Morgunblaðið - 06.10.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.10.2021, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2021 ✝ Páll Magn- ússon fæddist í Reykjavík 26. október 1952. Hann lést á Land- spítalanum 29. september 2021. Foreldrar hans eru Anna Sigríður Gunnarsdóttir, f. 31. október 1929, d. 13. júní 2018, og Magnús Pálsson, f. 25.12. 1929. Seinni kona Magn- úsar er Frances Cowan, f. 14.4. 1947. Eiginkona Páls var Margrét Vallý Jóhannsdóttir, f. 21. sept- ember 1948, d. 1. maí 2006. Börn Vallýjar og stjúpbörn Páls eru: Hlynur, f. 1968, bú- settur í Reykjanesbæ. Maki hans er Dagbjört Þórey Ævars- dóttir. Sonur hans af fyrra hjónabandi er Hinrik Tumi, f. 1992; Elísabet, f. 1970, búsett á Árskógsströnd, maki Elías Þór Höskuldsson, f. 1959. Börn þeirra eru: Jóhann Björgvin, f. 1990, Margrét Ósk, f. 1992, og Birkir Páll, f. 1999; Bjarki, f. 1971, búsettur í Danmörku. Sonur hans er Baldur, f. 2000. á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins frá stofnun hennar. Á BUGL gegndi Páll m.a. starfi yfirsálfræðings deildarinnar. Hann flutti sig síðar um set og tók að sér að koma á fót og leiða deild til greiningar full- orðinna með ADHD og ein- hverfu. Hann rak alla tíð, með- fram öðrum störfum, sálfræðiráðgjöf á eigin stofu. Hann sinnti ýmsum trúnaðarstörfum á ferli sínum eins og nefndarstörfum fyrir heilbrigðisráðuneytið og var kallaður til sérfræðiálits við ýmis dómsmál. Hann tók þátt í rannsókna- samstarfi með innlendum og erlendum aðilum, m.a. verkefni með Íslenskri erfðagreiningu og á vettvangi Norður- landanna. Hann var aðjúnkt í sálfræði hjá Háskóla Íslands. Hann var höfundur og með- höfundur fjölda ritrýndra greina og hlaut heiðurs- verðlaun Sálfræðingafélags Ís- lands fyrir störf sín árið 2017. Páll var veiðimaður. Ísald- arurriði var hans áhugamál. Útförin fer fram frá Hall- grímskirkju í dag, 6. október 2021, klukkan 15. Jarðsett verður í Dalvíkurkirkjugarði 8. október klukkan 15. Systkini Páls eru Magnús Tumi, f. 1957, maki Ráð- hildur S. Ingadótt- ir, f. 1959. Pétur, f. 1958. Guttormur, f. 1960, maki Brit Sejersted Bødtker, f. 1960. Anna Sig- urveig, f. 1967, og Kolbeinn Jón, f. 1990. Páll bjó fyrstu árin með foreldrum sínum á Skólavörðustíg og svo Sól- vallagötu en 1962 var flutt í Hvarf í Mosfellssveit. Hann bjó í miðborg Reykjavíkur eftir að námsárum lauk. Seinna keyptu þau Vallý Bragagötu 36 þar sem hann bjó síðan. Páll lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1972. Þá um haustið hélt hann til Parísar þar sem hann lauk prófi í sálfræði frá Sorbonne árið 1976. Páll sérhæfði sig í einhverfu, ofvirkni og athygl- isbresti barna (ADHD). Þegar heim kom hóf hann fljótlega störf á Barna- og unglingageð- deild Landspítalans (BUGL) ásamt því að vera sérfræðingur Í sumarbirtunni, hvort sem var að nóttu eða degi, giltu fáar reglur og við bárum svo sem engar skyldur í Sumó, uppi í Mosó. Alla vega ekki þær sem fylgdu því að búa í miðbæ Reykjavíkur á veturna. Frelsið virtist algjört þegar allt varð vænt og grænt, samt öruggt og „hefðbundið“. Býflugurnar suðuðu, fuglarnir sungu, mömmurnar hvísluðu leyndar- mál, hlógu og lágu í sólbaði