Morgunblaðið - 04.09.2021, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.09.2021, Blaðsíða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2021 „Það er áhugavert að í verki sem á að vera stærsta ástarsaga allra tíma þá er talað miklu meira um dauðann en ástina,“ segir Þorleifur Örn Arnars- son leikstjóri um uppfærslu sína á Rómeó og Júlíu eftir William Shake- speare sem frumsýnd er á Stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld. Með titilhlut- verkin fara Ebba Katrín Finnsdóttir og Sigurbjartur Sturla Atlason. Meðal annarra leikara eru Nína Dögg Filippusdóttir og Arnar Jónsson, sem leika foreldra Júlíu, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, sem leikur fóstru Júlíu, og Atli Rafn Sigurðarson, sem leikur föð- ur Merkútsíó en hlutverk Merkút- síós og föður Laurence hafa verið lögð saman. Leikmynd hannar Ilmur Stefáns- dóttir, búningar Anna Rún Tryggvadóttir og Urður Hákonar- dóttir, tónlistar- stjórn er í höndum Sölku Valsdóttur og lýsingu gerir Björn Bergsteinn Guðmundsson. Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir er dramatúrg sýningarinnar. Mál sem talar við samtímann Verkið er leikið í nýrri þýðingu Jóns Magnúsar Arnarssonar og Hörpu Rúnar Kristjánsdóttur. „Ef við ætlum að tala inn í okkar tíma verðum við að þýða þetta í gær. Auk þess fannst mér svo sannarlega kominn tími til að konur fari að þýða Shake- speare. Af því að ég hafði hugmynd um að vinna verkið ekki út frá tveimur ættum undir stjórn tveggja miðaldra karla heldur út frá átökum tveggja póla sem birtast í raunveruleika ann- ars vegar Rómeós og hins vegar Júlíu, fannst mér svo rétt að fá ungan karl og unga konu til að þýða verkið. Hann er með bakgrunn í rappi ásamt því að vera virkur ljóðaslammari og hún er afburðarskáld en bæði eru þau bókmenntafræðimenntuð, sem ég held að sé nauðsynlegt til að geta tæklað Shakespeare,“ segir Þorleifur og tekur fram að það sé ein helsta tragedía Breta að þeir geti ekki þýtt Shakespeare. „Ef við ætlum að endur- nýja leikhúsið og tala við samtíma okkar þá er hluti af því að takast í tungumálinu á við einn stærsta list- rænan hugsuð mannkynssögunnar,“ segir Þorleifur og tekur fram að hann langi með sýningunni að gera „cross- generational“ leikhús, þ.e. leikhús sem talar til ólíkra kynslóða. Ný þýð- ing sé mikilvægur liður í því, en einnig notkun tónlistar sem miðlunartæki í sýningunni og markviss valddreifing í sköpunarferlinu. Þorleifur leggur áherslu á að list- rænt ferli eigi að sínu mati að fela í sér valddreifingu. „Framlag mitt gegn hugmyndinni um miðaldra valdakarl- inn í miðjunni er að nota það vald sem ég hef til að stuðla að valddreifingu. Þess vegna koma allir í hópnum með hugmyndir í púkkið og eiga hlutdeild í sköpuninni. Ég er sá sem leiðir þræð- ina saman, en þetta eru ekki miðlægar hugmyndir. Ef við ætlum að ná til ungs fólk þá verðum við að búa til tungumál sem nær til þeirra,“ segir Þorleifur og vísar þar til tónlistar- innar. „Þannig eru bæði Rómeó og Júlía með tónlistarhliðarsjálf í sýningunni sem lýsa mætti sem tónleikhúsi þar sem umfangsmikil tónlistaratriði ýmist drífa söguna áfram eða keyra hliðarframvindu áfram til að fá dýpri innsýn inn í hugarheim persóna,“ seg- ir Þorleifur og tekur fram að tónlistin undirstriki líka átök verksins, sem í hans útfærslu birtist sem átök kyn- slóða og ólíkra samfélagshópa í stað átaka milli tveggja ætta. „Við búum á tímum þar sem sam- skipti kynjanna eru í róttækri endur- skoðun og endurmótun á öllum