Morgunblaðið - 06.10.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.10.2021, Blaðsíða 2
segir niðurstöðuna fyrst og fremst vonbrigði fyrir borgarbúa: „Það er ljóst að ekkert klárast á þessu kjör- tímabili í þessu verkefni. Það var al- veg ljóst af umræðunni, þegar kjör- tímabilinu lýkur verður ekki búið að klára neitt nema að eyða peningum.“ Í greinargerð með tillögunni, sem var lögð fram af öllum borgarfulltrú- um Sjálfstæðisflokksins, er útfærsl- an borin saman við sambærilegt verkefni á vegum ríkisins: „Stafrænt Ísland er stórt átaksverkefni ríkis- ins þar sem allir verkþættir hafa verið boðnir út og engin innvistun átt sér stað.“ Í umræðum um tillöguna and- Sigurður Hannesson Dóra Björt Guðjónsdóttir Baldur S. Blöndal baldurb@mbl.is Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgar- fulltrúi Pírata, hélt því ranglega fram á borgarstjórnarfundi í gær að borgin hefði fundað með Samtökum iðnaðarins um 10 milljarða króna stafræna umbreytingu borgarinnar. Þetta fullyrðir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnað- arins, og þvertekur fyrir að þessi fundur hafi átt sér stað. Dóra hélt því fram í umræðum vegna tillögu um útboð verkefnis- ins að borgin hefði fundað með samtökunum til að útskýra „mis- skilning um frétt sem birtist í Morgunblaðinu“. Hún sagði það liggja fyrir að fólk væri „mun sátt- ara í dag og skildi betur hvernig stæði á þessu öllu saman, og er það vel“. Sigurður segir Dóru með þessum orðum ljúga blákalt að sínum um- bjóðendum: „Fyrsta lygin er sú að fundur hafi átt sér stað. Í öðru lagi er logið til um efni slíks fundar og í þriðja lagi er logið til um niður- stöðu á slíkum fundi. Í því sam- hengi er áhugavert að hugsa til þess að fyrir viku eða tveimur ósk- uðum við sérstaklega eftir fundi með borgarstjóra til að ræða þessi mál. Hann hefur ekki séð sér fært að ræða við okkur um þetta mál sem snýst um 10 milljarða króna útgjöld á næstu þremur árum.“ Felldu tillögu um útboð Meirihluti borgarstjórnar felldi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins um að bjóða út alla verk- þætti á fyrirhugaðri uppbyggingu borgarinnar á stafrænum innviðum. Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mælti Dóra sam- anburðinum. „Hér er ekki tek- ið til greina að fjármagninu hjá ríkinu sé dreift inn á stofnanir. Við erum þvert á móti að stýra því inn á sviðin til að nýta það sem allra best.“ Dóra sagði lausn borgarinnar einnig til þess fallna að styðja markaðinn: „Við erum að versla mjög mikið af aðilum á markaði, það sýnir sig því við erum að kaupa inn fyrir lang- stærstan hluta þessa fjármagns.“ Sammála markmiðinu Eyþór Arnalds segist sammála markmiðum verkefnisins enda sé stjórnsýslan gamaldags: „Það þarf að setja þetta inn á 21. öldina en þá þarf að gera það með aðferðum 21. aldarinnar, sem eru útboð. Þannig færðu ekki bara meira fyrir pening- inn heldur færðu það á réttum tíma.“ Sagði frá fundi sem fór ekki fram Morgunblaðið/Ómar Reykjavík Umræða um tillöguna stóð yfir í tvær og hálfa klukkustund. - Borgarfulltrúi sagði alla sátta eftir fund sem átti sér ekki stað - Borgarstjóri þáði ekki fundarboð SI Eyþór Laxdal Arnalds 2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2021 Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta Sérhæfð þjónusta fyrir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 544 5151 tímapantanir Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Rebekka Líf Ingadóttir Unnur Freyja Víðisdóttir Engar tilkynningar hafa borist um aurskriður á Seyðisfirði en vel er fylgst með hreyfingum á fleka sem liggur milli skriðusársins frá 2020 og Búðarár. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Aust- urlandi, í samtali við Morgunblaðið. Hættustig almannavarna er í gildi vegna hættu á skriðuföllum á Seyðis- firði og í ljósi þess hefur fjöldi húsa verið rýmdur síðastliðna daga. „Frá því að rýming var ákveðin hefur ástandið haldist óbreytt hvað það varðar en það er fylgst mjög vel með öllum mælum áfram.