eða fóru í visitasíur yfir lækinn. Pabbarnir komu upp eftir eftir vinnu á föstudögum. Afi gróð- ursetti tré og sló blettinn með orfi og ljá, allt nema álfhólinn auðvitað og amma hugsaði um blómin sín, bakaði, las dönsku blöðin og réð krossgátur. Við krakkaskarinn með Palla frænda í fararbroddi gjarnan eitthvað að dingla okkur niðri við volgan lækinn. Hvaðan kom hann og hvert rann hann? Gera stíflur og breyta rennsli, fylgjast með álunum og stara niður í slý- hallirnar á brúnklukkurnar, veiða síli, hlaupa yfir heita rörið án þess að detta ofan í, skottast upp á Reykjalund að leita legó- kubba eða berja í brekkunum. Að læra að hjóla á allt of stórum fullorðinshjólum, bræða vaxliti á heitu bílskúrsgólfinu í myndir handa Bebbu frænku í Ameríku. Að sendast fyrir ömmu eftir eggjunum og mjólkinni yfir Mel- inn upp á Sólvelli og drekka úr brúsalokinu á heimleiðinni eða eftir hitaveitustokknum langa leið í Kaupfélagið, kaupa nýtt fransbrauð en koma með það hálftómt heim. Amma alltaf æðrulaus og bakaði þá bara eggjakökur handa okkur í stað- inn. Að tala S-mál eða P-mál og halda að enginn skildi okkur, en komast svo seinna að því að það voru þau „fullorðnu“ sem kenndu okkur bullið. Að drekka djús úti úr marglitum amerísk- um álglösum og borða kremkex, eða bara kremið. Að vera með vatnssósa putta og tær, seint og snemma í sundlauginni í sumó afa og ömmu, paradís æskunnar. Hann var góður og skemmti- legur leikfélagi og vinur, Palli Magg, þegar við vorum börn, uppátektarsamur en rólegur. Sama ró, glettni og notalega nærvera einkenndu hann einnig þegar við bjuggum um árabil í „afaogömmuhúsi“ á Laufásveg- inum og næsta húsi við Fjólu- götu með garðana tengda. Þar, er við frænkurnar kannski í vandræðum ungra mæðra leit- uðum til sálfræðingsins frá París um uppeldisráðleggingar, var líklegasta viðkvæðið það sama og afi okkar og nafni hans Páll hafði gjarnan á orði: „Æi, leyfðu honum/henni bara að…“ Engin boð eða bönn, en helst að láta börnin vita með smá fyrirvara hvað stóð til. Palli var mikill listakokkur og matgæðingur, tíndi kræklinga og eldaði að franskra manna sið eða bauð upp á margreykt hangikjöt norðan úr Skíðadal. Náttúruunnandi var hann, sem leiðsagði sumar eftir sumar um töfrandi slóðir hálendis Íslands og þekkti alla „af-vegi“, ár og vöð eins og lófann á sér. Við frænkurnar þökkum hon- um samfylgdina og sendum stjúpbörnum hans, Vallýarbörn- um, kærum frændsystkinum okkar Tuma, Pétri, Guttormi, Önnu Sigurveigu og fjölskyldum þeirra og ekki síst yngsta bróð- urnum Kolbeini ásamt Frances og Magnúsi okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ingibjörg Pétursdóttir og Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir. Við Palli hittumst fyrst að vori á Hótel Borg í gegnum sameiginlegan vin. Þeir voru þá báðir við nám í París, Palli í sál- fræði og hinn í mannfræði. Sjálf- ur var ég í sálfræðinámi sunnar í sama landi, þannig að ekki vant- aði umræðuefnin. Í samræmi við árstíðina voru það þó ekki sál- fræðilegar pælingar sem réðu ríkjum hjá okkur Palla heldur miklu frekar stangveiðar með flugu. Þarna voru lögð drög að vinskap sem hélt alla ævi. En samskipti okkar