík, f. 22.6.
1895 að Hjallatúni í Tálknafirði,
d. 2.3. 1960.
Lengst af bjuggu þau Jóna og
Guðmundur í Breiðholtinu en
hin allra síðari ár í Kópavogi.
Dóttir Guðmundar var
Hrafnhildur Auður Guðmunds-
dóttir, f. 2.3. 1959, d. 28.11.
2001.
Börn Jónu og Guðmundar
eru: Ragnheiður Kristín Guð-
mundsdóttir deildarstjóri, f.
25.11. 1967, hennar maður er
Egill Erlingsson, smiður og
verslunarmaður. Þeirra börn
eru Elvar hagfræðinemi og Íris
Jóna framhaldsskólanemi.
Gunnlaugur Þór Guðmundsson
tannlæknir, f. 22.9. 1972. Hans
maki er Berta Hannesdóttir
tannsmiður og eru þeirra börn
Regína Lilja nemi við Hús-
stjórnarskólann og Hannes
grunnskólanemi.
Útför Jónu fór fram í Fella-
og Hólakirkju þann 19. ágúst
2021 í kyrrþey að hennar ósk.
í Stokkhólmi til árs-
ins 1954. Ári síðar
hóf Jóna nám í
heilsuverndar-
hjúkrun í Finnlandi
og dvaldi þar frá
1955 til 1956. Eftir
að Jóna kom heim
frá Svíþjóð og Finn-
landi starfaði hún
við Heilsuverndar-
stöð Reykjavíkur
við Barónsstíg við
ungbarnaeftirlit 1956 til apríl
1960 þegar hún fór til Minnesota
í Bandaríkjunum til starfa á
Midway-sjúkrahúsinu í St. Paul
en þar var hún til septemberloka
árið 1962. Eftir heimkomu frá
Bandaríkjunum starfaði Jóna í
eitt ár sem aðstoðarfor-
stöðukona á Landspítalanum og
á berklavarnadeildinni við Bar-
ónsstíg eða frá 1963 til 1965. Til
starfsloka árið 1999 starfaði hún
við ungbarnaeftirlit við Heilsu-
gæslu höfuðborgarsvæðisins í
Asparfelli og síðar Mjóddinni.
Jóna tók virkan þátt í SAM-
frímúrarareglunni um árabil.
Jóna giftist 16.10. 1965, Guð-
Ég kveð móður mína sem gaf
mér styrk, hvatningu og ást
fram á síðasta andartak og með
henni missi ég jarðtengingu og
ræturnar sem gera mig að þeirri
sem ég er.
Hún tók mig í faðm sinn ný-
fædda í þennan heim, – gull-
abarnið hennar. Hún leiddi mína
litlu hendi inn í tilveru fullorð-
insáranna. Þar gengum við sam-
an lífsins veg sem jafningjar og
vinkonur. Ég studdi hana svo
niður brekkuna og hélt í hönd
hennar þegar að hún hóf för sína
inn í hið eilífa austur, – faðmaði
hennar síðasta andartak og
kvaddi. Arfleifð hennar mun
tengja mig á ný og lífið heldur
áfram. Ég var stolt af móður
minni, glæsileik hennar, lífs-
hlaupi gæsku og gáfum.
Móðurmissirinn skilur eftir
sig tómarúm sem erfitt verður
að fylla, ég þakka fyrir minning-
arnar og árin og fyrir að fá að
hafa þessa vönduðu sál í lífi mínu
í bráðum 54 ár af þeim 92 sem
hún fékk hér á jörð. Minning þín
lifir. Hvíl í friði elsku hjartans
mamma mín.
Ragnheiður K
Guðmundsdóttir.
Það er komið að kveðjustund,
elskuleg tengdamóðir mín og
yndisleg amma, frú Jóna Ingi-
björg Hall, er farin frá okkur.
Hún var mér svo góð og vildi
okkur öllum svo vel. Samband
okkar var gott og kærleiksríkt.