“ Um er að ræða fleka sem varð eftir þegar stóra skriðan féll á þessu svæði í desember síðastliðnum, að sögn Estherar Hlíðar Jensen, ofan- flóðasérfæðings hjá Veðurstofu Ís- lands. „Það eru tveir speglar stað- settir á þessum fleka og við höfum verið að mæla staðsetningu þeirra á hálftíma fresti. Út frá þessum mæl- ingum höfum við séð hreyfingu á speglunum. Hreyfingin er lítil en nógu mikil til að mælitækin okkar nemi hana.“ Vatnsstaða í borholum sem einnig eru í hlíðinni hafi farið lækkandi frá því á mánudag sem dragi úr líkunum á að flekinn fari af stað. „Hins vegar er von á mikilli úr- komu í vikunni og þá þurfum við að rýna mjög vel í stöðuna,“ segir hún að endingu. Ljósamastri var komið upp á mánudagskvöld til að lýsa upp Búð- arána, svo að hægt sé að fylgjast grannt með hreyfingum. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi ákvað að lýsa yfir hættustigi al- mannavarna á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum á mánudag og verður rýmingin í gildi fram yfir helgi í það minnsta. Ekki hefur þurft að rýma fleiri hús síðan þá. Búist er við áframhaldandi rigningu á Aust- urlandi og Norðurlandi í vikunni. Alls voru níu hús rýmd á Seyðis- firði á mánudag og nítján manns þurftu að yfirgefa heimili sín í kjölfar þess. Að sögn almannavarna gekk rýmingin vel og allir fengu húsaskjól. Að sögn Davíðs Kristinssonar, vara- formanns björgunarsveitarinnar á Seyðisfirði, hafa bæjarbúar hjálpað þeim sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín í kjölfar rýminganna og má því segja að mikil samstaða sé meðal bæjarbúa. Húsin sem rýmd voru eru á sama stað og skriðan féll í desember. Þá segir hann að það sé ábyggi- lega óvissan sem veldur fólki hvað mestum óhug, en ekki er vitað ná- kvæmlega hversu lengi rýmingarnar gætu varað. Eins og fram hefur kom- ið er reiknað með að rýmingarnar standi í það minnsta fram yfir helgi. Grannt fylgst með flekahreyfingum Ljósmynd/Björgunarsveitin Ísólfur Upplýst Búðaráin er lýst upp svo hægt sé að fylgjast með hreyfingum. - Ekki þurft að rýma fleiri hús - Von á mikilli úrkomu í vikunni - Rýmingar standi fram yfir helgi „Það er búið að setja mikla fjármuni í þetta, gríðarlega vinnu og ég held fyrir okkur Reykvíkinga að við eig- um bara að klára málið þarna,“ segir Guðmundur Gíslason, fram- kvæmdastjóri Skotfélags Reykja- víkur, en forsvarsmenn félagsins munu á næstunni funda með borg- aryfirvöldum um framtíð íþrótta- aðstöðu félagsins í Álfsnesi. Starfseminni í Álfsnesi var lokað fyrir skemmstu og félagið sendi í kjölfarið beiðni um undanþágu fyrir skotvopnanámskeið, sem haldin eru í samráði við Umhverfisstofnun, og fyrir afreksíþróttafólk sem stefnir á Ólympíuleika í París 2024. Þeirri beiðni var hafnað og ætlar SR að ræða við borgaryfirvöld um næstu skref. Guðmundur segir að kjörnir fulltrúar Reykjavíkurborgar séu mjög jákvæðir í garð þessa máls og séu samvinnuþýðir þegar kemur að því að leita lausna. Það er kannski ekki nema von þar sem málið hefði e.t.v. ekki komið upp ef gert hefði verið ráð fyrir því í deili- skipulagi að svæði SR í Álfsnesi væri ráðstafað sem skotsvæði. „Það greinilega bara áttaði sig eng- inn á því inni í borgarkerfinu að þetta þyrfti að komast til deiliskipulags þannig að þetta yrði viðurkennt. Það er núna í umræðu innan borgar- kerfisins,“ sagði Guðmundur í gær. Þá fundi er áætlað að fulltrúar borgar- ráðs, heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, íþrótta- og tómstundasviðs borgar- innar og skipulagssviðs borgarinnar sitji. oddurth@mbl.is Munu funda um framtíð skotsvæðisins í Álfsnesi - Miklir hagsmunir í húfi - Umræður innan borgarkerfisins Morgunblaðið/Hallur Már Viðræður Guðmundur Kr. Gíslason vill að SR verði áfram í Álfsnesi. Búið er að aflétta rýmingu í Út- Kinn í Þingeyjarsveit og er íbú- um því heimilt að halda heim til sín á ný. Þetta kom fram í til- kynningu frá almannavörnum í gærkvöldi. Hættustig er þó enn í gildi á svæðinu en skilgreining þess er að heilsu og öryggi manna, umhverfis eða byggðar er ógnað af náttúru eða manna- völdum, þó ekki svo alvarlega að um neyðarástand sé að ræða. Sérfræðingar Veðurstofu skoðuðu aðstæður á svæðinu í gær og var þá ljóst að verulega hafði dregið úr skriðuhættu. Vegurinn um Út-Kinn er þó enn lokaður fyrir almennri umferð. Rýmingu af- létt í Út-Kinn ÞINGEYJARSVEIT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.