stig- um. Ofbeldisumræðan og #MeToo-umræðan hefur verið mest áberandi, en hún er drifin áfram af reiði gagnvart kerfi sem ræður ekki við að tækla svona glæpi. Ég held hins vegar að ofbeldisumræðan sé birtingarmynd á mun stærri umbrotum sem er grundvallar upp- gjör við og endurskoðun á tilgangi og skilningi á hlutverkjum kynjanna í samfélagsmyndinni,“ segir Þorleifur og þakkar fyrir það að hafa alist upp á femínísku heimili. Femínismi sem greiningartæki „Mér verður sífellt skýrara hversu stór gjöf það var, af því að femínísk teoría er krítísk teoría og magnað greiningartæki. Ég get þannig tekið verk eins og Rómeó og Júlíu og sett á mig gleraugu femínismans og skoðað hvað raunverulega er í gangi hjá Júlíu, fóstru hennar og móður. Niður- staðan er betra leikhús, því ég fæ miklu sterkari sögur. Ég er ekki að predika leikhúsfemínisma heldur er þetta besta greiningartæki ef þú ætl- ar að takast á við söguna, af því að þetta er besta fúndament sem við eig- um sem mótsvar við ríkjandi kerfi. Það þarf ekki að þýða að þar með sé allt sem við höfum hugsað hingað til slæmt, því sagan af Rómeó og Júlíu er líka æðisleg ástarsaga. Hún er bara líka svo miklu meira. Þetta getur nært hvort annað – sem það gerir,“ segir Þorleifur og tekur fram að í ljósi ofan- greinds finnist sér það yfirborðs- kenndur lestur á leikritinu að einblína aðeins á hvolpaást og ættarerjur. „Í þessari sýningu erum við annars vegar að skoða sögu um dreng sem býr við allt frelsi heimsins, nema innra með sjálfum sér. Hann er svo týndur í heiminum og veit ekkert hver hann er sem birtist í fíklalegri hegðun ástsýk- innar. Hann stendur með annan fót- inn í toxic kúltur og er samtímis í mik- illi sjálfmyndarkrísu. Hins vegar erum við að skoða þroskasögu ungrar stúlku sem í raun stendur mjög trygg- um fótum innra með sjálfri sér, en býr í samfélagi sem gerir hvorki ráð fyrir né leyfir henni að hafa rödd, skoðun og eigin vilja heldur sér hana einvörð- ungu sem söluvöru. Í okkar uppfærslu hefur sú saga að mörgu leyti komið í stað sögunnar um bardaga tveggja ætta,“ segir Þorleifur og tekur fram að hann myndi ganga svo langt að segja að uppsetningarsaga Rómeó og Júlíu sé skýr birtingarmynd á menn- ingarlegum ítökum feðraveldisins. Tekst á við ofbeldi kerfisins „Sögulega séð eru leikstjórar yfir- leitt hvítir miðaldra karlmenn. Sé upppsetningarsaga verksins skoðuð virðist áhuginn á innra lífi Júlíu, frú Kapúlett [móður Júlíu] og fóstrunnar lítill sem enginn og allt púðrið sett í stríð milli tveggja ætta þar sem for- boðin ást er drifkrafturinn,“ segir Þorleifur og bendir á að það sé um- hugsunarvert að Shakespeare skrifi verkið þannig að elskendurnir hittast varla. „Grímuballið snemma í verkinu er sölupartí þar sem Júlía er til sýnis fyr- ir París. Það þarf ekki mikið hug- myndaflug til að komast að þeirri nið- urstöðu að búi Júlía yfir sjálfstæðum vilja þá hljóti hún á þessum tíma- punkti að vera að horfa í kringum sig eftir undankomuleið,“ segir Þorleifur og tekur fram að miðað við stað og stund verksins sé óhugsandi að Júlía hafi ekki þekkt til Rómeós, enda var hann annálaður gleðigosi í Veróna á sögutímanum. „Meðan fyrri hluti verksins fókú- serar á Rómeó er ljóst að seinni hlut- inn er tragedía Júlíu og birtir okkur í raun sögu af því hvernig uppreisnar- hetja verður til. Framan af verkinu er Júlía í örvæntingu sinni að finna leið undan valdakerfinu sem ætlar að selja hana í hjónaband. Þessi örvænting hefur í uppsetningarsögunni alltaf verið sett undir