takmörkuðust ekki aðeins við veiði, heldur vor- um við einnig fagmenn sem störfuðu á sama vettvangi og samstarfsmenn í fjölmörgum rannsóknum sem flestar snerust um einhverfu. Upp úr 1980 fréttum við af magnaðri silungsveiði í Laxá í Mývatnssveit sem varð okkur svo kær að við stunduðum hana samfellt hátt í fjóra áratugi. Fyrstu árin bjuggum við í tjöld- um á árbakkanum og þar urðu oft langir „vinnudagar“. Sem unnendur þessa landsvæðis gát- um við Palli ekki staðið hjá þeg- ar vanhugsaðar áætlanir komu fram um að koma laxi í auknum mæli upp fyrir stíflu Laxár án þess að velta fyrir sér afleiðing- unum fyrir hinn náttúrulega urriðastofn árinnar. Andmæltum við þessum áformum í ítarlegri grein sem birtist í Mbl. 15. júní 1989 og bar fyrirsögnina „Til varnar urriðanum“. Vorum við alltaf sannfærðir um að þetta framtak hefði skipt máli við að stöðva þessa vitleysu. Þegar Palli kom heim frá námi réð hann sig á BUGL og helgaði sig einhverfunni frá upp- hafi og varð fljótlega í framvarð- arsveit á Íslandi fræðilega og faglega. Í kringum 1990 hóf Greiningarstöðin að hasla sér völl í greiningu á einhverfu hjá börnum. Hélst það í hendur við dramatíska fjölgun á tilvísunum. Þar sem Palli var óumdeildur frumkvöðull á þessum vettvangi blasti við að Greiningarstöðin leitaði eftir aðgangi að þekkingu hans. Það var á svipuðum tíma sem við sátum saman á Braga- götunni og handsöluðum þá ákvörðun okkar að þessi aukn- ing á einhverfu, sem við skynj- uðum og mældum svo síðar, krefðist rannsókna af okkar hálfu. Eftir að Palli og Vallý rugluðu saman reytum sínum, þá hófst nýtt tímabil í glaðbeittum veiði- sumrum. Vallý var fljót að til- einka sér fluguveiðitæknina og var býsna lunkinn veiðimaður. Auk Laxár í Mývatnssveit bætt- ust við Veiðivötn og Svarfaðar- dalur ásamt ýmsum útúrdúrum sem of langt er upp að telja. Það voru sérstök forréttindi að fá að heimsækja Palla og Vallý í Skíðadal. Við blátæra (!) Skíða- dalsána áttum við Sigga einn fal- legasta dag sem við höfum upp- lifað við veiði. Þökk sé Palla og Vallý. Þegar Vallý dó (blessuð sé minning hennar) var missir Palla mikill. Frumkvæði til sam- skipta minnkaði og stundum þurfti að hafa fyrir því að fá að koma í heimsókn. Fyrir nokkr- um árum fór hann í mjaðmarað- gerð sem tókst ekki vel. Þetta mein hafði áhrif á hreyfanleika og endaði með því að hann treysti sér ekki til að veiða leng- ur. Það hindraði hann þó ekki í að spæna á sínum fjallabíl inn á hálendið í sumar með fólkinu sínu. Við hjónin samhryggjumst innilega öllum skyldmennum og vinum Palla á þessari stundu. Evald Sæmundsen og Sigríður Hauksdóttir. Kær samstarfstarfsmaður okkar, Páll Magnússon sálfræð- ingur, félagi, veiði- og ferða- félagi en umfram allt góður vin- ur, hefur kvatt. Páll var náinn samstarfsmaður okkar á Barna- og unglingageðdeild Landspítala til margra ára. Hann var frumkvöðull í starfi sínu. Hann átti frumkvæði og hugmynd að því að koma á fót fyrsta ADHD-greiningar- og meðferðarteyminu. Páll var ein- staklega laginn við að fá sam- starfsfólk sitt til samvinnu og hann fylgdist vel með öllum nýj- ungum og framförum í vísinda- Páll Magnússon ✝ Guðlaugur Árnason fædd- ist