Morgunblaðið - 06.10.2021, Side 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2021
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
Steinull hf. á Sauðárkróki hefur hug
á að auka moltugerð á vegum fyrir-
tækisins og á þann hátt að núllstilla
það sem sem áður var urðað frá
verksmiðjunni. Stefán Logi Har-
aldsson framkvæmdastjóri segir að
á síðustu árum hafi verið unnið að
þróun aðferðar til að vinna moltu úr
úrgangi frá framleiðslunni. Í bréfi
Umhverfisstofnunar (Ust) um áform
Steinullar segir m.a. að Ust. telji af-
ar jákvætt að rekstraraðili endur-
nýti úrgang sem annars færi í urðun.
Stefán segir að við endurnýjun
starfsleyfis hafi verið sótt um heim-
ild til að auka jarðgerðina upp í allt
að þúsund tonn á ári. Síðustu ár hef-
ur moltugerðin numið innan við 500
tonnum á ári, en sérstakt leyfi til
þeirrar vinnslu hefur ekki verið fyrir
hendi. Stefán segir að þegar öll leyfi
og niðurstöður rannsókna liggi fyrir
verði vonandi hægt að nýta moltuna
við ýmiss konar ræktun.
Umhverfisstofnun telur ekki að
fyrirhuguð aukning á jarðgerð stein-
ullarverksmiðjunnar sé líkleg til að
valda umtalsverðum umhverfisáhrif-
um og sé því ekki háð mati á um-
hverfisáhrifum.
Hættuleg efni brotna niður
Í bréfi til Steinullar um niðurstöð-
una segir m.a.: „Steinull hf. er stein-
ullarverksmiðja sem hefur frá árinu
2009 framleitt svokallaða steinull-
armoltu sem aukaafurð framleiðsl-
unnar en þá eru notaðar síur og úr-
gangur úr síuhúsi, ásamt öðrum
úrgangi með óhertum bindiefnum,
sem er hakkað niður og blandað við
hrossaskít, gras, trjákurl eða sam-
bærilegt efni til að framleiða moltu.
Bindiefnin innihalda fenól og for-
maldehýð sem flokkuð eru sem
hættuleg efni en brotna niður í þeim
aðstæðum sem skapast við moltu-
gerðina.“ aij@mbl.is
Steinull vinnur moltu í
stað þess að urða úrgang
- Þróa aðferð og
vilja auka jarðgerð
Steinull Verksmiðjan á Sauðárkróki.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Óljóst er hvort fuglaflensa barst
með villtum fuglum til Íslands í ár,
að sögn Brigitte Brugger, sér-
greinadýralæknis alifuglasjúkdóma
hjá Matvælastofnun (MAST). Mjög
mikið hefur dregið úr fuglaflensu-
tilvikum hvort heldur í villtum fugl-
um, alifuglum eða fuglum í haldi í
Evrópulöndum frá því um mitt þetta
ár.
Fuglaflensuveiran fannst ekki í
villtum fuglum sem sýni voru tekin
úr hér á landi. Á Kortasjá Mast
(landupplysingar.mast.is) sést hvar
dauðir fuglar fundust sem voru
rannsakaðir. Ekki hafa komið upp
grunsemdir um fuglaflensu í alifugl-
um. Í einu tilfelli voru tekin sýni úr
bakgarðsfuglum til að útiloka að um
fuglaflensu hefði verið að ræða. Hún
fannst ekki.
Líkur voru töluverðar
„Miðað við útbreiðslu á sjúkdómn-
um í villtum fuglum á vetrarstöðvum
okkar villtu farfugla voru töluverðar
líkur á að smitaðir fuglar kæmu til
landsins og gætu smitað aðra villta
fugla og etv. ungfugla í sumar og
haust,“ segir í svari Brigitte við fyr-
irspurn Morgunblaðsins. Greining á
fuglaflensu í villtum fuglum byggist
á tilkynningum um dauða fugla. Inn
í mat á líkum á að fuglaflensa finnist
þarf því að taka mat á því hvort
svæðið eða landið er strjálbýlt, sem
Ísland er sannarlega. Það sem af er
ári hefur MAST fengið 40 tilkynn-
ingar um dauða villtra fugla. Sýni
voru tekin úr 17 fuglum á 13 stöðum.
Brigitte segir að það sé ekki mikið á
jafn stóru svæði og með jafn mikið
fuglalíf og hér er.