hatt ástarsögu, en Júlía er bara að berjast fyrir frelsi sínu. Ef þetta væri saga ungs manns en ekki konu þá væri þetta sagan af Che Guevara eða Gandhi, sem tekst á við ofbeldi kerfisins. Af því að ástarsagan hefur í gegn- um tíðina alltaf verið í forgrunni þá hefur þetta verið túlkað svo að Júlía sé að elta einhverja hrifningu, en við myndum aldrei lesa verkið þannig ef þetta væri ungur maður. Þá myndum við alltaf lesa þetta sem uppreisnar- sögu,“ segir Þorleifur og tekur fram að það sé því engin tilviljun að Nína Dögg fari með hlutverk frú Kapúlet. „Hún er auðvitað framúrskarandi leikkona, en það bætir auka lagi í túlk- un hennar að hún lék sjálf Júlíu í síð- ustu uppfærslu á verkinu hérlendis fyrir tæpum tveimur áratugum. Hún er að selja dóttur sína í þá sömu ánauð og hún sjálf var sett í. Júlía sér í móð- ur sinni sína eigin framtíð og hvernig móðirin er nauðbeygð undir ofbeldi kerfisins. Þessi lestur er í dag auð- veldari vegna þeirra breytinga sem við erum að upplifa í samfélaginu í dag. Við erum að horfa á byltingar- kennt ástand gegn undirliggjandi kerfislægum kúgunarkúltúr. Við erum að upplifa algjöra umpólun, þar sem #MeToo er aðeins toppurinn á ísjakanum. Leikhúsið er stofnun þar sem við erum að skoða mannlegt eðli í myrkri þess og ljósi,“ segir Þorleifur og tekur fram að leikhópurinn hafi í vinnuferlinu aldrei reynt að skauta fram hjá erfiðum hlutum heldur tekist á við þá með því að taka þá í fangið. Sjálfsmorð kveikir byltingu Athygli vekur að boðið verður upp á umræður eftir allar sýningar á Rómeó og Júlíu og því ekki hægt að sleppa Þorleifi án þess að forvitnast hvers vegna svo sé. „Verkið endar á sjálfs- vígi tveggja ungra manneskja. Það má segja að við séum radikal í nálgun okkar á verkið, en á sama tíma erum við ótrúlega trú William Shakespeare í okkar lestri. Það eina sem við gerum er að skipta um áherslur, en við skipt- um ekki um texta eða aðstæður. Ég stytti töluvert í seinni hluta verksins, en það er allt gert til að styrkja sögu Júlíu og undirstrika að þau Rómeó taka meðvitaða ákvörðun um að deyja saman,“ segir Þorleifur og bendir á að dauðatragedía verksins byggist af hendi höfundarins mikið á sendiboð- um á hestum sem mistekst að bera boð í tíma. „Í þessum heimi, sem er enn fastur í viðjum kerfislæga ofbeldisins, þá er eina leiðin út að komast til Nangijala, þ.e. að komast í annan heim. Þannig er dauðinn notaður sem pólitískt afl. Vegna áleitins umfjöllunarefnis var ákveðið að vera með umræður eftir sýningu, fyrir þá áhorfendur sem kjósa að taka þátt.“ Ljósmynd/Hörður Sveinsson Sér Júlíu sem uppreisnarhetju - „Við búum á tímum þar sem samskipti kynjanna eru í róttækri endurskoðun og endurmótun á öllum stigum,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson sem leikstýrir Rómeó og Júlíu hjá Þjóðleikhúsinu Þorleifur Örn Arnarsson Uppreisn „Af því að ástarsagan hefur í gegnum tíðina alltaf verið í forgrunni þá hefur þetta verið túlkað svo að Júlía sé að elta einhverja hrifningu, en við myndum aldrei lesa verkið þannig ef þetta væri ungur maður. Þá mynd- um við alltaf lesa þetta sem uppreisnarsögu,“ segir leikstjórinn. Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Ebba Katrín Finns- dóttir í hlutverkum sínum sem fóstran og Júlía, meðan á skjánum má sjá Sigurbjart Sturlu Atlason sem Rómeó. ER ÞITT FYRIRTÆKI FRAMÚR- SKARANDI? SKORAÐU SAMKEPPNINA Á HÓLM! Sýndu að þú sért framúrskarandi Pantaðu vottun á creditinfo.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.