Morgunblaðið - 04.09.2021, Síða 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2021
B
ókmenntahringferð um
landið er undirtitill bók-
arinnar Sagnalandið þar
sem Halldór Guðmunds-
son, rithöfundur og menningarfröm-
uður, segir sögu 29 staða hér á landi
og eins í Manitoba, Kanada. Frásögn
Halldórs er persónuleg og bók-
menntaleg en vísar einnig til sögu,
menningar og náttúru. Stíll Halldórs
er góður, auðlesinn og skemmtileg-
ur.
Miklum fróðleik er miðlað og
sjónarhornið oft nýstárlegt. Bókin er
ríkulega skreytt ljósmyndum Dags
Gunnarssonar. Umbrotið er vel
heppnað og frágangur að öðru leyti
en því að blaðsíðutöl eru prentuð svo
dauf að erfitt er að sjá þau.
Halldór skrifaði bókina að ósk
þýsks forlags sem vildi bókmennta-
lega ferðabók um Ísland. „Þau gáfu
mér alveg frjálsar hendur,“ sagði
Halldór í samtali við Morgunblaðið.
Corso forlagið í Hamborg er þýski
útgefandinn og kynnir bókina í
þýskri þýðingu Kristofs Magnus-
sonar með þeim orðum að eigi Ísland
í hlut megi skipta Þjóðverjum í tvo
hópa: Þá sem hafi farið þangað og
hina sem hafi áhuga á að fara þang-
að. Bókin höfði til beggja hópa. Án
þess að draga það í efa höfðar bókin
einnig vel til íslenskra lesenda.
Að velja 29 staði á Íslandi í bók-
menntalega ferðabók kallar á íhugun
og að höfundur hafi góð kynni af
hverjum stað fyrir sig. Víða lýsir
Halldór persónulegum kynnum eða
ættartengslum við staði. Norræn
goðafræði og Íslendingasögur eru
honum einnig leiðarstef og Halldór
Laxness er oft nálægur í frásögninni.
Staðir Halldórs eru: Reykholt,
Snæfellsjökull, Staðarhóll á Vest-
urlandi, Flatey á Breiðafirði, Rauði-
sandur, Álftafjörður við Ísafjarðar-
djúp, Þingeyrar, Beinahóll á Kili,
Merkigil, Siglufjörður, Hörgárdalur,
Flateyjardalur, Garður í Mývatns-
sveit, Ásbyrgi, Askja, Sænautasel,
Skriðuklaustur, Borgarfjörður
eystra, Hali, Lakagígar, Hveragerði,
Þingvellir, Her-
dísarvík, Grinda-
vík, Kleifarvatn,
Bessastaðir, Mos-
fell, Gljúfra-
steinn, Breiðholt
og auk þess Ár-
borg í Manitoba.
Fyrir íslenska
lesendur er auð-
veldara en þýska
lesendur að nefna staði eða höfunda
sem þeir sakna. Hér má benda á að
hvorki Skálholt né Hólar, biskups-
og skólasetrin, eru nefnd til sögunn-
ar. Hefði þó verið verðugt fyrir
þýska lesendur að gera lúthers-
trúnni skil og áhrifum hennar á þró-
un íslenskrar tungu með biblíuþýð-
ingunni. Ekki er minnst á Hallgrím
Pétursson og Passíusálmana.
Sé leitað hnökra á verkinu skal
staldrað við þrennt:
Undarlegt er að segja að segja á s.
53 að Múrinn, fangelsið, hafi síðar
orðið „stjórnarráð Íslands“. Múrinn
varð síðar Stjórnarráðshúsið með
skrifstofum ráðherra og forseta.
Þess gætir að rithöfundar fái ein-
kunn eftir stjórnmála- eða þjóðfél-
agsviðhorfum, á s. 204 þar sem sagt
er frá höfundum í Hveragerði er
Jóhannesi frá Kötlum lýst sem mikl-
um ættjarðarvini. Þess er látið óget-
ið að hann orti „Sovét-Ísland, óska-
landið, hvenær kemur þú?“ Hins
vegar er sagt um Kristmann Guð-
mundsson að í sjálfsævisögu sinni sé
„hann ekki laus við ofsóknarbrjál-
æði“.
Þegar fjallað er um Kleifavatn s.
239 segir: „Bók Halldórs Laxness
Atómstöðin (1948) fjallar um þessi
átök [vegna herstöðvarbeiðni Banda-
ríkjamanna] og varð reyndar til þess
að bandarísk yfirvöld og íslenska
utanríkisráðuneytið sameinuðust um
að koma höfundinum í vanda vegna
skattamála: þau mál voru ekki felld
niður fyrr en árið sem Laxness hlaut
Nóbelsverðlaunin.“
Málavextir voru þessir: Í skatt-
framtali 1947 fyrir tekjuárið 1946
taldi Hallór Laxness hvorki fram
tekjur sínar frá Bandaríkjunum né
skilaði gjaldeyri, eins og honum var
skylt. Yfirskattanefnd Gullbringu-
og Kjósarsýslu óskaði því árið 1947
eftir upplýsingum frá honum, og eft-
ir að þær fengust, var honum gert að
greiða skatt af 15 þús. dala tekjum
ytra. Laxness skaut málinu til ríkis-
skattanefndar, sem hækkaði álagn-
inguna á hann verulega. Samkvæmt
samningi yfirvalda við Laxness
greiddi hann aðeins hluta af álagn-
ingunni í skatt. Gangur skattamáls-
ins fellur ekki að því sem segir í bók-
inni Sagnalandið. Rækilega er gerð
grein fyrir málinu í skýrslu, sem
sýslumaðurinn í Gullbringu- og
Kjósarsýslu sendi dómsmálaráðu-
neytinu í september 1949. Laxness
fékk Nóbelsverðlaunin árið 1955.
