Morgunblaðið - 04.09.2021, Blaðsíða 40
40 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2021
Lengjudeild kvenna
Grindavík – HK ........................................ 1:1
Staðan:
KR 16 11 3 2 45:20 36
FH 16 11 3 2 42:17 36
Afturelding 16 10 4 2 42:18 34
Víkingur R. 16 7 4 5 29:30 25
Haukar 16 6 3 7 25:30 21
Grindavík 17 3 8 6 28:33 17
HK 17 4 4 9 24:38 16
Grótta 16 5 1 10 22:36 16
ÍA 16 4 2 10 17:36 14
Augnablik 16 3 2 11 24:40 11
Lengjudeild karla
Selfoss – ÍBV ............................................ 1:4
Staðan:
Fram 19 16 3 0 48:14 51
ÍBV 18 13 2 3 35:14 41
Kórdrengir 19 11 4 4 33:19 37
Fjölnir 18 9 3 6 29:18 30
Grótta 19 9 2 8 37:34 29
Vestri 18 9 2 7 30:33 29
Afturelding 19 6 5 8 35:37 23
Grindavík 19 6 5 8 33:38 23
Selfoss 20 6 3 11 33:42 21
Þór 19 5 5 9 29:31 20
Þróttur R. 19 3 2 14 30:45 11
Víkingur Ó. 19 1 2 16 19:66 5
2. deild karla
Njarðvík – Reynir S ................................. 0:2
Kári – Þróttur V ....................................... 0:5
Staðan:
Þróttur V. 20 12 5 3 41:18 41
Völsungur 19 11 3 5 41:32 36
KV 19 10 4 5 35:28 34
Njarðvík 20 8 8 4 44:25 32
Magni 19 8 6 5 38:32 30
Reynir S. 20 8 5 7 41:38 29
ÍR 19 7 7 5 35:27 28
KF 19 8 4 7 34:30 28
Haukar 19 6 4 9 37:38 22
Leiknir F. 19 5 3 11 25:42 18
Fjarðabyggð 19 2 5 12 14:50 11
Kári 20 1 6 13 25:50 9
3. deild karla
Elliði – Augnablik..................................... 4:1
KFG – ÍH .................................................. 2:0
Staðan:
Höttur/Huginn 19 12 2 5 34:24 38
Ægir 18 10 5 3 37:23 35
Elliði 20 11 1 8 43:32 34
KFG 19 9 7 3 30:20 34
Sindri 19 10 3 6 37:27 33
KFS 19 9 1 9 30:39 28
Dalvík/Reynir 18 7 4 7 30:24 25
Víðir 18 7 4 7 28:31 25
Augnablik 20 6 4 10 35:41 22
ÍH 20 4 5 11 33:46 17
Einherji 19 5 1 13 32:46 16
Tindastóll 19 3 5 11 31:47 14
4. deild karla
Fyrri leikir um sæti í 3. deild:
Hamar – Kormákur/Hvöt........................ 1:1
KH – Vængir Júpíters ............................. 1:1
0-'**5746-'
Bikarkeppni karla
1. umferð:
Sindri – Skallagrímur ...........................95:74
_ Skallagrímur mætir Vestra.
Álftanes – Fjölnir ................................. 84:67
_ Álftanes mætir Tindastóli.
086&(9,/*"
ÍBV styrkti stöðu sína í öðru sæti 1.
deildar karla í knattspyrnu,
Lengjudeildarinnar, þegar liðið
heimsótti Selfoss á Jáverk-völlinn á
Selfossi í gær. Leiknum lauk með
4:1-sigri ÍBV en þeir Telmo Cast-
anheira, Guðjón Pétur Lýðsson,
Breki Ómarsson og Gonzalo Za-
morano skoruðu mörk Eyjamanna.
ÍBV er með 41 stig í öðru sæti deild-
arinnar eftir 18 spilaða leiki og hef-
ur fjögurra stiga forskot á Kór-
drengi en Eyjamenn eiga leik til
góða. Selfoss er öruggt með sæti
sitt í deildinni með 21 stig í 9. sæti.
ÍBV nálgast
úrvalsdeildina
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Mark Guðjón Pétur Lýðsson var á
skotskónum fyrir ÍBV á Selfossi.
Danielle Marcano bjargaði stigi
fyrir HK þegar liðið heimsótti
Grindavík í 1. deild kvenna í knatt-
spyrnu, Lengjudeildinni, á Grinda-
víkurvelli í gær. Leiknum lauk með
1:1-jafntefli en Helga Guðrún Krist-
insdóttir kom Grindavík yfir áður
en Danielle Marcano jafnaði metin
fyrir HK með marki úr vítaspyrnu.
Grindavík er með 17 stig í sjötta
sæti deildarinnar en HK er í sjö-
unda sætinu með 16. ÍA með 14 stig
og Augnablik með 11 stig koma þar
á eftir en bæði lið eiga leik til góða
á Grindavík og HK.
Jafnt í fallslag í
Grindavík
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fagn HK-ingar eru í harðri fallbar-
áttu í 1. deild kvenna.