Fuglaflensa hefur greinst í 315
villtum fuglum í Danmörku það sem
af er árinu. Þar á bak við liggja
margfalt fleiri sýnatökur.
Fuglaflensan finnst enn víða um
Evrópu. Faraldursins varð fyrst
vart fyrir ári eða í október 2020.
Fram kemur á vef evrópskrar tilvís-
unarrannsóknarstofu fyrir fugla-
flensu (izsvenezie.com) að faraldur-
inn hafi greinst í viltum fuglum og
alifuglum í Albaníu. Austurríki,
Belgíu, Búlgaríu, Danmörku, Eist-
landi, Finnlandi, Frakklandi, Grikk-
landi, Hollandi, Írlandi, Kósovó,
Króatíu, Ítalíu, Lettlandi, Litháen,
Norður-Írlandi, Noregi, Póllandi,
Rúmeníu, Serbíu, Slóvakíu, Slóven-
íu, Spáni, Stóra-Bretlandi, Sviss,
Svíþjóð, Tékklandi, Ungverjalandi,
Úkraínu og Þýskalandi.
Óljóst hvort
fuglaflensan
barst hingað
- Engin sýni sýndu veiruna í mæl-
ingum á farfuglum hér á landi í sumar
Morgunblaðið/Ómar
Grágæs Íslenskir farfuglar hafa
sumir vetursetu á flensuslóðum.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Vissar tegundir af netrásum virðast
færast í vöxt, að sögn Hrafnkels V.
Gíslasonar, forstjóra Fjarskipta-
stofu. Hann segir að netöryggismál
þurfi að verða hluti af menningu fyr-
irtækja og stofnana.
„Fyrir fyrirtæki sem eru háð upp-
lýsingatækni mæli ég eindregið með
því að innleiddur
sé öryggisstjórn-
unarstaðall. Með
því verða netör-
yggismálin ekki
afgangsstærð
heldur hluti af
stjórnkerfi fyrir-
tækisins,“ segir
Hrafnkell.
Af netárásum
sem færast í vöxt
er fyrst að nefna gagnagíslatöku-
árásir. Þá eru tölvugögn tekin í gísl-
ingu með því að dulrita þau og svo
krafist lausnargjalds. Hrafnkell
segir að hafa megi nokkur atriði í
huga til að koma í veg fyrir þær.
„Það er fyrst að skipuleggja vel
netöryggismálin. Að innleiða stjórn-
kerfi upplýsingaöryggis þar sem
farið er yfir hvaða verkferla á að
hafa ef eitthvað kemur upp á,“ segir
hann. Til eru staðlar um þetta, t.d.
ISO 27001. Ráðgjafafyrirtæki og
t.d. KPMG, PwC, Deloitte og fleiri
geta leiðbeint um þessi mál, að sögn
Hrafnkels. Þá er mikilvægt að eiga
öryggisafrit af öllum gögnum og
geyma þau þannig að tölvuþrjótar
komist ekki í þau og eyðileggi. Prófa
þarf afritin reglulega til að sjá að
þau virki.
Fiskirí og falshlekkir
Gagnagíslatökur geta tengst svo-
nefndum „phishing“-árásum. Þá eru
t.d. sendir tölvupóstar í nafni
þekktra stofnana til að fiska eftir
greiðslukortaupplýsingum eða not-
endanöfnum og aðgangsorðum svo
dæmi séu tekin. Eins geta fals-
hlekkir og viðhengi legið á Face-
book og víðar. Mikilvægt er að
skoða vel tölvupóstfangið sem ligg-
ur að baki nafni sendandans, því þar
sést að um svikapóst er að ræða.
Oft er reynt að blekkja fólk til að
smella á tengil sem opnar leið fyrir
vírus inn í tölvuna. Glæpamenn nota
svo þessa glufu til að smygla enn
meiru inn í tölvuna og smita allt
tölvukerfið. Þrjótarnir geta verið
margar vikur og mánuði að grand-
skoða kerfið áður en árás er gerð.
Sum veiruvarnarforrit grípa
svona inngrip en mjög erfitt er að
verjast öðrum, að sögn Hrafnkels.
Hann segir mjög mikilvægt að upp-
færa hugbúnað tölva reglulega því
yfirleitt séu öryggisuppfærslur
gefnar út fyrir alla þekkta örygg-
isveikleika. Þekktir hugbúnaðar-
veikleikar hafa verið notaðir til
árása, þótt búið væri að bæta úr
þeim. Það bara fyrirfórst að upp-
færa hugbúnaðinn.