Það voru forréttindi að fá að
vera samferða henni í rúm tutt-
ugu ár. Forréttindi því hún til-
heyrir kynslóð sem ólst upp á
þeim tíma er svo margt var að
byggjast upp í þjóðfélaginu og
ekki margar konur sem gengu
menntaveginn eins og Jóna. Hún
lærði hjúkrun og þrátt fyrir 46
ára aldursmun okkar á milli kom
hún alltaf fram við mig eins og
jafningja. Þegar við kynnumst
er Jóna að fara á eftirlaun um
sjötugt en ég rétt að hefja minn
starfsferil.
Ég er stolt af henni og mér
þykir hún hafa sýnt mikið hug-
rekki og þor að hafa sótt um
hjúkrunarstarf erlendis 1953 og
var hún meira og minna í Sví-
þjóð, Finnlandi og Ameríku til
1962. Það var alltaf svo gaman
að heyra hana segja frá þessum
tíma og þessi lífsreynsla og vina-
sambönd sem hún eignaðist voru
henni dýrmæt og minningarnar
yljuðu henni fram á síðasta dag.
Hún elskaði að ferðast til Am-
eríku og Haddý systir Guð-
mundar býr þar ásamt dóttur
sinni Ann í Virginiu. Þau heim-
sóttu þær mæðgur oft og fyrir
brottför heimtaði Jóna lista yfir
allt sem okkur vanhagaði um
sem og fata- og skóstærð
barnanna. Þau komu ávallt heim
hlaðin gjöfum og alls konar am-
erísku góðgæti. Í nánast hverri
ferð gaf hún mér aukalega
viskutykki með tilheyrandi ár-
stíð eða hátíð sem var í gangi
þegar þau fóru utan og bætti
alltaf við, æ þetta er ekkert
merkilegt mér fannst þetta bara
svo sætt. En í hvert sinn sem ég
set viðeigandi viskustykki á ofn-
hurðina um páska, haust, jól eða
Halloween minnir það mig alltaf
á gjafmildi Jónu, hlýju hennar
og kærleik.
Þegar Regína Lilja og Hann-
es voru lítil kom hún í heimsókn
á laugardagsmorgnum og var þá
iðulega með nýbakaða eplaköku
með sér, þá bestu sem við höfum
smakkað! Hún var alltaf á hrað-
ferð þrátt fyrir að vera hætt að
vinna og rétt þáði einn kaffibolla
með kökunni. Hún var alltaf til í
að passa barnabörnin og óskaði
sérstaklega eftir að fá að strauja
þvottinn á meðan. Er hún lék við
þau settist hún á gólfið hjá þeim,
man alltaf hvað mér þótti það
merkilegt því hún var þá 73 ára
gömul.
Jóna var alltaf svo iðin og
dugleg. Bakaði pönnukökur fyrir
öll barnaafmæli. Þreif hátt og
lágt um helgar, bauð í lambalæri
á sunnudögum, keypti nýjasta
Gestjafann til að prófa framandi
uppskriftir og gerði góð kaup á
útsölum. Hún ók um á eigin bíl
og var dugleg að heimsækja vini
og ættingja. Var alltaf svo flott
og fín, vildi helst ekki fara úr
húsi nema með blásið hár og
varalit. Fann aldrei á sér að hún
væri orðin fullorðin, hvað þá elli-
lífeyrisþegi. Hún flutti úr íbúð-
um aldraðra eftir að Guðmundur
féll frá, og keypti sér íbúð á al-
mennum markaði, fékk far á
vespu barnabarnanna og skellti
sér í svifflug í einni Kanaríferð-
inni.
Ég mun ávallt sakna elsku
Jónu, minning um einstaklega
góða og hlýja konu lifir með okk-
ur, takk fyrir allt sem þú gafst
okkur, faðmlögin, ást þína og
hrósin.
Þín
Berta Hannesdóttir.
Ég kveð ömmu mína og bestu
vinkonu með miklum söknuði.
Ég er ómetanlega þakklátur fyr-
ir allar þær minningar sem við
sköpuðum saman. Við spiluðum
fótbolta í garðinum í Keilufelli
og horfðum á „Bold and beauti-
ful“ á morgnana. Ég mun sakna
þess að grínast og hlæja með
ömmu en ég veit að ég mun hitta
hana einhvern tímann seinna.