ÁGÚST
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Natasha Anasi hjá Keflavík er leik-
maður ágústmánaðar hjá Morg-
unblaðinu í Pepsídeild kvenna í
knattspyrnu eins og útskýrt er hér
neðar á síðunni. Keflavík er þremur
stigum fyrir ofan fallsvæðið þegar
tveimr umferðir eru eftir en liðið
náði í dýrmæt stig í ágúst. Gerði
liðið jafntefli við Breiðablik og vann
Tindastól í síðustu umferð.
„Já, sigurinn á Sauðárkróki var
sérlega mikilvægur. Þótt maður
hugsi um einn leik í einu þá vissum
við innst inni að sú viðureign, seint
á tímabilinu, gæti orðið mjög mik-
ilvæg. Okkur tókst að gíra okkur
upp fyrir þessa viðureign. Ekki
bara vegna mikilvægi leiksins held-
ur einnig vegna þess að það er smá
saga á milli þessara liða. Bæði liðin
voru í Lengjudeildinni í fyrra og þá
tókst Tindastóli að ná efsta sætinu.
Okkur fannst að við yrðum að vinna
Tindastól í sumar,“ segir Natasha
en Morgunblaðið hafði samband við
hana í gær og tók hana tali.
„Þetta er erfið staða að vera í en
maður getur einungis haft áhrif á
okkar leik. Ég tel okkar möguleika
vera ágæta og leikmenn eru á sömu
blaðsíðu. Við mætum undirbúnar í
alla leiki og tilbúnar til að mæta öll-
um áskorunum. Við erum öll mjög
einbeitt og ég tel að við getum hald-
ið okkur uppi ef spilamennskan
verður í samræmi við síðustu leiki,“
segir Natasha en hún þarf að gera
sér að góðu að fylgjast með leiknum
gegn Val í dag af áhorfendapöll-
unum. Natasha tekur út leikbann í
þessari umferð eftir að hafa fengið
gula spjaldið fjórum sinnum í sum-
ar.
Eru reynslunni ríkari
Keflavík lék einnig í úrvalsdeild-
inni fyrir tveimur árum. Þótt liðið
hafi vakið nokkra athygli þá, og bit-
ið frá sér, varð fall niður í Lengju-
deildina engu að síður hlutskipti
þess. Keflavík fór svo rakleiðis upp
um deild á ný í fyrra eins og áður
segir. Natasha segir reynsluna úr
efstu deild fyrir tveimur árum
koma liðinu til góða í sumar.
„Ef ég horfi á síðustu þrjá leiki
hjá okkur þá finnst mér vera mikill
munur á okkur nú eða fyrir tveimur
árum. Til dæmis ef maður ber sam-
an hversu mikill vilji er til að berj-
ast fyrir sætinu í efstu deild. Ég er
sannfærð um að það hafi komið með
reynslunni. Áður þekktum við ekki
eins vel fyrir hverju við vorum að
berjast eða hversu mikið þarf að
leggja á sig til að vera samkeppn-
isfær. Hagstæð úrslit hafa komið að
undanförnu en vinnusemin hefur
verið til staðar allt keppn-
istímabilið. Stelpurnar hafa allar
verið einbeittar enda vita þær hvað
þarf til.“
Natasha Anasi hefur mest megn-
is leikið í vörninni í sumar og kann
vel við sig þar en var áður á miðj-
unni.
„Ég spilaði bara tvo leiki í sumar
á miðjunni en hef annars spilað í
miðri vörninni. Ég var tilbúinn til
þess og hafði á tilfinningunni að það
yrði niðurstaðan. Það má segja að
miðvarðastaðan henti mér best og
mínum leikstíl því ég tala mikið inni
á vellinum og reyni að stýra sam-
herjunum. Ég er því mjög ánægð.“
Vonast eftir fleiri tækifærum
Natasha kemur frá Texas í
Bandaríkjunum en hefur verið hér-
lendis í sjö ár því hún lék með ÍBV
á árunum 2014-2016 og hefur verið
lykilmanneskja hjá Keflavík frá
árinu 2017. Hún fékk íslenskan rík-
isborgararétt eftir fimm ára dvöl
hérlendis. Er hún að verða harð-
soðin Íslendingur?
„Ég lít þannig á að ég sé að verða
Íslendingur. Við hefðum í rauninni
getað spjallað saman á íslensku en
það hefði bara tekið miklu lengri
tíma,“ segir Natasha og skellihlær
en viðtalið fer fram á ensku sem
skrifast á fljótfærni blaðamanns.
„Mér líður mjög vel hérna og hef
stofnað fjölskyldu á Íslandi. Mér
hefur verið svo vel tekið í samfélag-
inu [í Reykjanesbæ] og það gerðist
hratt. Ég er því mjög hamingjusöm
á Íslandi,“ útskýrir Natasha en
þess má geta að eiginmaður hennar
Rúnar Ingi Erlingsson á að baki
fjölda leikja í efstu deild Íslands-
mótsins í körfuknattleik.
