Morgunblaðið - 06.10.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.10.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2021 Elías Elíasson verkfræðingur bendir á að minni losun kol- efna út í andrúmsloftið var ein stærsta skrautfjöður Borgarlínu og byggist á að nota hreinorku- vagna í Borgarlínu og er þannig í reynd lánsfjöður frá strætó sem Borgarlína á að leysa af, en stefna Strætó bs. er að nýta hreinorku- vagna í framtíðinni: - - - Það að skreyta þungu Borgar- línuna þessari fjöður er að auki fölsun, því hún mun valda miklum töfum á annarri bílaumferð og þær tafir valda mikilli aukningu á loftmengun. Þessi mengandi áhrif þungu Borgarlínunnar sjást best ef litið er á þversnið Suðurlands- brautar eins og það er teiknað í frumdragaskýrslu 1. lotu Borgar- línu frá jan. 2021. - - - Þar sést að sérakreinar Borgar- línu eru settar í miðju vegar og ein akrein fyrir aðra bílaum- ferð verður sín hvorum megin. Með þessu verða teknar tvær ak- reinar af almennri bílaumferð og hægt á hraða að auki, því há- markshraði verður settur 30 km/á klst., sem liggur neðan hins græna hraðasviðs (40 til 80 km/á klst.) þar sem bílar nútímans nota minnst eldsneyti á ekinn km. Flutningsgeta Suðurlandsbrautar er þannig minnkuð verulega og mun umferðin þá tefjast og leita að hluta á götur til hliðar þannig að leiðin lengist og verður seinfar- in. - - - Þannig mun öll almenn bílaum- ferð um Suðurlandsbraut og þar í kring tefjast og mengandi út- blástur bílanna aukast verulega. Að auki mun vinstri beygja verða bönnuð víða, sem lengir leið margra sem þar fara um og eykur enn útblástur mengandi loftteg- unda.“ Elías Elíasson Blekking afhjúpuð STAKSTEINAR ÁR 1921-2021 Í Y KKA R ÞJÓNUSTU 10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Umferðin á hringveginum jókst mikið í septem- bermánuði samanborið við sama mánuð í fyrra og jókst hún alls um 17,6 prósent. Fram kemur í um- fjöllun og tölum Vegagerðarinnar um umferðina yfir 16 lykilteljara á hringveginum að hún hafi þrátt fyrir aukinguna ekki slegið met ef litið er á umferðina í þessum sama mánuði á árunum 2018 og 2019. Í seinasta mánuði var meðalumferð á dag rúmlega 93 þúsund bílar sem er eftir sem áður þriðja mesta umferð yfir teljarana á hringveginum í septembermánuði sem mælst hefur. Umferðin á síðasta ári dróst mikið saman miðað við árið á undan vegna sóttvarnaaðgerða, sam- dráttar og fækkunar ferðamanna. Aukningin í ár er því veruleg og var met slegið í aukningu um- ferðar á milli einstakra talningarstaða. Mest jókst umferð um Austurland eða um 83,3%. Talning við Hvalsnes í Lóni á Austurlandi sýndi tæplega 256% aukningu á milli septembermánaða í ár og í fyrra. Næstur kom teljari á Mýrdalssandi sem sýndi rúmlega 212% aukningu frá september í fyrra. Minnst jókst umferð eða um tæp þrjú prósent við Úlfarsfell á milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Stóraukin umferð á hringveginum - Mest jókst umferð um Austurland eða um 83,3% Morgunblaðið/Sigurður Bogi Á hringveginum Mest jókst umferð um Austur- land en minnst á eða við höfuðborgarsvæðið. Guðni Már Hennings- son útvarpsmaður lést á heimili sínu á Tene- rife á Spáni sl. mánu- dag, 69 ára að aldri. Guðni fæddist í Reykjavík 9. júní árið 1952, sonur Hennings J. Elísbergssonar og Gretu Sólveigar Han- sen (d. 1995). Guðni Már starfaði í tæpan aldarfjórðung hjá Ríkisútvarpinu við þáttagerð, hóf þar störf árið 1994. Stjórnaði hann þættinum Popp- landi um nokkurt skeið og síðar Næturvaktinni, sem naut mikilla vinsælda og voru hlustendur dug- legir að hringja þar inn á síð- kvöldum. Ólafur Páll Gunnarsson, sem stjórnar Popplandi í dag, minntist Guðna Más í þætti sínum í gær og greindi frá andláti hans. Guðni Már flutti til Tenerife árið 2018. Hann kom víða við í listinni, var í tónlist, gaf út nokkrar ljóðabækur og hélt nokkrar málverkasýningar. Á menningarvefnum Glatkistunni kemur fram að Guðni Már hafi leikið í nokkrum hljómsveitum, m.a. á slagverk með hljómsveitunum Rasp og Tass. Ásamt Birgi Henningssyni gaf Guðni Már út plötuna Líf árið 2009, til styrktar Samhjálp. Hafði platan að geyma lög Birgis við ljóð Guðna Más. Birgir sá um sönginn en hljóm- sveitin The Viking giant show, með Heið- ar Örn Kristjánsson í broddi fylkingar, ann- aðist spilamennskuna, að því er fram kemur á Glatkistunni. Platan var gefin út í minningu mæðra þeirra Guðna Más og Birgis og seld- ist í á fimmta þúsund eintökum. Guðni Már og Birgir störfuðu áfram saman og árið 2012 gaf hljómsveit þeirra, Tass, út plötuna Almúgamenn. Kom hún út í tilefni sextugsafmælis Guðna Más. Þriðja plata þeirra félaga kom síðan út 2017, er nefndist Manstu þá vinda. Innihélt hún 15 lög í flutningi ým- issa tónlistarmanna, auk þeirra sjálfra. Meðal listamanna á plötunni voru Rúnar Þór Pétursson, Hvann- dalsbræður, Klettar og Ágúst Böðv- arsson. Var platan gefin út í minn- ingu Óskars Óskarssonar. Eftirlifandi dætur Guðna Más eru Katrín Ísafold, 27 ára, og Steina Elena, 9 ára. Katrín á soninn Krist- ófer Leví, 9 ára. Andlát Guðni Már Henningsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.