Sagnalandið fellur vel að vaxandi
áhuga Íslendinga á að ferðast um
land sitt. Að þurfi hvatningu frá
þýskum útgefanda til að bókin
Sagnalandið sé skrifuð er áminning
um að endurvekja áhuga okkar á því
fjölmarga sem staðir hafa að geyma
eða tengja má nafni þeirra.
Bókmenntahringferð með Halldóri
Ljósmynd/Dagur Gunnarsson
Ferðasögur Halldór Guðmundsson og Dagur Gunnarsson koma meðal annars við á Kleifarvatni í Sagnalandinu.
Ferðabók
Sagnalandið bbbmn
Eftir Halldór Guðmundsson og Dag
Gunnarsson.
Kilja, 301 bls., ljósmyndir, nafnaskrá.
Útg. Mál og menning, Rvk. 2021.
BJÖRN BJARNASON
BÆKUR
Samsýningin 30x30 verður opnuð í
dag kl. 16 í Gallery Porti við Lauga-
veg en á henni koma saman 30 lista-
menn og sýna jafnmörg ný verk.
Sýningin er framhald sýningarinnar
20x20 en nú hafa bæst við 10 lista-
menn. „Verkin eiga reikningsdæmið
30x30 sameiginlegt, en hverjum svo
í sjálfsvald sett hvernig útkoman er
útsett. Útkoman er fjölbreytt sýning
og spanna verkin marga miðla.
Listamennirnir koma hver úr sinni
áttinni, eru af hinni og þessari kyn-
slóðinni, bæði gömul og ný í hett-
unni,“ segir í tilkynningu. Meðal
listamanna eru Auður Ómarsdóttir,
Dodda Maggý, Hallgrímur Helgason
og Loji Höskuldsson.
Sýnir Auður Ómarsdóttir er ein sýnenda.
30 sýna 30 ný verk
Fimm íslenskir
rithöfundar
munu taka þátt í
bókamessunni í
Gautaborg í lok
mánaðar, þau
Sjón, Andri Snær
Magnason, Krist-
ín Eiríksdóttir,
Guðrún Eva Mín-
ervudóttir og
Eiríkur Örn Norðdahl. Messan fer
fram 23.-26. september og er það
Miðstöð íslenskra bókmennta sem
skipuleggur þátttöku hinna íslensku
höfunda í samstarfi við messuhald-
ara. Viðburðir verða einkum á
staðnum í Gautaborg en ekki verður
um að ræða sýningarsvæði útgef-
enda og forlaga, eins og venja er,
segir á vef miðstöðvarinnar en hægt
verður að fylgjast með dagskránni á
vefsíðu hátíðarinnar. Sjón mun
flytja ljóð sín og kemur fram á sama
viðburði og Margaret Atwood, að
því er segir á vef miðstöðvarinnar.
Fimm íslenskir
höfundar á messu
Sjón
Enski tónlistarmaðurinn Elton
John hefur tilkynnt um að plata sé
væntanleg með honum þar sem
hann á í samstarfi við marga heims-
kunna tónlistarmenn. Lögðu þeir
honum lið í öruggri fjarlægð á tím-
um heimsfaraldurs, að því er fram
kemur í frétt The Guardian og sum-
ir með fjarfundabúnaði.
Platan nefnist The Lockdown
Sessions og verður gefin út 22.
október. Af gestum John má nefna
Dua Lipa, Stevie Wonder, Stevie
Nicks, Gorillaz, Eddie Vedder,
Young Thug og Nicki Minaj.
Meðal laganna er smellur Pet
Shop Boys, „It’s a Sin“, í flutningi
John og Years & Years á Brit-
verðlaunahátíðinni fyrr á þessu ári.
Þá má einnig finna nýja útgáfu af
smelli Metallica, „Nothing Else
Matters“, þar sem Miley Cyrus
syngur og Yo-Yo Ma leikur á selló.
Tíu lög af þeim 16 sem verða á plöt-
unni eru þó ný lög.
Enn að Elton gamli John slær ekki slöku
við í kófinu og sendir brátt frá sér plötu.
Elton gefur út plötu með fjölda frægra
ENGINN
ÐBÆTTUR SYKUR
ENGIN
ROTVARNAREFNI
85%
TÓMATPÚRRA
VI
Tónlistarhópurinn Nordic Affect
kemur fram í Mengi í dag, laugar-
dag, kl. 21 og verða sérstakir gestir
á tónleikunum þau Mikael Lind og
Lilja María Ásmundsdóttir.
Á efnisskrá verða þrjú ný verk;
„ARACHNE’ fyrir einleikssembal
og lifandi rafhljóð“ eftir Báru
Gísladóttur, „Ofdune fyrir einleiks-
fiðlu“ eftir Veronique Vöku og
„Sönderfallet“ eftir Mikael Lind
sem samið er fyrir strengjatríó og
lifandi rafhljóð. Mikael tekur þátt í
flutningi verksins á tónleikunum og
flytur auk þess nýtt einleiksverk.
Jafnframt verður Íslandsfrumflutn-
ingur á verkinu „Shapes of flight
underneath the riverbed“ eftir
Lilju Maríu Ásmundsdóttur sem
hópurinn frumflutti í Brunel Mu-
seum í London.
Tónskáld Bára Gísladóttir er höfundur eins
verkanna sem flutt verða í Mengi í dag.
Þrjú ný verk á tónleikum Nordic Affect