Natasha á að baki tvo leiki með
íslenska landsliðinu. Voru það vin-
áttulandsleikir í Algarve-bikarnum.
Gerir hún sér vonir um að leika
hlutverk með landsliðinu?
„Já engin spurning. Ég held að
allir leikmenn hljóti að vonast eftir
tækifæri til að spila fyrir landsliðið.
Ég myndi ekki orða það þannig að
ég búist við því að vera valin í
landsliðið en ég vona innilega að ég
fái fleiri tækifæri og mun þá nýta
það eins vel og mögulegt er,“ segir
Natasha Anasi sem situr ekki auð-
um höndum þegar hún er ekki að
spila eða þjálfa á sparkvellinum og
vinnur nú að meistararitgerð í al-
þjóðasamskiptum í Háskóla Ís-
lands. Áður tók hún gráðu í stjórn-
málafræði í hinum fræga
Duke-háskóla í Norður-Karólínu í
Bandaríkjunum.
Ræturnar að
verða fastar í
íslenskri mold
- Meistaraneminn Natasha Anasi leik-
ur vel á sínu áttunda tímabili hérlendis
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fyrirliði Natasha Anasi og Elín Metta Jensen í fyrri leik Keflavíkur og Vals í
sumar. Liðin mætast aftur í Keflavík í dag en Anasi er í leikbanni.
Natasha Anasi, fyrirliði, miðvörður og varnartengiliður Keflvíkinga, var
besti leikmaður ágústmánaðar í úrvalsdeild kvenna í fótbolta að mati
Morgunblaðsins. Natasha fékk flest M í einkunnagjöf blaðsins í ágúst
ásamt tveimur öðrum, 4 talsins, og var auk þess þrisvar valin í lið umferð-
arinnar hjá blaðinu í mánuðinum.
Jafnar Natöshu með 4 M í ágúst voru Brenna Lovera, framherji Selfyss-
inga, og Anna María Baldursdóttir, miðvörður Stjörnunnar. Lovera var
tvisvar í liði umferðarinnar og Anna einu sinni. Á eftir þeim kom síðan stór
hópur leikmanna með 3 M í ágúst.
Natasha fékk eitt M í öllum fjórum leikjum Keflavíkur í ágúst en liðið
krækti í sjö stig og styrkti verulega stöðu sína í fallbaráttu deildarinnar
þar sem liðið situr nú í áttunda sæti fyrir tvær síðustu umferðirnar og mæt-
ir Val í síðasta heimaleik sínum í dag.
Úrvalslið ágústmánaðar má sjá hér til hliðar og er fjórða mánaðarliðið
sem Morgunblaðið birtir á tímabilinu. Natasha er í liðinu í annað sinn en
hún var þar líka í maí. Katherine Cousins úr Þrótti er í liðinu í þriðja sinn
og auk Natöshu eru Brenna Lovera og Dóra María Lárusdóttir í byrj-
unarliði mánaðar í annað skipti.
Anna María er valin í þriðja sinn og er í byrjunarliði í fyrsta sinn en var
varamaður tvisvar. Þá hafa Íris Dögg Gunnarsdóttir, Ída Marín Her-
mannsdóttir, Andrea Rut Bjarnadóttir, Hanna Kallmaier og Aerial Chav-
arin allar verið einu sinni í byrjunarliðinu og einu sinni á varamanna-
bekknum.
Valur fékk flest M samtals í ágúst, 21 talsins. Þróttur fékk 20, Stjarnan
19, Selfoss 18, Fylkir 17, Keflavík 16, ÍBV 14, Þór/KA 12, Breiðablik 10 og
Tindastóll fékk aðeins 9 M samtals í ágústmánuði.
Lið ágústmánaðar hjá Morgunblaðinu
í Pepsi Max-deild kvenna 2021
VARAMENN:
Tiffany Sornpao 3 1 Keflavík
Málfríður Erna Sigurðard. 3 Stjarnan
Þórhildur Þórhallsdóttir 3 Fylkir
3-4-3 Hversu oft leikmaður hefur
verið valinn í lið umferðarinnar
2
Fjöldi sem leik-
maður hefur fengið
2
Íris Dögg Gunnarsdóttir
Þróttur R.
Hanna Kallmaier
ÍBV
Hildigunnur Sól Benediktsdóttir
Stjarnan
Karitas
Tómasdóttir
Breiðablik
Ída
Hermannsdóttir
Valur
Dóra María
Lárusdóttir
Valur
Brenna Lovera
Selfoss
María Eva
Eyjólfsdóttir
Fylkir
Natasha Anasi
Keflavík
Katherine Cousins
Þróttur R.
Anna María Baldursdóttir
Stjarnan
3
3
4
4
3
3 3
3
3
4
3
1
1
1
2
1 1
3 1
2
3
Andrea Rut Bjarnadóttir 3 Þróttur R.
MagdalenaAnna Reimus 3 1 Selfoss
Olga Sevcova 3 1 ÍBV
Aerial Chavarin 3 Keflavík
Natasha var best í
deildinni í ágústmánuði