Flóknar álagsárásir
Þriðja tegundin er álagsárásir
(DDoS). Þær eru hvað flóknastar
tæknilega séð. Grípa þarf til kerf-
islægra aðgerða gegn þeim. Yfirleitt
semur notandi eða fyrirtæki við sinn
þjónustuveitanda eða fjarskiptafyr-
irtæki um varnir gegn álagsárásum.
Settar eru upp ákveðna varnir, yf-
irleitt erlendis. Sé gerð árás grípur
vörnin hana og dregur úr skaðan-
um. Fjarskiptafyrirtækin og þjón-
ustuaðilar eins og Advania, Origo,
Opin kerfi og fleiri geta veitt fyr-
irtækjum upplýsingar um slíka
þjónustu.
Mikilvægir innviðir varðir
Hrafnkell segir að Fjarskipta-
stofa starfi eftir lögum um öryggi
net- og upplýsingakerfa mikilvægra
innviða (78/2019) varðandi netör-
yggismál. Til mikilvægra innviða
teljast m.a. bankakerfið, fjarskipti,
samgöngur, heilbrigðiskerfið, veit-
ur, stafræn grunnvirki og orkukerf-
ið. Þjónustan nær ekki til almennra
fyrirtækja eða einstaklinga. Lendi
þeir í vandræðum vegna netárása
geta þeir snúið sér til lögreglunnar.
Hún aðstoðar þá við að ná fram rétti
sínum, sé það yfirleitt mögulegt.
„Ef fyrirtæki verða fyrir netárás-
um og leita til okkar þá reynum við
að leiðbeina þeim eftir föngum. Við
viljum gjarnan fá upplýsingar um
svona atvik. En ferlið er almennt í
gegnum lögregluna ef þessi fyrir-
tæki eru ekki í þjónustuhópnum hjá
okkur,“ segir Hrafnkell.
Að hans sögn er mikilvægt að
fyrirtæki og stofnanir fræði starfs-
fólk um netöryggismál og nefndi í
því sambandi hið íslenska AwareGO
(awarego.com) sem vinnur að slíkri
þjálfun. Þótt öll kerfi séu í lagi og
öryggisafrit vel varðveitt geti óvar-
kár starfsmaður sem smellir á
svikahlekk opnað óvart fyrir net-
árás.
Morgunblaðið/Júlíus
Netöryggi Netöryggismál þurfa að verða hluti af menningu fyrirtækjanna.
Sumar tegundir net-
árása færast í vöxt
- Starfsmenn þekki til netöryggis - Varnir mikilvægar
Hrafnkell V.
Gíslason
Netöryggistrygging
» TM er farið að selja net-
öryggistryggingar eftir mikla
spurn frá viðskiptavinum.
» Tryggingarnar eru hugsaðar
fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki
sem vilja lágmarka tjón verði
þau fyrir netárás.
» Tryggt er gegn netárás,
gagnaleka, ábyrgð vegna
gagnaleka, rekstrarstöðvun og
auðkennisþjófnaði. Þá fylgir
aðgangur að sérfræðiþjónustu.
Skjálftavirkni við Keili á Reykja-
nesskaga hélt áfram í gær. Síðdegis
varð skjálfti af stærðinni 3,6, 1,2
kílómetra suðvestur af Keili.
Skjálftinn fannst vel á höfuð-
borgarsvæðinu og er sá fimmti
stærsti frá því að hrinan hófst á
þessu svæði 27. september síðastlið-
inn. Fyrstu mælingar bentu til að
skjálftinn hefði verið 3,3 stig, en
styrkurinn jókst í lokayfirferð.
Síðdegis í gær höfðu um 250
skjálftar mælst sólarhringinn þar á
undan, samkvæmt vef Veðurstofu
Íslands, þar af sjö stærri en 3.
Alls hafa vel yfir 8 þúsund
skjálftar mælst í hrinunni.
Rólegt var í gær við gosstöðv-
arnar í Geldingadölum. Vefmynda-
vélum mbl.is hefur verið fjölgað og
snýr ein þeirra í áttina að Keili,
með gosstöðvarnar í forgrunni.
Fimmti stærsti skjálftinn við Keili