Morgunblaðið - 06.10.2021, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.10.2021, Blaðsíða 28
Hljómsveit bassaleikarans Ingibjargar Turchi kemur fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans í Flóa í Hörpu í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Ásamt Ingibjörgu koma fram Tumi Árnason, sem leikur á saxófón og klarínett, Hróð- mar Sigurðsson á gítar, Magnús Jóhann Ragnarsson á píanó og Magnús Trygvason Eliassen sem leikur á trommur. Ingibjörg hefur komið víða við í tónlistarlífinu, til dæmis leikið með Stuðmönnum og Bubba Morthens, en einnig samið verk fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands. Fyrsta plata hennar, Meliae, hlaut Kraumsverðlaunin. Hljómsveit Ingibjargar Turchi leikur í Jazzklúbbnum Múlanum í kvöld Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Þetta er fyrsta ullarvikan á Íslandi, það best við vitum,“ segir Margrét Jónsdóttir, ein þeirra kvenna sem standa að ullarviku sem fór af stað sl. sunnudag. „Við erum að fagna þrjá- tíu ára afmæli Þingborgar með því að halda þessa hátíð, en verslunin, handverkstæðið og ullarvinnslan Þingborg í Flóa var opnuð haustið 1991,“ segir Margrét sem er margt til lista lagt, því auk þess að reka verslunina Þingborg er hún kúa- bóndi, sauðfjárbóndi, prjónakona, spunakona, sveitarstjórnarmaður, smiður, flísari, pípari og prjónahönn- uður. „Í Þingborg er unnið með ull alla daga því við Þingborgarkonur viljum halda við hefðum í ullarvinnslu og ekki síður skapa nýjar. Við erum með þá sérstöðu að við látum sér- vinna fyrir okkur Þingborgarlopa, en í þeim lopa er sérvalin lambaull og Þingborgarlopi er allur í náttúru- legum litum.“ Fyrirmyndina að ullarviku sækja þær m.a. til Hjalt- landseyja þar sem haldin er ullarvika árlega. „Þangað fórum við Þingborg- arhópurinn árið 2017 og héldum þar námskeið auk þess að sækja nám- skeið. Ullarvikur eru haldnar víða um heim og okkur fannst það vanta hér á landi svo við gengum í verkið.“ Ullarvikan fór af stað sl. sunnudag með fjárlitasýningu Fjárræktar- félagsins Litar á bænum Árbæjar- hjáleigu. „Óhemju fjölbreyttir litir finnast hjá íslensku sauðkindinni og nú er verið að gefa því gaum að halda í þessa liti með ræktun. Á tímabili vildu allir rækta hvítt fé því það gaf meira af sér og þá voru sumir litir næstum útdauðir, en nú er horft meira til litanna.“ Fjölbreyttir viðburðir eru alla ull- arvikuna; opin hús, námskeið og fleira. „Allt fer þetta fram á Suður- landi, teygir sig frá Hespuhúsinu í Ölfusi og austur í Álftaver. Þetta eru ólíkustu fyrirtæki sem tengjast ull og ullarvinnslu og margir áhugasamir eru líka að gera ýmislegt heima hjá sér með ullina, víða eru litlar hand- verksstofur. Ullaráhugi og ullar- vinnsla, litun og fleira, hefur aukist mjög undanfarið. Að lita ullina er orðið gríðarlega vinsælt, bæði jurta- litun og að nota kemíska liti. Guðrún í Hespuhúsinu verður með námskeið í dag um töfra bláa litarins indígó, en mér finnst dásamlegt að sjá þann lit verða til. Sútarinn á Hárlaugsstöðum verður líka með opna vinnustofu í dag og hægt verður að læra lokka- spuna beint úr reyfi hjá Maju Siska á Skinnhúfu í Holtum. Lokkaspuni fer þannig fram að leggja þarf lokkana úr reyfinu til þannig að þeir snúi allir í sömu átt. Síðan er bandið spunnið þannig að lokkarnir í toginu njóta sín og standa út úr bandinu. Þetta er mjög grófur spuni og áferðin sérstök á því sem prjónað er úr slíku bandi. Marianne Guckelsberger ætlar að kenna vattarsaum á Þingborg í dag, en hann var mikið notaður á víkinga- öld. Þetta er gömul aðferð til að búa til flíkur og var notað áður en prjón og hekl kom til sögunnar.“ Á laugar- daginn verður markaðsdagur á Þing- borg og þangað mætir handverksfólk úr ýmsum áttum með sínar vörur til að selja. „Við verðum þar með spuna- samkeppni, Ull í fat, en þá spinna þátttakendur á staðnum band og prjóna úr því þverslaufu. Sá sem er fyrstur að klára vinnur keppnina, en auðvitað þarf slaufan að vera sæmi- lega gerð.“ Nánar um viðburði og tíma á ullarvikan.is og á Facebook: Ullarvika á Suðurlandi. Mikill áhugi á ullinni - Heldur betur líf og fjör á ullarviku á Suðurlandi Flottir Fjárlitasýning var í Árbæjarhjáleigu sl. sunnudag þar sem þessir glæstu hrútar fengu verðlaun fyrir lit: golsóttur, mórauður og grár. Gaman Þingborgarkonur og Spunasystur fóru á ullarhátíðina New York State Sheep and Wool Festival 2019. Margrét t.h. og Halldóra Óskarsdóttir. MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 279. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Breiðablik mætir einu af bestu félagsliðum heims á Kópavogsvelli í kvöld en þá tekur liðið á móti Frakklands- meisturum París Saint Germain í fyrstu umferð riðla- keppni Meistaradeildarinnar. Þetta er jafnframt fyrsti leikur íslensks liðs í riðlakeppni sem er ný af nálinni í kvennaflokki en með þessum liðum í riðli eru Real Ma- drid frá Spáni og Zhytlobud Kharkiv frá Úkraínu. »23 Meistaradeildarslagur í Kópavogi ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.