í Snjallsteins- höfðahjáleigu (nú Árbakki) í Land- sveit í Rangár- vallasýslu 9. júní 1927. Hann and- aðist 27. september 2021 á hjúkrunar- heimilinu Skógar- bæ. Árið 1938 flutti hann ásamt foreldrum sínum og systkinum að Bala í Þykkvabæ. Foreldrar hans voru Margrét Loftsdóttir, f. 27. janúar 1899 í Neðra-Seli í Landsveit, d. 12. ágúst 1981 og Árni Sæmunds- son, f. 27. júní 1897 í Lækjar- botnum í Landsveit, d. 17. des- ember 1990. Systkini Guðlaugs voru Lovísa Anna, f. 1920, Sæmund- ur, f. 1924, Sigríður Theódóra, f. 1926, Svava Þuríður, f. 1927 og Rut, f. 1933 og eru þau öll látin. Sæmundur bróðir Guðlaugs fórst í sjóslysi árið 1944. Guðlaugur kvæntist 6. nóv- barn fyrir. f) Sæmundur, f. 1961, maki Ragnhildur Ágústsdóttir og eiga þau 4 börn. g) Guðbjörg, f. 1965, maki Bergþór Sveinsson og eiga þau 2 börn. Afabörnin eru 19, langafa- börnin 39, langalangafabörnin eru 4 og afkomendur Guðlaugs því orðnir 68. Guðrún og Guðlaugur hófu búskap 1950 á Bala í Þykkvabæ og var svo til ársins 1956 er þau byggðu nýbýlið Eyrartún og stunduðu blandaðan búskap sem síðar varð einvörðungu kart- öflurækt. Guðlaugur var ötull við stofnun kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar og var í stjórn og síðar stjórnarformaður og hafði alla tíð mikinn áhuga á gengi verksmiðjunnar. Hann sat í sveitarstjórn Djúpárhrepps, var í flugbjörgunarsveitinni á Hellu ásamt Lions-félaginu. Hann var mikill bridge-áhugamaður og spilaði bridge fram á háan ald- ur. Hjónin hættu búskap 1999 og fluttu í Kópavoginn 2001 og bjuggu þar til 2012 er þau keyptu íbúð í Árskógum. Þegar heilsubrestur fór að hrjá Guð- laug flutti hann á Hjúkrunar- heimilið Skógarbæ í nóvember 2019 og dvaldi þar til dánar- dags. Útför fer fram frá Digra- neskirkju 6. október kl. 13. ember 1951 eftirlif- andi eiginkonu sinni, Guðrúnu Guðnadóttur, f. 9. desember 1931 í Háarima, Þykkva- bæ. Foreldrar henn- ar voru Pálína Kristín Jónsdóttir, f. 18. júní 1904, d. 28. febrúar 1980, frá Unhól Þykkva- bæ og Guðni Sigurðsson, f. 7. mars 1902, d. 9. maí 1991, frá Þúfu í Landeyjum Börn Guðlaugs og Guðrúnar eru: a) Sigrún, f. 1950, d. 2015, maki Sigurjón Helgason og eignuðust þau 4 börn. b) Guðni, f. 1951, kvæntist Ástu Viðars- dóttur, d. 1991, og eignuðust þau 3 börn, núverandi maki Hulda Guðmundsdóttir, á hún 3 börn. c) Andvana drengur, f. 1952. d) Margrét Árný, f. 1953, maki Þorsteinn Jónasson og eiga þau 4 börn. e) Pálína Kristín, f. 1956, maki Höskuldur Sæmundsson og eiga þau 2 börn og á hann 1 Kveðja Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn rósin mín. Er kristallstærir daggardropar drjúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður kyssa blómið hversu dýrðlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson.) Þakka þér samfylgdina í rúm 70 ár. Þín Guðrún. Elsku pabbi minn, þá er kom- ið að leiðarlokum. Þú varst alltaf framsýnn og duglegur með mömmu þér við hlið og vakti hún yfir þér þar til yfir lauk. Þér fannst gaman að skoða landið okkar og áhugaverða staði. Sunnudagar voru nýttir í ferða- lög á Willys-jeppanum og ekki get ég skilið hvernig þið komuð mér, Sigrúnu, Guðna, og Pöllu fyrir, engin voru nú bílbeltin