Við fórum í sund og tókum
göngutúr við Breiðholtslaug og
pissuðum á blómin eftir að hafa
fengið okkur Svala og snúð.
Takk fyrir að gera mig að þeim
manni sem ég er í dag, takk fyrir
að kenna mér að vera góður og
hlýr við fólkið í kringum mig því
maður veit aldrei hvenær er síð-
asta skiptið sem maður hittir
fólkið sem maður elskar. Þú
munt alltaf eiga stóran part í
hjarta mínu. Takk fyrir allt
elsku amma, ég elska þig. Þinn
Elvar
Elvar Egilsson
Amma mín var mjög einstök
enda hefur hún haft mikil áhrif á
líf mitt. Hjá ömmu fann ég fyrir
mikilli ró enda fannst mér ég
vera hve öruggust í nærveru
hennar. Hún sýndi mér alltaf
mikinn skilning og gaf hún sér
alltaf mikinn tíma til þess að
hlusta á mig og það sem að ég
hafði að segja enda leit hún á
mig sem jafningja, sem að mér
þótti svo einstakt. Þrátt fyrir 73
ára aldursmun kom okkur ömmu
alltaf virkilega vel saman og var
hún mín besta vinkona og mun
hún alltaf verða mín helst fyr-
irmynd, enda ævintýragjörn,
góð og skilningsrík. Amma Jóna
mótaði mig í einstaklinginn sem
ég er í dag og það er mjög erfitt
að kveðja hana þar sem að hún
var svo stór partur af mér, en ég
vil trúa því að hún sé komin á
fallegan stað í faðm afa Guð-
mundar umvafin sínum englum.
Takk fyrir allt elsku amma Jóna.
Þín
Íris Jóna.
Þegar ég sest niður til að
skrifa nokkur kveðjuorð til vin-
konu minnar og fyrrverandi
vinnufélaga kemur fyrst í hug-
ann þakklæti fyrir trygga og
góða vináttu. Jóna var einstak-
lega glæsileg kona en umfram
allt hlý og vönduð manneskja.
Við stöllurnar Jóna, Edda,
Villa og Adda unnum saman í
mörg ár og ég var svo heppin að
þær buðu mér í Asparfellsklúbb-
inn. Mér fannst það mikil upp-
hefð að fá að hitta þessar dásam-
legu konur utan vinnutíma. Við
hittumst reglulega, borðuðum
saman og hlógum mikið. Jóna
var mikill húmoristi og skemmti-
leg kona og sagði alltaf: „Hitt-
umst snemma, við megum engan
tíma missa.“ Þetta eru ógleym-
anlegar stundir en minningarnar
lifa. Minningin um yndislegar
vinkonur mínar sem mér þótti
svo vænt um.
Elsku Jónu kveð ég með
söknuði, konuna sem gaf svo
mikið af sér, var alltaf svo heil
og góð. Takk fyrir vináttu þína
elsku vinkona. Fjölskyldu henn-
ar sendi ég mínar bestu sam-
úðarkveðjur og kærar þakkir
fyrir að bjóða mér að vera með
ykkur á kveðjustund. Minning
móður ykkar mun vera ljós í lífi
allra sem kynntust henni. Guð
gefi ykkur öllum styrk.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð
hjartans þakkir fyrir liðna tíð
lifðu sæl á ljóssins friðarströnd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Bjarghildur (Bagga).
Kveðja frá Alþjóðlegri frímúr-
arareglu karla og kvenna á Ís-
landi, Le Droit Humain. Stúk-
unni Sindra nr. 1571.
Jóna Ingibjörg gekk í regluna
26.4. 1977 og var hún ein af
stofnendum stúkunnar Sindra,
stofnuð 7.12. 1994. Við stúku-
systkin kveðjum mæta systur,
heilsteypta, hógværa og kurt-
eisa. Í framgöngu bar hún með
sér yfirvegun og jafnvægi. Hún
tileinkaði fjölskyldunni, hjúkr-
unarkonu- og frímúrarastarfinu
krafta sína. Allt er þetta þjón-
usta við lífið. Það var henni lífs-
fylling að passa og hlúa að börn-
um sínum og barnabörnum. Eitt
sinn var hún spurð, þá hætt að
sinna hjúkrun, hvort hún ætlaði
ekki að fara að njóta lífsins, þá
var svarið að það væru forrétt-
indi að gæta barnabarna sinna.
Það var hennar val að læra
hjúkrun, að hlúa að hinum veiku
og smáu. Ungbarnaeftirliti
sinnti hún um árabil. Það kom
henni því ekki á óvart til hvers
væri ætlast af henni er hún gekk
í frímúrararegluna. Jóna Ingi-
björg var heiðruð, hún hlaut
heiðursviðurkenningu reglunnar
fyrir vel unnin störf árið 2013,
þjónustumerkið.
Fyrir hönd systkina í stúk-
unni Sindra votta ég börnum,
tengdabörnum og barnabörnum
samúð er hún hverfur til hins ei-
lífa austurs.
Jóhanna Pétursdóttir.
Jóna Ingibjörg
Hall
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna
Útfararþjónusta í yfir 70 ár
Við tökum vel á móti ástvinum
í hlýlegu og fallegu umhverfi
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÁSGEIR G. SIGURÐSSON
bílstjóri,
Ísafirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Bergi
í Bolungarvík föstudaginn 27. ágúst.
Útför fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn
11. september klukkan 14.
Börn
tengdasonur
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elsku eiginmanns
míns, föður, stjúpföður, tengdaföður,
bróður, afa og langafa,
GÍSLA JAKOBS ALFREÐSSONAR,
leikara og fyrrv. þjóðleikhússtjóra.
Guðný Árdal
Alfreð Gíslason Eva Gunnarsdóttir
Anna Vigdís Gísladóttir
Elfa Gísladóttir Thomas J. Richardson
Helga Elísabet Þórðardóttir Páll Kr. Pálsson
Úlfar Ingi Þórðarson
Einar Sveinn Þórðarson Ragnhildur Fjeldsted
Þórður Jón Þórðarson Sawai Wongphoothorn
Anna Jóhanna Alfreðsdóttir Finnur Björgvinsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku drengurinn okkar, bróðir, frændi
og barnabarn,
ÁGÚST INGI ROSSEN,
lést á Odense Universitetshospital
í Danmörku laugardaginn 7. ágúst.
Haldin var minningarathöfn í Danmörku
17. ágúst síðastliðinn. Útör hans fer fram frá Akraneskirkju
þriðjudaginn 7. september klukkan 13.
Marteinn Steen Rossen Ásta Laufey Ágústsdóttir
Aldís Ýr Rossen Harpa Dögg Rossen
Eigil Ernir Rossen Tinna Rut Rossen
Eigil M.S. Rossen Erna Magnúsdóttir
Ágúst Ingi Eyjólfsson Ingibjörg Sigurþórsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
KOLBRÚN EMMA
GUNNLAUGSDÓTTIR,
lést í faðmi fjölskyldunnar á hjúkrunar-
heimilinu Sólvangi föstudaginn 27. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Garðakirkju fimmtudaginn
9. september klukkan 15.
Sverrir Andrésson
Gunnlaugur Reynir Sverris. Anna Margrét Einarsdóttir
Sigrún Sverrisdóttir Smári Jökull Jónsson
Elfar Smári Sverrisson Gunnhildur Helga Katrínard.
Emilía, Benni, Ívar, Vigdís, Ronja og Bjarki
Okkar ástkæra
SIGRÚN GÍSLADÓTTIR,
fyrrverandi skólastjóri,
Hofakri 7, Garðabæ,
lést á líknardeild Landspítalans
miðvikudaginn 1. september.
Útför hennar fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn
10. september klukkan 13.
Arnar Þór Guðjónsson Áslaug Árnadóttir
Halldór Fannar Guðjónsson Lára G. Sigurðardóttir
Heiðar Guðjónsson Sigríður Sól Björnsdóttir
Júlíus Sæberg Ólafsson
Hjördís Gísladóttir
Orri, Bjarki, Stefán, Flóki, Nökkvi, Sigrún, Rut og Fróði