á þeim tímum. Fjölskyldan var þér afar kær og þótti þér mjög erfitt að geta ekki hitt alla stórfjölskylduna á Covid-tímum. Þegar þú varst kominn yfir á Skógarbæ þá varstu ötull að nota símann þinn og hringdir iðulega 3-4 sinnum á dag, símtalið byrjaði alltaf á því að þú spurðir frétta af mér og fjölskyldunni, hvort það væru ekki allir hraustir og enginn veikur. Síðasta símtalið frá þér var 11. september. Þú verður ávallt í huga mér og megir þú hvíla í friði. Árný og Þorsteinn (Steini). Elsku pabbi, við höfum átt margar góðar stundir yfir kaffi- bolla í gegnum tíðina. Á yngri árum í pásu, t.d. frá kartöfluupp- tekt eða öðrum sveitastörfum, en á seinni árum í kaffi hjá ykk- ur mömmu eða á Skógarbæ hjá þér eftir að þú fluttir á hjúkr- unarheimilið. Stundum fórum við í „göngutúr“ á hjólastólnum þínum yfir til mömmu eða sátum saman í herberginu þínu og þú rifjaðir upp bernsku þína, upp- vaxtarár og búskaparárin. Bróðir þinn sem fórst í sjó- slysi ungur að árum, rétt um tví- tugt, var ofarlega í þínum huga og varðstu var við hann í þinni návist enda varst þú mjög næm- ur á hið dulræna. Þú hafðir jafnaðargerð, varst brosmildur og vildir sjá það já- kvæða. Þér var umhugað um að við sem þjóð nýttum auðlindir okkar okkur til hagsbóta. Á ferð- um mínum innanlands hugsa ég gjarnan til þín þegar ég keyri um bæi og þorp, hvort húsin eru hituð upp með hitaveitu eða raf- magni. Eftir að við hjónin fórum bændaferð til Indlands varð þér tíðrætt um hvernig hagur fólks hefði verið þar. Var þar auðsæld, fátækt og hvernig var sveitalífið voru hlutir sem þig fýsti að vita. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Rósa Guðmundsdóttir) Takk fyrir allt og allt. Pálína (Palla) og Höskuldur (Höski). Mig langar að minnast pabba með nokkrum orðum. Pabbi hafði alla tíð mikinn áhuga á öllu sem við systkinin tókum okkur fyrir hendur og átti ég ófá sam- töl við hann þar sem rætt var um hvaða verkefni voru fyrir stafni og fylgdi hann iðulega eftir gangi mála af áhuga. Oft sagði hann frá draumum sínum um hluti sem væru í vændum og oft- ar en ekki var hann sannspár, það var í raun oft eins og hann sæi fram í tímann. Við áttum Guðlaugur Árnason Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN DALMANN ÞORSTEINSSON rafmagnsverkfræðingur, Goðalandi 15, er látinn. Útför fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 8. október klukkan 13. dóra hafsteinsdóttir Þorsteinn V. Jónsson Elín Ragnhildur Jónsdóttir Ólafur Samúelsson Jón Kjartan Jónsson Álfheiður Svana Kristjánsd. Sigurður J. Grétarsson Bergþóra S. Þorbjarnardóttir Jakobína Marta Grétarsd. Benny Lindgren Halldóra Grétarsdóttir Haraldur Grétarsson Harpa Ágústsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÍSLEIFUR HALLDÓRSSON læknir, lést á Hrafnistu Ísafold 23. september. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Alzheimersamtökin. Fjölskyldan þakkar starfsfólki Ásbyrgis á Hrafnistu Ísafold og öðrum auðsýndan hlýhug. Kolbrún Þorfinnsdóttir Kristín Ísleifsdóttir Kolbrún Linda Ísleifsdóttir Þorfinnur Ísleifsson Halldór Heimir Ísleifsson Gunnar Hafsteinn Ísleifsson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.